Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 27
fcunmigt er oyggff ryrlr gröða af íslenzkum fiskafurðum. Það var algjör hungursneyð hjá þeim félögum og engir peningar til. Umræddur listamaður hugsaði þá til heimahaganna, tók nið- ur gardínustengurnar, sem voru úr tré og batt þær sam- an svo að úr varð löng stöng. Síðan tók hann gluggatjöldin, sem voru vandaður stórris og bjó til úr þeim net. Úr stöng- inni bjó hann síðan lundaveiði- háf og setti netið í hann. Fé- 'iagannir voru staddir í risher- bergi uppi á fjórðu hæð og þar skreið eyjaskegginn út um gluggann, settist klofvega á mæninn og veiddi með miklum tilþrifum tvær dúfur í steik á mann. Þar með lauk hringflug- inu hjá dúfunum þeim. FIMMTI CARI Þegar setið er á hljóðum stað og hugurinn látinn reiika, er ekki hæigt að kom- ast hjiá því að reika út í úteyjar Vestmannaeyja, því að ef það er nokkur hugsuin í skvaldrinu á torgi hvers- dagslífsins ~sem getur hvílt mann þá er það hugsun um þessar eyjar, sem hafa alið mann upp og eiga í manni hvert bein. Þær eru bara ekki þarna eins og falleg kona, held- ur eru þær líka alltaf á sínum stað og það er hægt að ganga að þeim. Meira að segja' er hægt að segja, að mað- ur andi léttar etftir að haifa hitt þær. Á hljóðri nótt, þegar myrkr- ið liggur í leyni í kring um litið kertaljós og maður sér allt í einu að það er ekki hægt að komast hjá því að taka þátt í jólumum þá lygnir eftir storma Ihugams það fjarar út og maður kyrrist eins og þarapollur sem er í rauninni iðandi af lífi. í pollinum lei'ka sér myndir Ærá spegl.um himkisins við and- ardrátt hafsins. Að eiga bústað í slíkri eyju með brosandi poll- um og geta leitað þangað er eins og að lesa ljóðabók með óendanlega mýjum og mynd- rænum ljóðum. Að eiga bústað í slíkri eyju, sem kannski er ekki til nema í huga manns er að eiga fyrir vini, klettana, þyt inn, regnið, storminin, hafið, fuglana og blómin. Eiga þessa vini og tala við þá með augun- um, eima máflinu, sem ekki þarf orð. Þá finnur maður kannski eitthvað af sjálfum sér, sem betra er að þekkja, en ekki. Það er hald í þessum vinum, því að þeir breytast ekki, þeir deyja ekki og þeir treysta manni. Lítill þarapoHur er eins og jólin, hainn skilur sig frá hafinu um sinn á meðan fjaran er í djúpri kyrrð, er eins og jólin sem veita frið börnum Guðs. Jafnivel þarínn sefur í kyrrum þarapölli, en kannski nokkur skref frá lifa þörumg- ar, sem stöðugt eru á hreyf- ingu eins og andardráttur hafs- ins. Þeir bærast með straumn- um á sínum stað og teygja sig út í hafið. Þannig vaggar ruggustóllinn í stofuinni mér inn í mannlífið á hljóðri nótt gáraðri af minningum sem sofna. Séra Sogurður í Holti Framhald af bls. 7. töfrum. En það er gallað að byggingu og persónurnar mis- vel notaðar. Aftur á móti er málfarið glæsilegt svo að -af ber, ekki ein einasta lágkúru- leg setning, heldur ymur. foss tungunnar sínum gullna blæ- brigðaríka rómi frá byrjun verksins til enda. VL Því hefur verið haldið á lofti af sumum, Sigurði Einars- syni til hnjóðs, að í ská'ldskap hans gætti áhrifa frá Einari Benediktssyni og Þorsteini Er- lingssyni. Rétt er það, til eru þau kvæði eftir Sigurð, sem eins og kveða við gamalt lag hinna eldri meistara, og er auð- vitað hverjum sem er leyfilegt að líta á það sem galla. Hitt er svo annað mál, að Sigurður vissi sjálfur manna bezt, hvar hann nálgaðist tón skáld- bræðra sinna, og gerði það enda alls óhræddur. Því að vissulega var hann nægilega hugrakkur og nægilega stór- brotinn til þess að halda reisn sinni og 'sjálfstæði, án þess að þurfa sífellt að hyggja að, hvar aðrir væru staddir á veginum. VII. Ég drap áðan á hinn al- menna og augljósa boðskap snilldarkvæðisins Kom innar og heim. En kvæðið gæti einnig vísað inn á við til skáldsins sjálfs og tjáð lífsstefnu þess og framkvæmd hennar í allt að því bókstaflegri merkingu: heimför þess til átthaganna í Rangár- þingi. Þeirri skoðun til stuðn- ings ætla ég nú í niðurlagi þess ara hugleiðinga að vitna í við- tal sem við áttum eitt sinin sam an. Eg spurði: „Hvers vegna fórst þú, Sig- urður Einarsson, sem hafðir gegnt háum embættum syðra, austur undir Eyjafjöll og gerð- ist sóknarprestur þar?" „Af eintómri eigingirni", svaraði séra Sigurður. „Mig langaði til að vita, hvort mér gæfist ekki tóm til að gera upp sakir við sjálfan mig, girða svolítið og rækta, eins og for- feður mínir höfðu gert, og fá tóm til að berjast við að 'læra mitt eigið móðurmál." „Segðu mér þá eitt að lok- um," sagði ég: „Hvernig er kirkjusóknin hjá þér"? Séra Sigurður svaraði: „Ég veit það ekki. Ég und- irbý ræður mfnar með aðeins einn áheyranda visan: Guð, sem yrkir betur en við, og þig£ ur alla okkar þjónustu." Guðm. Daníelsson. Er Gunnhildur ... Framhald af bls. 12. því að dátt þýðir yfirleitt að sýna kærleika eða ást. En kannski gíldir hér önnur regla eftir andlátið? „Fár veit, hversu féit — fári veldr ok sárum (sórum)". Er hugsanlegt, að Egill hafi gert sér grillur af gulli og haft and- leg sárindi og áhyggjur þess vegna? Ótrúlegt er það, en þó igetur Egilll átt hér við frænda- víg eða jafnve'l bræðravíg, sem gullgirni olli oft og einatt. Tvö síðustu vísuorðin eru vel sögð eins og ég sagði áður, en í þeim er bæði formgalli og mál- iýti hið sama og í fyrsta vísuorði. Egill notar þar „ei" í stað „eigi". Þannig lítur þá vísan út, þeg- ar hún hefur verið skoðuð nokkuð niður í kjölinn. Tvis- vasr a.m.k., varð Agli stirt um stef á ævi sinni. Sonarlorrek kvað hann, að látnum tveimur somum sínum: „Mjök erum tregt — tungu at hræra ..." og í annan stað, er hann nótt- ina forðum í Jórvík kvað Höf- uðlausn. Þá gerði Gunnhildur konungamóðir honum gramt í geði og meinaði homum að yrkja 'lofkvæði um Eirík blóðöx, eig- inmann sinn. Hún brá sér í svölulíki og settist við glugg- ann hjá Agli og fékk hann eigi ort: „Hefir hér setit svala ein við glugginn ok klakat í alia nótt, svá at ek hefi aldregi beðit ró fyrir", sagði Egill Ar- inbirni. Þegar litið er á vís- una okkar hér að framan, og frásagnir fornritanna af fjöl- kynngi og grimmd Gumnhildar vaknar spurningin: Er Gunn- hildur enn á glugganum hjá Agli? Ef við gefum okkur, að vís- an frá Akureyri sé sönn og þar hafi í raun og veru Egill Skallagrímsson komið fram, er óneitamilega freistandi að í- mynda sér Egil leirburðar- skáld. Gat hanm nokkurn tím- ann barið saman dróttkvæða vísu í lifanda lífi? Ef svo er ekki, og vísan er sönniun þess, hlýtur skáldskapur Eglu að vera verk Snorra Sturlusonar, m.ö.o. höfundar Egils sögu. En snúum okkur nú aftur að grein Konráðs Vilhjálmssonar. Margrét frá Öxnafe'lli sat mið- ilsfundinn. Hún sá komumann og gaf á honum eftirfarandi lýsingu: „Hefði hann verið í gráum kufli yzt fata, með krossvafða fótleggi. Svartur á brún og brá, stuttleitur og greppleitur með stutt skegg, ákaflega þrekimn vexti, en ekki sýnzt næsta hár, enda hafi hann staðið niðri í gólfinu upp að kálfum. Á höfði hefði hann haft eins konar húfu með litlum börðum eða bryddri brún." Gaman er að bera saman lýs- ingu Margrétar á Agli og 'lýs- ingu Eglu á honum í veizlunni hjá Aðalsteini konungi. í Eg'lu segir svo: „Hann sat uppréttr ok var gneyptr mjök. Egill var mikil- leitr, einnibreiðr, brúnamikill, nefit ekki langt, en ákafliga digrt, granstæðit vítt ok langt, hakan breið furðugliga ok svá allt um kjálkana, háls- digr ok herðimikilll, svá at þat bar frá því, sem aðrir menm váru, harðleitr og grimmligr, þá er hann var reiðr. Hann var vel í vexti ok hvexjum manni hæri, úlfgrátt hárit og þykkt ok varð snemma sköllótt. En er hainn sat, sem fyrr var ritat, þá hleypði hamn annarri brún- inni ofan á kinnina, en annarri upp í hárrætr. EgiM var svart;- . eygr ok skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó at honum væri borit, en ýmsum hleypði hann brúnunum ofan eða upp." Konráð Vilhjáíimsson getur þess í grein sinni, að viku síð- ar hafi verið haldinn annar fundur. Hafi þá Egill reynt að komast að aftur, en vegna fjölda annarra að handan, sem biðu sambands, komst hann ekki að. Heyrðu þau þá, að hann sagði í háum og þykkju- legum róm: „Hvat veidur?". Ég spyr: „Hvað veldur, að Egill skuli þola, að aðrir séu teknir fram fyrir hann?" Kannski hann sé að reyna að blíðka æðri máttarvöld — að bæta fyr ir misgjörðir sínar, sem ollu því, að nú getur hann eigi vist með Kristi. JOLIN I ODDA Framhald af bls. 19. kæmi hún með lyf til að gefa henni inn, svo að henni batn- aði að fullu. Það gjörði nú álf- konan og þá brá fljótt við. Sjúka stúlkan varð hressari en nokkru sinni þegar á kvö'ldið leið. Þá sagði hún móðurminni nákvæmlega frá öllu og lýsti álfkonunni greinilega og sagði að lyfið hefði verið nokkuð beiskt á bragðið, en vel hefði hún þó getað rennt því niður. En að því búnu sagði Sigríður álfkona: „Þú getur gjört mér greiða á móti. Biddu prest- frúna að gefa mér eina jóla- köku, svo ég geti glatt börn og heimilisfólk í Gamma- brekku". Þessu lofaði sjúka stúlkan og sagði móður minni. Móðir mín var ekki hjátrúar- full, en flestir trúðu þá að á'if- ar væru til. Hún gekk strax inn á að gefa jólakökuna (hef- ur líka sjálfsagt hugsað, að ef enginn sækti kökuna þangað þar sem hún yrði látin uppi á hálnum, þá kæmist hún til skila hjá sér daginn eftir). þegar all ir voru gengnir til svefnsvoru menn sendir með heila jólaköku innvafða í pappír uppá Gamma brekku og henni komið fyrir í holu í hólnum og hel'lusteinn lagður yfir. Var jólakakan greinilega merkt til álfkonunn- ar Sigríðar Árnadóttur I Gammabrekku. Enginn vissi um ferð mannanna, því allt hús ið var í svefni. Næsta morgun gekk Jón upp á hólinn og leit í holuna. Hellusteininum hafði verið velt frá og upp úr hol- unni og jólakakan var horf- in — . En sjúku stúlkunni batnaði a'lgjörlega upp frá þessu, svo hún koms>t á fætur næstu daga. Þetta þótti okkur öllum, sem vissu um málavexti, merkileg- asta álfasagan sem við nokk- urn tíma höfðum heyrt eða les ið um, og besta sönnun, sem nokkurn tíma hafði fengizt um að álfar byggju í Gaimima- brekku. Hér fannst mér mega segja eins og Sigurður fornfræðing- ur sagði: „Það sem getur verið satt er engin ástæða til að efast um að sé satt." Notfin var sú Framh. af bls. 9 ljóst, að ég sá þetta ekki með augunum, og heyrði ekki með eyrunum. En ég heyrði og sá samt. Ég biðst fyrir á hverju kvöldi, fyrir börnum mínum og öðrum afkomendum, ættingjum mínum og venzlafólki, lífs og liðnum, vinum mínum og þeim, sem mér fimist eittlhvað ama að. Ég geri það í huganum, það getur ekki verið ljótt, mér finnst ég nálgast það góða og forðast það i'lla. Mér Kður bet- ur, og eins finnst mér um þá, sem amar að. Það illa er til, annars gætum við ekki greint hvað Guð er góður. „Mikið á þessi aumingi bágt, sem allir hata og formæla", sagði gamla konan. Hún hefir verið fallega kristin, að aumkva jafnvelþað illa. Vafalaust er óvinurinn vegvillt sál, sem einhverntíma kemst að því, að illskan er vit- 'leysa. Ég fékk aðvörun frá Guði um að ljúga ekki, og hefi ekki síðan lagt það í vana minn, ég vil heldur segja ljótan sann- leika en fallega lýgi. Svo verð- ur hver að bera ábyrgð á orS- um sínum og gjörðum, og ég veit, að ég er á förum úr jarð- lífinu. Ég er sáttur við lífið, sáttur við Guð og menn. Mér hefir skilist, að óvinir mínir, sem ég hataði áður, gátu ekki að því gert, þó þeir gerðu mér mein. Þeir voru til þess útvaldir að reyna mig. Af guðlegri forsjón hefi ég leikið tvö hlutverk í jarðlífinu, hlutverk ríka manns ins og líka hlutverk Lassarus- ar. Mér þykir vænna um Lass- arus. Guð er vitur og réttlátur, ég er honum þakklátur fyrir reynsluna. Og Jesú Krist elska ég og vona, að mega sjá hann. „Guð hjálpi mér og mínum fá- tæka lýð", sagði rómverski keisarinn á dauðastundinni. Ég bið Guð að blessa mína þjóð, hjálpa henni í fátækt, drykkju skap og allskonar óvana, sem nú er dýrkaður. Það er betra að vera stór í smæðinni, en smár í stærðinni. Guð gefi öllum íslendingum gleðileg jó'l. LESBOKIN óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar Forsíðumyndin er af GuIIfossi í klakaböndum. Myndina tók Ól. K. Magnússon. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Stguröur Biarnason frá vigur Matthias Juhannessen. Eyjólfur Konráð Jón&son. Ritstj.fltr.: Gísli sigurtSsson. Auglýsíngar: Árni Garoar KrisUnsson. Ritstiórn: Aðatetrœti 6. Slmi 10100. Útgof&ndi;. H.f. Árvakur. Reykjavik. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.