Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 25
Fataskápur og kommóða — ætlað í barnaherbergi — innlend smáði — lakkað hvítt, gult, blátt, rautt eða orange. Hæð 1.45 m, breldd 1.10 m. Verð kr. 18.700. Kommóða fæst líka stök. Húsgagnaverzlunin Víðir: Þessi gerð, Max 2, teiknuð af Max Jeppesen, er bólstruð á gamia mátann og er okkur tjáð að hún eigi vaxandi vinsældum að fagna. Bríkur eru út- skornir, póleraður harðviðnr — damask-áklæði — 2 stólar og sófi. — Verð kr. 118.500.— Húsgagnaverzlunin Víðir: Commoda-sófasett — tveggja sæta sófar og stóll — bólstrað með lysta-dún — norskt áklasði (fæst með fs- Eenzku áklæði ef óskað er). — Verð kr. 83.500— Húsgagnaverzlunin Víðir: Grand-sex sófasett — 2 tveggja sæta sófar og stóll — bólstrað með lysta-dún á harðviðar- grind. Verð kr. 79.500.— í húsgagnaverzluninni Víði við Laugaveg hittum við að máli eigandann, Guðmund Guð- mundsson. „Hvað eftirspurn varðar, er hún meiri en við getum annað,“ sagði Guðmundur, ,,og þannig hefur verið síðan 1970, þrátt fyrir hækkandi verðlag. Hjá Víði er rekin verzlun og trésmíðaverkstæði og þar fer bólstrun einnig fram. Alls eru hér í vinnu um 100 manns, en vegna þenslu í húsbyggingum vill verða skortur á trésmiðum. Við gerum það sem við getum til að breyta til um gerðir húsgagna og fullnægja smekk fólks og hvað verðlag snertir, erum við enn sem komið er óhræddir við samanburð við erlenda framleiðslu." I Húsgagnahöllinni verður fyrir svörum eig- andi verzlunarinnar, Jón Hjartarson: ,,Við höfum á boðstólum bæði innlend og erlend húsgögn. Innlendu húsgögnin eru velflest sérsmíðuð fyrir Húsgagnahöllina, bólstrun fer fram á okkar vegum en trésmíðin er unn- in af öðrum aðilum." ,,Verðið þið varir við umtalsverðar breyt- ingar, hvað varðar smekk fólks í húsgagna- vali?“ ,,Ef einhverjar eru, mætti ef til vill telja, að fólk sækist frekar eftir vönduðum hús- gögnum, svo sem þungum og dýrum sófa- settum. Mér sýnist líka greinileg tilhneiging hjá fólki til að kaupa háa veggskápa, sem standa á gólfi bæði í setustofur og borð- stofur.“ I Vörumarkaðinum hittum við Kristján Ólafsson, verzlunarstjóra. „Við reynum að hafa hér úrval af húsgögnum, sem ekki eru í öðrum verzlunum," sagði Kristján. „Fyrst og fremst mætti nefna alls konar lituð hús- gögn, frá kommóðum upp í hjónarúm. Við leggjum meiri áherzlu á úrval innlendrar vöru, en fáum jafnframt erlenda til að auka fjölbreytnina. Ungt fólk er í meirihluta meðal viðskiptavina okkar, enda opnara fyrir nýj- ungum. Meðal unga fólksins eru sérlega vin- sæl bæsuð borðstofuhúsgögn frá Svíþjóð i mörgum litum.“ „Nokkrar sérstakar nýjungar á ferðinni?" „Ætli mætti þá ekki telja borðstofuskápa, sem verið er að smíða og koma fljótlega á markaðinn. Þeir eru í sama stíl og bæsaðir í sama lit og borðstofuhúsgögnin sænsku." Svandís Asmundsdóttir verður fyrir svörum í húsgagnaverzluninni Dúnu í Glæsibæ: „Mér finnst áberandi, að unga fólkið sækist mest eftir raðsettunum hjá okkur, en eldra fólkið velur fremur þyngri húsgögn og dýrari áklæði. Salan er yfirleitt stöðug og jöfn og hefur ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.