Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 22
Nýi sáttmáli Nokkur þýðingarmikil atríði úr Sambands lögunum Benedikt Sveinsson. AF öllum stóratburðum ársins 1918, þykir blöðunum á þeim tíma mest til um Nýja sátt- mála, jrumvarpið til dansk- íslenzkra sambandslaga. Nejndir þær, sem skipaðar höfðu verið aj stjórn og rík- isþingi Danmerkur annars vegar og Alþingi hins t vegar til að semja um stöðu land- anna sín á milli, höfðu átt marga og erfiða fundi. Kom þá stundum fyrir að kemp- urnar viknuðu, eða hitt, að kastaðist í kekki svo við lá, að öll samruingagerðin fœri út um þúfur. Var þá reynt að byrja á nýjan leik, þegar allt var komiö í strand, og m. a. sett á laggirnar undirnefnd sem vann ásamt nefndarmönn um öllum, þingmönnum og ráðherrum bak við tjöldin. Eftir að nefndirnar urðu á- sáttar um frumvarp til dansk- íslenzkra sambandslaga birtu blöðin stórar fréttir um hinn nýja sáttmála og Morgunblað- ið kom út með aukablað í til- efni þessa. Þar er frumvarpið bœði á dönsku og íslenzku og má af þessu ráða, að blaffinu þykir þetta frétt ársins og þýö ingarmeira en styrjaldarlokin, Kötlugos og drepsóttin mikla. Að hvaða leyti mörkuðu sambandslögin tímamót fyrir Islendinga? Þetta frumvarp er að vísu í 20. gr. og þar að auki nákvœmar œthugasemdir við hverja grein. Það var m.a. gert til að koma í veg fyrir misskilning og það, að túlka mœtti lögin á mismunandi vegu. 1 upphafi segir, að Dan- mörk og Island séu frjáls og fullválda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þess- um sambandslögum. Mikil átök urðu um þegn- réttinn, en að lokum varð eftirfarandi samkomulag um hann. 6. gr.: „Danskir ríkisborg- arar njóta að öllu leyti sama réttar á lslandi sem íslenzkir ríkisborgarar, fœddir þar, og gagnkvœmt. Eru ríkisborgar- ar hvors lands undanþegnir herskyldu í hinu. Bœöi dansk- ir og íslenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir frjálsa heimild til fiskveiða innan landhelgis hvors ríkis.“ ★ I 8. gr. segir svo: „Danmörk hefur á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenzkri landhelgi undir dönskum fána, þar til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru leyti á sinn kostnað.“ Þá segir svo um dómsvald í 10. gr.: „Hœstiréttur Dan- merkur hefur á hendi œðsta dómsvald í íslenzkum mál- um, þar til ísland kynni að ákveða að stofna œðsta dóm- stól í landinu sjálfu. En þang- að til skal skipa Dslending í eitt dómarasœti í hæstarétti og kemur þaö ákvæði til framkvæmda, þegar sœti losn ar nœst í dóminum.“ Um fjárframlag itl fslend- inga varð mikill ágreiningur. Lagt var til að ríkissjóð- ur Danmerkur skyldi greiða tvær milljónir króna í sjóð, er stofna skyldi í Kaupmanna- höfn til styrktar íslenzkum námsmönnum og visindarann- sóknum. J. C. Christensen tók þó skýrt fram, aö með þessari tillögu viðurkenndi Danmörk ekki, að hún skuldaði íslandi fé, eða gengi inn á kenningar Jóns Sigurðssonar. Sjóðurinn væri einungis stofnaður í þakkar skyni fyrir hin rrúklu andlegu verðmæti, sem Danir hefðu þegið frá íslandi. Átti konungur að mœla fyrir um starfsemi sjóðsins eftir tillög- um háskólanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn, og segir Einar Arnórsson, að tslend- ingarnir hafi verið mjög óánægðir meö þetta. Þótti þeim lítil sanngirni, að Dan- mörk losnaði við 60 þúsund króna ársgreiðsluna og Garðs- styrkinn, sem nú átti eftir uppkasti Dananna hvort tveggja að hverfa úr sögunni, en veitti sjálfri sér í staðinn tveggja milljóna króna sjóð til umráða. Að lokum náðist þó sam- komulag og segir í 13. gr. svo: „Fjárhæð sú, að upphœð 60 þús. kr., sem ríkissjóöur Dan- merkur hefur undanfarið greitt íslandi og kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrif stofu stjórnarráðs fslands í Kaupmannáhöfn fellur niður. Sömuleiðis eru afnumin for- réttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda viö Kaupmanna hafarháskóla.“ í 18. gr. er fjallað urp þýð- ingarmikið atriði: „Eftir árs- lok 1940 getur ríkisþing og al- þingi hvort fyrir sig, hvenœr sem er krafizt, aö byrjað verði á samningum um endurskoð- un þessara laga. Nú er nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára frá því að krafan kom fram og getur þá ríkis- þingið eða alþingi hvort fyrir sig samþykkt að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða að minnsta lcosti tveir þriðju þingmanna annað hvort í hvorri deild ríkisþingsins eða í sameinuðu alþingi að hafa greitt atkvœði meö henni og hún síðan að vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvœðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í Ijós við slíka at- kvæðagreiðslu, að þrír fjórðu atkvœðisbærra kjósenda aö minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvœðagreiðslunni og að minnsta kosti þrír fjórðu greiddra atkvæða hafi verið meö samningsslitum þá er samningurinn fallinn úr gildi.“ ★ Á aukaþinginu, sem kvatt var saman í septemberbyrjun, varð Benedikt Sveinsson þing maður N orður-Þingeyinga einn til að standa upp til and- mœla gegn þeim, sem mœltu með frumvarpinu. Meðál ann- ars sagði hann svo um hina þýðingarmiklu 18. gr.: „Það ÍSLAND i. Þá t-runi.u eldar dýpst í köldu kafi ©g- kolgrar mökkur reis sem voldugt tré. A norðurslóð sem nökkvi í miðju hafi hið nýja Iand úr regindjúpi sté. Þar hitti eldur fyrir brimsins bræði os bar a 1 reiðum Ægi sigurorð. En Frosti þuldi þvílik feiknakvæði að þykkur jökuli lagðist yfir storð. Me3 meginlöndin breið á báðar hendur var beðið vors — og gróður festi rót og blærinn sveií um fjörð og fríðar lendur og fuglai’ áttu í skógum stefnumót. Þá loksins eftir Ijúfar næðisaldir hófst Iandnámsöld — en foldin afhroð galt. Nú vitna skýru máli melar kaldir um rnóður þá sem börnum gefur allt. En hver má lasta þjóð sem þráði að lifa og þreytíi stríð í heimum tveim í senn en lærðist hér svo listavel að skrifa að lengra komust engir jarðarmenn? Svo stórt í sinni smæð er feðrafrónið þín fjallaveröld yzt í norðursæ af forsjon greypt í bláa laxalónið. — Var lífsins perlu kastað þar á glæ? Nei, lýsigullið glóir enn í sjóði. Og gefendurnir — fólkið allt sem hvarf það I’i'ir enn í ungu hjartablóði. Því ómar skipan dagsins: Betra starf! Þá væri ísiand týnt og gefið tröllum ef trúin brygðist nú á vélaöld. Sú kvörð er sköpuð Islendingum öllum að endurgreiða þjóðar-fósturgjöld. Og aðeins þá er skuldin gamla goldin er gerir hver svo vel sem ýtrast má. Við svíkjum lands vors Guð ef gróðurmoldin með gusli tiinans fýkur öll í sjá. Þú vegur landsins heill í hendi þinni! Og hygg að því ef byrðin liggur þungt að sá mun jafnvel valda veröldinni sem velur sér til átaks fastan punkt. t efans mýri ekkert strið má vinna því oðjan kæfir gleði von og traust. Hvar þá er fasta hellu helzt að finna? „t hjarta þínu!“ svarar ómyrk raust. Það reginafl sem ræður sköpum landa á rödd sem hljómar dýpst í brjósti manns. Og ef vió nemum kall þess kærleiksanda er kvíðalaust um framtíð heims og lands. Rís unga þjóð! — og vertu trú þeim vilja sem veginn ratar innst í hjarta þér þá verður Island drottning djúpra hylja og dauðans vald í alheiminum þver. IJIfur Ragnarsson. 38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.