Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 14
„Ég vildi óska að ég gæti skrifað, ég er viss um að það er skemmtilegasta aðferðin til að vinna sér inn peninga, og þó er það fremur hugkvæmnin en hæfileikinn, sem á vantar". Þannig leit John Galsworthy fyrir sjötíu og sex árum horn- auga til framtíðar sinnar sem rithöfundur. Ekki svo að skilja að hann væri þá, eða síðar í tiltakan- legri peningaþröng — ekki á meðan hann samdi sig fúslega að leikreglum fjölskyldunnar. Og fjölskyldan, Galsworthy- fjölskyldan, var hin raunveru- lega Forsytefjölskylda — svo skyld henni í raun, að ein systra hans þrábað hann um að hætta, sjálfs sín vegna, við útgáfu skáldsögunnar, sem átti eftir að verða hið fyrsta af þremur bindum um Forsyte-ætt ina, „Eignamaðurinn“ — eða að gefa hana að minnsta kosti-út undir dulnefni. En hann spurði hana þá hæðnislega, hvern úr fjölskyldunni hún teldi líkleg- an til að lesa söguna. Galsworthy-ættin hafði um aldaraðir verið smábændur og þessháttar í suður Devon. Einn af ættinni, kaupmaður frá Plymstock, seldi allar eigur sín ar þegar kona hans lézt og flutti sig með mikinn barnahóp til Lundúna, þar sem hann efnaðist vel á fasteignasölu í hinni miklu útþenslu Viktoríu- tímabilsins. Synir hans efnuð- ust einnig. Faðir Galsworthys nam lög, en fannst lítið til um þau þurr- pumpulegu fræði og gerðist fjármálamaðúr, græddi auð fjár, sem hann lagði (auðvit- að) aftur í fasteignir og hafði um alllangt skeið af þeim um 12 þúsund punda árstekjur. Hann var fyrirmyndin að gamla Jolyon í Sögu Forsyte-ættar- innar, sem huldi „með goðum- líkri rósemi hinn sífellda og rótgróna fjandskap, sem for- stjórinn ber í brjósti til hlut- haíanna“. Eftir beinni lýsingu sonar hans var hann harðger, skapbráður, einmana maður, sem „erfitt var að gera til hæf- is og var að eðlisfari svo drottnunargj arn að hann hef- ur sennilega fáa þekkt á sín- um aldri og stöðu, sem honum fannst hann ekki hafinn yfir“. Enda þótt hann væri mjög elskur að börnum, kvæntist íaðir Galsworthys ekki fyrr en hann var hálf-fimmtugur. Kona hans, sem var tuttugu árum yngri, var komin af lág- aðli og eigendum iðnfyrirtækj a í Midland. Hún var mjög fög- ur kona, fyrirmyndar húsmóð- ir, mikil reiðkona og boga- skytta, hún var einnig kreddu- bundinn siðameistari, sem var einkar lagið að æra gremju upp í fjölskylunni með nær- veru sinni einni saman. Hún var ofsalega afbrýðisöm vegna manns síns, sem hún skildi við áttatíu og sex ára gamlan á þeim forsendum að hann veitti fóstru barnabarns þeirra ó- þarflega mikla athygli. Engu að síður átti Gals- worthy mjög svo ákjósanlega bernsku í hinu glæsilega kaup- sýslumannahverfi, sem þá var, í Surrey-hæðum, í húsinu, sem varð fyrirmyndin að Robin Hill í skáldsögunni. Hann virðist ekki hafa tekið nærri sér að vera sendur að heiman — fyrst í undirbún- ingsskóla í Bournemouth, síðan til Harrow. Þar, í prúðmenna- smiðjunum, eins og hann kall- aði það síðar, „var okkur bægt frá öllum raunverulegum á- huga á heimspeki, sögu, list- um, bókmenntum og tónlist svo og öllum nýjum straumum í fé- lagslífi og stjórnmálum“. Eins og margir sem gert hafa garð- inn frægan síðan — svo sem Stanley Baldwin og Winston Churchill — var hann enginn afburða námsmaður. Galsworthy fjölskyldan ásamt vinum fyrir utan sumarbústað í Skotlandi eftir 1880. John stend- ur yzt til hægri við hliðina á systur sinni, Mabel. Hin systir hans, Lilian, stendur önnur frá vinstri. í miðju situr faðir hans, valdsmannlegur. GALSWORTHY og saga Forsyte ættarinnar Eftir /. IV. Lambert Ástarþríhyrningur Johns Galsworthy byrjaði með Ödu, eiginkonu frænda hans. Henni kvæntist hann árið 1905 en varð fimm árum síðar ástfanginn í ungri dansmey, Margaret Morris að nafni. Sú ást varð að láta sér nægja fáeina stolna kossa í öruggu fylgsnileigubíla. Morris er til hægri. Hinsvegar fór hann að „hafa á sér heldrimannasnið" og hélt þeim hætti eftir að hann kom til Oxford. Hann lagði stund á lögfræði og náði mjög sóma- samlegu prófi þrátt fyrir mikla viðleitni á enska vísu að sýna engin merki um viðleitni. Að því er séð varð, eyddi hann tíma sínum í rölt um betri göt- ur háskólabæjarins og í að rækta með sér „kæruleysislega og letilega framkomu", leika smáhlutverk í háskólaleikrit- um (sem yfirvöldin álitu þá hámark léttúðarinnar) og verða sérfræðingur í veðreið- um. Hann var nærsýnn á hægra auga og tók að ganga með einglyrni (gleraugu voru notuð heimafyrir), hélt um sig lítinn hóp vina af viðeigandi ætterni, gerði sér að reglu að eyða meiru en hann fékk í eyðslufé, og veðsetti úrið sitt í lok hvers skólaárs. Þegar hann lauk háskóla- námi var fjölskyldan flutt í eitt húsanna í húsaröð sem hún hafði byggt í útjaðri Regent’s Park í Lundúnum og Forsyte- lífið var í fullum gangi, e£ hægt er að hafa slík orð um þann drungalega smásmugu- hátt. John hinn ungi dundaði við að lesa til hæstaréttarlög- manns, ferðaðist með fjölskyld- unni til Skotlands eða Sviss og má segja að systur hans tvær, listfengnar og gáfaðar og hvor- ugar af Forsyte gerðinni, hafi gert honum skömm til. Skyndilega færðist fjör í leikinn með tilkomu ungs full- huga og málara frá Bæjara- landi, sem var boðið að dvelja hjá fjölskyldunni, þótt undar- legt kunni að virðast. Báðar stúlkurnar urðu ástfangnar af honum. Hann kvæntist svo menntakonunni en hin systirin sneri sér að góðgerðastarfsemi á sviði tónlistarinnar (Harriet Cohen og Myra Hess voru á meðal skjólstæðinga hennar) og enda þótt hún yrði síðar hamingjusöm í hjónabandi varð hún fyrirmyndin að June Forsyte, sem hóf góðgerða- störf eftir að hafa orðið fyrir 'áfalli í ástamálum. Ekki varð John síður uppnuminn við fyrstu kynni sín af listamanni og á sama tíma tók hann hug- arfarsbreytingum fyrir áhrif frá merkilegri skólameistara- fjölskyldu, sem hann hafði kynnzt gegnum soninn, Tom Sanderson .slkólabróður sinn frá Harrow. Tilvera Johns sem heldrimanna-spjátrungur var í upplausn. Þó var spjátrungurinn enn í tygjum við stú'lku, sem fjöl- 3kyldunni fannst hreint ekkert til um — hún var eignalaus og hafði ofanaf fyrir sér með söngkennslu. Ferðalag til Can- ada nægði ekki til að rjúfa þetta samband, enda þótt Gals- worthy skrifaði sjálfur: „Það verður aldrei neitt úr þessu milli mín og Sybil, ég er of óákveðinn og henni stendur á sama“. Faðir hans lagði það nú til af kænsku sinni, að framtíðar- horfur Johns væru miklu betri innan sjóréttarins en hæsta- réttar, og ennfremur að til að kynnast þeirri lagadeild frá grunni væri ekkert betra en 'löng sjóferð. Svo hann lagði af stað ásamt Ted Sanderson yf- ir Ceylon og Ástralíu og var förinni heitið til Robert Louis Stevenson á Samoa. Þangað komst hann aldrei þar sem ferðafélagi hans veiktist af blóðkreppusótt einhversstaðar á Fiji-eyjum. Nú kom í ljós hinn furðulegi hæfileiki Gals- worthy til að hjúkra, sem síð- ar meir var nýttur út í æsar. Þeir bjuggust til heimferðar og tóku sér far með skipinu „Torr ens“ frá Adélaide. Fyrsti stýri- maður, skrifaði Galsworthy heim til sín, „er Pólverji, Con- rad að nafni, prýðis náungi þótt hann sé einkennilegur í út'liti; hamn kann ólgrynni af sögum.“ Joseph Conrad var einnig með handritið af sög- unni „Almayer’s Folly“ í káetu sinni, en á það minntist hann ekkert. Er heim til Lundúna kom, gerðist Galsworthy málafærslu maður án atvinnu, eyðslueyrir hans var hækkaður í 350 pund á ári, hann flutti burt úr húsi fjölskyldunnar og leigði sér ibúð í Victoríu-stræti ásamt vini sínum frá Oxford. Smám- saman tók andlegur sjóndeild- arhringur hans að víkka á ný .......Ég villdi óska að ég gæti skrifað". Samræður við Sanderson fjölskylduna héldu honum við efnið. Trúmál voru mjög ofarlega á baugi, hinn hálfþrítugi Gálsworthy var enginn trúmaður, en eins og hann sagði „mér skilst að merg urinn málsins sé að kvarta ekki á hverju sem gengur .. • Og það sem mikilvægara var, hann fór allt í einu að taka eft- ir því sem nefi hans var nær i heiminum. Og hann varð skelfdur af því sem hann sá, en jafnframt heillaður. Nán- ast eina verkið, sem faðir hans krafðist af honum umfram venjulega skyldurækni við 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1908

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.