Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 23
eru allar likur til þess að hin fjölmennari þjóðin í litlu þétt hýlu landi œtli sér að leggja Island undir sig og senda hing að nógu marga menn á næstu áratugum til þess að búa svo um hnútana, að atkvaeðafjöldi með sambandsslitum verði ónógur eftir það árabil. Enda er þessi samningur stórlega aukin hvöt Dönum að senda hingað flesta menn eða að minnsta kosti svo marga að þeir geti aftrað sambands- slitum. Ef þetta ákvæði vœri ekki í samningum hefðu þeir ekki slíka hvöt. Bið ég menn að taka vel eftir þessu.“ Þeir vinirnir og baráttu- brœðurnir, Benedikt Sveins- son og Bjarni Jónsson frá Vogi, urðu ósammála á þessu þingi og höfðu ekki deilt op- inberlega fyrr. Við þriðju um- ræðu í neðri deild voru þó orðnir 5 móti en 17 greiddu atkvœði með. Bjarni frá Vogi kvaddi málið í neðri deild með svofelldum orðum: „að nú gertur Island aftur dregið andann frjálst. Er því vel far- iS að engin er mótstaðan og minnumst vér nú þeirra orða er svo mœltu: Dagur í austri.“ Benedikt Sveinsson sagði hins vegar: „Skal ég svo að lokum láta um mælt, að ekki veit ég nú þann mistiltein fyrir mold ofan sem hœttu- legur sé íslenzkri þjóð, ef hann er ekki fólgin i þessum sambandslagasamningi.“ í efri deild var frumvarpið Fullveldiö fimmtíu ára Emi öeiðu, Iand, Innn bjarta jökulfald við bJátt eg stjörnum ofið himintjald, og sóley prúð enn fágar farinn stig, enn fegurð vorsins sveipar töfrum þig. Og gleyma aldrei skyldj þessi þjóð, sem þér er vigð í starfí, draumi, óð, að verösd þín, svo vitaðsbjört og há, er vöggugjöf, sem hún ei glata má. Ó, hálfa óld! Sú örskotsstundin fleyg, í ævi þjóða hkust stuttum teyg, úr lífsins skál, sem dýpi djúpsins ber, og dieggjar jafnt og hunang færir þér. Nú stendur þjoðin hljóð við marka mót — á meðan dunar tímans ægifljót — og lítur afti,r yfir farinn veg, þótt áfram höldum bæði þú og ég. Hún mmnist þtirra, er ruddu bratta braut og björgum veltu, unnu marga þraut. í trú 4 landið, trú á lífsins mátt, í trú á Guð þeir lyftu merki hátt. En langt var stríð — og mörg var hildi háð unz heiðurssigri fulíum væri náð, unz þjóðin eftir valdastrit og kvöl með eigin hönuum tók um stjómarvöl. Nú gat hún sjálf sér gæfu skorið flík og gengið frani í dáð og krafti rik, í samfylgd þjóða frjálsra framaskeið og fært aff gjöf sitt eigið pund um leið. Já, eldi frelsið aJlra fór um brjóst, og upp til nýrra starfa fólkið bjóst. Það braut sitt lawl og lagði veg um fjöll og líka margan sfein í glæsta höll. Eii garði heldur gekk hún ekki hjá hin göidrum slungna nýja tímans vá, á meðan Grótti gullið ákaft mól og gullnu skýi ásýnd himins fól. Því vakir spurn, hvort götu fram til góðs vér gengið höfum jafnt til starfs og óffs. Of dýru verði var það tíðum keypt, sem von og gleði lífsins hefur steypt. Og vittu þjóð, að þín er ábyrgð öll, að engin gæfa fæst vrið siðaspjöll. Sé heiðri og sannleik fleygt í fúagröf, þér frelsið verður bölvun — hefndargjöf. Þvi streng nú heit og stæltu sál og hug að stefna fram í þekking, göfgi, dug. Þá verður blessun ein en aldrei tál, sem áttu fæit á heimsins vogarskál. Ingibjörg Þorgeirsdóttir frá Höllustöðum. síðan samþykkt með atkvæð- um allra deildarmanna, ann- arra en Magnúsar Torfasonar. Þegar þjóðkjör fór fram um sambandslögin höfðu atkvœð- isrétt 17,468 karlar og '13.675 konur, en samtals er það ná- lega þriðjunngur landsmanna. Af þessum hópi kusu alls 10, 352 karlar (59,3%) og 3.301 kona (24.1%) samtals 13.653 eða 43,8%. Hafði hluttaka í alþingiskosningum aldrei ver- ið jafn lítil síðan um aldamót, ef frá er talið landkjörið 1916, en fram til þess hafði mest kjörsókn verið í þingkosning- unum 1911, 78,4%. Bezt var hluttakan í Vestmannaeyjum, 76,1% en lœgst í Hörgslands- hreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu eða 12,5%, nema hvað í Grímsey var alls ekki kosið. Af öllum þeim sem kusu sögðu 12.411 já, nei sögðu 999, auðir seðlar voru 30 og ógildir 213. Margir voru mjög óánœgðir með hluttökuna og Morgunblaðið taldi að hún væri höfuðborginni og land- inu öllu til háborinnar skammar. 1 þjóðaratkvœðagreiðslunni 1944 greiddu 97,35% þjóðar- innar atkvæði með sambands- slitum við Dani. Samtals greiddu atkvæði með sam- bandsslitum 71.122 en 377 voru á móti. Auðir seðlar voru 805 og ógildir 754. ★ Zahle, forsætisráðherra Dana, lagði sambandslaga- frumvarpið fyrir fólksþingið hiinn 13. nóv. Fylgdi hann frumvarpinu úr hlaði með all- langri ræðu um stjórnmála- samband íslands og Danmerk ur fyrr og síðar. Allmiklar umræður urðu á þinginu, ekki sízt um ákvœði 18. gr. og ein- hliða rétt til sambandsslita eftir 25 ár, enda talið að slíkt vœri einsdæmi um ríkjasam- bönd. Einn af dönsku þing- mónnnunum, sem síðastur var á mælendaskrá taldi að Islend ingar hefðu reynzt snjallir samningamenn í skiptunum við Dani og ef þeir viIdu ber- lega ganga til atkvœða um skilnað við Danmörku þá þeg- ar, þá vildi hann leyfa þeim það í samrœmi við ríkjandi tíðaranda í Evrópu. Frum- varpið var síðan samþykkt á þingi Dana við nafnakall með 42 á móti 15 en fjarstaddir voru aðrir 15. Stundum heyrist, að við glötum sjálfstæði okkar með því að tryggja landinu varnir. Slíkt er algert öfugmæli. Varnimar eru einmitt trygging sjálfstæðisins. Baráttan fyr- ir þeim cr mikilsverðasta sjálfstæðismál okkar kynslóðar. Bjarni Benedikísson, 1. des., 1961. @ Nýi V.W. sendibíllinn er ekki aðeins þægifegur i umferð, beldur (gþ hentugt atvinnutæki, nýtízkulegur og skemmtifegt fararfæki Nftt útlit — Stærri gluggar — Meira útsfni — Meira rfmi Nýr bilstjóraklcfí: Mjögr rúmgóður. Aukið rými milli framrúðu og bil- stjóra. Björt og skcmmtileg klæðn- ing. Þægilegur aðgangur. Dyrnar ná niður að gólfi, stuðaracndi útbúinn sem uppstig. Allur búnaður er eins og í fólksbíl. Nýir *>g betri aksturs-eiginleikar. Sporvídd afturáss aukin. Endur- bætt fjöðrun. Stöðugri í hröðum akstri. Ilalli afturlijóla og millibil breytast mjög lítið við lileðslu. Sporvídd að framan hefur verið aukin til samræmis við afturás. Ný vél 1.6 litra, 57 hestöfl, búin öll- um aðalkostum V.W. véla: Auðveld gangsetning, Kraftmikil, Sterkbyggð, Ódýr í rekstri, óháð kulda og hita. Nýtt og aukið notagildi. 177 rúm- feta farangursrými. Rennihurð á hlið/liliðum, sem auðveldar hleðslu og athleðslu í ]>rengslum, útilokað að hurð fjúki upp i roki, hczt opin þó billinn standi í halla — opnan- leg innan frá. Beinn aðgangur úr hílstjóraklefa £ hleðslurými. Þægindi: Mælaborðið er algjörlega nýtt og miðað við fyllstu nútíma kröfur. Allir stjórn-rofar eru auð- veldir í notkun og greinilega merkt- ir. Hallandi stýrisás. Stillanlegt öku- mannssæti. Öryggislæsingar á bök- um frnmsæta. Kraftmikið loftrœsti- kerfi. Hitablástur á framrúður Hitalokur í fótrými bilstjóraklefa. Stór ' íbogin framrúða. Stórar, tveggja hraða rúðuþurrkur. Loft- knúin rúðusprauta. Efri brún mæla- borðs fóðruð. Stór útispegill. Fest- ingar fyrir öryggisbelti. Við gætum haldið áfram að tclja upp hinar f jölmörgu endurbætur á V. W. sendibíln- um, en í þess stað bjóðum við ýður að koma í söludeild okkar, Laugavegi 170—172 og kynnast kostum hans' af eigin raun. Laugavegi 170-172 L desember 1068 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.