Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 16
tel það mikið hapo fyrir þjóð- ina, að hann skyldi gegna for- sætisiráðherraembastti á erf- iðum styrj aldarámm. Ég veit það ekki en ég ímvnda mér, að hann ^hafi að einhverju leyti staðið á bak við samningagerð- ina 1918, og oft roett við dönsku nefndarmennina, bent þeim á að þeir yrðu að ’jnga að kröf- um íslendinga, ef árangur ætti að nást. Ég get sk/tið hér inn í smásögu, sem mér finnst lýsa Jóni Magnússyni ágætavel: Á fyTri stríðsárimum réðust and- stæðingablöð á hann fyrir það, að stjórnin hefði leyft sölu á kjöti úr landi og hefði fengizt fyrir þessar afur'jir 80 þúsund krónum minna en unnt hefði verið að fá fyrir þær nokkru síðajr. Jón átti ágætt hús við Hverfisgötu, þar sem Menning- arsjóður er nú og heyrði ég, að hann hefði haft v’ð orð að selja það og greiða þessar 80 þúsund krónur. Þegar þetta spurðist út, fór til hans sá m.iður, sem hafði skrifað einhverja skörpustu á- deilugreinina um kjötsöluna og fékk hann ofan af þessari ráða- gerð. Sannleikurinn er sá, að engum datt í hug óheiðarleiki, þar sem Jón Magnússon var, og féllu árásirnar niður. En þessi saga varpar nokkru ljósi á, hve skyldurækinn hann var og viðkvæmur fjrrir heiðri sínum. Þótt ég virti Jón Magnússon mikils, bar ég ekki virðingu fyrir öllu því, sem hann gerði, og skal ég þá skjóta hér inn í smásögu um það, ef þér viljið: Á Alþingi 1921 flutti Bjarni Jónsson frá Vogi tiTlögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina. f henni sátu þá þessir menn: Jón Magnússon, Pétur Jónsson frá Gautlöndum og Magnús Guðmundsson. Til- lagan var borin fram í neðri deild. Umræður um vantraust- ið voru lar-gar. Á meðan á þeim stóð, bar Gunnar Sigurðsson fram svohljóðandi rökstudda dagskrá: „Um leið og Nd Alþingis lýs- ir trausti sínu á núverandi stjórn, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá*-. Kvaðst flutningsmaður með þessu vilja forvitnast um, h /e margir bæru traust til ríkisstjórnarinnar. Ekki kvaðst hann vera í þeím hópi, en með þessu vildi hann stuðla að þvi, a§ haldið væri uppi þeirri sjádsögðu þing- reglu, að stjórnin styðjist við fylgi meirihluta þingsins og einnig vildi hann með þessu stytta umræður um van- traustsyfirlýsinguna. Fylgis- menn stjórnarinnar töldu þessa, rökstuddu dagskrá óþínghæfa, þar sem flutningsmaður ætlaði sjálfur ekki að fylgja henni. Rétt mun að geta þess að flest- ir andstæðingar stjórnarinnar *c$tandavd 44 baðherbergissett Veggsalerni, nýjung er ryður sér mjög fil rúms. Veggskol („Bidet") sjálfsagður hlutur í nýtízku baðherbergjum. Tvöföld handlaug með o>tatt davd blöndunartœkjum. Einnig baðker og önnur hrein- lœtistœki hvít og lituð. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN HF. Ræðumenn og hátíðargestir við Stjómarráðið 1. des. 1918. höfðu staðið að oaki Gunnars og haft samráð um þessa rök- studdu dagskrá. Ekki held ég, að Gunnar hafi haft neina for- göngu í þessu máli Við áttum þar margir hlut að, og ástæðan til þess, að ég tók þátt í þessu sprelli var sú, að mér þótti Jón Magnússon vera einum of klók- ur, þegar hann myndaði stjórn- ina 1920 Ég hafði vi’ljað fá Magnús Kristján=son inn í stjómina. Hann var þá Fram- sóknarmaður en hafði áður verið í Heimastjómarflokknum. Hann var ákaftega traust- ur maður, líkt og Jón Þorláks- son. En Jón Magnússon hafði gengið fram hjá óskum Fram- sóknarmanna við þessa stjórn- armyndun. enda þótt þeir hefðu lofað því jð bregða ekki fæti fyrir hann að sinni og var ég því eini Framsóknarmaður- inn, sem frá upph ’fí, hafði ver- ið andvígur stjórninnL Umræður urðu enn langar um rökstuddu dagskrána og fóru skoðanir eftir því, hvort þingmenn voru n>eð eða móti stjóminmi. Forseti deildaxinniar, Benedikt Sveinsson, úrskurðaði dagskrána þinghæfa og vitnaði í þingsköpin og kvað ekkert fjrrirmæli um, að flutningsmað- ur sjálfur þyrfti ?ð greiða at- kvæði með tíllögu, sem hann flytti. Atkvæði voru síðan greidd með nafnakalli. Fylgj- endur ríkxsstjórn; rinnar neit- uðu að greiða atkvæði. þar sem þeir töldu að rókstudda dag- skráin vatri óþiughæf en for- seti kvaðst ekki meta þau rök og taildi varða þingvítum að greiða ekki atkvæði. En þegar málinu var skotið undir úr- skurð deiidarin'nar, samþykkti meirihluti hennar að taka gilda röksemdina fyrir neituninni að greiða atkvæði Atkvæða- greiðslan um rókstuddu dag- skrána fór svo, að enginn sagði já, 12 sögðu nei, og 15 greiddu ekki atkvæði. Þá stóð Bjarni Jónsson upp og kvað tilgangi sínum náð. Vaatraustsyfirlýs- ingin væri orðin óbörf og hann tæki hana aftur. Stjórnin hefði ekki fengið eitt einasta trausts- atkv. Þótti nú liði stjórnarinn- ar illum brögðum beitt. Á fundi daginn eftir var gerðabók lögð fram til undirritunar. Lýsti for setinn því yfir ið 5 þingmenn, þeir Jón Þorláksson, Magnús Kristjánsson, Sig'irður Stefáns son, Þórarinn Jónsson og Jón A. Jónsson hefðu í heimildar- leysi párað inn í bókina: „Við framanritaða fundargerð at- hugast, að fors ?tí hefur ekki lýst rétt niðurstöðum af at- kvæðagreiðslu um rökstuddu dagskrána frá 1 þm. Rang. (G.S.) því að sú dagskrá er ekki fallin með atkvæðagreiðsl- unni, heldur hefur engin lög- leg ályktun verið um hana gerð, sjá 44. og 47. gr. þingskap- anna“ — Forsetinn taldi iétta bókun- ina um hvað gerzt hafðí og þingmennina 5 hafa gert sig seka um þingafglöp. Margir kvöddu sér hljóðs, fluttu stutt- ar, en hvassar ræður. Á meðan á þeicn stóð, gekk Jakob Möll- er upp að borði forseta, tók gerðarbókina og ’trikaði út at- hugasemd fmun-menninganna. Þetta var aðeins til að hella olíu á eldinn, en að lokum stóð Jón Þorláksson upp og kvaðst vilja skvetta kö'Idu vatni á þann eld, sem kviknað hefði í deildinni út af athugasemd sinni o.fl. Sagðist hann viður- kenna, að hann hefði ekki kynnt sér nógu vel þingsköp- in og ekki telja sig of góðan til að biðjast afsökunar. Lýsir þetta vel- Jóni ÞorlákssynL sem var undirhyggjulaus maður, hreinn og beinn. Forseti lýsti nú f immmenning a og Jakob 32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.