Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 24
Húsgögn hafa fylgt manninum frá alda öðli og þróun húsgagnagerðar er bæði margbreytileg og litrík og því varla fyrir leikmann að fjalla þar um. Þó væri gaman að skyggnast aftur í tímann hérlendis til að kanna, hvar hús- gagna ei fyrst getið í íslenzkum heimildum og þá verða líklega fyrst Eddukvæðin. I Hávamálum er talað um flet sbr. „Ljúfur verður leiður, ef lengi situr annars fletjum á“. Ætli flet geti ekki kallazt húsgagn í sinni frumstæðustu mynd? Dr. Valtýr Guðmundsson skrifaði merka ritgerð, sem gefin var út í Danmörku og nefndist „Privatboligen paa Island i Sagatiden". Þar kennir margra grasa. Til dæmis segir hann þar, að flet hafi verið notað í niðrandi merkingu á söguöld, eins og er enn í dag. Þá hafi verið kominn til set, pállar og bekkir, sem oft voru stráðir hálmi til þæginda- auka (sbr. orðtakið að verða strádauða, ellidauður á pall- strám). I gamni mætti þá halda samlíkingunni áfram og segja, að þar sé á ferðinni húsgagnabólstrun í sinni upp- runalegustu mynd. Borð, segir Valtýr Guðmundsson, að varla hafi verið til á elztu tímum hérlendis nema meðal höfðingja og þau þá líklega verið lítil, enda bendi nafnið borðskutill til þess. Og úr því við erum við þetta heygarðshornið þá er freist- andi að geta öndvegissúlnanna, sem svo mjög koma við sögu við landnám Islands. Þær hljóta að flokkast undir innanstokksmuni, en hafa þó verið fremur til skrauts en gagns eða þæginda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og húsgagna- gerð tekið á sig hinar margvíslegustu myndir. Þó ber hún sennilega alltaf nokkurn keim af aldarfari hvers tíma. Til dæmis er það all-athyglisvert, að á riddaratímunum skipti það engu máli, hvort stólar væru þægilegir. Þeir skyldu fyrst og fremst vera tilkomumiklir útlits. Stólbakið var í 90 gráðu horni við setuna, annað kom ekki til greina, og setan svo hátt frá gólfi, að engir, nema helzt jötnar, náðu með fæturna niður. Þægindi voru einfaldlega ekki „móð- ins". En að dómi nútímamanna eiga húsgögn helzt að hafa fjóra kosti til að bera. Þau eiga að vera til gagns, til þæg- inda og fegurðarauka í húsakynnum og ekki úr hófi dýr og þetta er sjálfsagt efst á s*efnuskrá þeirra aðila, sem annast gerð og dreifingu húsgagna í dag. Við brugðum okkur í stutta kynnisferð í nokkrar hús- gagnaverzlanir í Reykjavík á dögunum og inntum eftir, hvað helzt væri á döfinni í þessari iðngrein. Verksmiðjan Aton í Stykkis- hólmi mun innan skamms senda frá sér rugrg'ustóla úr ís- lenzku birki, sem nú hefur ver- ið hafin fjöldaframleiðsla á. Birkið er mest frá Hallorms- stað. Verða stólarnir til sölu í umboðsverzlun félagsins að Bankastræti 9 í Keykjavík. Birkistólarnir hafa þó verið framleiddlr í tilraunaskyni um nokkurt skeið, en allumfang-s- miklar tilraunir hefur orðið að gera á þurrkun og smíðaeigin- Ieikum birkisins. I>að er sam- dóma álit, að íslenzkt birki henti mjög vel í rennd húsgögn og þarna er í rauninni l'undin ný aðferð til að nýta það skóg- lendi, sem i landinu er. Verð ruggustólanna — miðað við staðgreiðslu — er kr. 18.330.00 með íslenzku salún áklæði, 21.300 með selskinni og kr. 19.500.00 með gæru. Talsvert maen ai' stólum mun verða selt til útlanda, en að auki verða stólarnir á hin- um innlenda markaði og þá seldir einvörðungu að Banka- stræti 9 í Reykjavík. I Vörumarkaðurinn: Barnaruggustóll, rúmenskur úr brenni með strá- se'tu — rauðir og í viðarlit. Verð kr. 3545. I fullorðins- stærð: grænir, hvitir, brúnir. Verð kr. 4930.— Vönunarkaðurinn: Svefnbekkur, fram- leiddur hjá Vöru- markaðinum, á lökkuðum sökkli með rúmfataskúffu á brautum. Lysta- dún-dýna 10 sm á þykkt. Stærð 1.90x 0.90 eða 0.75 m. — Verð um kr. 14.000.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.