Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 10
íslenzkir ferðalangar í Austurlandaför taka sér vatn á ílösku í Jórdan. N, I álgist einhver ána Jórdan ósnort- inn virðingu og hugmyndaflugi, getur hann verið þess albúinn að verða fyrir vonbrigðum. Þetta allra tíma mest lofsungna fljót, sem rennur suður uttn LandiS helga, er bæði grunnt og fremur stutt. Að ein- um fjórða er það gruggugt og leirbor- ið og engan veginn fagurt ásýndu.m. Meðfram bökkum þeis eru engir veg- ir, og á 254 km vegferð þess úr fjöllum Líbanons í Dauð«i>*f eru aðeins þrjár brýr. Einungis tvær þeirra eru þó not- aðar vegna stö'ðugt ríkjandi ófriðará- stands milli ísraels og Arabanágrann- anna, Jórdaníu og Sýrlands. En þrátt fyrir allt er þetta sérstæða og lítt vingjarnlega fljót óaðskiljanlega fléttað menningar — og trúararfleifð kristinna manna um heim allan. Þár var Jesús skírður. Þar um slóðir lifði hann og starfaði. Þar fór hann um sína hinztu för til Jerúsalem, og þar varð grágrænt vatn fljótsins vitni þess, er hann mettaði fimm þúsund manns með fimm brauðum og tveim fiskum. Þetta sama fallvatn klauf straumiðu sína, svo að Jósúa og hersveitir hans mættu ganga þurrum fótum yfir og koll varpa múrum Jerikóborgar með trumbu slætti sinum ,en þessir múrar voru ein- initt byggðir úr leir frá ánni Jórdan. Á bökkum þessa fljóts stóð Móses forðum daga og horfði yfir fyrirheitna landið. Þar hélt Lot hjörðum sínum til beitar, og þar voru bronskerin í must- eri Jerúsalem steypt. En þetta guðs útvalda fljót er engin friðarlind, hvorki landfræðilega né pólitískt. Á iöngum köflum æðir það um farveg sinn með ofsahraða, steypir sér niður snarbrött klungur, þar sem hvítur vatnsflaumurinn fossar um svart ar klappir. Á einum stað flýtur Jórdan breið og silaleg um víða sléttu, en hverfur síðan í djúp og þröng glj)úfur, svo að hún sést ekki, nema staði'ð sé fremst á gijúfurbarminum og horft beint niður. Hvað sem öllu hugmyndaflugi blökku- mannanna líður, þá er hún annars hvorki djúp né breið, blíð ná skáldleg. Að einu leyti túlka þó negralofsöngv- arnir raunveruleikann. Pærum við yfir fljótið í dag er vísast, að við yrðum burtflutt á vængjum englanna, — „ang- els eomin' for to carry me home" — komið englar að flytja mig heim— því á báðum bökkum standa landamæra- verðir Sýrlands, Jórdaníu og ísraels reiðubúnir að skjóta sérhvern þann, sem þeir í skyndi úrskurða óboðinn gest. J órdan hefur alla tíma verið ó- hagganleg landamæri milli austurs og vesturs. Allt frá upphafi 'vega hefur verið barizt um ána. Griskar hersveitir Alexanders mikla voru fyrstu vestur- landabúarnir, sem brutust austur yfir fljótið. Síðan komu Rómverjar og meira en þúsund árum síðar krossfararnír, sem ríktu þarna í 88 ár fram til árs- ins 1187, er egypski soldáninn Saladín sigraði þá og hraktj á brott. En einmitt þarna í þessari blóði drifnu mold standa þó margar rætur vestrænnar menningar, og hún hefur verið vettvangur margra þýðingarmik- illa atburða í sögu mannskynsins. Þó að Jórdan sé aðeins lækur að vatnsmagni og lengd í samanburði við risafljótin, Amazon og Missisippi, er hún samt stórbrotin séð úr lofti, þar sem hjún bugðast eins og grágræn slanga um græna akra og eyðimerkur, milli hvítra kalksteinskletta og útkulnaðra eldgíga, þar sem landslagið gæti fremur átt heima á tunglinu en jörðinni. Þrjú blá vötn rjúfa farveg hennar, eins og steinar í hálsfesti. Þau eru Hule- vatnið, Genesaretvatnið og Dauðahafið. Áin rennur um el-Ghordalinn, sem er hluti af geysimiklu landsigi,' svonefndu Sýrlands-Austur-Afríku- jarðfalli, er teygir sig alla leið til Rauðahafs, þaðan þvert yfir Adenflóa og síðan áfram gegnum Etíópíu, Tanzaníu og Malawi í Austur-Afríku. Ýmsir telja, að jarð- skjálftinn, sem olli þessu mikla jarð- falli, hafi einnig lagt borgirnar, Sór- óma og Gómorra, í rústir. Snæviþaktir tindar Hermonfjalla í Líbanon eru uppsprettustiöðvar fljóts- ins helga. Þaðan koma þrjár ár dans- andi niður fjallshlíðarnar, Hasbani og Bareighit Líbanonsmegin fjallanna og Banias Sýrlandsmegin, og sameinast þær allar ánni Dan í ísrael. Nokkru neðar, þar sem landið stendur 80 m yfir sjáv- arflöt, hefur svo Jórdan raunverulega göngu sína. Fyrsta spölinn líkist hún einna mest risavöxnum, vatnsbeljandi tröppum, þar sem hún fellur 281 m á aðeins 16 km. vegalengd, enda er eitt af hennar mörgu nöfnum „Hin niður- fallandi". Við Genesaretvatn, þegar hún hefur- r»-mið þriðjung leiðar sinnar, er hún ^egar 207 m lægri en yfirborð sjávar. Eins og lœkur að vafnsmagni samanborið við Amazon eða Missisippi. Hvorki heldur silfurtœr né fögur á að líta, en allt um það eitt frœgasta vatnstall heimsins Ð ^m^/MM ÍŒrDlnKlD Þegar hún svo að lokum breiðist um óshókna sína og hverfur í afrennslis- laust Dauðahafið, er hún komin 392 m niður fyrir sjávarborð. Þá eru bakkar hennar lægsti staður jarðar, — „kjall- ari heimsins", eins og einhver hefur komizt að orði. Ellefu km neðan viS samflæSi upp- sprettulindanna myndar Jórdan Bahret- ei-riuievatnið, sem áður var stærra en nú og umkringt víðáttumiklum mýrar- flóum. Sjálfst vatnið var 5 km langt og endaði í víðlendum fenjum, ógn- vekjandi gróðrarstíu malaríunnar. Árið 1958 höfðu ísraelsmenn lokið við að þurrka öll þessi fen og mýrarflóa, svo aS nú breiða sig aldingarðar og græn- metisakrar, þar sem áður ríktu ein- jjöngu eiturslöngur og milljónaherir malaríuflugunnar í rakasvækjunni. Rétt sunnan við Hulevatnið er Djist Benat Yaqub — Bití Jakobsdætra. Hún er eingöngu notuð af fulltrúum Sam- einuðu þjóðanna og öðrum slíkum, sem hafa þarna friðargæzlu á hendi, því að þetta er ein válegasta brú veraldarinn- ar, með annan brúarsporðinn í ísrael og hinn á sýrlenzkri grund. Að einu leyti hafa Sýrlendíngar betri vígstöSu. Frá hamraveggjum austur- bakkans geta þeir horft yfir samyrkju- byggðir ísraelsmanna hins vegar árinn- ar. Á þessum hluta landamæranna hafa þessir nágrannar oft „talazt við" með byssukúlunum. Neðan brúarinnar hverfur Jórdan milli hárra, svartra basaltkletta, þar sem vatnsflaumurinn sprautast, líkt og úr risavaxinni háþrýstislöngu, eftir 15 km löngum gljúfrum. Þegar þrengslun- loi lýkur, rennur af henni berserks- gangurinn, og flýtur hún þá hæglát og friðsöm út í Genesaretvatnið. Þarna er vatnið blátt og tært, og fiskibátarnir vagga sér rólega við strendurnar. Gen- esarvatnið, sem er líkt og harpa í lag- inu, er 21 km að lengd og 13 km þar sem það er breiðast. Þverhníptir klettar liggja víða að vatninu, og snæviþaktir tindar Hermon-fjalla spegla sig í vatns- fletinum, eins og hvítar rósir. Jesús bjó oft í litla fiskibænum Kapernaum þarna á ströndinni. Eitt sinn brast skyndi- lega stormur á hann og lærisveina hans úti á vatninu. Hann stillti öldurnar og sagði undrandi við óttaslegna lærisvein- ana: „Hví eruð þér hræddir? Hafið þér enn enga trú?" Þegar fljótið heldur för sinni áfram úr Genesaretvatni, kemst það aftur í versta ham. Vatnsflaumurinn þeytist frá einum bakkanum til annars og rífur með sér mold og leir. Blátært vatnið verður óðfluga óhreint og gulgrátt. Og ennþá úfnari verður áin við Adasieh, þar sem Yarmuk, stærsta þveráin, sam- einast straumnöstum hennar. Hér enda landamæri Sýrlands að ísra- el, en Jórdanía tekur við. Á 50 km svæði er fljótið garður á milli þessara granna, en rennur eftir það eingöngu um Jórdaníu. Þetta 50 km svæði var áður eyðimörk, en hefur nú verið breytt í frjósöm akurlönd. Fólkið, sem vinnur á bökkum Jórdaníu og ísraels gæti auðveldlega talazt við yfir ána, en það mælir ekkert orð frá vörum hvort til annars. Allt í einu fleygist fljótið niSur svarta klettastalla, og vatnsflaumurinn gengur berserksgang, rís og fellur í ólgandi holskeflum og iðuföllum. Sums staSar er fljótið aðeins hnédjúpt, á öðr- um stöðum eru djúpir hyljir. Mark Twain segir einhvers staðar frá því, að hann hafi vaðið yfir ána, en þá hefur hann haft heppnina með sér, því að aðra, sem lagt hafa í fljótið, hefur straumþunginn gripið og búið vota grtif. Skriðuföll úr hlíðunum við ána eru algeng á þessum slóðum. Sumir sagn- fræðingar hafa sett fram þá skoðun, að skriða af völdum jarðskjálfta hafi stíflað ána, þegar Jósúa gekk yfir hana á þurru með hersveitir sínar, og sami jarðskjálftinn hafi um leið lagt borg- armúra Jerikó í rústir. Um Jórdaníu falla nokkrir tugir smærri þveráa fram af háum hamra- stöllum og sameinast Jórdan. Síðan um- lykur allt í einu „frumskógurinn" fljót- iS helga, — óhugnanleg vafningsflækja af papýrus, tamarisk, risaþistlum, rósa- runnum og Zizyphus spina Christi, sem hlotið hefur nafn sitt af því, að kross- fararnir töldu, að þyrnikóróna Krists hefði verið fléttuð úr þeirri jurt. Þarna í svonefndri Zor eða þessum „frum- skógi" Jórdaníu lifa hýenur, villisvín og sjakalar. Þar er einnig urmull af slöngum, m.a. hornslangan og egypska gleraugnaslangan, — báðar hinar hættu- legustu eiturslöngur. En þetta er jafn- framt paradís fuglafræSinga, því að þar búa íbisfuglar, hegrar, kortendur, pelikanar, storkar, bláþyrlar og svo auðvitað hinn frægi sólfugl Palestínu með skær-rauða, græna og blaa fjaðraskrautið sitt. Meðal fuglanna flögra svo óteljan/; tegundir fiSrilda. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.