Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 11
< Ferðamanninum verður léttara um and- ardráttinn að koma út úr þessari villtu og viðsjárverðu náttúru og 'út á hina undur frjósömu akra Jerikósléttunnar, iþar sem loftið angar af fíkiutrjám og döðlupálmarnir veifa blævængjnm sín- um hátt við himin. 1 austur frá Jerikó, ré.tt áður en Jórd- an gengur til hvílu i Dauðahafinu, beyg- ir hún við hið fagra Makhadet-el-Hijla eða Rapphænsnavaðið, þar seim Jesús var skírð-ur samkvæmt venjum Gyð- inga. Þetta er yndislegur staður, skyggð ur pílviðartrjám og eterolíuviði. Sá sið- arnefndi er ástralskur landnemi, en að öðru leyti er umhverfið í stórum drátt- um með sama svip og á dögum Krists. Á lágum ás'Um í grenndinni hafa marg- vísleg kirkjufélög reist klaustur og kap- ellur, og þaðan koma prestar og munk- ar gangandi niður að fljótinu helga til þess að skíra verðandi trúbræður. £*3 er furðulegt að sjá, hversu trúarsiðir og guðsþjónustur kristinna manna birt- ast í mörgum og ólíkum myndum. Hér gefur að lítia kristna Etíópíumenn, sem þenja trumbur sínar við skírnar- afchöfnina, og þama ko'iraa egypskir katolikkar, sem skaka einkennilegt skrörtinstrúment, svokaldað sistrum. Fyr- ir tveimur árutm stóð sjálfur páf- inn þarna í eigin persónu, drap höndum sinum í fljótið helga og stökkti vatninu yfir sanntrúað fylgdarlið sitt. rk. vorum dögum er Jórdan þrætu- epli Araba og ísraelsmanna, sem deila um vatnsréttindin í fljótinu, er að mikl- um hluta rennur um þyrkingslegar lendur og ófrjóar eyðimerkur, sem ekki verða ræktaðar án stórfelldra áveitna. En nægilegt vatn er ekki fyrir hendi handa þessum nágrönnum, hversu bróð- urlega sem því yrði skipt. Þetta'hefur leitt til endalausra átaka og flókinna deilna, sem kryddaðar eru ósJJökkvandi og rótgrónu hatri. Deilur þessar blossuðu upp fjöllun- um hærra 1964, þegar ísraelsmenn opn- uðu kranann á 142,5 km langri vatns- leiðslu sinni frá Jórdan yfir í Negev- eyðimörkina og kostað hefur þá sem svarar 4,5 milljörðum ísl. króna. Arab- arnir ákváðu þá að grafa mikla skurði og veita vatninu úr tveimur uppsprettu- lindum Jórdan, þveránum Hasbani og Banias. ísraelsmenn gerðu þeim þegar ljóst, að slíkt tiltæki gæti haft hinar alvarlegurstu afleiðingar í för með sér. Arabar svöruðu því til, að ekki mundi heldur standa á þeim að grípa til óþveg- inna ráða ef ísraelsmenn gerðu alvöru úr því að' leiða vatnið út í Negeveyði- mörkina. ísraelsmenn vinna nú að stórfelldum framtíðaráætlunum um ferskvatns- vinnslu úr Rauðahafi og Miðjarðarhafi. Þetta er ennþá tæknilega óleyst þraut, og svo getur farið, að þeir neyðist til að yfirgefa ýmis ræktunaráform sín og snúa sér þess í stað að einhvers konar iðnvæðingu, sem krefst lítillar eða engrar vatnsnotkunar. En Jórdan heldur áfram að renna ó- snortin heiftarlegum yfirlýsingum og vopnaviðskiptum. Áformaðar vatns- veituframkvæmdir kunna að gera neðsta þriðja hluta hennar að óveru- legri lækjarsytru. En alltaf kemur vor á ný, og á hverju vori stígur vatnið, alveg eins og það gerði á dögum bitolí- unnar. Því að þetta er fljótið helga, lofsung- ið í þ)isund söngvum sungnum af millj- ónum radda. Á bökkum þess hafa verið töluð ódauðleg orð, sem mótað hafa sögu mannsandans í árþúsundir. Hún hefur einnig sáð sundrungu og hatri, en vonandi kemur einhvern tíma sá dagur, að þessa þröngsýnu og hatri blinduðu þjóðir laeri að taka höndum saman til lausnar vandamálum sínum, — láti skynsemina ráða í anda bræðralags og mannkærleika, samboðnum trésmiðs- syninum, sem einu sinni gekk götu- slóðana meðfram þessu villta og sér- kenrrilega fljóti og gaf mannkyninu nýVa trú. (Ritað 1966). JON UR VOR: MM<mM\tiM úr Ijodaflokki frá 1943, áður oprentuðum Hinn hljóði akur Ég er hinn hljóði akur allra vinda og veðra, ég er hin frjósama jörð, er þarfnast sólar og regns, til þess að geta borið ávöxt. Andvaka Andvaka ofin mjúkum þræði úr silki. Sefur hún kannski, vakir hún, sefur hún? Eins og geislar norðurljósa Mín rauða mold bíður síns tíma fer kvikul hugsun mín opnum örmum, um alla heima. að þú lítir til mín í náð. Ást þín er sól mín og regn. Ég heyri börn á grænu túni blæja og syngja. Ef þú elskar mig er ég skáld Hve ég óttast svefninn og get sungið. að hann steli mér úr örmum hins bjarta draums. Myndskreyting: Eiríkur Smilli. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.