Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 4
suddi eins og löngum fyrr og síðar. >ess er sérstaklega minnot, að Guðmundur Frið- jónsson skáld frá Sandi hafi haldið ræðu og heillað áheyr- endur með málsnilld sinni. LÉTTÚÐARDRÓSK VIÐ HÖFNINA Það er kominn júlí og Aust- urríkiskeisari hefur skrifað Þýzkalandskeisara bréf, þar sem hann skýrir frá því, að mat vælaskorturinn í Austurríki sé framkominn af óviðráðanlegum kringumstæðum. Ekki er samt annað að sjá, en íslendingar séu sæmilega haldnir og Morg- unblaðiö getur þesö hirtn 3. dag júlímánaðar, að síðan höfnin væri svo langt komin, að skip- in gátu lagzt að hryggju „hef- ur maður veitt því eftirtekt, að vissum flokki kvenþjóðar- innar hefur orðið tíðförult nið- ur að sjó, þangað sem skipin liggja. Og þetta hefur farið í vöx't. Þær sem fyrstar hófu þetta rölt hafa dregið aðrar með sér og svo koll af kolli og nú kemur tæplega svo sklp hingað að það íyllist eigi af slíkum drósum. Gera þær sig heimakomnar þótt engan mann þekki þær á skipinu, enda fer víst ævinlega svo, að viðkynm- ingin gengur greiðlega. En þessi siðvenja og siðleysi er orðið bæjarskömm og þjóðar- hneisa“. Það er orðið tjörulítið í bæn- um og því ekki hægt að mal- bika nyrðri enda Lækjargöt- unnar. í fréttum frá Svíþjóð má sjá, að Svíar eru mjög ugg- andi um hag íslendinga og telja að þeir muni fara sér að voða, ef þeir slíti sambandinu við Dani. Aftur á móti hefur prins- inn af Wales að undanförnu dvalið á ftalíu og var svo lát- ið heita, að för hans þangað stæði í sambandi við hernað- inn. „En þeir sem betur vita segja að förin sé gerð í allt öðrum tilgangi, sem sé þeim að biðja sér konu. Er það Yo- landa, elzta dóttir Victors Em- anúels konungs og drottningar hans Helenu, dóttur Nikita Svartfellingakonungs." Frá Þýzkalandi berast fregnir um að slæm innflúenza hafi stung- ið sér niður í þýzku hersveiit- unum og í fréttum frá Krist- janíu um miðjan júlí segir, að einnig þar hafi orðið vart við innflúenzu. „f dag fréttizt það, að pró- fessor Churmann við háskól- ann í Halle haldi því fram, að hann hafi fundið venjulegar innflúenzu sóttkveikjur í mönn um, sem höfðu hina svo köll- uðu spönsku veiki.“ Hinder- burg, sem nú er kominn á átt- ræðisaldur hefur komið í heim- sókn til þýzku hersveitanna á vígvöllunum og hvatt þær og enginn gengur að því grufl- andi, að ný sókn af hálfu Þjóðverja muni í aðsigi á vest- urvígstöðvunum. En hér heima hefur verið reynt að sýna dönsku sendinefndinni kurteisi, meðal annars var farið með hana austur á ÞingvöU og komið við hjá Sigurði á Kolviðarhóli — þar sem alltaf sýður á katlin- um: „Enginn skilur hvernig það má vera í öllu þessu eldiviðar- leysl, en það er nú svona samt, það sýður alltaf hjá SigurðL Og þegar bifreiðarnar aHar niu talsins, komu loksins heilu og höldnu yfir hinn grýtta og skammarlega veg í Svínahrauni og fyrir manni blasti hóllinn 1 allri sinni dýrð, þá fannst eng- um að hann gæti farið framhjá án þess að heilsa upp á Sigujrð. Fimm mínútum eftir komuna þangað var kaffið framreitt á- samt kökum sem hefðu þótt „fínar“ í hvaða kaffi gildi sem er í Reykjavík. Dýrtíð og vand ræði ná ekki til Sigurðar á Hólnum." Þann 18. júlí er talað um að fossanefnd bregði sér til út- landa í næstu viku með Botníu og muni dvelja um hríð í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. í júlímánuði er spánska veik- in komin til landsins. í skeytum, sem hingað hafa borist má sjá, að innflúenzan breiðist óðum út í nágrannalöndunum og Eng lendingar segja, að Þjóðverjar hafi orðið að fresta sókninni vegna veikinnar. Símskeyti frá Kaupmannahöfn herma að veikin breiðist þar óðfluga út og hafi orðið að taka ríkisþings aðsetrið gamla fyrir sjúkrahús. !Hingað til lands barst inn- flúenzan að því að talið er með botnvörpungi frá Englandi. „Veikin er sögð væg að því leyti að hún drepi engan. Eigi að síður ættum við að varast hana svo sem unnt er.“ Sunnan úr Bosníu berast þær fréttir að Princip sé dauður. Og hver er Princip? Hvert mannsbarn þekkti hann árið 1918. Það var hann sem myrti þau Franz HaC0HI> 5ÚPUR S'vissneskar súpur Ekkert land stendur framar í gestaþjónustu og matargerb en SVISS. HACO súpur eru frá Sviss Hamark gœða 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.