Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 15
fólk ætlaði sér bara ekki »9 breyta hvert öðru. Það eru sjálfsagt stærstu mistökin, sem fóilik gerir í lífinu. Að gifta sig og 'þar með ákveða að lifa lifinu með annarri mann- eskju, kannski í 50—60 ár og ganga með það form innra með sér, að breyta þessari mann- eskju. Það er ekki svo auðvelt að breyta öðrum ag það væri bezt að gera sér ljóst, áður en að maður bindur sig liifstíðar- böndum." Kim Borg er kvæntur danskri konu og eiga þau heim ili si'tt í Kaupmannahöfn, ásamt tveim uppkomnum börn- um sinum. ,,Konan mín er,“ segir hann, „á'kafur bókasafnari. Ég hefi stundum stnitt henni með þvi, þegar hún hefur farið með mér i tónleikaferðir, að hún hafi einlhvern radar, sem vísi henni skemmstu Oieið til næsta forn- böksaia). Ég ©et næst'um geingið að þvi vísu, 'að þegar ég kam heiim á - hótelið, eft- ir fyrstu æfingu, að þá sé þar kominn bókakassi. Það er ótrúlieigt hve Mum pen- ingum hún eyðir i þetta. Bæk- ur, sem er rlándýrar í Dan- mörku, er hún Vís til að kaupa á einnar krónu virði í fjarlægu landi. Þær taka bara óskaplegt pláss, allar þessar bækur. Hús ið ökkar S Danmörku og eins íbúðin í Stokkhóllmi eru tfu'll af bökum.“ „Les hún þessar bækur?" „Hún les mikið, ékki allar, en margar. Reyndar gerum við það bæði.“ Þegar við nálgumst höfuð- borgina og tum Hallgríms kirkju blasir við, segir hann: „Það hefur einhver haft orð á því, að nær væri að reisa sjúkráhús 'heldur en þessa kirkju. Það er alls staðar sama sagan. Ef byggð er kirkja eða tónleikahöll, þá er farið að rausa um, að það væri nær að byggija sjúkrahúis. Það er bara spurning hvort þessu er ekki öfugt farið. Það vita allir að í velmegunarlöndunum er stór hluti fólks, sem telur sig veikt, en er það í rauninni ekki. Það er með einhverja strengi og verki, sem margir fá, en vegna skorts á áhugaefnum fer það að þráhugsa um eymslin, þang- að til þau verða að kvöl og allt að því ólæknandi. Ef þetta sama fólk fengi Ibrennandi áhuga á tónlist eða kirkju- starfi, þá mundi það hugsa Ut- ið sem ekkert um eigin þrautir og allt að þvi gleyma þeim. Fyrst eftir stríðið var skort- ur 1 Finniandi, á svo til öllum sviðum. Þó var það svo, að á þessum árum blómgaðist þar menningarlí'f. Það var mikið keypt af góðum bókum, sem prentaðar vor.u á lélegan papp- ír. Leikhúsin voru troðfull og sömuleiðis tónleikar. Ég man að við sátum í biðröð, heilar og h'álfar nætur, til að fá miða í óperuna, eða réttara sagt: við sváfum þarna í biðröðinni. Fóikið þræiaði og var hraust, en strax og það fór að hafa það betra, þá fóru alls lags krankiei'kar að sikjóta upp koil- inum og sjúkrahússkortur fór vaxandi." „Hafið þér tekið eftir því að við erum farin að tala um það Framhald á bls. 31 Björk Ben Haust í gamla bænum um mer Nú sveipast rauðgul blæja gamla bæinn okkar, verður á að rölta niður Klapparstíginn minn. Þá framundan mér blasir hafið þungt og rautt. Það segir okkur öllum, að nú sé komið haust. Þá halda börn í skóla og haustið bænum breytir, og nýja hljóma á hörpu Reykjavíkur slær, það lifnar allt um strætin við þessa töfra tóna, líkt og þegar hörpusláttur vorgyðjunnar hlær. Jón Oddgeir Jónsson Seljavallalaug tJr berginu, sem ber jökulinn, seytlar vatn úr sogæðum varmans. Hrollköld á af heiðum hjúfrar sig að stalla. Busla börn í blárri laug úr iðrum Eyjafjalla. Björn Daníelsson Ljóð meðan fallbyssan þrumar meðan hjartablóð milljónanna streymir úr sárum undum meðan lifendur gráta bíða ógna bíða dauðans hungurtærð börn troða helveg meðan gamall maður spyr uppí himininn hversvegna? á meðan í mjúku hægindi við angan rósanna sætt hrísgrjónavínið vermir kaldar taugar hversvegna? spyr hann er rökkur í mínum garði hversvegna ekki brennt meira tundur? þjónar segir hann berið mér hunang og höfug vín o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.