Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 31
Kim Borg Framhald af bls. 15 sama, sem við byrjuðum á, ímyndunarveikina?" „Já og ég get sagt yður, að i morgun haifði ég strengi í lær uníuim og ef ég hefði legið i rúiminu í diag, til íþess að hvila mig, þá hefði ég alltaí verið að hugsa 'Um eigin þrautir. f sbað þess hef ég notið dagsins og strengimir hafa horfið af sjálfu sér.“ „Verðið þér eftir yður eftir svona tónleika?" „Ég verð þreyttur, söngur reynir mjög mikið á magavöðv ana og reyndar líkamann all- an og maður verður eftir sig, eins og eftir hver önnur átök.“ Og þar með kveð ég þennan karlmannlega heimssöngvara og óska honum velfarnaðar. Cello Framhald af bls. 11 Rabbíninn taiar kveinandi ýmist á Ihebreskiu eða bjagaðri norsku yfir þeim, sem kom hinigað (frá Odiessa. Við h'öl'duim úit í kirfejiuigarð- inn. Þri'svar sinniuim er Luk AbrahamoviitBj borinn krinigum kiT'kjiuigarðinn. Við og við er ikiistan setit á trjáibolkka, eins og Vegagerðin nötar. Ég — vott- ur dauðans? — genig næstiur kiistunni. Ég stend næstur. f hviert skipti, sem kistan er sett á bokkana, syingur rabbminn um ilifsins ganig, eins og igierft h'eifúr verið við slikar aíttiafnir i þús- uindir ára. Kistan er látin siiga niður i ’gröfina, og það er maður með flöshaitt, sem biður mig að kasta fyrstu rekunni. Mold- aThaus’inn er tfrosinn. IHann tfell ur með hræðiT.eg'um dynk á kistuttökið niðri í djúipinu. Oellötónarnir svífa um lotft- ið. Mennirnir gamga fram hver á fætur öðnuim i ituittuigu stiiga 'frosti, enginn þeirra er nú otfar imoldiu, og atttt'ir 'kasta þeir mold arköggii ofan í grölfina. Ég ‘hraða mér burt tfrá ikirkj'U'garðinum og veifa í ibM. Pá hleypur einhver á eftir m'ér, ég sit í bittinuim og sé 'hann, hann er imóðiur, með tfttös- 'hatt, ög ihann er mieð stóran sí valan 'pakka undir handleggn um. Ég sikrúfa niður rúðuna, og hamn réttir mér pakkann inn i bíliinn. „Þetta ei'gið þér að hafa,“ segir h'ann. Á leiðinni niður Þrándhiaims véginn opna ég palkkann. Hann hefur að gieyma síðan fra'kka, eitt par af löniguim skóim og eittihvað fata'kyns. — Ljöis hatfa hvarvetna verið ikveikt. Ég slte’klk á ferðatæk- inu. Hundurinn toemur með trýn iö siltit. Heimþrá Framliald af bls. 19 ur ekki sézt um langan tíma, hef- ur tilhneigingu til þess að króa hvert annað af á því þroskastigi, sem það var á síðast þegar það hittist. Og þau hlógu eins og börn, óstýrilátt og án nökk- urrar sýnilegrar ástæðu, bók- staflega skríktu af ánægju. „Við erum með borð hérna niðri," sagði Gunnlaugur svo, þegar hláturskviðan var um garð gengin, „viltu ekki koma og setj- ast hjá okkur?“ Þau fóru ofan stigann og Þró- inn varð að halda glasinu hátt á loft, svo að ekki skvettist upp úr því, þröngin var svo mikil. Þegar þau komu að borðinu, var þar fyrir annað fólk og Þráinn var kynntur fyrir því. Þetta voru hjón og svo ung kona, stök að því er virtist. Fótkið reyndi að tala saman, en samræðurnar drukknuðu í hávaðanum frá 'hljómsveitinni. Það gerði hins vegar ekkert til, því það stafaði notalegri hlýju frá þessu fólki og það var alveg nóg. Eftir nokkra stund brugðu bæði hjónin sér frá, ti'l þess að dansa og þau sátu ein eftir Þráinn og staka konan. Þau fitluðu við glösin og virtu hvort annað fyrir sér í laumi út undan sér. Skýldi hún vera létt- úðarfull, hugsaði Þráinn . . . Líklega ekki eða ef svo var, þá var það svo vandlega falið, að það var engin leið að komast til botns í því. Hún var sviphrein og með döklkbrúnt hár. Einbvern veginn hafði Þráinn það á titfinn ingunni, að hún væri einmana al- veg eins og hann. Það er undar- legt en einmana fólk virðist þékkja hvert annað, hvar sem það kann að hittast. Það er eitt- hvað sem kemur upp um það. Kannski eru það augun eða smá axlarhreyfing eða hvernig hönd teygir sig eftir eldspýtustokk á borði, einhvers' konar sameining artákn, sem leynir sér ekki. Eng- in orð en samt skilur þetta fólk kanns'ki hvert annað miiklu betur en hinir, sem þegið hafa það í gjöf frá lífinu að mega gleðjast. Það er stórkostlegt að vera glaö- ur, en enginn þarf að skammast sín fyrir dapurleikann eða hlaupa í felur hans vegna. Gleði og hryggð eru hvort tveggja jafn réttháar tilfinningar. Þeim þarf hins vegar að beita af skynsemi, með varúð. Ýkjur eru hvimleiðar, hófstilling er fögur. Og það var einmitt þessi hófstilling, þessi mátulegi dapurleiki, sem Þráinn sá í andliti konunnar. ,,Er alltaf jafn margt hérna?" spurði hann. „Ég veit það ekki," sagði kon- an, ,,ég kem hingað mjög sjald- an.“ Hún þurfti að beita rödd- inni, til þess að yfirgnæfa hávað- ann og við það lifnaði andlitið og það komu nýir drættir í Ijós, leyndur sársauki, vonbrigði. Meira töluðust þau ekki við, því nú kom hitt fólkið aftur að borð- inu. Þegar fólkið var búiö úr glös- unum, pantaði Þráinn einn um- gang á borðið. Hann var rtki maðurinn að sunnan og fannst hann hafa skyldum að gegna sem slíkur. Aftur var pantað og mað- urinn, sem Þráinn þekkti ekki neitt var orðinn vel drukkinn. Hann minnti á franskbrauð- sneið, sem búið er að skera nærri því til fulls og er farin að halla meira en lítið undir flatt. Staka konan drakk sama og ekkert og Þráinn bauð henni upp í dans. Hún var í þunnum sum- arkjól og hreyfingar hennar voru mjúkar og Þráinn hélt mátulega fast utan um hana. Svo sleppti hann herini og þau döns- uðu án þess að snerta hvort ann- að, sneru sér í bringi og Þráinn reyndi hvað hann gat að halda i skottið á hljómfallinu og takti við þessa konu, sem hann í senn ótt- aðist og hændist að. Óttað- ist vegna þess að hann kærði sig ekki um að ánetjast annarri konu, ekki í bráð. Þau settust aftur og Þráinn var að reyna að grafa upp hvar hann hefði séð andlit þessarar konu áður og þetta dulúðuga haltu-mér slepptu-mér í fari hennar. Það var ekki fyrr en danslei'knum var i þann veginn að Ijúka, að það rann upp fyrir honum á hvað hún minnti hann. Heima eða öllu heldur í húsinu, þar sem konan hans fyrrverandi bjó núna, hékk mynd uppi á vegg. Það var eftirpnentun af málverki gert af Gauguin. Mynd in var af stúlku frá Tahíti máluð í sterkum, gulum, rauðum og brúnum litum. Andlit þessar- ar Tahitístúlku var kyrrlátt, en þó í senn fúllt af lífi, fulltamd- ar ástríður í blóðríkum vörum og þandir nasavængir. Já, einmitt þannig var þessi kona, sem sat þarna andspænis honum og nú var dansleikurinn á enda. „Eigum við ekki að koma heim til mín á eftir?" spurði Gunn- laugur, ,,ég á smá lögg I flösku." Kona mannsins sem minnti á franskbrauðið, var ekki í neinu skapi til þess að halda áfram og þau fóru sína leið. Þá voru þau fjögur eftir og þau gengu út í bjarta júlínóttina. Gunnlaugur bjó í lítilli, þriggja herbergja íbúð og þegar þau voru búin að koma sér fyrir í stofunni, setti hann plötu á fón inn. Sjöfn sótti glös og lögin á plötunni voru sungin á sænsku og Sjöfn var dálttið feit og þau skáluðu. Ókunna konan brosti til Þráins yfir glasbarminn eins og hún væri að reyna að fara ein- hvern leyndan krákustíg að hjarta hans. Hann brosti á móti, en innan í sér spyrnti hann við fæti, leyfði henni ekki að komast alla leið. Hún var stödd á röngu augnabli'ki i lífi hans, því miður. Hann langaði að vísu að sofa hjá og elska pínulítið, en ekki brenna upp til agna. Aftur var byrjað að tala um gamla daga, manstu-manstu, en allt í einu varð Gunníaugur reið- ur og Þráinn vissi ekki hvað olli. „Þetta andskotans túristabæli,“ sagði hann og Þráinn fann til óróa, „réttast væri að girða þenn an bæ af og selja aðgang að hon- um." „Settu aðra plötu á fóninn,“ sagði Sjöfn. „Hér þrífst ekkert nema verzl- unarmennska og þetta - djöf- uls meðalhóf, stöðlun á mann- fólkinu," sagði Gunnlaugur, „öllu haldið í spennitreyju. Og skáldin, hvernig förum við með þau? Við erum ekki I rónni fyrr en þau eru komin undir græna torfu og þá grípur um sig of- stæki, fólk á þönum um bæinn að safna fé, til þess að kaupa hús skáldsins og gera það að minjasafni.“ Gunnlaugur stóð upp og Þráinn skildi ekki þenn- an ofsa. „Hvernig var með Davíð?" sagði hann og þreif bók úr bóka- skápnum. Þráinn sá að hann hélt á eintaki af Svörtum fjöðrum. „Davíð borðaði alltaf einn,“ sagði Gunnlaugur. ,,Hann hefur líklega kosið það sjálfur," sagði ókunna .konan. „Hver kýs að borða einn? . . . Nei, menn eru hraktir út í það.“ „Eigum við ekki saltsteng- ur frammi í eld'húsi?" sagði Sjöfn og Gunnlaugur leit á konu sína og augun urðu aftur mild. Hann setti bókina á sinn stað og þegar hann gekk fram, var hann dauðspakur yfir herðarnar, þrá- kelknin öll á bak og burt. Þráinn fann það á sér að partýið var að leysast upp og ókunna konan var orðin óróleg og skömmu seinna iét hún panta fyrir sig bíl. Svo var hún farin og Þráinn var ánægður og dálít- ið þreyttur. Þessi kona hafði ver ið of fögur og einmana, til þess að eiga nokkuð á hættu með hana. „Þú náttúriega gistir hjá okk- ur í nótt,“ sagði Gunnlaugur og Þráinn þáði boðið. Sjöfn bjó um hann i barnaherberginu. Börnin þeirra tvö voru í pössun hjá afa og ömmu. Þau voru öll orðin þreytt og Þráinn bauð góða nótt. Hann klæddi sig úr og þegar hann lagðist uppí, fann hann lykt af nýþvegnum sængurfötum.- Aðeins áfengishitinn við gagn- augun og tóbaksbragðið í munn- inum, stóð eins og veggur milli þessa augnabliks og æskuáranna, þegar hann var lítfll drengur heima í föðurhúsum og mannleg 'hlýja skýldi honum fyrir hinni grimmu veröld úti fyrir. Mikið leið honum vei núna og hann langaði til þess að hnipra sig saman, draga hnén upp að höku eins og börn gera, en hann stillti sig um það. Á morgun hæf- ist nýr dagur og hann yrði að sækja svörtu töskuna, sem hann hafði fengið að geyma á Hótel KEA. Já, svarta taskan, táknið um velgengnina, sem var engin vel- gengni þegar allt kom til alls. Á morgun yrði hann að vakna fullorðinn maður og horfast í augu við hinn stóra heim. Fætur hans stóðu út undan sæng- inni og glugginn var opinn og hann fann svalann leika um nakt- ar tærnar. Skelfing er gott að eiga æskuvini, hugsaði hann og sofnaði. Næsta morgun vaknaði hann við, að eitthvað kalt var sett á enni hans, kaldur hringur á stærð við flöskubotn. Hann opnaði aug- un og Gunniaugur stóð við rúm- ið. „Viltu ekki Thule?“ sagði hann og rétti Þráni flöskuna án þess að bíða eftir svari. Svo var hann farinn og Þráinn drakk úr flöskunni á meðan hann var að klæða sig. Úr eldhúsinu barst lykt af saltfiski og þau hjónin voru eitthvað að tala saman í létt- um, glaðhlakkalegum tón. Matur- inn var nú tilbúinn og þau sett- ust þrjú að snæðingi og krakk- arnir voru enn hjá afa og ömmu. „Ég þarf að athuga með mat- jurtagarðinn minn á eftir," sagði Gunnlaugur. „Ertu nú garðyrkjubóndi lika?“ sagði Þráinn. ,,Við erum með smá kartöflu- garð fyrir utan bæinn," sagði Sjöfn. „Vaxa þær ekkj af eigin ramm- leik?" „Ekki álítur Gunnlaugur." „Ertu kannski með út eftir, við förum á reiðhjólum og þú getur fengið lánað hjólið stráksins." „Reiðhjóli?" ,,Já, ertu með?“ „Því miður þá þarf ég að fara suður núna kl. hálf þrjú.“ „Hvaða asi er þetta, ég get lánað þér gallabuxur og peysu." „Því miður." Gunnlaugur leit á hann og var sýnilega vonsvik- inn. Og þau settust inni stofu og leyfðu matnum að sjatna í séf. Á eftir hjálpaði Gunnlaugur kon- unni sinni að þvo ,upp. Og þá var komið að kveðju- stundinni og Sjöfn pantaði bil handa honum. Þau voru sjálf til- búin að fara út í kartöflugarð. Þráinn sótti töskuna sína uppá Hótei og á leiðinni útá flugvöl! fór hann að hugsa um, að þessi bær myndi líklega fylgja honum, hvert sem hann færi. Ekki þó bærinn eins og hann var á mild- um sumardegi, heldur miklu fremur bærinn, sem varð eftir, þegar túristarnir voru farn- ir, kauptíðin á enda og búðar- fólkið búið að taka ofan viðs'kiptabros sumarsins. Eða kannski öllu heidur bærinn handan við bensínþefinn, bærinn eins og hann hafði verið, áður en fólkið eignaðist alla þessa fallegu bíla sína. Þá voru heldur ekki komin þessi stóru mótorhjól, sem strákarnir fóru á eftir göt- unum og hávaðinn svo mikill, að rúðurnar í búðargluggunum nötr- uðu og búðarfólkið leit felmtri slegið hvert á annað rétt eins og það héldi, að á bak við þennan hávaða leyndist eitthvað ógn- vekjandi . . . uppreisn . . . bylt- ing. Þráinn vissi að hávaðinn var ekki ti! annars en segja við full- orðna fólkið, „hér kem ég." Þeg- ar hann var ungur voru það ein- göngu reiðhjól og spil fest með þvottaklemmu á afturöxulinn og spilið látið ganga inná milli tein- anna. Annar tími og ekki eins á'hrifamikill hávaði en sami boð- skapur. „Hér kem ég.“ Já, bær- inn handan við bensínþefinn og áður en hann sjálfur var búinn að eyðileggja þefskyn sitt með reykingum og ólifnaði. Drottinn minn dýri, lýktin út úr brauðbúð- inni og apótekinu og raikarastof- unni. Þetta var áður en popp- kornið kom til sögunnar og þá voru engir stöðumælar og ekki þessar frönsku kartöflur. Kannski áttu þeir strákarnir fyr- ir einum snúð og þá var gaman að lifa. Flugvélin hóf sig á loft og græn túnin beggja vegna Eyjafjarðar endurspegiuðust í sléttum haffletinum. Hvítfyss- andi lækir sindruðu i sölskininu og . vegurinn bugðaðist út úr bænum og einhvers staðar eftir þessum vegi, hjóluðu þau hlið við hlið, Sjöfn og Gunnlaugur á leið útí kartöflugarðinn sinn. I norðri reis Kaldbakur en i vestri Vind- heimajökult og Þráinn var með svörtu töskuna á hnjám sér. Ak- ureyri er faílegur bær, hugsaði hann. Húsin eru vel máluð og garðarnir í góðri umhirðu og fólkið hefur það sjálfsagt gott . . . sumt. Fallegastur er bærinn þó í endurminningunni. Þar skygg ir ekkert á og öllu má hagræða að vild. Aukaatriðin þoka fyrir því sem máli skiptir. Ekkert verður eftir nema tilfinningin að hafa alizt upp á þessuiri stað . . . heimþrá, söknuður, sem forðar hjartanu frá kali, þegar í móti blæs í heimi þar sem svört leð- urtaska vegur þyngra á meta- skálunum en traust handtak. Þráinn brá töskunni upp að vit- um sér og þefaði . . . Leðurlíiki, hugsaði hann og hló mað sjálf- um sér um leiö og flugvélin sveigði í austur og því næst suð- ur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.