Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 18
orðið, en Bjarni óskaði eftir fresti til morguns, svo hann gæti borið sig saman við flokks menn sína. Eftir að ég hafði at- hugað frumvarpið, sagði ég hon um, að ég teldi sjálfsagt að hafna því ekki. Mundi ég skrifa undir samninginn, hvaða af- stöðu sem Bjami tæki. Gengi ég út frá því að flokksmenn mínir mundu verða þessu sam- mála. Daginn eftir lýsti Bjarni því yfir, að hann styddi frum- varpið. Hafði hann þá haldið fund með flokksmönnum sínum og þeir afráðið að styðja frum varpið, að Benedikt Sveinssyni og Magnúsi Torfasyni undan- skildum. Ekki veit ég, hvað fócr fram á þessum fundi, en full- víst er, að Bjarni lagði sig fram um að sannfæra flokks- menn sína um, að óráðlegt væri að hafna frumvarpinu. Ég held það hafi ráðið úrslitum innan Sjálfstæðisflokksins. Menn vissu, að þegar eldheitar sjálf- stæðiskempur eins og Bjarni frá Vogi og Sigurður Eggerz voru fylgjandi frumvarpi nefnd arinnar, þá væri a.m.k. ekki samið um neina innlimun í Dan mörku! Sigurður Eggerz hafði einnig átt drjúgan þátt í samn- ingagerðinni og fylgzt með henni frá byrjun, eins og raun- ar allt þingið. Sigurður var ein dreginn Sjálfstæðismaður, eins og kunnugt er, en um hann er sama að segja og Bjarna frá Vogi: Danir litu á hann sem andstæðing sinn. Hann var eini ráðherrann, sem hafði sagt af sér í konungsgarði vegna ágreln ings við konung sjálfan og vakti það mál miklar deilur á sínum tíma. — Viljið þér ekki segja okk ur eitthvað um dönsku samn- ingamennina, áður en lengra er haldið? — Það var sýnt af því hvern ig Danir völdu samningamenn- ina, að þeim var annt um að ná samningum. Samninganefndar- mennirnir voru allir nafnkunn ir stjórnmála- og vísindamenn í Danm. og nutu mikils trausts þar í landi, áttu flestir að baki sér merkan pólitískan feril. For maður dönsku samninganefnd- arinnar var Christopher Hage, verzlunarmálaráðherra. Hann var „róttækur", en mun hafa setið í nefndinni sem fulltrúi dönsku stjórnarinnar. Hann var fremur lítill maður vexti, en mjög virðulegur. Hann var í Danmörku talinn djúpvitur maður, og mér virtist hann ljúfmenni hið mesta. Hann hafði á sameiginlegum fundum nefndanna oftast orð fyrir dönsku nefndarmönnunum. Vinstri menn í Danmörku höfðu valið I. C. Christensen í nefnd- ina. Hann var líka ráðherra. 1907 var hann forsætisráðherra Danmerkur og kom þá til fs- lands í fylgd með Friðriki VIII. Mér er það afar minnis- stætt, þegar ég kom til Seyð- isfjarðar til þess að sjá þessi stórmenni þar á staðnum. Ég var þá í föðurhúsum og lét mig ekki muna um að fara úr heima högum mínum í Fljótsdalshér- aði til Seyðisfjarðar. Ég kom mér vel fyrir til að sjá land- gönguna, þegar konungur og fylgdarlið hans gekk af skips- fjöl. Fyrstir stigu á bryggjuna tveir glæsilegir menn, en bar þó annar langt af og þekkti ég það af myndum, að þar var ráð herra íslands Hannes Hafstein, enda er hann glæsilegasiti mað- ur, útl. og innlendur, sem ég hef séð um dagana. Hinn þekkti ég einnig af myndum og var það sjálfur konungur og þótti mér hann ákaflega geðþekkur maður. 'Næstir gengu tveir vörpulegir menn og þekkti ég vel annan, Jóhannes Jóhannes- son bæjarfógeta á Seyðisfirði, en við hlið hans var forsætis- ráðherra Dana. Hann var frem- ur stór vexti, mjög fríður, góð- legur og göfugmannlegur. í ís- landsförinni komu þeir konung ur við á Kolviðarhóli. Sagt er, að I.C.Christensen hafi staðið við hlið konungs, er hann hélt þar ræðu sína og nefndi „rík- in sín tvö“. Á ráðherra þá að hafa klappað á aðra hönd kon- ungs til þess að minna hann á, að nú væri hann að tala af sér. Guðmundur Hlíðdal, sem þarna var staddur, hefur sagt mér, að Christensen hafi flutt stutta ræðu á eftir konnugi og getið þess, að hans hátign hefði mismælt sig. Mun fáum Dönum hafa komið í hug um þetta leyti að viðurkenna ísland sem sér- ELDBORG GK. 13 er stærsta skip sem smíðað hefur verið á íslandi til þessa. Eldborgin er 415 brúttó rúmlestir að stærð og cr smíðuð af SLIPPSTÖÐ- INNI Á AKUREYRI. Sendum landsmönnum öllum órnaðaróskir í tilefni 50 óra fullveldis íslenzku þjjóðarinnar SLIPPSTÖÐIN AKUREYRI stakt rlkl. — I.C Chrlstlensen hafi komið inn í dönsk stjórn- mál, að mig minnir þegar vinstri menn tóku við völdum af hægri mönnum, rétt eftir aldamót. Hann var einn af vin- sælustu og nafnkunnustu stjórn málamönnum Danmerkur og naut jafnan óskerts álits. Hann talaði sjaldan á sameiginlegum nefndarfundum, en þess varð oft vart, að hann var mjög við- kvæmur fyrir því, ef honum fannst íslendingar vera ósann- gjarnir í kröfum sínum og ég held það hafi verið á öðrum eða þriðja nefndarfundi, sem sem hann sagði með tár í aug- um, að nú væri ekkert fyrir þá Danina að gera annað en stiga á skipsfjöl og halda heim til Danmerkur. Þegar lagt var fram eitt af fyrstu uppköstum ís- lenzka hlutans, var honum nóg boðið og einnig mun það hafa runnið honum til rifja, að ís- lendingar tóku fyrstu tillögu Dana víðs fjarri í mörgum at- riðum. Sannleikurinn er sá, að fyrstu uppköst Dananna voru I þeim fjölda kúlupenna, sem eru á markaðinum, er einn sérstakur — BALLOGRAF, sem sker sig úr vegna þess, hversu þægilegur hann er í hendi. Hið sígilda form pennans gerir skriftina auðveldari, svo að skrifþreyta gerir ekki vart við sig. • BALLOGRAF- EPOCA blekhylki endast til að skrifa 10.000 metra (sem jafngildir eins árs eðlilegrl notkun). Skriftin er ætíð hrein og mjúk, vegna þess að blekoddurinn er úr ryðfríu stáli, sem ekki slitnar. Þessir pennar eru seldir um allan heim í milljóna tali. Alls staðar njóta þeir mikilla vinsælda. epoca HINN HEIMSFRÆGI SÆNSKI KÚLUPENNI 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.