Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 19
ekki betri en uppkastið frá 1908
í þessu fyrsta uppkasti þeirra
var gert ráS fyrir því, að þegn-
réttur yrði ævarandi sameigin-
legur. Utanríkismálum, hervörn
um, mynt og æðsta dómstól
mátti ekki segja upp, nema með
samþykfei Dana. Þá var einnig
rætt um sameiginlegan konung,
en um það var ekki deilt —
Fulltrúi dönsku jafnaðarmann
anna í nefndinni var F.J. Borg-
bjerg, síðar ráðh. Hann var að-
sópsmikill maður, fremur hár
vexti með skegg niður á bringu.
Hann lagði mesta áherzlu á það
í allri samningagerðinni, að
þegnrétturinn yxði sameiginleg
ur með Dönum og fslendingum.
Man ég eftir því, að hann sagði
eitt sirrn á fundi eitthvað á
þessa leið: Þið megið skilja við
kónginn, ef þið viljið. En
hvorki ég né minn flokkur vill
láta hlaða upp múrveggi milli
þjóða, þar sem þeir eru ekki
fyrir. — Prófessor Erik Arup
var fulltrúi radikala eða rót-
tækra í nefndinni. Hann var
prófessor í sögu við Kaup-
mannahafnarháskóla, mjög við-
kynnilegur maður og virtist
skilja kröfur okkar íslendinga
bezt af dönsku nefndarmönnun
um, enda þá og æ síðan talinn
góður fslandsvinur.
— Ef við minnumst nú á
samningagerðina, hvað virtist
yður erfiðast að ná samkomu-
lagi um?
— Erfiðast var að ná sam-
komulagi um þegnréttinn, utan
ríkismálin og uppsagnarákvæð
in. Þess má geta hér til þess
að sýna, hve samningagerðin
var miklum erfiðleikum bund-
in, að jafnvel var deilt um,
hvort plagg það, sem menn
kæmu sér saman um að lokum
skyldi kallast „samningur" eða
„lög“. íslendingar vildu að það
væri kallað samningur og þótt-
ust leggja með því áherzlu á,
að hér sætu tveir jafnréttháir
aðilar við samningaborð, en
Danir lögðust gegn því og
töldu, að það yrði að kallast
lög vegna formsatriða gagnvart
danska þinginu. Var og á það
fallizt með þeirri athugasemd
þó, að hér væri engu að síður
um samning'a að ræða, þótt þeir
nefndust lög. Eins og kunnugt
er, hefst fyrsta grein sambands-
laganna með setningunni: „Dan
mörk og fsland eru frjáls og
fullvalda ríki“. Dönsku nefnd-
armennirnir vildu orða grein-
ina svo: „Danmörk og fsland
eru frjáls og sjálfstæð ríki“ Að
lokum gengu Danir að óskum
íslendinga í þessu efni.
•— Eins og sambandslögin
sýna, var samið um þegnréttar
ákvæðin á þann veg, að viður-
DANISII
GOLF
Nýr stór! góctur
smávindill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægja eradkynnast.DANISHGOLF
er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kaupid í dag DANISH GOLF í þægilega 3 stk. pakkanum.
<ái>
SGANDINAVIAN TOBAGGO COMPANY
DENMARK
1. desemlber 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35