Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 12
Skjöldurinn, sem Kjarval gerði í tilefni 1. ues. 1918. Ljósm. Ól. K. Magnússon. bænum til að bæta úr þeirri miklu neyð sem ríkti hjá mörg- um fjölskyldum og söfnuðust brátt 40 þúsund krónur. Þessu fé var skipt á milli þeirra sem bágstaddastir voru. Allt venjulegt fólk hafði far ið úr skorðum, það sýnir með- al annars frétt í Morgunblað- inu 21. nóvember: „Salernishreinsunin í bænum lagðist algjörlega niður sóttar- dagana og er í svo miklu ó- lagi enn þá að til vandræða horfir. Salerni hafa eigi verið hreinsuð í margar vikur og fólkið sem við þetta á að búa er í algerum vandræðum. Og sumt fólk, sem ekki er vandast að virðingu sinni hefur látið þetta verða sér átyllu til þess að fremja þann svívirðilegasta sóðaskap, sem raun ber vitni um ef litið er bak við sum húsin hérna í bænum.“ UMBÆÐUR UM BANDALAG ÞJÓÐANNA Úti í heimi eru stjórnmála- menn heimsins að huga að því hvernig ófriður verði fyrir- byggður í framtíðinni. Hvern- ig það á að gerast ókleift heilli stórþjóð að beita aðra þjóð of- beldi og raska jafnvægi heims- friðarins. Síðasti liðurinn í skil málum þeim sem Wilson taldi nauðsynlega fyrir friði í ræðu sinni fyrr á þessu ári hljóðaði svo: „Mynda verður með sérstök- um samningum almennt þjóða bandalag með þeim tilgangi að allar þjóðir, hvort stórar eru eða smáar, öðlist gagnkvæma tryggingu fyrir pólitísku sjálf- stæði sínu og að lönd þeirra verði ekki skert.“ Það er sem sagt unnið að því að koma á laggirnar bandalagi þjóðanna, margir gera sér vonir um að slikt bandalag eitt geti áork- að því sem flestir telja mikil- vægast: Að tryggja heimsfrið' inn um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Spánska veikin fór ekki að breiðast allverulega út um sveitir landsins fyrr en hún hafði náð hámarki í Reykja- vík. f fyrstu var ætlunin að stuðla að því að veikin kæm- ist ekki austur fyrir Þjórsá, síðan var miðað við Markar- fljót en veikin komst alla leið austur að Jökulsá á Sólheima- sandi. Þá barst veikin um Borg- arfjörð og fór þar víða og allt norður í Hrútafjörð. Hún barst einnig til ísafjarðar, Siglufjarð ar en var þar vægari en í Reykjavík. Frá því að fyrsti maðurinn dó úr spönsku veik- inni í Reykjavík var talið að þar hefðu látizt um 260 manns af völdum hennar. í Árnessýslu létust 26 og 25 manns í Vestmannaeyjum og má gera ráð fyrir að eitthvað á fjórða hundrað manns hafi lát- ist úr spönsku veikinni. Það er eftirtektarvert þegar farið er yfir andlátstilkynning- ar dagblaðanna frá þessum tíma að fólk á besta aldri virðist hafa orðið auðveldust bráð. S íðustu daga nóvember- mánaðar eru umræður um skjaldarmerki íslands því frétzt hefur, að forsætisráðherr ann vilji láta breyta því. Hann hefur falið Ríkharði Jónssyni myndhöggvara að gera teikn- ingu að nýju skjaldarmerki íslands eftir nákvæmum regl- um. Það hefur jafnvel heyrst, að í skjaldarmerkinu eigi að vera Landvættir fslands. Samt er að sjá, að sumum finnist hægt að eyða tímanum í eitt- hvað þarfara á þessum alvar- legu tímum en bollaleggingar um skjaldarmerki: „Til hvers allt þetta tildur, allt þetta til að sýnast, þegar allir vita að hér er margt og mikið í megnustu óreiðu. Það er byrjað á því að halda fundi um breytingu skjaldarmerkisins, langar og miklar bollalegging- ar, eins og það út af fyrir sig hafi nokkra þýðingu, hvort þorskur, fálki eða landvættir eru í merkinu. Er ekki kominn tími til að menn hætti öllu „húmbúkki“ og snúi sér með alvöru að því að koma hér ýmsu sem miður hefur farið í Iag, svo fslendingar geti komið fram sem óháð fullvalda þjóð, án þess að verða sér til skamm- ar.“ ALMENNINGSELDHÚS THORS JENSENS Mánudaginn 25. nóvember er yfirlætislítil tilkynning í Morg- unblaðinu, yfir henni stendur: Matgjöf. Þar kemur í Ijós að Thor Jensen útgerðarmaður hef ur fengið eldhús sláturhússins lánað og ætlar að hefja þar al- mennar matgjafir sem byrja föstudaginn 22. nóvember klukkan 12. Þar verður fátæk- lingum framreiddur matur til neyzlu á staðnum og matur auk þess borinn út eftir föngum. Þessi einstæða risna og höfð- ingskapur Thors Jensen, að koma á fót almenningseldhúsi og greiða a-llan kostnað við það verður lengi í minnum hafð ur. Þar voru gefnar mörg hundruð máltíðir daglega en aðallega voru það börn, sem þessa nutu, þó voru sendar margar nriáltíðir út um bæ eft- ir því sem óskað var Þessar matgjafir Thors Jensens stóðu fram að áramótum Samkvæmt skýrs'lum forstöðumanns og for- stöðukonu eldhússinr voru sendar samtals 7000 máltiðir út í bæ til þeirra sem ekki gátu komið í mötuneytið en í mat- skálanum sjálfum voru fram- reiddar sí mtals um 9500 mál- tíðir. Ýmsar útlendar borgir höfðu á ófriðarárunum komið sér upp almenningseldhúsum til að bæta úr vandræðaástandi og var talað um að gera það einn- ig hér. Málið var komið það langt áleiðis, begar ófriðnum lauk, að opinberum styrk hafði verið heitið ti'l þess að kynnast almenningseldhúsum erlendis. En við það sat. Þetta mál var búið að \era þrjú ár á döfinni og ekkert farið að gera, þegar loks þörf hefði verið á því. Þá kemur einn maöur og setur á stofn almenningseldhús með fárra daga fyrirvara og því er ekki nema von að menn spyrji: „Er hægt að hugsa sér skýr- ara dæmi upp á mismuninn á milli einstaklings athafna og opinberra. A öðrum staðnum er Iangt vandræðanöldur og lull- vissan er um, að bærlnn getl alls ekki færst í fang að reka svo vandasamt fyrirtæki sem þetta, en á hinum framkvæmd einstaklings á sama máli, þegj- andi og liljóðalaust. Herra Thor Jensen hefur sýnt í verkinu að mótbárumar, sem hafðar voru á takteinum voru ekkert annað en slúður ekkert annað en hé- giljuskapur manna, fyrir aðgerð arleysi.“ HNÍPIN ÞJÓÐ FAGNAR FULLVELDI Þá er komið að hinum stór- kostlegu tímamótum sem lengi hafði verið beðið eftir og lengi verður minnst. Nú höfðu atvik in hagað því þannig til, að fs- lendingar voru naumast í há- tíðaskapi. Flestir höfðu mátt þola ástvinamissii O'g flestir þeirra sem eftir lifðu, voru ný- staðnir upp úr erfiðum veik- indum. Það var hnípin þjóð sem fagnaði fullve'ldi í skugga dauðans hinn 1. desember. Há- tíðahöldir. voru í samræmi við það, hljóðlát og hávaðalaus. Veður var svo fagnrt sem verða mótti um þetta leiti árs, logn, frostlaust og heiðríkja Allstað ar var autt í sveitum og þær mjög dökkar yfir að líta eins og venja er til síðla hausts, en hrím á hæstu fjöllum. Forsíðu- greinin í Morgunblaðinu 'lætur ekki mikið yfir sér þennan dag, hún heitir Dagurinn, fyrirsögn- in með smáu letri í einum dálk. Þar segir svo: „Um undan-: farna áratugi hafa vitrustu og 'bestu menn þjóðar vorrar bar- ist fyrir viðurkenningu Dana á sjálfsögðum rétti vorum til þess a'ð ráða einir högum vorum. Nú er viðurkenningin fengin, svo ótvíræð að ekki verður um deilt. í dag sest íslenska þjóðin á bekk með fullvalda þjóðum heimsins. Og hvað Dani snertir, þá sýnist oss svo serr sá flokkur þeirra, er íslendingum er and- vígur, sé svo fámennur að oss stafi ekki ný ófriðarhætta úr þeirri átt. Það virðist orðin ríkjandi skoðun í Danmörku, að betra sé að bjóðirnar skilji, en að þær lifi saman í ósam- SETBERG ViktorBridges Maður f rá Suður Amerfku ArmÓlaÞýddi ©AUGLÝSINGASTOFAN Viktor Bridges Maður f rá Suður Ameríku HIN GAMLA GÓÐA SKÁLDSAGA Árni Óla Þ/ddi Hver er maðurinn frá Suður- Ameríku? Hvernig fer fyrir þess- um ágæta manni, sem tók að sér að vera tvífari hans og leikahann? Sleppur hann lifandi? Hvernig fer um þetta furðulega ástar- ævintýr hans? Þannig gengu spurningarnar dag eftir dag meöan sagan birtist sem framhalds- saga í íslenzlcu dagblaði fyrir nokkrum áratugum. Fólk hringdi og kom rakleitt til að spyrja þess og margs annars við- víkjandi sögunni og stöðugt jókst þessi áhugi eftir því sem á söguna leið.Sagan háfði náð tökum á því. Og svo mun enn fara. 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.