Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 20
Galsworthy Framhald af bls. 15 kafla þessarar sögu — sem nán- ast væri hægt að kalla „leik- sýningu", svo dramatísk er uppbygging hans — er Forsyte- fjölskyldunni, í auði hemnar og allsnægtum, raðað upp fyrir framan okkur í samkvæmi, sem haldið er í ti'lefni af trúlofun stúlkunnar June og arkitekts- ins Philip Bosinney — trúlof- un, sem ekkert verður úr vegna sambands hans við hina tví- ræðu Irene, eiginkonu Soam- es Forsyte. Og Soames er eigna maðurinn: fyrirtæki, hús, mál- verk, eiginkonan — allt eru þetta eignir hans. Þetta er styrkur hans og veikleiki, eins og það var styrkur og veik- leiki Englands á tímum Vikt- oríu. Því að hann gat ekki, þrátt fyrir einlægan vilja, skil- ið neinar hinna hlýju mannlegu tilfinninga og eins urðu Eng- lendingar forviða og sarir yfir frelsisþrá nýlenduþegna simna. f „Eignamaðurinn" og síðan í hverju bindi Sögunnar af öðru sjáum við járnbrynjaða ein- manakennd, sem grafið er und- an, unz hún er orðin að eins- konar klakabrynjaðri rósemi. Meðgöngutíma „Eignamanns- ins" lauk með ægilegum fæð- ingarhríðum. Galsworthy sótt- ist einatt mjög eftir ráðlegg- ingum annarra, varð miður sín þegar hann fékk þær, en venju legast fús til að fara eftir þeim að lokum. Eiginkona hans, syst ur hans, Cónrad, Ford Madox Ford, Gilbert Murray, Garnett — allir gáfu ráðleggingar. En það var enn Garnett, sem vand- ræðunum olli í „Eignamaður- inn". f frumhandritinu var Bo- sinney látinn fremja sjálfsmorð þegar hann frétti að Soames hefði neytt eiginmannsréttar síns yfir Irene með valdi. Gar- nett taldi þetta fjarstæðu, Galsworthy bað Garnett að koma til ftalíu á sinn kostnað, Garnett færðist undan að heim- sækja þau fyrr en þau væru gift. Galsworthy rnaldaði í'mó- inn en lét loks undan til hálfs með því að skjlja lesandann eftir í óvissu um hvort Bosinn- ey gekk viljandi fyrir vagn- inn eða ekki. Með útkomu þess- arar bókar árið 1906 haslaði Galsworthy sér völl, enda þótt ekki hafi selzt af henni nema um 5 þúsund eintök í upphafi. Verulegan orðstír gat hann sér fyrst við leikhúsið. Sama ár var sett á svið leikrit hans „Silfuraskjan", sem dregur skýrt fram þá staðreynd að önnur lög gilda fyrir fátæka en ríka. Eftir þennan tvöfalda sigur héldu Galsworthy engin bönd. Skáldsögur sem deildu hart á yfirstéttina, leikrit, sem flettu ofan af þjóðfélagsböli streymdu stöðugt úr penna hans en hann sneri sér ekki aftur að Forsyte- fjölskyldunni fyrr en eftir lok fyrri heimstyrjaldar. (Síðari bindin af Forsyte þrenning- unni, „Undir okinu" og „Til leigu" komu út 1920 og 1921) En ein saga, „Dularblómið" (1913) er í áberandí ósam- ræmi við aðrar í þessu mikla bókaflóði, þetta -er brennandi, persónuleg frásögn án samfé- lags eða mannúðarlegs inntaks, um mann, sem hrekst á milli vaknandi ástríðu til einnar konu og tregðu við að baka annarri konu sársauka. Galsworthy hafði loks talið sér fært að kvænast Ödu ár- ið 1905 (mjóg skömmu eftir dauða föður síns og skiptingu arfsins). En fimm árum síðar, þá fjörutíu og þriggja ára og frægur orðinn, að minnsta kosti sem leikritahöfundur, hitti hann nítján ára gamla dans- maer, Margaret Morris, í Sa- voy leikhúsinu í Lundúnum. Ungfrú Morris var nemandi Raymond, bróður Isadoru Duncan, og hafði hún teiknað leiktjöld og búninga og æft leikarana í „grískum stelling- um" fyrir sviðsetningu á óper- unni „Orfeus" eftir Gluck, sem var ónnur eftirlætisópera Gals worthys (hin var Carmen). Henni var boðið til hádegis- verðar með Galsworthyhjón- unum og með þessum þríhyrn- irigi tókst nú það sem hún á- leit í fyrstu hið ákjósanlegasta samband. Henni var hjálpað við að koma á fót dansskóla og fengið hlutverk í nýjum sjónleik eftir Galsworthy. „Ást mín til Johns óx með degi hverjum," segir hún í hinni sannfærandi og skemmti- legu minningabók sinni, „Saga min af Galsworthy". En hún vissi hve innilegt var með hon- um og Ödu og „lagði hart að sér til að leyna þessari tilfinn- ingu". Og hún segir ennfrem- ur: „Mér hefur sjaldan brugð- ið eins mikið og kvöldið sem hann bauð mér út að borða, þegar hann hallaði sér skyndi- lega að mér og spurði: „Hef- urðu nokkurmtíma orðið ást- fangin?" Daginn eftir, þegar þau höfðu farið í leikbúningagerð og sátu saman í leigubílnum, hjúfraði hún sig að honum — það var mjög kalt í veðri — og eins og gefur að skilja kyssti hann hana. Upp frá því „var það alltaf þannig, vegna þess að John kyssti mig hvergi nema í öruggu fylgsni leigubílsins". Síðar tók hann að heimsækja hana í íbúð hennar — ein- göngu, að því er virðist, vegna þess að hann áleit óheppilegt að þau sæjust of oft í veit- ingahúsum saman. Og þar sátu þau svo, há'lflömuð af ástarþrá, sem ungfrú Morris kallar geðs- hræringu, hann með mótbárur um aS hann væri alltof gamall handa henni en hún sagði að þau mættu ekki særa Ödu. En Ada vissi allt og bar sig upp við John. Margaret skrif- aði henni bréf, þrungið sjálfs- ásökun.Og Ada svaraði snilld- arlega: „Kæra Margaret. Þakka þér fyrir hugrakka bréfið þitt. Þú mátt ekki vera óhamingjusöm, heldur mjög hamingjusöm — fyrsta ástin á þínum aldri — hún er heilagri en allt annað. Og þú mátt ekki vera að hugsa um mig ;— ég er ánægð. Sem stendur er ég buguð af likaim- legum veikindum sem setja sinn slæma svip á mann, en andinn er bæði sterkur og vel- viljaður ..." Og Margaret leið auðvitað verr en nokkru sinni. Hið sama var að segja um John. Og svo var nýr endir bundinn á gamla sögu með því að hann hitti hana æ sjaldnar, skrifaði sjaldnar og varpaði að lokum af sér þessu ævintýri með því að skrifa „Dularblómið". Ada hafði farið með sigur af hölmi, en nú hóf hún, af full- um krafti ef svo má segja, hinn frækilega skæruhernað sinn í formi uppgerðarveikinda — vopnin voru gikt, andarteppa og hræðilegt „kvef", sem hún beitti á réttum augnablikum og losnaði ekki við fyrr en eftir dauða Galsworthys. Og ekki hafði henni fyrr tekizt að af- vopna ungu konuna með göf- uglyndi sínu, en hún hóf und- irbúning í þá átt að halda þeim á stöðugri hreyfingu á enda- lausum ferðalögum, sem voru honum ógeðfelld og henni of- raun. Er þau voru á Spáni og Johh lét í ljós hrifningu sína á sígaunadansmeyjunum, varð Ada undireins lasin og þurfti á stbðugri athygli hans að halda — hann þurfti að lesa upphátt fyrir hana úr „Ferða- lög á asna", sækja henni heita mjólk. Ada varð með árunum sífellt eigingjarnari og heimtu- frekari, og þegar Galsworthy hafði tekið banamein sitt hló hún að honum fyrir klaufaskap hans þegar aðrir sáu að honum var að förlast. Það var sízt að undra, þótt John skrifaði einhverju sinni: „Þetta er það sem hlýzt af því að gefa konu líkama sinn og sál. A. lamar mig og hefur alltaf lamað mig". Þessi drungalega hugsun hvarflaði fyrst að honum á styrjaldarárunum. Heimsstyrj- öldin með sínum hörmung- um kom þungt á hann,hann var orðinn fjörutíu og sjö ára og kominn 'langt yfir her- skyldualdur en kvaldi sjálfan sig með heilabrotum um það hvort hann myndi hafa gengið í herinn hefði hann verið yngri, eða gerzt samvizkusamur mót- mælandi og komst að þeirri niðurstöðu að sennilega hefði hann ekki gengið í herinn og blygðaðist sín jafnframt fyrir sjálfan sig. (Arthur frændi var aftur orðinn hermaður, fimmtíu og fjögurra ára að aldri). Hann komst í mikið uppnám þeg- ar átti að taka hryssuna hans en létti mjög þegar hún var úrskurðuð ónothæf. Síðar lögðu þau Ada fraim sirwi skerf með því að starfa í þrjá mán- uði á frönsku sjúkrahúsi. Gals- worthy hafði sér til undirbún- ings lært nudd (og Ada teikn- að sér einkennisbúning sem henni var ekki leyft að klæð- ast) og al'lan veturinn 1916-17 nuddaði hann særða hermenn í fimm klukkustundir á degi hverjum. En öðru fremur gerðist hann „áskoranaskrifari í stórum stíl", eins og Ada kallaði hann réttilega. Það verk veittist hon- um létt því hann hafði þegar verið virkur umbótamaður í fimm eða sex ár. Þegar leik- ritagagnrýnandi TIMES sagði um leikrit hans „Strife" (Deila) sem fjallar um iðnaðarvanda- mál, að hann hefði „gert meir en að skrifa leikrit, hann hefði stuðlað að almenningshei'll", þá voru það orð að sönnu. Þau þjóðþrifamál, sem Gals- worthy veitti stuðning sinn — — voru mörg og margvísleg og að ótöldum styrjaldarmálefnum má þar meðal annarra telja endurskoðun hjónaskilnaðar- laga, breytingar á tilhögun í lávarðadeildinni, aukið frjáls- lyndi í leikhúsmá'lum, lágmarks laun fyrir erfiðisvinnu, kven- réttindi, útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis, bann við vinnu barna á leiksviðinu, aðstoð við tændiskonur og mannúolegrl meðferð á kolanámuhestum, réttlátari niðurjöfnun skatta og mildun refsivistar í einamgrun arklefum. En allt hefur sín takmörk. Galsworthy vildi til dæmis ekki taka þátt í baráttu fyrir af- námi dauðarefsingar. Sjálfur gerði hann sér ávállt fulla grein fyrir því, sem síðar kom mörgum áköfum aðdáendum hans illillega á óvart — að enda þótt hann langaði til að betrumbæta heiminn þá vildi hann ekki umbreyta honum. Hann varð þess var, að sums staðar var litið á hann sem byltingarsinna og fannst það „kátleg hugmynd", eins og hann sagði og bætti við, að „rit hans hefðu verið stöðug við- leitni til þess eins að sýna þjóð- félaginu fram á að því hefði vegnað vel, og ef þeir sem vegn ar vel hegðuðu sér eins og þeir vissu af því væru líkurnar fyrir byltingu að engu orðn- ar". Að auki vildi hann leggja á- herz'lu á allt aðra hlið á sjálf- u,m sér sem ritihöfundi: „Eg hef hvorki til að bera aðferðir eða eiginleika þjóðfé- lagsgagnrýnanda. Ég er ekki óháður nema að því leyti að ég get horft á sjálfan mig í tengsl- um við lífið. Bækur mínar eru blátt áfram gagnrýni annars helmings sjálfs mín á hinum helmingnum, ég hef nægilegt í mér af yfirstéttarhroka til þess að hann sé hinum helmingnum réttmætt tilefni til árásar ... verk mín eru ekkí þjóðfélags- gagnrýni, ekkert þeirra. Ef nokkuð er, þá eru þau tilraun ti'l andlegrar sjálfsskoðunar". Það sem hann sagði um heim- inn í heild giLti því um hans eiginn heim, sem var heimur Forsyte-fjölskyldunnar. Þegar hann hélt sögunni áfram eftir stríðið með þremur bindum af skáldsögunni „Nútímaleikur" (A Modern Comedy) — Þar sem mikið er um prédikanainn- skot — gat ekki hjá því farið að hann liti um öxl til stað- fastari heims, þó ekki væri það í anda afturhaldsseggja á borð við Blimp ofursta. (Fræg per- sóna í skrípateikningum David Low) Er að því kom að lýsa árunum eftir 1920 gat hann skrifað án beiskju eða sjálfs- þótta um frjálslegt hjónalíf yngri meðlima Forsyte-fjöl- skyldumnar, sem stakk svo í stúf við þau þjóðfélagslegu höft sem ráðið höfðu lífi hans og Ödu. Galsworthy hélt áfram sína lífsleið með höfðinglegum brag en fyrirlitningu yngri bók- menntamanna á herðum. Árið 1918 afsalaði hann sér aðals- nafnbót, en hún var óvart aug- lýst og varð þá einnig að aug- lýsa neitun hans. „Bókmenntir launa sig sjálfar", svaraði hann fréttamanni einum út í hött. Bn margskonar heiður annar h'lóðst að honum, heiðursskjöl og doktorsnafnbætur féllu eins og skæðadrífa, hann var sæmdur orðu og hlaut loks bókmennta- verðlaun Nóbels. Hann samdi hátíðaræðuna svo að segja á banasænginni: „Með penna mínum hef ég skapað einskonar heim, en svipar honum í nokkru til þess heims sem við lifum í, á Eng- landi eða annarsstaðar? ... Það væri álíka raunhæft að dæma Frakkland eftir sögum Mau- passants e5a Kússland eftirlýs ingum Turgenjevs eins og að dæma England eftir bókum mínum. Við höfum allir þrir verið útlagar alla ævi ... Eg harma það meira en allt anmað, að vegna skapferlis, lífsvenja og eigna er mér meinuð hin al- gera samúð ..." Þetta hlýtur ávallt að vera harmur hvers listamanns. Gals- worthy var ekki einn hinna stóru. En hann skapaði vissu- lega einskonar heim með penna sínum. Það sem C. E. Montague kallaði „hina furðulegu rétt- sýni hans", skilningurinn sem gerði honum fært að skapa þennan heim, vakti gremju hjá nýju kynslóðinni, sem vírt- ist álíta skyldleika hans viö Forsyte-fjöiskylduna sönnun fyrir því að hann gæti ekki verið góður rithöfundur. En tíminn er enn að ónýta þann dóm Virginiu Woolf yfir hon- um ásamt H. G. Wells og Arn- old Bennett, að þeir séu rit- höfundar sem „skrifa um o- merkilega hluti ... og leggja í það óskaplega fyrirhöfn og mikla kunnáttu að láta hið lít- ilfjörlega ,og hverfula sýnast satt og varanlegt," en skáld- sögur þeirra séu „sneyddar lífi". En beztu verk Galsworthys eru bersýnilega ekki sneydd lífi. Forsyte fólkið lifir þar á hverri blaðsíðu, og „grá, kyrr augun leyna eðlishvöt þeirra, sem á rætur sínar i ofbeldi, yf" irráðahvötinni". Galsworthy þekkti hana, fann hana í sjálf- um sér, magnaði hana þeim kynferðisþrótti sem öll beztu verk hans eru þrungin af, skjal festi hana úr háðslegri fjar- lægð. Hann Skildi „yfirnáðaeðli" Forsytefólksins og jafmaði ef til vill metin með undirgefnU eðlisfari. Hann átti eftir að finna að í heimi eftirstríðsár- anna var lítið rúm fyrir For- syteættina. f ¦ okkar heimi er það enn minna — Forsyte þjóð- flokkurinn hefur með frani- kvæmdabyltingunni vikið fyr- ir forstjórastétt stórfyrirtækja sem ekki lýtur erfðalögum og verður að láta sér nægja í" burð og hóglífi í stað eigna. Það var eitthvað sem minnti á Rómverjana fornu í drungaleg- um en þróttmiklum nítjándu- aldarmönnum Galsworthys. Það mætti segja sem hæverskleg eftirmæli um hann, að hann hafi sjálfur verið göfugasti meðlimur Forsyte-ættarinnar. (*r\\ Veljum Mn/islenzkt til jólagjafa 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.