Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 22
Kirkjuklukkurnar hafa hringt inn jólin og fólkið geng- ur prúðbúið út úr kirkjurmi. Fólkið í klettunum við hafið. Menn heilsast og óska hver öðrum gleðilegra jóla og hand- tökin eru föst og traust. Það er ekkert hálfkák í handtak- inu eins og hjá smeðjulegum smáborgara, þarna heilsast vinnandi hendur, sjó, regn og vindbarnar. Það er hátíðasvip- ur á fólkinu, því að jólin eru komin inn í hjörtu fólksins og heimilin og það er líka hátíð- legt að ski'la einu árinu enn í safn tímans. Fólkið streymir ennþá út úr kirkjunni og kirkj- an er eins og blómkróna, sem springur út af mislitum blóm- um. Það er eitthvað tóm í huga mínum þar sem ég geng í logn- kyrrum snjó frá kirkjunni. Guðshúsi, sem getur sameinað alla til þess að líta hærra. Ekki tóm þreytu eða lífsleiða, heldur tóm djúprar kyrrðar. Á leiðinni heim frá kirkj- unni kem ég við í kirkjugarð- inum til þess að ganga fram hjá leiðum míns fólks, sem þar hvflir. I garðinum loga þúsund- ir Ijósa, sem ástvinir hafa kom- ið fyrir á skreyttum grenigrein- um, og jólatrjám. Eins og ljós- in loga í kirkjugarðinum, loga minningarnar í huga okkar um félaga og vini, sem hafa kvatt þetta ævistig. Söknuðurinn get- ur verið sár, en við þökkum fyrir fylgdina það sem af var leiðinni og eigum stoðir í minn- ingunni. Kirkjugarðshliðið lokast að baki mér, heimur minninga, og ég geng aftur inn í iðandi um- hverfi hversdagsleikans, sem nú hvílist i helgi jólanna. Það brakar í troðnum snjónum og það eru heiðskír hvít jól. Allsstaðar stafar ljómabirta út úr gluggum húsanna og einnig þeir bera svip jólanna, róseminnar og hreinleikans. I mútímaþjóðfélagi er um- myndunin margsikomar, bæði á betri og verri veg, en eru ekki jólin takmark þar sem menn byggja sig upp aftur eftir at- hafnir í eitt ár. Kyrrð, sem yf- irleitt getur aðeins skapazt úti • í náttúrunni verður vettvangur fólksins á jólum. Það er kannski ys og þys á jólunum nú til dags, en samt sem áður lætur fólkið eril hvers dagsleikans í friði og vindur sér yfir í gleðina frá boðskap jólanna. Menn gefa sér tíma til að setjast niður og hugleiða áir- ið og árin, sem eru liðin og það stórkostlega er að menn ná aldrei fremur en á jólum sátt- ium við sjálfa sig og aðra. í stofunni, sem við erum í stendur gamli ruggustóllinn á sama stað og hann hefur stað- ið frá því að ég man eftir mér. Hann er á sínum stað, hann ruggar eins, það brakar eins í honum, hann hvílir mann, og hjá honum er maður aldrei einm. Hann er eins og jólin. Ruggustóllinn er kyrr eins og lygn þarapollur á k'löppum, þeg ar fjara er. Ég sezt í stólinn og hann fer á hreyfingu. Það er eins og að henda steinvölu í spegilsléttan sjó, hann hreyf- ist og hreyfist eins og hring- gárarnir á vatnisfletinum og minningarnar koma Og fara eins og hringarnir frá stein- kastinu, sem að lokum hverfa inn í sjálfa sig í fjarlægðiinni. I gamni og alvöru tek ég nokkra gára úr liðnuim at- burðum og hugleiðingum. Minningar, sem koma og fara eins og hvað annað, og hripa þær niður án sér- staks tilgangs eða fyrirheits. Því að ósjálfrátt reikar hug- urinn vítt og breitt þar, sem ég sit í ruggustólnum: FYRSTI GÁRI Niðri í kjal'lara heima hjá mér er blómaverzlunin. Nú dormar hún í rökkrinu og það eru fá blóm eftir í vösum, því að blómin fylgja jólaljósunum. Rétt áður en jólamessan hófst lauk mamma við að skúra í búðinni og pabbi sópaði í geymsl unni þar, sem skreyttu greni- greinarnar höfðu verið í fyrra- dag. Það er svolítið undarlegt að sjá harðskeyttan skipstjóra eins og hann skreyta greni- greinar á leiði. En það er venja að setja greinar á leiðin og það er venja að fá þær í blómabúð- inni, og það er líka skemmti- legt að skreyta. Annars er það ennþá undar- legra að sjá þegar hásetar og skipstjórar koma inn í búðina á Þorláksmessu með danska eða kúbanska vindla og velja blóm í vasann 'á jólaborðið. Þeir mylja ekkert moðið í orðavali og hafa gaman af öllu saman. Oft koma þeir sem verzla í blómabúðinni í kaffi upp á loft þar, sem eldhúsið er, fyrir eða eftir erindið í búðina. En fyr- ir stórhátíð hefur enginn tíma til þess, því að það er margt, sem þarf að gera fyrir jólin og ekki hægt að skeggræða í bi'li yfir rjúkandi kaffibolla. Ann- ars er nú í rauninni stöðugt á könnunni og einn og einn skýzt upp. Allt árið er umferð í eldhús- inu heima, stundum eins og á járnbrautarstöð. En nú er eng- in umferð; jólin eru kom- in og nú halda allir hátíð á sérhverju heimili og niðri er blómabúðin með örf áum túli- pönum búin að rækja hlutverk sitt fyrir þessi jól. Það er stund um talað um að kaupmennsk- an sé orðin of mikil um jólin og auðvitað er hægt að gera of mikið af öl'lu, en fölk vill hafa eitthvað sérstakt á jólunum og „þau eru nú aðeins einu sinni á ári", sagði gömul kona, sem hlakkaði ti'l. Reyndin er líka sú, að fólk dríf- ur í mörgu, sem það hef- ur ætlað að gera fyrir jól- in, það er einmitt að ljúka við ákveðið markmið ó árinu. Stundum er að vísu óforsjálni í fjármálum, en kannski verða jólin breytt þegar við íslend- ingar verðum orðnir forsjálir í þeim málum. Það hafa alltaf frá örófi alda verið gefnar gjafir og fólk gef- ur fyrst og fremst vegna þess að því finnst gaman að gefa. Gjafir eru engin tízika og fólk ætti að skilja að atriðið er ekki að gefa stórt endilega, heldur að gefa eitthvað fallegt. Mesta ánægjan fyrir þiggjand- ann er gjöfin sjálf, viljinin og hugurinn á bak við. í þessu umhverfi ólzt ég upp og lærði að gera stórt úr smáu, lærði að líf okkar verð- ur ekkert merkilegra en hjá öðrum hvað svo sem á dynur, það verður bara öðru vísi. Einn berst meira á en annar og þann ig verður það alltaf en allir Lygii þarapollur á klöppum Álseyjar. Maður og drengur standa á flánni milli klettanna og horfa út yfir hafið. f fjarska rís ein af Vestmannaeyjunum, Suðurey, upp úr úðaslæðu morgunsólar- innar. — Ljósmynd: Sigurgeir Jónasson. 9 GARAR á hljóðri nótt Eftir Árna Johnsen Lítið barn við ströndina horfir á gárur speglaðs hafs. I fjarska: Yzti-klettur, ElHSaey og Bjarn- arey til hægri. — Ljósmynd Sigurgeir Jónasson. 23. des. 19-68 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.