Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 5
Andlit látinnar konu Eftir Kawabata, Nóbelsverolaunaskáld 1968 „Sj'á — þarna er hún. Hve glöð hún hefði orðið við að sjá yður aftur, þó ekki væri iraema andartak." Þessi orS lét móðir hans falla um konu hans, og hún fylgdi honum inn í herberg- ið röskum skrefum. Þeir sem sátu við höfðalag hinnar látnu, litu allir upp í einu, og horf ðu f ast á hann. Móðirin fór að hafa yfir bæn, og ætlaði að f jarlægja sveitadúkinn, sem huildi andlit látiniraar eiginkonu hans. En orðin, sem þá komu fram yfir varir hans, komu honum sjálfum á óvart. „Bíðið. Lofið mér að sjá hana í einrúmi. Lofið mér að vera einum í herberginu". Hjá foreidrum, bræðrum og systr- um hirunar látnu kviknaði tilfinning, sem kom þeim til að láta að orðum hans. Þau opnuðu dyrnar hljóð'lega og gengu brott. Hann tók hvítan sveitadúkinn burt. Andlit látiranar konu hans var herpt af sársaiuka. Tennurnar, sem höfðu breytt um lit, sköguðu fram milli inaiBOgirína vanga. Augnalokin voru samankipruð og límdust þétt að augunum. Naktar taugar, líkt og storlknuð þjiáning, streragdust yfir enni. Hainn horfði niður á líflaust and- litið, sem lá þarna fyrir framan hann og stóð örskamma sturad hreyfingar- laus. Síðan lyfti hann báðum höndum, sem titruðu án afláts, lagði þær á varir konu sinnar og reyndi að loka munni hennar. En varirnar, sem höfðu lokazt við snertingu hans, opn uðust aftur mjúkri hreyfingu jafn- skjótt og hann tók hendurnar frá. Þegar hann hafði farið höndum um hana á þennan hátt ótal sinnuim, sá hann, að harðir drættirnir við munn- inn höfðu fengið hvíld. Og mú fann hann nautn sltreyma fram í fingurgómana. Hann langaði til að sefa taugarnar, sem þrýstust fram í andlitið og neri ennið jafrat og þétt. Lóf anrair brunnu. Andlit hinnar látnu hafði tekið stakkaskiptum undir liprum fingrum hans. Hann leit niður og enn á ný stóð hann örskamma stund hreyfing- arlaus. „Þér Mjótið að vera þreyttur eftir lestarferðina. Fáið yður að borða og reynið að hvílast." Þannig mælti móðir hans og eldri systir hiranar látnu, þegar þær komu inn. „Ó!" Og móðirin flóði í tárum. „Mannsálin er ógnarleg. Vesling- urinn gat ekki dáið til fulls fyrr en þér voruð kominn heim. Nei, þetta skil ég ekki. Þór þurfið ekki nema lita á hana andartak og þá er eins og andlitið breytist og fái frið — það þjáist ekki lengur. Annað hefur hún ekki viljað." Slikju ómegiras dró á augu manns- ins, en systir konu hans endurgalt tillit hans skærum augum, frá þeim stafaði ástúð, sem ekki er af bessum heimi. Síðan bugaðist hún af ékka og brast í grát. Svava Jakobsdóttir þýddi úr norsku. . þetta er maður á gangi. Auðvitað maður á gangi! Hann silast áfram skref fyrir skref og það styttist að túngirðingunni. Mínúturnar silast áfram líka. Ég ákveð að bíða enn. Þetta er karlmaður, mér sýnist haiui mikill að vallarsýn og ég ber engin kennsl á hann. Flakkari? Göngumaður kominn sunnan fjöll? Hann á eftir fáein spor að girðingnnni, og svo klofast hann yfir vírinn og stefnir heim til bæjar. Nú greini ég hann betur. Þetta er maðúr við alður, dökkklæddur, með svartan hattkúf á höfði. Luralegur og álútur, vel í meðallagi hár en ekki gildvaxinn. Hann ber svart- an í græna túnbrekkuna — og minnir á draug. Ég byrja að ókyrrast. Hver er þessi maður? Hvaða erindi á hann hingað? Hann er ekki með neinn farangur, né heldur £erðaklæddur eins og menn sem komnir eru sunnan Kjöl. Hann er kolsvart- nr og me* sparlhatt! Ég hef ekki kjark til að bíða lengur utandyra, sprett á fætur, flýti mér inn og tilkynni gestkomuna. Sezt svo inn í baðstofu. Komi það sem koma viU — Svo er drepið á bæjardyrnar. Einhver skýzt fram, ég heyri fótatak og rólegt mannamál sem berst 'innar og innar eftir göngunum. Guði sé lof! Þetta er þá skárra en ég hélt. Baðstofudyrnar opnast og inn stígur gesturinn. Ég horfi á hann með varúð úr nokkurra skrefa fjarlægð, hann heilsar, skimar í kríngum sig, og svo er honum boðið sæti á einu rúminu. Hann er ekki skelfilegur eftir allt saman, en þó finnst mér ýmislegt benda til að hann sé fremur draugur en maður. Sólin skín glatt inn í baðstofuna, gesturinn er langleitur og mjóleitur þegar hann hefur tekið of an hattinn. Þetta reynist vera karl framan úr sveit. Hann hefur fengið sér skemmtigöngu í erindisleysu og farið gamla leið ofan bæja. Hann svolgrar kaffisopa og masar um daginn og veginn. Ég gef honum gætur. Hann talar mjög djúpraddað og með skrýtn- um sóni og rynkjum. Röddin líkist bauli, þumbaralegu fjósbauli. Kannski talar hann alls ekki með munninum eins og annað fólk, heldur vömbinni? Þessi maður er framan úr sveit, hugsa ég með mér, en getur það verið? Hann er miklu eldri en allt sem gamalt er í sveitinni, og hálfpartinn utanveltu, jafnvel þó hann sitji á baðstofurúmi. Hér er þó alltjent útvarp, og stundum heyrist í bíl og flugvél. Er þetta eftirlegumaður? Gleymdist guði að láta hann deyja? Hvaða vit- leysa er þetta í mér, kannski er hann ekkert mjög gamall að áratali, þótt hann sé svona forgamall að málrómi, talsháttum, limaburði — einhvers staðar langt aftan úr grasaferðum og seljabúskap og rimum. Svo hlammast hann aftur út í sólskinið, kolsvartur. Og hann fjarlægist hægt og hægt, hverfur inn í melbungurnar ofan bæja. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.