Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 13
My ndskr ey ting: Alfreð Flóki. Smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur E, Jnn einu sinni kemur yfir mig freisting að fleygja boxunum mínum. Þau eru fimm að tölu og standa á hillu í eldhúsinu. Boxið til vinstri er stærst og svo fara þau minwkandi eftir röð. Minns'ta boxið er lengst til hægri. Þau eru rauð. Eitt orð er letrað á hvert þeirra, skýrum, fallegum stöfum. Þar stendur þetta: Hveiti, Sykur, Grjón, Kaffi, Te. Á stsersta boxinu, lengst ti'l vinstri, stendur Hveiti. Te-boxið er mínnst. Ekkert annað stendur á hillunni. Ég geri mér ljóst að ég má ekki standa svona hreyfingarlaus og stara á þau. Því lykitar á þann eina vsg að ég fleygi þeim einungis til þess að binda endi á þessa hreyifinigarlausu stöðu, þessa endadausu kyirrð sem verður ekki rofin nema ég fileygi þeim, gripi þau hvert af öðru og fleygi þeim niður sorprennuna. Ég veit að ég verð að hreyfa mig, gera eitthvað áður en það kemur fyrir og með nokkurri áreynslu (því að ég veit nú að ég verð að gera mér grein fyrir viðbrögðum mínum), með nokkurri áreynsl-u lít ég af boxunum, geng út að glugganum og fel andlitið bak við gluggatjaldið. Þar bíð ég. Því að eitt veit ég nú með vissu: engin lausn felst í því að fleygja boxunum. Ég hef fleygt boxum. Ég hef tekið þau af hillunni, vafið þau í gömul dagblöð, stungið þeim í poka og fleygt þeim niður sorprennuna, einu af öðru, því stærsta fyrst. Ég opna lúguna, fer mér að engu óðslega, hægt og yfirvegað fleygi ég hverjum pakka fyrir sig. Eg hlusta eftir hljóðinu þegar þeir detta í tunnuna fyrir neðan. Það heyrasit högg, bylmingshögg, og hæst heyrist þegar stærsta boxið dettur. Minnsta höggið er eins og trútt bergmál þeirra fyrri. Það er siðasba höggið og endanlegt. Ég fer tómhent aftur inn. Og hillan er tóm, jafnitóm og hendur mínar. En ég veit um leið og ég strýk lófanum eftir auðri hill- unni að þetta tóm verður ekki endanlegt. Einnig í þetta sinn kaupi ég mér ný box. Kannski ekki strax. Kannski líður einhver tími, um það er ekki hægt að segja fyrir, en ég veit að ég mun aftur kaupa mér box og raða þeim varfærnislega á hilluna, því stærsta til vinstri, því minnsita til haegri, og ég fer um þau höndum og sný þeim vandlega fram svo að 'letrið sjáist: Hveiti, Sykur, Grjón, Kaffi, Te. Þegar maður vefur kúptum höndum um sívöl box, er snertingin heil og fullkomin. Hringurinn er lokaður. Ég verð að kaupa mér ný gluggatjöld fyrir eldhúsgluggann. Úr þykkara efni. Þessi eru of þunn. Héðan þar sem ég stend bak við þau sé ég grilla í boxin. Rautt sést langt að. Ég loka augunum. Ég bíð. Ég geri mér fulla grein fyrir líðan minni. Ég er að sigrast á freistingu og ég Æinn hvernig deyr smiám saman, haagt og bítandi, hluti skynjunar minnar, einhver löngun sem áður ætlaði að taka 511 völd í lífi mínu eina stund. 'Hér dugir engin hugsun, emigin rök, röck kalla ætíð á gagnröfk, vits- munalíf mitt nú beinist að þessu eina: að kæfa þessa löngun, loka fyrir henni öllum æðum eins og stíflaðar væru árkvíslir hver af annarri unz hún kafnar að fullu bak við lokuð augu og gluggatjöld. Og ég vona bara að mér takist þetta fljótt því að dagurinn líður. Ég þarf að ljúka við baksturinn. Freistingin kom yfir mig, eins og venju'lega, þegar ég var að taka tertubotnirin, mjúkan og ilmandi, út úr ofiniinum og þá hvarflaði hugur minn til gestanna sem ég átti vori á. Líkt og lægju leyniþræðir um tertuna milli mín og þeirra. Konan mundi koma fram i -eldhús eins og allar hinar sem hafa neytt mig tid að fleygja boxunum mínum. Strax við kaffiborðið mun hún koma mér í uppnám með því að færa boll- ann sinn nær og nær borðbrúninni, svo rólega og yfirvegað að hver hreyfing verð- ur nánast ógreinanleg, en í hvert sinn sem hún dretokur úr bollanum f ærir hún und- irskálina nær borðbrúninni eins og hún sé ekki ánaagð fyrr en bollinn dettur fram af og ég verð að bjarga mér á síðustu stundu með því að segja verði ykkur að góðu og þá vill hún hjálpa mér að bera fram og kemur fram í eldhús. Hún rekur strax augun í boxin þar sem þau standa í reglubundinni röð á hill- unni, rauð og stolt og grunlaus. Húin sér strax hvað þau hafa að geyma: Hveiti, Sykur, Grjón, Kaffi, Te, og ég veit að meðan hún er að virða fyrir sér boxin mín og jafnvel þótt hún fari um þau einhverjum viðurkenningarorðum, þá er það yfir- skin: hún horfir á boxin og ég horfi á hana sjá mig fyrir sér standa í búðinni i gráu kápunni minni að velja þessi box. í gráu kápunni minni. Og meðan hún sér mig fyr- ir sér velja þessi box í gráu kápunni minni sér hún enn 'lengra: hún sér mig velja þessa gráu kápu. Og mér verður nú ljóst að jafnvel nekt mín skýlir mér betur en þessi gráa klápa. En þarna stend ég gr.unlaus. Loðið skinnið á kraganum hringast um háls mér eins og safamdi refur, axilirnar drúpa, gráir handleggir hanga ndður með síðum. Ég er að horfa á box. Ég geng hæ-gt meðfram hilluröðinni í búðinni og virði fyrir mér öll box sem þar eru á boðstólum. Eg granniskoða þau, met gerð og liit, ber saman, geri mér í hugarlund hver þeirra muni bezt bæÆa mér og eldlhúsinu mínu. Öll skynjun mín beinist að þessu eina: a'ð velja box. Að öllu öðru teyti er sálarlíE mitt tómt, það gapir. Og hún horfir á mig fyilla þetta tómrúm með rauðum boxum, eitt af öðru detta þau niður í djúp áálar minnar, það stærsta fyrst og loks það minnsta líkt og bergmiál af öllum hinum. Rauð box. Hvers vegna valdi ég rauð box? Það voru líka ti'l græin. Og blá. Og það stóð það sama á þeim öllum: Hveiti, Sykur, Grjón, Kaffi, Te. En ég valdi rauð. Hvers vegna valdi ég rauð? Hún veit það. Og nú skynj-a ég þessa vitrj- eskju hennar, ég sé hana brenna í .augum hennar. Ég gehg heim með boxin. Ég hef troðið þeim niður í imnkaupatöskuna mína sem er stór og blá með hvítu haldi, en að öðru leyti blá. Ég geng eftir strætinu í mann- mergðinni sem er svo mikil að enginn gefur mér gaum. Eg fæ að ganga óáreitt. Innkaupataskan mín er lokuð með remnilás. Það sést ekki niður í hana. Enginn stanzar og sagir nei, varstu að kaiupa þéir box? Enginn veit að ég er með box. Það er ekki fyrr en ég er komin heim í mitt eigið eldhús að ég er afhjúpuð. Ég veit að nú er áilt undir því komið að ég fái staðizt freistinguna að fleygja boxunum mínum. Og þessa stund sem freistingin er að deyja lifniar hjá mér ný hugs- um og von: að ég geti stigið fram undan gluggatjaldinu og sagt við konuna sem stendur í eldhúsinu mínu: Snertu ekki boxin mín. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.