Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 8
Þegar hann steig út úr flug- vélinni, var í honurn óvenjuleg tilhlökkun. Það var engu líkara en hann aetti stefnumót við konu, sem hann hefði ekki séð í langan tíma. Þó var því ekki þannig far- ið. Hann var eingöngu að koma til Akureyrar, fæðingarbæjar síns, í stutta heimsókn. Löngun- in til þess að fara norður, hafði komið snögglega yfir hann, eigin lega í miðju skrefi, þegar hann var á gangi oní Lækjargötu. Hann hafði verið eitthvað pirrað- ur um morguninn, a'llt fór i taug- arnar á fionum. Hvergi ihægt að finna bílastæði, þetta að gá í póst hólfið, stöðumælarnir, sebra- brautirnar og umferðarljósin, sem virtust vera haldin þeírri áráttu að vera sífelit á rauðu. Mestri skapraun olli honum þó kannski þetta svonefnda stönduga fyrir- tæki, sem hann var búinn að koma sér upp, allt amstrið og svo starfsfólkið, hver og einn að ota sínum tota og reyna að vinna sig í álit. Það minnti hann á klifur- jurtir og hann klígjaði við öllu því falsi og þeirri undirgefni, sem honum var sýnd bara fyrir það eitt, að ihánn var forstjórinn. Fyr irtækið gaf honum að vísu mikla peninga í aðra hönd, en samt var það orðið ihonum til byrði, nán- ast piága. Kannski fór það líka svona í taugarnar á honum, vegna þess að nú var hann skil- inn við konuna og orðinn sunnu- dagspabbi. Hann vissi ekki leng- ur til hvers hann var að strita. Börnin sá hann ekki nema endr- um og sinnum og yngsta stelpan, leit á hann eins og hann væri póstmaður, sem ætti ekkert er- indi lengra en að bréfalúgunni. Já, það var út af öllu þessu, sem hann hafði fengið iþá 'hugdettu að fara norður og hann hafði undið sér inná afgreiðslu Flugífélags ís- lands og ikeypt sér farmiða. Og nú var hann kominn þang- að og hann var á leið utan af flugvelli og það var I honum til- hlökkun. Veðrið var gott og þeg- ar hann var búinn að borga leigubílinn, var hann ekkert að flýta sér inná ihótel og panta her- bergi, vildi heldur njóta þess að ganga um og skoða bæinn. Hann hafði engan farangur meðferðís, ekkert nema svarta ferkant- aða tösku. Margt var með sömu ummerkjum í bænum og hér fyrr meir, en margt hafði lika breytzt. Þar sem áður höfðu staðið rislág- ir kumbaldar, voru nú komin ný- tízkuleg ihús. Þau voru vel byggð, en samt var eins og einhver hroki hefði hlaupið í blýant arki- tektsins og einhvern veginn var honum ekkert um þessi stóru, hús gefið. Sannleikurinn var sá, að hann vildi hafa bæinn eins og hann mundi eftir honum daginn, sem hann steig uppí rútubílinn og fór suður ásamt móður sinni og bróður. Það var um vorið eft- ir að faðir hans lézt. Allur heim- urinn má breytast og á raunar að gera það, en um fæðingarbæ manns gegnir öðru máli. Hann á að standa i stað. Þráinn gekk norður Hafnar- stræti og hann átti enga ættingja á Akureyri, svo_ ekki hékk yfir honum kvöð skylduheimboða. Fað ir hans hafði komið að vestan og móðir hans að austan og þau höfðu hitzt þarna á síldarplani eins og gengur. Það var sumarið áður en þróðír hans fæddist. Þrá- inn sá mörg andlit, sem hann kannaðist við en enginn gerði sig líklegan til þess að Iheilsa hon- Á horninu við Hafnar- um, svo hann lét eins og ekkert stræti var ísbúð. Þangað var stöð væri. Sum hin yngri andlit fannst ugur straumur og út komu honum hann l'íka þekkja, senni- krakkar með ís eða poppkorn. lega lifamdi eftirmyndir pabba Það var ekki laust við, að Þrá- eða mömmu. in langaði til þess að fá sér ís Jú, margt hafði breytzt, en eitt líka, en honum fannst það ekki var það sem Þráinn vissi að hefði viðeigandi, hann svona klæddur, staðizt tímans tönn. Það var hús- fullorðinn maðurinn og með ið sem hann hafði alizt upp í. þessa s'krifstofumannstösku. Það var uppí Helgamagrastræti Framhjá honum gekk sjö eða átta og honum var sagt, að nú byggi ára gamall snáði, Ifklega eitthvað þar fólk vestan af Patreksfirði. á aldur við son hans. Þráinn iðr- Hann ætlaði að fara og skoða aðist þess nú að hafa ver- þetta hús, en ekki alveg strax, ið svona fljótur á sér uppí flug- vildi treina sér það. vélina. Hann hefði átt að hafa Hann gekk útá Ráðhústorgið smá fyrirvara á þessu ferðalagi og fékk sér þar sæti á bekk. Það sínu, þá hefði hann getað tekið var margt fólk á ferli. Maður að strákinn með sér. Þeir hefðu get- kaupa blað I blaðsöluvagninum. að gengið saman þessar götur og Krakkar að borða fs. Hvítflibba- Þráinn hefði getað keypt ís menn á 'hvínandi þönum að látast handa þeim báðum. Það er ekk- hafa í ýmsu að snúast. Konur með ert athugavert við það, þó að fuli- innkaupatöskur eða pi-nkla, dálít- orðinn maður borði ís úti á götu, ið guggnar þrátt fyrir allt sól- ef hann er með krakka með sér. skinið. Og svo unga fólkið, tán- Og þeir hefðu getaö farið sam- ingarnir . . . hneykslið. Sumir an niður á Torfunefsbryggju eða voru í máluðum fötum, friðar- útá Oddeyrartanga og Þráinn táknið á bakinu og ýmis orð hefði getað sýnt syni sínum, hvar teiknuð á jakka eða kakíbuxurn- hann sat og dorgaði kannski afl- ar, flest á útlenzku . . . LOVE an guðslangan daginn, þegar . . . PEACE eða eitthvað þvium- hann var strákur. Ekkert jafnast líkt. Einn var með hakakrossinn á við það að lifa sjá'lfan sig upp í keðju framan á sér og ung, hálf aftur með einhverjum, sem manni gelgjuleg stelpa gekk við hlið þykir vænt um. Það sem við sjá- hans og hún var með grænmál- um einir, án þess að gefa öðrum aðar neglur. Skrítið það, hugs- hlutdeild í því, hefur ekki nema aði Þráinn og þau voru í göngu- hálft gildi. lagi eins og þau væru að gefa Þráinn stóð nú upp af bekkn- fullorðna fólkinu langt nef. um, ætlaði að liðka sig og hon- SMÁSAGA Eftir • • Orn H. Bjarnason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.