Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 15
Er viðræður hófust 1918 um
fullveldið þóttu litlar líkur að
samningar tækjust
Spjallað við Þorstein M. Jónsson um Sambandslögin 1978
Á 40 ÁRA AFMÆLI FULLVELDISINS 1. DES. 1958, ÁTTI MATTHÍAS JOHANN-
ESSEN SAMTAL VIÐ ÞORSTEIN M. JÓNSSON, UM SAMNINGAGERÐINA 1918
OG ER SAMTAL ÞETTA ENDURTEKIÐ HÉR. ÞORSTEINN ER EINN Á LÍFI
ÞEIRRA NEFNDARMANNA ER SÖMDU VIÐ DANI 1918.
í DAG eru 40 ár liðin frá því
Sambandslögin gengu í gildi. Af
því tilefni hitti Morgunblaðið
Þorstein M. Jónsnon, fyrrver-
andi skólastjóra, að máli. Hann
átti eins og kunnugt er, sseti í
Sambandslagane á.dinni og er
einn beirra nefndarmanna á lífi,
enda langyngstur, aðeins rúm-
lega þrítugur, þegar nefndin
starfaði. Þorsteinn varð fús-
lega við bón okkar um samtal
og gat þfcss strax, að undar-
lega margt væri likt með þjóð-
fundarkröfunum 1851 og Sam-
bandslagasamningnum 1918. Þá
ræddi hann nokkuð um aðdrag-
andann að sanmingnum og sagði
m.a., að mestu sigrarnir sem
unnust í sj álfstæ*’ smálum þjóð
arinnar frá Þjóðíundinum og
þangað til Sambsndslagasamn-
ingurinn var undirritaður 1918
hafi verið stjórnarskráin 1874,
er veitti Alþingi fjórforræði oig
löggjafairvalxl 1 sérmálum ís-
iands, og stj órn arslkráin 1903,
sem ákvað, að æðsta stjórn sér-
mála íslands skyldi flutt inn í
landið og yfir þau væri settur
islenzkur ráðheria, sem ætti
sæti í Reykjavík.
— En markinu var samt ekki
náð, hélt Þorsteinn M. Jónsson
áfram. Baráttan var ströng og
hörð. Samningsuppkastið 1908
var merkasti atbucðurinn í sjálf
stæðisbaráttunni frá 1904-18.
Eins og alþjóð er kunnugt,
snerist íslenzka þjóðin gegn
Uppkastinu, eins og það var
nefnt, og Alþingi hafnaði því
1909. Ég vil þó taka það fram,
að uppkastið 1908 var mjög
nauðsynlegt, því það sýndi
svart á hvítu, hvað fslending-
ar vildu í sjálfstæðismálunum
og eftir það þurfti enginn að
ganga í grafgötur um, að þeir
sitefndu að fuilveldi íslands. Sá
stjórnmálastormur, sem geisaði
1908-9 var hressandi, og hafði
vekjandi áhrif á þjóðina.
Síðan minmtist Þorsteinn M.
Jónsson nokkrum orðum á þá
aitburöi, sem uirðu einkum til
þess að þoka sjálfstæðismálum
íslendinga í áttina á árunum
1908-18. Um og eftir síðustu
aldamót heyrðist oft, bæði á
stjórnmálafundum og annars-
staðar setningin: „Vér erum svo
fátækir og smáir“. Þjóðin var
haldin einhverri minnimáttar-
kennd og í þessum orðum fól-
ust röksemdir þeirra, sem gæti-
lega vildu fara í sjálfstæðismál
inu:
— Ég held að stofnun Eim-
skipafélags fslands hafi haft
mikil áhrif í þá átt að kveða
þennan barlómssöng miður. Þá
hélt þjóðin, að nún ætti fullt í
famgi með að safna fé til kaupa
á einu skipi, en svo fór, að fé-
lagið gat keypt tvö skip fyrir
söfnunarféð. Þet*a sannfærði
þjóðina um, að hún væri ekki
eins getulítil og fátæk og hún
hafði álitið, sagði Þorsteinn M.
Jónsson. Benti hann síðan á,
hve rækilega fyrri heimsstyrj-
ö'ldin hefði minnt íslendinga á
þá staðreynd, að þeir yrðu að
bjarga sér sjálfir. Samband-
ið við Dani var engin vörn og
þeir gátu ekki látið fslending-
um í té nema lítinn hluta þess
nauðsynjavarnings, sem þeir
þörfnuðust og mjög lítið fengu
þek- að flytja af vörum til Dan-
merkur vegna banns Breta. Þá
hófu íslendingar m.a. verzlun
og siglingar til Ameríku, eins
og kunnugt er. Loks benti Þor-
steinn á, að ósigur Þjóðverja í
styrjöldinni hefði glætt þær
vonir Dana, að þeir mundu ná
aftur nokkirum hluta af því
landi, sem þeir höfðu misst 1864,
enda var því haldið mjög á
lofti í blöðum viðs vegar um
heim, að hver þjóð og þjóðar-
brot ættu sjá'lf pð fá að ráða
stjórnurfyrirkomuiagi sínu.
Mun þetta hafa aukið skilning
Dana á sjálfstæðiskröfum ís-
lendinga meir en allt annað.
Þegeu svo var komið fór for-
sætisráðherra fslands (1917) ut
an á konungsfund. Hann gerði
þá tillögu að íslendingum yrði
leyft að hafa sérstakan sigl-
ingafána. Forsætisráðherra
Dana lagðist gegn henni, en
sagði, að Danir væru fúsir að
ganga til samninga um allt sam
bandið milli Danmerkur og ís-
lands. Var konungur á sama
máli, og taldi heppilegast að
hefja samningatilraunir um öll
ágreiningsmál íslendinga og
Dana um sambandið milli land-
anna. Var það svo gert árið
eftir.
Þegar Þorsteinn M. Jónsson
hafði rætt nokkra stund um
þessi mikilvægu atriði, spurði
ég um, hvernig sjálfstæðismál-
ið hefði sitaðið hér innanilands
um það leyti s»rti Sambands-
lagasamningurinn var gerður.
Þorsteinn svaraði:
— Sannleikurinn er sá að
eftir að samsteypustjórnin er
mynduð 1916, ber æ minna á
deilum og klofningi, og eigin-
lega má segja, að það eimi að-
eins eftir af gömlum erjum. Um
fjandskap var ekki að ræða.
Aðalflokkarnir á þingi voru
Heimastjórnarflokkurinn, sem
hafði 16 þingmenn, Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem var klofinn í
„þversum" og „lángsum“, (voru
11 þversummenn á þingi og 4
langsummenn) og svo Fram-
sóknarflokkurinn, sem átti 8
fulltrúa á þingi. Þó að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði klofnað
var ekki um raunverulegan
stefnumun að ræða milli flokks
brotanna og segja má, að menn
hafi yfirleitt verið orðnir sam-
mála um stefnu í sjálfstæðis-
má'linu á þessum árum 1917 og
’18 var starfandi svonefnd
fullveldisnefnd á Alþingi og
stóðu allir flokkar að henni. Má
sjá af nafni henrar, að þing-
menn voru orðnir sammála um
stefnuna í sjálfstæðismálinu.
Fullveldisnefndin frá 1917 bar
fram þingsályktunartillögu um
konungsúrskurð um siglinga-
fána fyrir fsland og var tillag-
an samþykkt í báðum deildum
án nokkurs ágreinings. Talar
það sínu máli.
Ég spurði nú Þorstein M.
Jónsson nánar um flokkana og
forystumenn þeirra. Hann
svaraði: m
— Ekki er hægt að tala um
forystumenn flokkanna eins og
nú, því flokksbönd voru á þess-
um árum miklu iausari en nú
gerist. Þó tel ég, að Jón Magnús
son hafi verið aðalleiðtogi
heimastjórnarmanna, því að
Hannes Hafstein hvarf afþingi
strax í byrjun 1917 vegna veik
inda og gætti áhrifa hans ekki í
íslenzkum stjónmálum eftir
það. Um áðra forystumenm er
erfitt að tala. 1 Sjáifstæðis-
flokknum voru margir merkir
menn, sem staðið höfðu fram-
arlega í sjáifstæðisbaráttunni
í langan tíma, svo sem Bene-
dikt Sveinsson, Bjarni frá Vogi
og Sigurður Eggerz. í Fram-
sóknarflokknum, sem stofnaður
hafði verið um óramótin 1916-
17, voru menn eins og Sveinn í
Firði, Þorleifur í Hólum, sem
allt frá 1908 hafði tekið virkan
þátt í baráttu þeirra sem lengst
vildu ganga í sjálfstæðismál-
inu og formaður flokksins ólaf-
ur Briem. Ég var ritari flokks-
ins frá þingbyrjan 1917 og þar
til ég sat síðast á þingi 1923,
xiema árið 1921, þegar ég baðst
undan því. Arið eftir var ég
kosinn í stjórn flokksins með
9 atkvæðum. Einar Árnason
fékk 8 atkvæði og Þorleifur
Jónsson 6 atkvæði. Ekki vildi
ég vera formaður flokksins,
heldur ritari eins og oftast áð-
ur og vö'ldum við þá Þorleif
formann og aftur 1923. Lang-
summumenn Sjátfstæðisflokks-
ins voru allir þjóðkunnir: Ein-
ar Arnórsson, Gísli Sveinsson,
Magnús Guðmundsson og Magn
xis Pótursison.
— Jón Magnússon? Hvað
vilduð þér segja um hann?
— Jón Magnúsmn var gam-
alkunnur stjórnmálamaður og
hafði gegnt mörgum mikilsverð
um embættum um dagana.
Hann hafði t.d. verið amtskrif-
ari á Akureyri í 4 ár, sýslu-
maður í Vestmannaeyjum í 5
ár, landshöfðingjaritari í 7 ár,
skirifstofustjóri ’ stjórnarráð-
inu í 4 ór og bæjarfógeti f
Reykjavík í 8 ár. Hann hafðl
verið heimastjórnarmaður frá
því sá flokkur var stofnaður,
setið í samningar>efndinni við
Dani 1908 og verið alþingismað-
ur frá 1902. Ég álít, að hann
hafi verið einn lagnasti samn-
inga- og stjórnmál„maður á sín-
um tíma, hann var vitmaður,
góðgjarn og réttiýnn. Það var
ekki litið á hann sem neinn
skörung, hann var mjög var-
færinn maður og stundum bor-
ið á brýn, að hann væri óá-
kveðinn í skoð.mum, en ég
hygg það orð hafi komizt á
vegna varfærni hans og sam-
vizkusemi. En á úrslitastundum
var hann ákveðinn og einarð-
ur foringi. Þótt hann væri ekld
mælskumaður, te'l ég, að enginm
þingmaður hafi verið bein-
skeyttari en hanti, ef á þurfti
að halda. Ekki var gott að
hrekja röksemdir hans, enda
þótt hann væri ekki sköruleg-
ur ræðumaður. Ef ég ætti að
lýsa honum í einni setningu, sem
oft er notuð nú á dögum, mundi
ég segja, að hann hafi verið
„blátt áfram og elskulegur
maður í allri viðkynningu". Ég
" -V ' * » i
Þorsteinn M. Jónsson. Ljósm. Ol. K. Magnusson.
1. desember 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31