Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 17
Möller í þingvíti. Var fundar-
bókunin samþykkt með öllum
atkvæðum gegn ei'iu. Var þetta
snarpasta senna, sem ég man
eftir á þingi og mundi hafa
verið slegizt, ef þetta hefði
gerzt á þingi suður í álfunni.
Skömmu seinna stóð forsætis-
ráðherra upp á fundi í efri
deild og óskaði að deildin vott-
aði stjórninni traust sitt og
gerði hún það, enda hafði
stjórn Jóns Magnússonar meiri-
hluta á þessu þingi, þótt við
felldum hana á næsta þingi.
Við snerum okkur nú að Sam
bandslaganefndinni. Þorsteinn
sagði:
— Hver flokku- valdi einn
mann í nefndina. Heimastjórn-
armenn völdu Jóhannes Jó-
hannesson bæjarfógeta, og
gjörði íslenzka nefndin hann
síðar formann sinn. Sjálfstæð-
ismenn (þversummenn) kusu
Bjarna frá Vogi og (langsum-
menn) Einar Arnórsson og
Framsóknarmem mig. Þegar
málið hafði veri’ð til umræðu á
flokksfundi Framsóknarmanna,
hafði ég stungið upp á Sveini
Ólafssyni í Firði, en hann
skoraðist undan og bar fyrir
sig lasleika. Þá vildi ég að Ól-
afur Briem, for-.naður flokks-
ins, tæki sæti í neíndinni, enda
átti hann langleogsta þingsetu
að baki, en hann skoraðist
einnig undan kosningu. Þótti
mér bá rétt að verða við vilja
flokksbræðra mir.na og tók
sæti í nefndinnk Sjálfstæðis-
menn höfðu einn g róið í mér,
skoðuðu mig jábróður sinn í
sjálfstæðismálinu Meirihluti
Framsóknarmanna hafði áður
verið í Sjálfstæðisflokknum og
var því heldur gott samstarf
milli þeirra og Sjálfstæðis-
manna. Mér varð heldur óljúft
að fara í nefndina vegna þess,
að ég taldi mig ekki hafa þá
pólitíjku reynslu, sem nauð-
synleg var. og auk þess var ég
’langyngstur þingmanna Fram-
sóknarflokksins. Aftur á móti
var Sveinn í Firði þaulreynd-
ur oaráttumaður, þótt hann
hefði ekk' setið lengi á þingi
og einhver gagnmenntaðasti og
gáfaðasti bóndi sem ég hef
þekkt um dagana. En að öðrum
þræði þótti hann íhaldssamur í
innanlandsmálum, því hann var
mjög gætinn í fjármálum og
greiddi ótæpt atkvæði gegn
öllum þeim tillög’jm til fjárút-
láta fyrir landssjóð, sem hon-
um fannst hægt að komast af
Sambandslagamálið rætt a alþingi.
án. Lenti þeim oft saman, hon-
um og Bjarna frá Vogi, því að
Bjarni var eins og kunnugt er,
allra manna ósparastur á fé.
Eitt sinn þegar rætt var um að
hækka laun ráðherra, fékk
Sveinn stuðning Þorleifs Guð-
mundssonar 2. þm. Árnesinga,
sem sagði stundum ýmislegt kát
legt. Við þessar umræður gat
Þorleifur þess m.a., að það
sýndi sig að laun ráðherra
væru nógu há, því það væri
ómögulegt að nudda þeim úr
ráðherrasætunum. Menn
reyndu ár eftir ár að losna við
þá, en allt kæmi fyrir ekki, þeir
sætu sem fastast og sýndi með
því, að ekki væru þeir óánæg'ð-
ir með launin. Bjami Jóns-
son frá Vogi hafði um langt
skeið staðið í fylkingarbrjósti
Sjálfistæðism. og enginn mað-
ur átt meiri þátt í sigri þeirra
1908 en hann, að Birni Jóns-
syni einum undanskildum. Hann
ferðaðist ailt sumarið til að
berjast gegn Uppkastinu og ég
held hann hafi verið fyrstur
til að koma upp með persónu-
legar frásagnir af samninga-
gerðinni 1908. Hann kom með
skipi til Seyðisfjarðar og hélt
þar fund í Stjórnmálafélagi
Seyðisfjarðar sem kallað var.
Ég var svo heppinn að sitja
þennan fund. Bjarni flutti þær
fregnir, að íslenzka nefndin
væri klofin, aðeins einn nefnd-
armanna væri á móti samnings
uppkastinu, en hinir allir með
því. Sýndi hann þá fram á, að
samningur þessi væri óljóst orð
aður og fullnægði á engan hátt
þeim kröfum, sem Þingvalla-
fundurinn árið áður hafði sam-
þykkt, að gerðar væru á hend-
ur Dönum. Lagði hann síðan
áherzlu á, að ísiland væri alls
ekki viðurkennt fullvalda ríki
samkvæmt samningnum. Ég er
ekki í neinum vafa um, að
hann hafi snúið mörgum á þess-
um fundi og síðar, og má ekki
sízt þakka honum fylgistap
heimastjórnarmanna í kosning-
um: Eins og kunnugt er, rann
Landvarnaflokkurinn og Þjóð-
ræðisflokkurinn saman í einn
flokk á Þingvallafundinum 1907
og nefndist hinn nýi flokkur
Sjálfstæðisflokkur. Eftir þetta
munu Danir hafa litið á Bjarna
sem andstæðing sinn. — Einar
Arnórsson hafði einnig verið á
móti samningsuppkastinu 1908
og skrifað merka bók ásamt dr.
Jóni Þorkelssyni, sem þeir
nefndu „Ríkisréttindi íslands".
Taldi Einar, að samkvæmt
Gamla sáttmála væri Island
sjálfstætt ríki og hefði aldrei
afsalað sér þeim réttindum.
1913 kom svo út bók eftir hann,
sem hann nefndi „Réttarstaða
íslands." f þeirri bók telur
hann að konungur sé einvald-
ur í nokkrum málum, en í öðr-
um ráði hann í samráði við Al-
þingi, en um engin mál íslands
hafi dönsk stjórnarvöld neinn
lögformlegan íhlutunarrétt. Ein
ar var, eins og kunnugt er,
einn lærðasti lögfræðingur
landsins og hafði verið ráð-
herra frá 1915 til ársloka 1918.
Að lokum má svo geta for-
manns nefndarinnar, Jóhannes-
ar Jóhannessonar. Hann hafði
lengi verið þingmaður, átti
sæti í samninganefndinni 1908
og fylgdi þá Uppkastinu. Þó
hafði hann áður verið í stjórn-
arandstöðu og skipað sér í
fylkingar með sjálfstæðismönn-
um, en gerðist heimastjórnar-
maður upp frá þessu. Þegar
samningaviðræður hófust var
hann forseti Sameinaðs þings.
Hann var vinsæll maður og vel
virtur.
— En hvers vegna tók Jón
Magnússon ekki sæti í samn-
inganefndinni
— Ég veit það ekki. Ég hygg
þó, að menn hafi talið heppi-
legra að hann beitti áhrifum
sínum að tjaldabaki. Ég býst
líka við því að aðstaða hans
til að beita áhrifum sínum hafi
verið miklu betri utan nefnd-
arinnar en innan. Hann gat
rætt óformlega við Danina, og
fullyrða má að þeir hafi fund-
ið að honum var treystandi,
enda kunnur dönskum stjórn-
málamönnum. Þess má einnig
geta, að hann var fylgismaður
Uppkastsins 1908 og ekki illa
séður af Dönum, eins og t.d.
Bjarni frá Vogi. Átti hann
það sammerkt með Jóhannesi
Jóhannessyni, að hann var
einn af tiltölulega fáum fylg-
endum Uppkastsins, sem héldu
velli í kosningunum 1908.
— En segið mér eitt. Var eng
inn ágreiningur í íslenzku
nefndinni um forman.ninn?
— Jú, það var kosið leyni-
legum kosningum um formann-
inn. Ég kaus Jóhannes og býst
þó við að Bjarni og aðrir vinir
mínir í Sjálfstæðisflokknum hafi
búizt við, að ég mundi kjósa
Bjarna. Ástæðan til þess, að ég
kaus Jóhannes, var sú, að ég
áleit að samningar mundu ekki
takast við Dani, en Jóhannes
mundi vera vtl séður af þeim.
Hins vegar mundu þeir hafa
horn í síðu Bjarna, vegna þess
hve kröfuharður hann hafði
jafnan verið í sjálfstæðismál-
inu. Ég- óttaðist að ef samn-
in gar mundu ekki takast, þá
yrði því ef til vill kennt um,
að Bjarni hefði verið formaður
nefndarinnar. Danir hefðu ekki
viljað ganga til samstarfs und-
ir hans forystu. Auðvitað var
þetta engan veginn víst, en
þessi var grunur minn. Og þeg-
ar ég hugsa um málið nú, þá
held ég, að sá grunur hafi átt
við rök að styðjast. Annars vil
ég bæta því við, að ég hafði
óbundnar henöur í þessu máli
sem öðru. Eins og ég sagði áð-
an, var enginn flokksagi á þess
um árum, og hver þingmaður
greiddi atkvæði eftir sínu
höfði. Daginn áður en samning-
ar voru undirritaðir, lá ég i
rúminu. Þá um kvöldið kom
formaður nefndarinnar til mín
og sagði mér, hvernig málum
væri komið: Dönsku nefndar-
mennirnir vildu samþykkja
frumvarpið, eins og það var þá
R ubbermai
Jólagjöfin
fyrir
húsfreyjuna
Hentug geymsla
fyrir saumaáhöldin,
skœrin og fleira.
J.
&
HF.
1. desember 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33