Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 19
Hinn iðrandi syndari Framhald af bls. 7 Það g-erði ég líka. Geturðu þá vísað i«ér á braut?“ I»á þagnaði röddin fyrir inn an. Og eftir að syndarinn hafði beðið litla stund, barði hann að nýju. Og önnur rödd heyrðist að baki hurðinni, er mælti: „Hver er þessi fnaður? Hvernig lifði hann á jörðinni?“ Og rödd ákærandans svaraði og taldi enn upp allar mis- gjörðir syndarans og gat ekki bent á eitt einasta góðverk. Talaði þá röddin bak við dyrnar: „Vík á burt, syndarar eins og þú geta ekki verið með oss í Paradís.“ En syndarinn mælti: „Herra! Ég heyri vel mál þitt, þó að ekki sjái ég andlit þitt og viti ekki hver þú ert.“ Og röddin svaraði: „Ég er Davíð konungur, spámaðurinn." En syndarinn gafst ekki upp, hann dró sig ekki til baka frá dyrum himnaríkis, heldur sagði: „Davíð konungur, miskunna þú mér. Minnstu veildeika mannanna og gleym þvi ekld hve miskunnsemi Guðs er mik- il. Þú varst elskaður af Guði. Hann hefur útvalið þig öllum mönnum framar. Allt var þér gefið: vald, frægð, auðæfi, — þú áttir konur og börn. Þá komstu frá húsþaki þinu auga á konu, og syndin læddist inn f sál. þina. I>ú rændir konu Uria og lézt hann deyja fyrir sverði Ammonita. — Varst þú ekki riki maðurinn, sem tókst frá fátæklingnum eina lambið, sem hann átti og framseldir hann til dauða. Eins fór fyrir mér! Minnstu þess einnig, hvernig þú iðraðist syndar þinnar, barðir þér á brjóst og sagðir: „Ég hef syndgað, Herra, gegn þér og iðrast misgjörðar minn- ar.“ Hið sama gerði ég. Þú get- ur ekki vísað mér frá.“ Og röddin fyrir innan þagn- aði. Eftir nokkra bið, barði synd arinn enn að dyrum og baðst inngöngu í himnaríki. Og þriðja röddin lét til sín heyra að baki hurðarinnar og spurði: - „Hvaða maður er þetta? Hvernig eyddi hann æv- inni?“ Og rödd ákærandans svaraði og endurtók allt um misgjörð- ir syndarans, og.hann gat ekki fundið svo mikið sem eitt ein- asta góðverk. Og röddin innan frá talaði: „Vík héðan á braut. Syndari fær ekki gengið inn í himna- ríki.“ En syndarinn mælti: „Bödd þína heyri ég, en and lit þitt sé ég ekki, og nafn þitt er mér ókunnugt.“ Og svaraði þá röddin: „Ég er Jóliannes guðspjalla- maður, lærisveinninn sem Jesús elskaði.“ Þá mælti syndarinn og rödd iians varð full af gleði: „Níi verður mér ekki fram- ar vísað frá: Pétur og Davíð munu hleypa mér inn, af þvi kð þeir þekkja breyzk- ieika mannsins, og af því að þeir hafa reynt gæzku Guðs. Og þú munt hleypa mér inn, af því að kærleikurinn býr í þér. Hef ég ekki lesið þessi orð í guðspjalli þínu: „Sá sem ekki hefur kærleikann, þekkir ekld Guð, því að Guð er kærleikur- inn.“ Og hefur þú ekki í elli þinni beðið mennina: „Börnin min, elskið hvert annað.“ Hví skyldir þú þá standa gegn mér og reka mig burt? Það getur ekki átt sér stað, því að með þvi afneitar þú öllu, sem þú liefur kennt. Því verður þú að elska mig, syndugan mann, og hleypa mér inn í himnaríki. Þá opnuðust dyr himinsins og Jóhannes faðmaði hinn iðr- andi syndara að sér og veitti honum inngöngu í Guðs riki. MARGT af ungu fólki nú á dögum er mótfallið þjóðernis- tilfinninngu. Það vill, að allt mannkynið sé ein heild og heimkynni þess Jörðin. Þetta er í sjálfu sér fögur og góð hugsjón og ætti að stuðia að friðsamlegri sambúð i fram- tíðinni. En má ekki álíta, að sá sem er góður og þjóð- hollur þegn í sínu heimalandi sé ekki síður góður alheims- þegn? Og mín skoðun er sú, að sú þjóð sé sterkari og meiri, sem heldur við fornum siðum og venjum jafn- framt því sem hún lærir gagnlega hluti af öðrum en hin, sem apar í blindni eftir erlendum siðum og kastar öllum sínum gömlu venjum fyrir borð, skammast sín jafnvel fyrir þær. Sé útvarp og sjónvarp hér á landi borið saman, finnst mér útvarpið rækja þjóðernislegt hlútverk sitt mun betur. Skemmst er að minnast fyrsta vetrardags sl. Ekki varð á nokkum hátt merkt á sjónvarpinu, að þetta laugardags- kvöld væri frábrugðið öðrum. Aftur á móti var útvarpið með sinn venjulega sálmasöng og „hugleiðmgu við missera- skiptin“, sem var með miklum ágætiun að þessu sinni í höndum sr. Bjarna á Mosfelli. Og ég saknaði mjög að geta ekki hlustað á háskólahátiðina (sem féll niður þennan dag af óviðráðanlegum ástæðum) á meðan ég bakaði fyrsta-vetrardagspönnukökurnar. Það er nefnilega siðvenja á mínu heimili að baka pönnukökur þennan dag og hrædd er ég um, að dætrum mínum þætti súrt í broti, ef það brygðist. Við húsmæðurnar höfum mikil tækifæri til að viðhalda gömlum siðum og einnig að skapa nýjar siðvenjur eftir okkar höfði og ég held, að með því gefum við börnum okkar betri fótfestu í tímanum. Og ekki kæmi mér á óvart, þó að þau flyttu þessar siðvenjur yfir til sinna bama. Nú fer jólahátiðin í hönd og hvert tækifærið öðru betra býðst tU þessara hluta. Fagur erlendur siður er nú að verða allalgengur hér á landi, en það er að útbúa og kveikja á aðventukransinum. Þarna býst ágætt tækifæri til að lýsa upp skammdegið og einnig með því að kveikja dag hvern á dagatalskertinu frá 1 des. og til jóla. En eins og við tökum upp góða og skemmtilega erlenda jólasiði mæli ég með, að allir landsmenn taki upp laufa- brauðsgerð fyrir jólin, jafnt þótt þeir séu ekki Stór-Þing- eyingar eða aðrir Norðlendingar. Þegar ég var lítil, held ég, að ég hafi hlakkað jafnmikið til laufabrauðsdagsins og jólanna sjálfra. Og raunar voru þetba margir laufa- brauðsdagar, því að börnin fóru á milli húsa til að hjálpa til að skera út. Og á eftir fékk öll bamahjörðin að borða steikta afganga eins og hver gat í sig látið, en ihnandi laufabrauðssterkjan rauk út um dyr og glugga út í stjömu- bjarta skammdegisnóttina. Já, gleðin við jólaundirbúninginn getur orðið mikil og kappkosta skyldi að leyfa börnunum eins mikla þátttöku í henni og mögulegt er. En svo rennur upp stóra stundin og þá fyrst reynir á þolrifin í húsmóðurinni að skapa fasta siði á heimilinu, þannig að jólin verði ekki bara þessi eina friðsæla minúta kl. 6, annað verði bara ofát og gjafa- græðgi. Hvemig væri að kveikja á öllum kertum í stof- ' imni og slökkva rafljósin, taka fram sálmabækurnar og taka undir sálmasönginn í útvarpinu (ef ekki er farið í kirkju), borða síðan hægt og rólega og ekki of mikið, hjálpast að við uppþvottlnn, allt heimilisfólkið, ganga í kringum jólatréð og syngja nokkra sálma og gömul jóla- lög, áður en ráðizt er á jólabögglana, taka aðeins upp einn í einu og dást að gjöfum hver annars, vefja umbúð- unum snyrtilega saman jafnóðum og hvernig væri að ganga út að glugganum og virða fyrir sér stjörnurnar (ef heiðskirt er) áður en farið er að sofa á jólanótt? Anna María Þórisdóttir. Siðvenjur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.