Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 6
I.
Séra Sigurður Einarsson
skáld í Holti undir Eyjafjö'll-
um hefði orðið sjötugur 29.
oktober í haust, ef hann hefði
lifað. En hann lézt eftir nokk-
urra vikna stranga sjúkdóms-
legu á Landsspítalanum í
Reykjavík 23. febrúar 1967, á
sextugasta og níunda aldurs-
ári. FéLl þar fyrir aldur fram
einn af svipmestu mönnum á Is
landi um okkar daga, atgerfis-
maður að gáfum, skáld gott og
mælskusnillingur meiri en aðr-
ir menn, sem ég hef haft kynni
af.
n.
Séra Sigurður fæddist á Arn
geirsstöðum í Fljótshlíð 29.
október 1898. Foreldrar hans
voru Einar Sigurðsson bóndi á
Arngeirsstöðum, ættaður úr
Landeyjum, og María Jónsdótt
ir kona hans, ættuð úr Fljóts-
hlíð. Sigurður ólst upp hjá
foreldrum sínum. Hann vann
hörðum höndum til lands og
sjávar í æsku, en brauzt síðan
til mennta af eigin rammleik og
tók stúdentspróf utan skóla
vorið 1922. Guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands lauk hann
1926. Fór til framhaldsnáms
við Kaupmannahafnarháskóla
1928 og dvaldi þá erlendis um
nærri tveggja ára skeið. Hann
fór fjölmargar aðrar námsferð
ir til útlanda, sem of langt yrði
upp að telja, því að hann sett-
ist aldrei í helgan stein, held-
ur hélt áfram að nema og ferð-
ast meðan honum entist aldur
til, meðal annars fór hann tvær
ferðir til landsins helga á síð-
ustu árum sínum.
Sigurður Einarsson var alla
ævi frá því hann lauk háskóla-
námi embættismaður ríkisins og
stofnana þess. Hann gerðist
prestur í Flatey á Breiðafirði
strax að loknu embættisprófi
og gegndi því starfi í tvö ár.
Hann starfaði sem eftirlitsmað-
ur með kennslu í æðri skólum
1929—30. Árið 1930 varð hann
fastráðinn kennari við Kenn-
araskóla íslands og hélt því
starfi þar til hann varð dósent
í guðfræði við Háskóla íslands
1937. Hann lét af kennslustörf-
um í Háskólanum 1944 og gerð-
ist næstu tvö árin skrifstofu-
stjóri Fræðslumálaskrifstofunn
ar. Árið 1946 fluttist hann bú-
ferlum úr höfuðstaðnum og gerð
ist sóknarprestur að Holti und-
ir Eyjafjöllum. Því embætti
gegndi hann til dauðadags.
Jafnframt þeim störfum, sem
þegar eru talin, gegridi Sigurð-
ur öðrum veigamiklum störfum
á vegum ríkisins. Hann var tíð
indamaður útvarpsins frá 1931
til 1937, fréttastjóri sömu stofn-
unar frá 1943 til 1947. Þar fyr-
ir utan má nefna stjórnmála-
störf hans, en hann var lands-
kjörinn þingmaður Alþýðu-
flokksins fyrir árin 1934 tjl
1937, vann auk þess mörg önn-
ur störf í þágu þess flokks.
Séra Sigurður Einarsson var
einn af fjölhæfustu og afkasta-
mesitu rithöfundum þjóðarinn
ar. Liggja eftir hann að minnsta
kosti 14 frumsamdar bækur,
þar af fimm ljóðasöfn: Hamar
og sigð 1930, Yndi unaðsstunda
1952, Undir stjörnum og sól
1953, Yfir blikandi höf 1957 og
Kvæði fná Holti 1961. Leikrit-
ið Fyrir kóngsins mekt kom út
1954, og tók Þjóðleikhúsið það
siðar til flutnings. Önnur frum-
samin rit Sigurðar eru ferða-
bækur, ritgerðasöfn, ævisögur
og kennslubækur.
Sextán erlendar bækur komu
út í íslenzkri þýðingu séra Sig-
urðar, flestar þeirra skáldverk
eftir heimskunna höfunda, einn
ig ævisögur.
Eftir séra Sigurð liggur ara-
grúi greina og ritgerða í blöð-
um og tímaritum. Margar þeirra
skrifaði hann fyrir erlend blöð.
Hann flutti og mjög mörg út-
varpserindi, bæði hér á íslandi
og erlendis.
Auk þeirra prentuðu ritverka
sem nú hefur verið drepið á,
hef ég fulla vissu fyrir, að Sig-
urður hafi látið eftir sig all-
mikið af óprentuðum handrit-
um, bæði skáldverk og rit af
öðru tagi. Er skemmst að minn-
ast skáldsögu og nokkurra smá
sagna, sem hann flutti í útvarp
ið skömmu fyrir andlát sitt.
Séra Sigurður Einarsson var
tvíkvæntur. Hann kvæntist hið
fyrra sinn 1925 Guðnýju Jóns-
dóttur hjúkrunarkonu í Reykja
vík. Þau skildu. Börn þeirra
þrjú eru Hjördís Braga, Gunn-
vör Braga og Sigurður Örn.
Sigurður kvæntist hið síðara
sinn Hönnu Karlsdóttur kenn-
ara. Þau eignuðust eitt barn,
Stein Hermann. Auk þess eign
aðist Siigurður dóttur, Áslaugu,
með Maríu Ásmundsdóttur, á
skólaárum sínum, áður en hann
kvæntist.
ra.
í bókinni „Hugleiðingar og
viðtöl“ beinir höfundurinn
Matthías Jóhannessen skáld á
einum stað athygli sinni að mál-
Ekki ætla ég að fara að tala
um lærdóm minn við þig, því
síður skóldskap. Árin, sem ég
tók verulegan þátt í félagsmál-
um og barðist harðri baráttu
fyrir heimili mínu, sat á Al-
þingi og snerist í tímafrekum
athafnastörfum, leið mér oftast
illa. Ástæðan var sú, að ég
hafði ekkert tóm eða næði til
að sinna þrá minni til skáld-
skapar. Þessar ástæður áttu
svo drjúgan þátt í því, að ég
tók þá ákvörðun að flytjastúr
Reykjavík austur í Ho'lt - - -
En hvernig sem allt hefur velzt
hef ég ávallt kostað kapps um
eitt: að vanda málfar mitt eft-
ir föngum- - “
Það verður ekki í efa dregið,
að í þessari játningu séra Sig-
urðar, hafi hann með sannind-
um lýst yfir þremur mestu hugð
arefnum sínum í lífinu, því að
öll ævi hans sannaði þessi orð.
En hann var einnig trúmaður
og baráttumaður, og umsvif
hans slík, að undir tók í þjóð-
félaginu. Á þeim feikilegu siða
skipta- og byltingatímum, sem
yfir þjóð okkar og mannkynið
í heild hafa gengið síðustu ára-
tugina, stóð séra Sigurður jafn-
an þar á þingi, sem harðast
var barizt og heitast trúað. Það
verður ekki um hann sagt, að
hann hafi í lífi sínu þrætt hinn
gul’lna meðalveg, siglt milli
skers og báru, borið kápuna á
báðum öxlum. Engin hlutleys-
isstefna átti í honum málsvara
sinn, því að hann gekkst við
trú sinni af fyllstu djörfung
alla tíð, og lét ekki þar við
Cuðmundur Daníelsson:
snilld Sigurðar Einarssonar,
sem hann te’lur meiri en ann-
arra manna og innir hann
eftir, hvernig hann hafi farið
að því að ná slíkum tökum á
málfari sínu og tungutaki. Ósagt
skal látið, hvort Sigurður læt-
ur honum í té viðhlítandi skýr-
ingu, en í greinargerðinni, sem
fylgir, hefur Matthías þetta
orðrétt eftir Sigurði:
„Annars var ég orðin sext-
án ára, þegar ég setti mér þau
þrjú takmörk, sem ég hugð-
ist ná í lífinu. Ég er ekki frá
því að ég hafi goldið þess að
einhverju leyti, að þau skyldu
vera þrjú, og að ég skuli ekki
hafa haft harðneskju í mér
til að svíkja eitt þeirra eða
jafnvel tvö:
f fyrsta lagi langaði mig til
að verða eins vel máli farinn
og hæfileikar mínir leyfðu. f
öðru lagi ásetti ég mér að verða
skáld. Og í þriðja lagi einsetti
ég mér, í einhvers konar stork-
un við ytri aðstæður þess um-
hverfis, sem ég ólst upp í, að
komast gegnum menntaskólann
og ljúka háskólaprófi.
Ef ég hefði látið málsnilld-
ardrauiminn fara veg allrar ver
aldar og ekki hugsað um að
verða skáld, hefði ég orðið
lærður maður og getað helgað
mig fræðum og vísindum, og
gert það. En ef ég hefði efcki
eytt dýrmætum árum ævinnar
í námið, þá hefði mér betur
tekizt að verða kuinnandi skáld.
sitja, heldur boðaði hana af
eldmóði, hvort sem hún var
kennd við Karl Marx eða lýð-
ræði Vesturlanda og frjálsa
menningu. Við vitum líka, að
Sigurður Einarsson varð fyrir
þeirri reyns'lu, ásamt fjölmörg-
um mönnum fyrr og síðar, og
þó allra flestum hin síðari ár,
að sjá átrúnaðargoð sín steyp-
ast af stalli og vé þeirra af-
helgast og trúarjátninguna
verða að guðlasti. Mörgum verð
ur slík reynsla harla þungbær
og l’áta þögnina skýla von-
brigðum sínum og athvarfs-
leysi en fáeinir eru búnir slíku
’hu.grekki og þreki að geta aftur
reist hús sitt úr rústunum í
krafti nýrrar trúar og haldið
áfram að vera boðberar stórra
hugsjóna og þeirra vísinda, sem
þeir á hverjum tíma vita sönn-
ust, þó að í margra óþökk sé.
Til þess þarf geiglaust hjarta
og karlmennskuhuga. Til þess
þarf hetju. Mér virðist sem
séra Sigurður hafi löngum
svarið sig í þá ætt.
Ég leyfi mér að tilfæra hans
eigin orð máli mínu til stuðn-
ings:
„Ég stóð á bökkum Ladoga-
vatns í litlum bæ, sem heitir
Sordavala, sumarið 1929 og
horfði á hvernig þetta vatn
ruggaði bárum sínum í kvöld-
blænum, og ég hugsaði margt.
Austan við það var ríki verka-
mannsins, og ég verð að segja
það, að mig dauðlangaði til að
komast þangað. Ég þráði að
komast þangað, en ég var fá-
tækur farandsveinn, sem að
vísu hafði flakkað dálítið um
Finnland, en nú brast mig far-
arefni til að fara austur yfir
Ladogavatn. Ég fór aldrei
'lengra en austur til Sordavala.
Og þarna sem ég var að reika
um á bökkum Ladogavatns, þar
rissaði ég upp drögin að kvæð-
inu um Sordavala, sem kom út
í fyrstu ljóðabók minni. Það
er minningarljóð um finnska
rauðliða, sem féllu í borgara-
styrjöldinni. Og þar stendur í
niðurlagi þetta erindi:
En verkamannaríkið er veru
leiki þó,
það vakir og það hlustar,
á bak við þetta vatn, sem nú
býst í kvöldsins ró,
no’kkrum bæjarleiðum aust-
ar.
Og þaðan kemur höndin, sem
mun hefna hinna dauðu
og hefja hina föllnu og reisa
hina smauðu.
Þá rennur okkar dagur, hin
ir rauðu hanar gala,
þá rístu á fætur, Sordavala.
Ég trúði þessu þá. Ég trúði
því á þann hátt, sem æskumað-
ur trúir, þegar hann eygir fæð-
ingu og sköpun í veruleika
miki’lfenglegra mannlegra hug-
sjóna.
En svo liðu árin, og það féll
í minn hlut — varð starfs-
skylda mín — að fylgjast eft-
ir föngum með alþjóðaatburðum
og skýra þá í útvarpinu frá
ársbyrjun 1931. Ég var jafnað-
armaður, og um nokkur ár þing
maður Alþýðuflokksins, en ég
reyndi að láta þessa persónu-
legu aðstöðú mína aldrei hafa
áhrif á, hvernig ég gerði grein
fyrir merkilegum málefnum 1
útvarpinu. Það var kallað a
hinu fína máli þeirra daga, að
gæta hlutleysis. Og guð veit
að mér tókst aldrei að dómi
Morgunblaðsins, og Vísis °g
Þjóðviljans og annara blaða i
landinu, nema Alþýðublaðsins,
að gæta hlutleysisins. Það var
stöðugt að því fundið að ég
væri ekki alveg á réttri línu.
Með augum á heimsviðburð-
um þessara ára komu efasemd-
irnar fyrst í hug mér um, hvort
það hefði ekki að einhverju
leyti verið tálsýn, sem ég ^sá
eða þóttist sjá, þegar ég gekk
í sumarblíðunni á bökkum La-
dogavatns.
Það er ekki sársaukalaust að
segja þetta — enn þann dag i
dag, því að heimurinn er eftir
minni reynstlu efkki svo géo-
gjarn, að hann geti ekki stund-
um fundið upp á því að miS-
virða einlæga játningu manns
um það, að honum hafi á ein-
hverju tilteknu æviskeiði ekkl
legið allt í augum uppi.
Nei, fyrst komu efasemdir-
nar, síðan vissan um, að þessi
draumur minn hafði verið ble
ing.“
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. des. 1968