Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 23
menn hafa somu skylduna, að lifa eftir rödd samvizku sininar. Vissu'lega höfum við öll vissar kristilegar skyldur, en geta menn verið trúir öðrum ef þeir eru ekki trúirsjálfum sér? Ein falleg rós getur verið fegurri en margar rósir saman og ein lítil falleg gjöf til vin- ar er fagur vottur um innri gleði, hvort sem gjöfin er kveðja, hugsun eða eitthvað annað. En fegursta gjöfin er fæðing Jesú Krists vegna þess að í þeirri sögu fáum við fyrirgefn- inguna og lærum að þekkja pkkur sjálf. Þar lærum við sið- fræðina í hversdagsleikanum og þar fáum við að vera börn svo lengi sem okkur er tamt og proskast í trúnni sem ár hvert undirstrikast af jólunum, hátíð fre'lsarans. Ár eftir ár lokast hringur- inn og alltaf er haldið áfram í leit að fegurra mannlífi og iim- þar sem átti að puðra út árið var sungið við raust og það þarf engan stjórnanda þegar 'landinn syngur af hjartans mætti í f jöldasöng. Það var táknrænt þegar Askenazy lék forðum á píanó fyrir Grímsnes- inga og sagði eftir á að hann hefði fundið að hver og einn hlustandi hefði haft sínar eig- in ákveðnu skoðanir á túlk- un tónlistarinnar. Við erum nefnilega risar í litlu landi, ris- ar sem trúum á Guð vors lands og lifum í þúsund ár á einum degi eftir því sem við leyfum okkur stundum að hugsa og gera, ekki stærri þjóð. Þó að það sé talsvert sjálfs- álit að taka svona til orða þá látum við það skvettast, það hefur annað eins gusazt á landi voru. í rútubílnum voru sungin gömiu góðu lögin um sveitasæl- una og allt það. Það er alveg sama hvenær ársins er, það er alltaf sungið jöfnum höndum kertaljós og hlusta á útvarpið eða sjónvarpið, lesa bók, spila á spil eða bara á einhvern hátt hegða sér sæmi- lega sivona síðustu klukku- tímana í árinu, þá horfðum við á strípistelpur aka sér til, dans- ara leika listir sínar og sitthvað fleira mun hafa verið á boðstól- um ásamt ljúffengum smárétt- um. Ekki sást þó neinn afger- andi munur á kríkum þeirra hollenzku sem óku sér og því sem maður hefur séð af svona löguðu á íslandi. Þarna var líka mikið af alls kyns skrauti bæði á pilsföldum sérstakra meyja og í loftgling- ursbrúskum. Líklega hafa hol- lenzkir þessháttar í staðinn fyr- ir skrautblys og flugelda, enda horfa þeir víst ekkert upp í himininn um áramót eins og ís- lenzkir. Kannski eiga þeir eng- an himin. Á mil'li skemmtiatriða skemmti fólk sér sjálft með dansi, skrafi og hverju sem var. Landinn ,J*-Y ^v^-^í'W hressileg áraskipti. Mitt í öil- um hamagangnum hópaðist landinn saman á sviðinu í saln- um og hóf að syngja: ,,Nú árið er liðið". Dró þá nokkuð niður í spönskum og japönskum, enda hljómaði söngurinn eins og frá kirkjukór í Flóanum. Áramótadansinn tók þarna hálfa klukkustund án hvíldar og gafst enginn upp, en sumir héldu að þeir væru komnir í færeyskan hringdans. Þannig leið áramótanóttin á erlendri grund við glaum og gleði, en engin stjörnu'ljós. Um síðir slóst ég í hóp Japana, sem einnig voru á skemmtiferða skipi og buðu þeir mér um borð í skip sitt sem var amerískætt- að og auðsjáanlega ekki á færi venjulegs íslendings að borga fyrir farið þar. Gaf ég þó ekk- ert eftir í tilburðum í hópi Ja- pananna og stiklaði um borð. Var þar farið beint í borðsal og etnir undarlegir réttir, ja- panskir, með þar til gerðum prjónum úr tré. Enn undar- legra þótti mér þegar menn fóru að ropa eftir töluvert át, svo ' að heyrðist greinilega. Innti ég sessunaut minn, unga stúlku, eftir skýringum. Sagði hún þetta sið innlendra við sér- stakar máltíðir og lét ég mér það ve'l líka og vildi sýna þess- um sið virðingu með heiðar- legri undirtekt. Gekk mér iila að ná rophljóðinu og tók þá til þess ráðs að gefa frá mér sama hljóð og saddir lundar á vordegi í grasbrekkum Vest- mannaeyja. Sá ég á öllu að ég þótti mjög kurteis. Var nú vikið að öðru og far- ið í ýmsa leiki, en engum datt þó í hug að fara í lomber, spila vist eða fela fantinn. Var náð í hljóðfaeri og sungið og dans- að. Ekki minntu danssporin á vals eða tangó, en barn, sem er alið upp í björgum með bjargfuglum þekkir ýmis spor sem stundum er hægt að not- færa sér. Ekki gat ég stillt mig um að handfjatla gítar, sem lá þarna andi vonium. Eins og gári í vatni hverfa árin inn í eilífð- ANNAR CARI Það er hægt að skipta um bíldekk hvar, sem er eða stökkva heljarstökk, en það er ekki hægt með góðu móti að skipta um ár úti á víðavangi. Kannski er hvergi hægt að skipta um ár, halda áramót, nema heima hjá sér, því þó að þú sért staddur á einhverjum öðrum stað býst ég við að hug- urinn sé heima að nokkru leyti Við erum stödd í erlendri höfn á gamlárskvöld um borð í íslenzku skipi. Al'lt að hundr- að manna hópur er að búa sig til ferðar á einn herlegan skemmtistað af vönduðustu gerð þó. Hugsið ykkur hundrað manna hóp af fslendingum í sama veit- ingahúsi á erlendri grund. En hvað sem ykkur kemur í hug lætur landinn ekki að sér hæða í góðum hópi. Við fórum í tveim rútubíl- um frá skipshlið og vissulega var fólkið í hátíðaskapi, því að það voru jú áramót ag hangi- kjöt hafði verið á borðum. Á leiðinni að skemmtistaðnum um sumarið ,ástina, veturinn og kuldann, lífið og trúna. Kannski er þetta svona allt í bland vegna veðurfarsins, eiginlega sama veðrið allt árið um kring og stundum margar tegundir af veðri á dag. Flestir gluggar á rútunni voru opnir þar sem við ókum í gegn um Amsterdam Rem- brants, og ugglaust hefur söngurinn hljómað fyrir Hol- lendinga eins og mynd verkar á mann, sem veit ekki hvort að api eða eitthvað annað hefur gert hana. Að veitingastaðnum komumst við, fínum stað með postulíns- súlum á milli borða. Kannski hefur verið steinsteypa fyrir innan eins og í félagsheimilun- um íslenzku. Við fengum borðaröð í saln- um miðjum og vísaði röðin yf- ir dansgólfið að hljómsveitinni. Þegar íslenzkir útilegumenn sóttu kirkju hér áður fyrr þurftu þeir vopnaðir að standa í miðri kirkjunni og snúa bök- um saman tii þess að vera ó- hulltir um líf sitt. Við sátum þarna á skemmtistað í útlönd- um og snérum ekki einu sinni saman bökum. Það er af sem áður var. í staðinn fyrir að horfa á gaf ekkert eftir í dansinum, en engin voru peysufötin. Aftur á móti var þarna mikið af Japön- um og Spánverjum, og munu þær þjóðir tvær ásamt íslend- ingum hafa verið stoðir þrenn- ingarinnar í húsinu þetta kvöld. Sáu þarna sumir í fyrsta skipti geisur japanskra og voru þær um margt ólíkar íslenzkum ungfrúm, en þó svipaði til að þær voru vel tenntar eins og íslenzkar sveitastelpur, sem kunna að prjóna og rífa þorsk- hausa. Nú leið að miðnætti og það fór að fara fiðringur um land- ann og maður hugsaði ósjálf- rátt um kirkjuklukkur og blást- urspípur skipa, en það er ýmis- legt svoiítið á annan veg úti í heimi og í því felst líka mun- urinn á því að við skulum vera þjóð. Á borðunum voru bjöllur úr plasti og blísturflautur úr pappír, ásamt skrauthöttum og öðru stórmenningarlegu gamni. Og þar kom að því árið var liðið og það var eins og hljóm- sveitinni væri gefið inn, papp- írsblístrurnar ýluðu, bjöllurn- ar klingdu og bréfræmur þutu um loftið. Það varð æðisgeng- inn hamagangur, sem vissulega var gaman að því þetta voru á lausu og draga mig til hliðar til þess að raula nokkur lög til heiðurs nýja árinu. Fékk ég fljótlega nokkurn hóp í lið með mér og hóf að kenna þeim lag- ið við ljóð Steins Steinarr „Kvenmannslaus í kulda og trekki ..." Ekki gekk það vel en betur með það vinsæ'la: Komdu og skoðaðu ... ásamt skýringum, sem gekk þó illa að túlka. Ég hafði veitt því at- hygli að breyting hafði orðið á gangi véla skipsins, en ekki var hægt að greina neina hreyf ingu. Hélt nú gleðin áfram um hríð með fögru fólki og fimm klukkustundir liðnar á nýja ár- ið. Þrátt fyrir nógan mjöð og safa úr kreistum appelsínum, glóaldinum á máli háskóla- manna, en sterkara drekk ég aldrei vegna þess að ég má ekki við því, þá varð ég nú æði þyrstur í hitamoilunni af Ja pömunum. Svolgraði ég í mig safa úr nokkrum appelsínum og hélt síðan upp á dekk til þess að viðra mig. Fylgdi mér kona að japönskum sið. Heldur brá mér í brún þegar á dekk kom, því að þá sá ég að skipið var á hægri siglingu niður skipaskurðinn eða damm- inn eins og það er víst kallað á sjómannamáli. Var skipið væntanlega á leið til hafs. Nú voru góð ráð dýr og sá ég strax að einhver misskilningur hafði orðið í leiknum. Datt mér fyrst í hug að tala við skipstjórn- armenn og fá þá til að setja mig í land eða fylgja lóðsinum, sem ugglaust var um borð, nið- ur að Norðursjó. En auðvitað myndi enginn stórskipstjóri stöðva skip fyrir fslending að óreyndu og þar að auki var sá möguleiki á að Japanarnir ætl- uðu að ræna mér, þvl a8 þelr eru kurteis þjóð og ég alinn upp með lundum. Sá ég að skip ið nálgaðist upplýstan bryggju- haus, sem skagaði út í sundið, en slíkir hausar eru með nokkru millibili á þessu svæði Framhald á bls. 26 HVIT JOL f hjarta mínu bláu bergi logar lítið kertaljós h'ljóða jólanótt, birta Guðs kyrrðin, sem var fjarlægðarblá. í hjarta mínu á jólanótt hlustar trú barns og þrá manns á klukknahljóm hátíðarinnar og loginn brennur til hans. Augu mín vakna og sjá: „Hvít mynd af fólki, sem ég elska er í liósinu og jólanóttin sefur í hjarta mínu". Árni Johnsen. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.