Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 25
 ' • %\:'V % ' ö Karen Blixen og ljón, sem hún er nýbúin að fella. ryðja þar skóg á dálitlu svæði, sem síðan átti að verða kaffi- ekra. Ég reið hægt gegnum skóginn, ferskgrænan eftir hinn stuitta retgntíma og margs Ikonar ilmbylgj urn sáó fyrir vit mér. Hér var ég aftur það, sem ég átti að vera — hluti af Af- ríku. Háilfri klukkustund áður en ég kom til oprua svæðisins í skóginum, hafði orðið þar slya. Unigur Kífeújú, Kitaiu að nafni, hafði orðið of seinn að forða sér undan stóru, gömlu faH- aindi tré, og kramdist annar fótur hans undir því. Ég heyrði langar kvalastunurnar úr fjar- lægð og hleypti Rouge á sprett eftir skógarstígnum. Þegar ég kom á slysstaðinn, höfðu vinnu félagar Kitaus náð honum und- an trénu og lagt hann á gras- Mett. Þeir stóðu í hnapp um- hverfia hann, viku til hliðar fyrir mér, en ekki lengira en svo, að þeir gætu séð, hvernig mér yrði við ósköpin og hvað ég hefði að segja um þetta slys. Kitau lá í tjörn af blóði. Annar fóturinn var þverbrot- inn rétt fyrir ofan hnéð og lá í vinkil úit frá honum í senn skelfilega og annarlega. Ég lét skógarhöggsmennina halda í hestinn minn og sendi mann heim á búgarðinn með boð til Farah að koma með bílinm, svo að ég gæti flutt Kitau á sjúkra- húsið í Nairobi. En Fordinn minn var kominn til ára simna og erfitt að setja hann í gang, þar að auki hæggengur. Ég tfann með þungum kvíða, að langt yrði að bíða komu (hans. Meðan við biðum, sat ég hjá Kitau. Hinir skógarhöggsmenn irnir stóðu álengdar, grafkyrr- ir, dökkleitir eins og dimmiur skóguriinn. Kitau var sárþjáð- ur og grét í síf ellu. Ég átti allrtaf morfín heima hjá mér, þegar slys bæri að höndum. En þarna úti í skóg- inum hafði ég hvorki á mér morfín né sprautu. Þegar Kit- au gerði sér ljóst, að ég var hjá honum, kveinaði hann á- takanlega og sárbændi mig um hj'álp: „Saidea mimi" — hjálp- aðu mér — „Msabu", og aftur „Saidea mimi", gefðu mér þetta Dawa, sem hjiálpar fóffiki", og jafnframt fálmaði hann eftir hendinni á mér og um kné mér, og' greip með krampakenndu taki í fötin mín. Ég var vön að hafa nokkra sykurmola með mér, þegar ég fór í eftMits- ferðir á búgarðinum og skiptta þeim meðal negrakrakkanna, sem gættu geita og kinda og voru vön að kalla til mín. Ég tók upp fáeina mdla handa Ki- tau. Hann reyndi ekki að lyfta upp sködduðum höndunum, en lét mig stinga þeim upp í sig, einum eftir annan. Það var eins og kvöi hans sjatnaði við það og kvalaópin urðu að lágu veini. En brátt þraut sykur- birgðirnar, og þá tók hann aft- Karen Blixen i veiðibúningi með eftirlætishund sinn Dusk. ur að kveina hástöfum í þungri kvöl, en krampateygjur fóru um allan líkamann. Það var sár, hörmuleg reynsla að sitja hjá svo sárþjáðri mannveru án allra hjá'lparráða, manni lá við að hlaupast á brott elileg- ar, líkt og þegar um sjúkt dýr er að ræða, binda endi á alla eymdima, — ég held ég hafi á endanum verið farin að skima eftir einhverju tæki til þess. Og aftur heyrðust stunumatr, hræðiiegar en háttbundnar: „Áttu ekki meira, Msabu? Áttu ekkert meira að gefa mér?" Ráðþrota þreifaði ég enn í vasa mínum, og þá varð fyrir mér konungsbréfið. „Jú, Ki- tau", sagði ég: „Ég á meira. Ég á mzuri sana — nokkuð al veg óbrigðult — ég á Barua a Soldani — bréf frá konungimi- um heima í landinu mínu. Og það vita. allir menn að bréf frá konungi, mokone yake, með hans eigin hönd, það tekur butrt al'la kvöl, hvað mikil sem hún er". Ég tók upp bréfið, lagði það á brjóst honum, sem kippt- ist til af kvalastunum, og þrýsti hendinnd fast ófan á það. Ég held ég hafi reynt að safna allri orku, sem í mér bjó, í hægri hendina. Það var undarlegt fyrir mig að sjá, hvecnig orð mín og handhreyfing, virtuist sam- stundis hafa áhrii£ á gervalian líkama hans. Afmyndað andlit- ið varð slétt og kyrrt, augun lokuðust. Rétt á eftir lauk hann þeim upp, horfði á mig með augnaráði ungbarns, sem enn er ómáiga, svo að ég varð nærri því undrandi, þegar hanin ávarpaði mig. „Já," sagði hann, „það er mzuri sana", og aftur rétt á eftir: „Já, það er mzuri sana. Haltu því föstu þarna áfram, Msabu". Þegar bíllinn loks kom og við höfðum komiS Kitau þar fyrir, ætlaði ég að setjast við stýrið, en þá komst Kitau í óttalegt uppnám. „Nei, Msaibu", hrópaði hann. „Farah getur ekið bíln- um, segðu honium að gera það! Þú átt að vera hjá mér og halda Barua a Soldani föstu á mér, annars kemur Stóra pínan aftur." Ég sat á bílgólfimu hjá honum alla leiðina til Nairobi með höndina á bréfi konungs. Þegár á sjúkrahúsið kom, var mér leyft að fy'lgjast með bör- unum inin í skurðstofuna, þar til hann var lagður á skurðar- borðið, og á meðan gafhann ekkert hljóð frá sér. — Ég get reyndar bætt því við, að þeim tókst að gera við fótbrotið á spítalanum, og gat Kitau geng- ið upp frá því, þótt hanm væri jafnan haltur síðan. Ég vil einnig geta þess, að ég heyrði síðar af vörum Dana- konungs sjálfs, að ljónsfeldur- inn minn hefði hlotið virðuleg- an stað í hásætissalnum á Ama- lienborg með ísbjarnarskinn sem hliðstæðu á aðra hönd há- sætinu. En nú varð 'brótt kunnugt á búgarðinum að ég ætti þetta Barua a Soldani með sínum töfrakrafti. Fólk fýsti að vita meira um það. Landsetar mínir tólku að koma Iheiim til mín einn eftir anman til þess að þreifa fyrir sér. Gömlu konurnar urðu fyrstar, forvitnar, en þó varfærnar, eins og hænur sem höggva gogginum í igrasið hér og hvar í leit að korni handa ungalhópnum. Von brtáðar farið að bera heim til mín sjúklinga, sem sárþjóðir voru í því skyni að fá bréf konungs- ins lagt á þá, svo að kvöl þeirna mætti linna. Síðar gengu menn lengra, báðu um að fá bréf konungsins að láni heim í negrakofana til líknar gamalli ömmu á banabeðinu eða þjáðu kornabarnd. Bréfi konungsins var strax frá byrjun komið fyrir meðai lyfjabirgða minna. Sú ákvörð- un var tekin af sjáifu fólkinu á búgarðinum án minnar tilhlut unar. Barua á Soldani var o- brigðult meðal við kvölum, á því lék aldrei minnsiti vaifi. En það mátti aðeins leitá eftir því og nota það, þegar lif lá við. — Stundum gat það borið við að ungur eða gama'll Kíkújú með tannpínu æpti upp og heimtaði að fá bréf konungs- ins. En inágrannar hans af- sögðu kröfuna, sárhneyksilaðir og án allrar meðaumkunair, „Þú", hropuðu þeir. „Þér amar ar elkkert neima ein skemmd tönn. Farðu tilJeroge gamla Bemu og láttu hann rífa hana úr þér. Hvernig ættir þú að fá bréf konungsins? Nei, það er annað með hann Kath- egu gamla, sem er fárveikur, með ógurlegan verk í maganum, hann deytr víst í nótt. Dóttur- sonur hanis bíður eftir að fá Barua a Soldani handa honum, þangað til snemma í fyrramállið. Hann lætur hún fá það". Þegar hér var komið hafði ég látið sauma lítið leðurveski með ói utan um bréfið. Og svo mundi litli alvörugefni drenghnokk- inn taka viS veskinu úr hönd- um Kamante, hengja það gæti- lega um háfe sér og tölta af stað meS höndina á bréfinu. Jú, víst dó afi hans í dögun morguninn eftir. En Barua a Soldani haifði létt honium bana- stríðið um nóttina. Ég á enn þetta bréf frá kon- unginum. En nú er það ólæsi- legt. Skriftin er máð og papp- írinn brúnn og harður a£ gömlu, storknuðu blóði og greftri. f Rósenborgarhöll liggur I sýnisborði he'lgur dómur, harla dýrmætur, meira en þrjú hundr uð ára, —'gulnuð pjatla, alsett dökkum fölnuðum blettum. Það er vasakllútur Kristjáns IV, sem konungur bar upp að krðmdu auga sínu í orustunni á Kolbergheiði. Blicher hefur ort kvæði um þetta. Þar segir: End ser vi paa Rosenibong Klædet. som kongeligt Blod har vædet, to hundrede Aar ej udsilefcter de kostbare purpurne Pletter. Blóðið á bréfinu mínu var ekki konunglegt, það var blóð svartauss fólks. En það er rit- að með konungshendi, mokone yake. Um það haifa engiiin kvæði verið kveðin. Samt er það, hygg ég, í dag sögulegur vitn- isburður eigi síður en vasa- klúturinn í Rósenborgarhöll. Hér er sáttmáli milli Evrópu og Afríku, skráður bleki og blóði. Við getum ekki vitað, hve nær þess háttar skjal verður undirritað að nýju. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.