Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 19
Mngu ! Járnkeðjum ofan úr loftinu. Þar þurfti vinnumann fil með stiga upp í hæðirnar til að taka ferlíkin niður, og síðan skrúfa partana í sundur. Hjálmarnir voru úr kopar eins og íslandskllukkain sæla á Þing völlum. Partarnir voru settir í sinn balann úr hvorum hjálm- anna og farið með þá inn í bað- stofu, og fékk hver sinn part að fægja. Það var gaman að at- huga al'la þá parta og ekki vandalaust að setja þá saiman á eft'ir. En sénstalklega er mér minnisstæður miðparturinn úr stærri hjálminuim. Það var líkn eski af sjálfum skrattanum (var mér sagt) ríðandi klof- vega á digrum bugðóttum ormi eða sporðdreka. Skrattinn var ófrýnn og grimmilegur, eins og við mátti búast, og stóð mér stuggur af honum. Þó var hann ekki eins herfilega ljót- ur og sá sem útskorinn var og málaður með tunguna langt út úr kjaftinum á einu horn- inu á prédikunarstól kirkjunn ar. Ég 'trúði því þá (sem einn vinnumaðurinn sagði mér) að hjálmurinn með skrattanum væri úr búi Sæmundar fróða, og vildi ég að sa-tt væri. Um það má segja líkt og Sigurður heitinn fornfræðingur Vigfús- son var vanur að segja á sín- um rannsóknarferðum: „Það sem getur verið satt er ekki ástæða til að efast um að sé satt“. Þá þögnuðu andmælend- ur. En eins og fyrr er sagt fægðum við al'la sagða hluti og að auki manga búshluti staðar ins, sem úr málmi voru, steypt- ir eða slegnir. Margt af því fríkkaði svo að maður gat spegl að sig í því og sumt varð eins og það væri úr glóanda gulli (þar á meðal sjálfur skratt- inn, þó hann ætti það ekki skil ið). Þegar nálgaðist Þorláksmessa jukust annirnar. Ég tók drjúg- an þátt í að kefla kökudeig og skera það niður með vatnsglas rönd í smákökur og enn frem- ur að snúa upp á kleinur eftir tilsögn móður minnar. Þar næst kom að því, að steypa öll ósköp in af tó'lgarkertum bæði í form um og upp úr strokk. Mikið þurfti handa kirkjunni og 20 manns á heimili. Kertasteypan var einis og stóriðnaður í verk- smiðju. Margir ljósagarnsstreng ir voru spenntir í vírramma og rammanum síðan dýft niður í strokk með bræddri tólg. Þetta var endurtekið mörgum sinn- um með hlé á millli. Tólgin hlóðst á strengina og storkn- aði. Hver strengur gildnaði í hvert skipti unz kerti skapað- ist. Gaman, gaman að fá kerti. Og allir fengu kenti, sumir fleira en eitt. Og kirkjan fékk voldug altariskerti og urmul af minni kertum. Og ennfremur voru steypt nokkur kóngaljós. Þau voru í laginu eins og þrí- armaður kertastjaki og frá ka- tólskri tíð eiginlega steypt ti'l notkunar á þrettándanum. (í Danmörku heita þau Hellig tre Kongers Lys) Við notuðum þau á sjálfum jólunum. Svo kom Þorláksmessa og þá var held- ur ekki til setu boðið, því margt var starfað í búri og eldhúsi og skal ég bæta því við að um kvöldið eftir dagsins erfiði fóru vinnukonurnar eftir gamalli venju út í fjós. Þar höfðu þær mikinn pott á hlóðum með sjóð andi vatni og tunnu með köldu vatoi og 2—3 þvottabala —allt 'ti'l þess að geta laugað sig um allan líkamann. Þær höfðust við í tveimur auðum básum, sem höfðu verið lagðir fjölum. Þar gátu þær staðið og hjálpað hver annarri við líkamsþvottimn. Það var í þetta eina skipti á árinu, sem slík almenn hörundsræsting fór fram og þótti merkisvið- burður. Ég man að ég var fús til þess að mega vera þeim hjálplegur þar í fjósinu við þessa athöfn, en það fékk ég ekki frekar en aðrir karlmenn. En það var annar stórvið- burður, sem ætíð kom fyrir á Þorláksmessu í Odda, og það var, að þá kom Einar stopp frá Reykjavík, klyfjaður af jólagjöfum til okkar barnanna frá kaupmanni Þorláki Ó John sen. Einar „stopp“ var okkur álíka mikill aufúsugestur og jólalkarlimn með rauðu húf- una, sem kemur til barna í út- löndum. Þorlákur var mágur föður míns og aldavinur. Eins og nærri má geta varð hann fyrir þessa hugulsemi okkur börnunum sérlega kær, já kær- ari öllum Þorlákum veraldar, að Þorláki helga meðtöldum og ólöstuðum. Einar Eyjólfsson, sem ka'llað ur var stopp, var orðlagður röskur og áreiðanlegur sendi- maður, sem ætíð fylgdi áætl- un á sínum ferðum, og ætíð fór hann gangandi. Hann gekk svo hratt og hvíldarlítið, að aðrir mundu uppgefast, sem ætluðu að fylgja honum. Þá sjaldan hann nam staðar, af einhverj- um brýnum . ástæðum, sagði hann ætíð: Stopp. Þar af féfck hann nafnið. En vei þeim, sem lét Einar heyra nafngiftina. Þá varð hann fokreiður.fór í fússi og fyrirgaf slíkt aldrei. Það var ekki Þorlákur einn sem sendi Einar austur, held- ur fleiri Reykvíkingar. Þeir bættu á hann bréfum og böggl- um svo við lá að þeir sliguðu kar'linn. Það stóð ætíð heima, að eftir stutta viðdvöl í Odda hélt hann leiðar sinnar aust- ur að Breiðabólstað til prófasts ins, og þaðan að Velli til sýslu mannsins. Á þeim höfðingja- setrum átti hann sams konar erindi til barnanna og til okk- ar í Odda, En mjög léttust bagg arnir á Einari við komuna til Oddastaðar. Á aðfangadagskvöldið yar venjan sú, að hátíðabrigðin hóf ust kl. 6. En klukkutíma á undan hafði allt fólkið og ungl ingarnir úr nágrenninu, sem heimsóttu okkur, drukkið kaffi með alls konar jólameðlæti. En þegar klukkan sló sex, þá var orðið heilagt, og þá var kirkju klukkunum samhringt. Það var skemmtileg viðhöfn. Nú var .kveikt á öllum ljósum og ekki mátti vera dimmt í neinu skoti. En allra mest var ljósadýrðin kringum jólaborðið og á því. Það voru bæði stærri hvít kerti og sægur af 'litlum vaxkertum, rauðum, grænum, gulum og blá um, og þar voru margir Ijóm- andi blutir og einlægir böggl- ar og undir borðinu stór hrúga — allt jólagjafir. Það þekktist ekki í sveit- inni að hafa jólatré, enda hefði það orðið Einari ofraun að hafa meðferðis t.d. þrjú slík á bakinu ásamt hinu lítilræðinu. Jólaborðið með ljósunum var nógu dýrðlegt. Það var venjulega enginn jólakvöldsöngur í kirkjunni, enda of 'langt að sækja fyrir fólk langt að. Faðir minn lét nægja, að láta okkur í bað- stofunni syngja jólasálma og milli þeirra las hann jólaguð- spjallið og talaði nokkur orð. Eftir þessa guðsþjónustu horfðu allra augu til jólaborðsins þar sem móðir mín og frænka henn ar tóku til óspil'ltra málanna og fóru að opna jólabögglana. Fyrst þá, sem hún hafði sjálf viðað að, eða unnið og látið vinna eða hafði fengið úr Eyr- arbúðinni. Það voru vettlingar, sokkar, treflar, svuntur, slifsi könnur, bollapör o.s.frv., allt þarfaþing, sem voru með þökk- um meðtekin. Að öllu þessu búnu komu bögglarnir frá Þor láki. Og þar var nú meira glingrið á ferðum og fylgdi miki'll spenningur hjá okkur krökkunum. Þar komu upp alls konar barnagull, hljóðpípur, lúðrar, gúmmíblöðrur gular og rauðar, sem maður blés út og síðan grenjuðu sjálfar, svo komu gummíboltar, vasahnífar sverð og skammbyssur. Og fylgdu byssunum margar dósir af skotfærum, rauðum hveil- hettum, sem splundruðust með feikna hvelli svo eldra fólkið bað fyrir sér. Við Gunnarfeng um hver sinn bróðurpart af vopnunum og „fórum geyst síð an við þóttumst hafa styrk mikinn“, eins og segir um Birki beina. En systur okkar fengu brúður og brúðuhúsbúnað og si'lkibönd um hárið o.fl. Loks komu upp firnin öll af sælgæti — fyrst og fremst „brjóstsykr- inum ljúfa“, sem Þorlákur kall aði svo, og þar næst rúsínum og gráfíkjum og öðru, þar á meðal döðlum sunnan úr Afríku sem enginn hafði bragðað fyrr. Allir fengu að smakka og þótti ágætt. Margt kom fleira upp, sem ég man ekki að nefna, en ekki gleymi ég vænni visky- flösku mieð skrautlegum, rauð bláum miða, áletruðum þjóð- frelsisvisky og neðan undir margs konar hrós um drykk- inn, allt á ísl'enzku. Sliíkt hafði aldrei þekkzt áður að á út- lendum vínflöskum væri ís- lenzkt nafn og meðmæli á voru móðurmáli, en þessa tízku inn- leiddi Þorlákur. Og ég þarf varla að geta þess, að flaskan var jólagjöf hans til föður míns og hann varð glaður gjöfinni eins og við krakkar okkar dóti. Ég man þó ekki að honum þætti dryikkurinn neitt aftoragð. En flaskan tæmdist fljótt, því gestir komu, sem höfðu góða lyist á öllu hrífandi víni („Það koma frakkamenn sunnan 'leyti“ sagði Sigurjón á Laxa- mýri ,,og best að snúa upp á nokkrar dellur" sagði hann við konu sína). Þegar allir höfðu nægilega dáðst að gjöf- unum og við börnin leikið með gullin okkar og ólmiazit um gólf- ið „hátt með hávaða og hvellu glamri" (eins og Gröndal kvað í grafskrift eftir valinkunnan reykvískan borgara) þá var næst á dagskránni, að móðir mín kvaddi til þjónustumeyj- arnar að taka til kvöldverð- inn handa öl'lum söfnuðinum og færa hverjum sinn skammt — jólagraut — úr hrísgrjónum og nýmjólk og mörgum rúsínum út í og mjólk út á, en þar á eftir brauð og smjör og hangi- kjöt vel tilvalið. Þetta var bezta máltíð ársins og mátti hver borða eftir lyst. En eng- inn át sig þó í spreng. Þegar allir 'höfðu smætt lyst sína af hinum kjarngóða mat, fórum við uinglimgar út, ef veður var gott, og hlupum út um tún í tungsljósi eða norðurljósa- og stjarnadýrð og hugsuðum til álfanna í Gammabrekku, sem við vissum að einnig héldu hei'l ög jól, upp á sinn máta, eða eins og Sæm. Eyjólfsson kvað svo snjallt um í „Nú er glatt í hverjum hól“. Og við sáum í anda þeirra álfadans og kórón- aðan kóng og drottningu og allt fínna en hjá okkur —. Svo heim í púkkið. Púkkið er skemmtilegasta spil, sem ég nokkurn tíma hef spilað. Öll önnur spil hafa í mínum augum ætíð síðan verið eins og blá- ber hégómi og hundleiðinleg. En í púkkinu fýlgdist ég með af lífi og sál og gróðafíknin var afskapleg, þó ekki væru nema glerbrot og eintómar kvarnir, sem ég fékk í hlut. Það voru yngri st'úlikurnar og vinnumennirnir, sem tóku þátt í púkkinu með ok'kur elztu börnunum og allir skemmtu sér. Svo fóru sumir úr og spil- uðu annað, laumu, hundvist eða marías (eiginlega mariage, sem þýðir hjónaband) og aðrir komu og tóku við spilunum af þeim. En eldra fólkið spilaði nólóvist. Svo var um hríð hætt allri spi'lamennsku og leikir hafðir — pantaleikur og jóla- leikur. Það var líka undur gam an, en svo var aftur tekið til spilanna og við spiluðum oftast eitthvað fram yfir miðnætti. En um það leyti sean klu'kkan sló 12 slög, þá rankaði ég við mér og hugsaði: Gaman væri að vera kominn út i mýri og vita til, hv'ort sagan er sömn, að vatn allt breytist í vín einmitt á slaginu 12. Svona hugsaði ég alla tíð sem ég var í Odda, en áldrei fékk ég nógu gott tækifæri til að prófa sannleik- ann. En þetta stóð í þjóðsög- unum og hlaut að vera satt. Breytingin stóð þó aðeins ör- stutta stund, sagði sagan, og þá var um að gjöra að vera kominn á staðinn og að hafa flösku með og geta sopið á og tekið dropann með heim. — Því miður fórst fyrir að ég framkvæmdi þessa vísindalegu rannsóknarferð. Síðustu jólin mín í Odda voru, að mér fannst, allra skemmtilegust. Það var af því að þá komu austur til okkar þeir ágætu frændur okkar Matt hías Eggertsson og Jón Ara- son, sem síðar urðu prestar og voru þá á Prestaskólanum. Þeir kornu ganigandi austur, vasfcir og fríðir, og urðu á undan Einari stopp. Matthías kenndi mér og Mattheu systur minni að syngja ýmis falleg lög, en urðu í jólaleikunum hrókar alls fagnaðar. Þeir kenndu okkur að leika má'lsháttaleiki og ýms ar nýjungar og tilbreytni í pantaleik. Þetta var okkur til mestu unaðssemda, en úf yfir tók með „að láta stafinn liggja fast“. Þá var annar inni með göngustaf, en hinn uta-n við dyrnar og maðiur þarf að gæta hans að hann efcki sivíkist til að horfa inn um skráargatið. Svo lagði sá er inni var — það var Matti — stafinin laust á kollinn á einfaverjuim og svo næsta o.s.frv. nokkrum sinnum. Og í hvert skipti kallaði hann: „Stafurinn liggur", svo Jón, sem úti var heyrði. En Jón svar aði í hvert skipti: „Láttu hann liggja". En allt í einu lét Matt- hías stafinn liggja fast á höfði einhvers og kállaði „Stafurinn liggur fast“ og spurði: „ Á hverjum?" Þá gat Jón strax sagt: „Á litla Palla“, en það var bæði Litli Palli og Stóri Palli í Odda þá, báðir vinnu- menn — . Svo kom Jón inn og allir undruðust hve skarpur hann hafði verið. Þar næst fór Matthías fram, en Jón var inni með stafinn. Leikurinn byrjaði á ný — stafurinn var látinn snerta nærri alla, sem inni voru, þar til hann loksins sat fast, og ekki gaf Matthías Jóni eftir í því strax að geta sagt: „Hann liggur fastur á höfðinu á Guddu Hróbjartar“. Og það var satt. Allir voru stórforviða hve nærfærnir þessir lærðu stúdentar, Matthías og Jón, voru. Þetta væri kraftaverki líkast. Enginn skildi samhengið í þessu fyrirbrigði. Þeir hlutu að hafa sjötta sans og sjá gegn- um holt og hæðir. — svo var nú farið að hvíla sig, því suma var farið að syfja og aðrir þurftu að hugsa um að geta vaknað um morguninn. Og menn buðu hvor öðnum góða nótt og litli Jón var sendur fram að loka bæjardyrunum og það gjörði hann og kross- aði dyrnar eins og ætíð var siður. Og allir sofnuðu saddir af jólamat og kaffibrauði, og ánægðir yfir ágætri jóla- skemmtun og jólagjöfum, og sjálfur lagðist ég út af og bað bænirnar mínar og þakkaði guði fyrir al'lt gott, en einkum fyrir litla nýfædda Jesús. Lengi á eftir minntist ég þessara síðustu Oddajóla minna sem þeirra ánægjulegustu, en jafnframt fannst mér þau hin allra merkilegustu. Að vísu var það ekki vegna þess hve fyrir- brigðið með stafinn var mikil ráðgáta — stafinn, sem sat fast ur og hin allra furðulegasta skarpskyggni að nokkur skyldi geta sagt á hverjum — í gegn- um lokaðar dyr. Því það leið ekki á löngu að það kvisaðist milli vinnumannanna, að þeir Jón og Matthías hefðu reynd- ar á undan leiknum tálað sig saman um, að þeir skylduláta stökkinn liggja fastan — ein- rni'tt á þeim Litla Pallla og Guddu Hróbjartar og síðan hætta þeim leiik. — „Á, svo? Þá var vandinn ©kfci milkill“, sagði maður manini, og svo gleymdist sá leikur. En það var annað fyrirbrigði sem kom fyrir einmitt þessi sömu jól og það var svo merki- legt, að allir muna það enn, sem þá voru í Odda og eru enn á lífi. Stúlka var á heimilinu, sem 'lengi hafði legið sjúk og henni vildi ekki batna þó læknis væri oft vitjað og ýmis ráð höfð. Og nú á þessum jólum lá hún með óráði annað slagið, en annars með sama slenið, svima og höfuðverk og gat ekki reist höfuð frá kodda. Sumar nætur talaði hún mikið upp úr svefninum og móðir mín sem sat hjá henni, heyrði á því hvernig henni fórust orð, að kona var að tala við hana og sagðist heita svo og svo, sem ég ekki man, eða segjum Sig- ríður Árnadóttir og vera álf- kona. Og þessi álfkona hafði einmitt þetta aðfangadagskvöld birzt eins og áður og sagði nú sjúklingnum að í þetta skipti Framh. á bls. 27 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.