Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 6
borgara í hundraSa talL En veldi þeirra virðist heldur fara þverrandi. Má buast við því, að allt komist í bál og brand þar í landi innan skamms og er ekki gott að spá neinu um það hvaða afleiðingar það getur haft fyrir Þjóðverja." Sunnudaginn 25. ágúst 1918 er símað frá útlöndum, að rúss- neska keisaraekkjan sé yfir- buguð af taugaveiklun. En nú er fossanefndin komin heim og í Morgunblaðinu þennan dag er viðtal við Guðmund Björns- son landlækni og formann fossanefndarinnar. TANKAR I HERNAÐINUM Á vesturvígstöðvunum beita bandamenn nýju vopni, skrið- drekum, sem í blöðum hér eru kallaðir tankar á þeim tíma: „í hverri stórri orustu tefla Bretar þeim fram. Þeir vaða yfir skotgrafir Þjóðverja, skot- hríðin úr vélbyssunum, sem „geymdar“ eru innan í tankn- um, dynur yfir Þjóðverja. Tankarnir brezku eru liklega voðaleg vopn. En enn voðalegri kváðu tankar Bandaríkjamanna vera, þeir sem nú kváðu vera á vesturvígstöðvunum". I að er kominn september og Alþingi er sett. Guðmund- ur Thorsteinsson, Muggur, opn- ar málverkasýningu og í nafn- lausri grein í Morgunblaðinu segir: „Það sem mér virðist ein- kenna sýnánguna mest, það er hið góða og græskulausa gam- an, sem hlýtur að koma mönn- um í gott skap. Má fljótt sjá það að málarinn hefur næma tilfinningu fyrir því sem bros- legt sr í lífinu.“ Samtímis er frétt af öðrum listviðburði, sem von er á síð- ar: nýr íslenzkur söngmaður, herra Arngrímur Valagils, ætl- ar að syngja opinberlega í Bár- unni. Sagt er að Valagils hafi tvö undanfarin ár stundað söngnám í Kaupmannahöfn og ljúki kenrarar hans lofsorði á rödd hans og sönghæfileika. Úr Breiðafjarðareyjum berast hins vegar þær fréttir að dún- tekja sé með lang rýrasta móti og valda því einkum hinar feikilegu frosthörkur síðastlið- inn vetur Maður sem nefnir sig Skeggja, ber sig upp í Morgunblaðinu vfir óþrifnaðin um í Reykjavík: „Réttláta gremju vekur það hjá hverjum hugsandi manni að sjá öll þau miklu Iýti, sem eru á þessum bæ, höfuðborg tslands —sjálf- sköpuð lýti, sem eigi þurfa að vera, ef reglusemi er gætt. Og reglusemin er ekki eins dýr eins og sukkið og óþrifnaður- inn. Reykjavík er að vísu allt of stór — helmingl umfangs meiri heldur en hún þyrfti að v-era. Þetta eykur að miklum mun viðhald og endurbóta kostnað allan. En fyrst borgin vili nú teygja svona út skækl- ana, þá verður hún að taka af- leiðingunum af því.“ Ríkharður Jó.asson hefur á þessum haustdögum opnað sýn- ingu á teikningum og tré- skurði, en Jónas frá Hriflu hef- ur sagt upp kennarastarfa sín- um við Kennarasikólann „og mun nú fyrir alvöru faraaðgefa sig að samvinnufélögum. í stað hans er séra Ásgeir Ásgeirs- son ráðinn ken.iari við skól- ann“. f októbermánuði eru ým- is friðartilboð komin af stað úti í heimi, einn þjóðhöfðingi krefst þessa, annar krefst hins. ENGIR NÚLIFANDI MENN HAFA SÉÐ ANNAÐ EINS P I regnir af þessu voru þó fremur ó'ljósar, þegar aðrar fregnir bárust austan úr Skaftafellssýslu sem vöktu líka mikla athygli hér. Þau stórtíðindi urðu iaugardaginn 12. október, að Katia tók að gjósa, en hafði þá ekki látið á sér bæra síðan 1861. Urðu menn í Vík í Mýrdal varir við smá jarðskjálftakippi klukkan eitt um daginn og stóðu þeir nokkra stund. Skömmu síðar sá- ust miklir mekkir yfir fjallinu Hettu, og voru menn þá ekki í vafa um að tekið væri að sjóða upp úr Kötlu. Ferðamenn sem staddir voru við Múlakvísl urðu frá að hverfa. Kvíslin ó'imaðist fram í jakaferð svo mikil, að engir menn núlifandi hafa séð annað ems, og flæddi yfir alla aura.“ f Morgunblað- inu sunnudaginn 13. október segir svo: „Vér náðum tali af símstöðinni í Vík klukkan 6,30 í gærkvöldi. Er mönnum ó- rótt innanbrjósts, sem vonlegt er, og munu þeir ver staddir sem heima eiga austur á sönd- um, milli vatna þeirra, sem ó- fær eru orðin vegna flóðsins. Menn eru hræddir um, að ferða menn hafi verið staddir á sönd unum, en þess getur orðið langt að bíða, að fréttir fáist austan yfir Múlakvísl. 1. desember 1968 ctandið í hinum ýmsu löndum Evrópu voru oft mjög óljósar 1918, lesendur gátu aðeins ráð- ið í, að víða var ógnarástand, til dæmis í Finnlandi og Rúss- landi; „Fregnirnar sem koma frá Rússlandi, herma ógurlegt ástand þar í landi. Borgara- styrjöld geysar þar hin megn- asta, því rússneska þjóðin vill ekki viðurkenna friðarsamn- inga við Þjóðverja og skoðar þá sem fjendur. Bolcévikar koma þar fram með mikilli grimmd og myrða saklausa CAMEL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL GAMEL CAMEL 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.