Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 14
Til vinstri: Hér stóð ndkið til, en árangmrinn varð ekid eítir því, nema á ytra borðinu. Þetta glaesta hús er Finlandia, sem Alvar Aalto var fenginn til að teikna, en því miður: Söngvarar og tónlistarmenn telja hijómburðinn engan veginn nógu góðan. Enn eitt nýtt og glæsilegt mannvirki, sem hýsir hljómleikasal: Lincoln Center í New York. Þótt mammrinn utan á bygging- unni væri gjöf frá ítöisku stjóminni, kom það fyrir lítið. Tón- listarfólk telur hljómburðinn í salmun afleitan. þessu öllu. Eniginn skyMi halda að iþað þurlfi ekkert á sig að Ieggja í þessu starfi. Maður þarf að læra mikið og æði oft að gera eins og maður getur. Þegar ég höf atf alvöru tón- liistamáan, var ég 10 árum eldri en flest skólasystkini mín. Listamanna'brautin er misk- unnarlaus, öfugt við það, sem mangur virðist álíta. Ég held áð það sé hverjum manni bezt að fara þá braut, fullþroska og alf fúsum vilja.“ „Er auðvelt fyrir yður að læra tónverk?" „£g geri ráð fyrir að það teljist vera það. Ég hefi annað slagið verið að hugleiða minn- ið. Stundum þegar ég heyri verk, sem ég 'hefi sungið í og fer að raula með, þá er eins og það sé sjáifur tónninn, sem ég man lengst. Textinn, nafn verks ins ,og höfundar allt gleymt, en tónninn lifir í minninu. Ein hverra hluta vegna man ég bezt þau verk, sem ég lærði ungur.“ Stundum er sagt að Kim Borg sé einn þeirra manna, sem hafi öðlazt 'heimSfrægð á mjög skömmum tlíma. Slegið í gegn á sínum fyrstu tónleikum. Svo ég hef máls á þessu. „Nei, það er m'jög langt frá þvi að ég toafi öðlazt frægð á fyrstu tónleilkum, sem ég söng á, en það var þegar ég var, sjö ára og söng alt-rödd. Ég hefi alltaf sungið; það er mér jafn tamt og að tala. Á heiimili for- eldra minna var mikið sungið. Móð!r mín var prýðileg söng- kona. Ég söng sem barn, ég söng í skóla, ég Söng í hern- um. Nei, ég varð svo sannar- legli e'kki tfrægur í einu vet- famgi. Hins vegar haifði ég á O sama árinu, sem óg hélt tón- leika í Danmörku 1951, sungið í ölimm stærstu tónleikasölum 'heims. Haminigj.unni tfyrir að þakka, hafði ég lært góða tækni, annars hefði þetta getað eyðilagt li mér röddina'." „Hverjar eru tfyrstu endur- minningar yðar?“ „Það er nú það,“ segir hartn oig hu'gsar 'siig um stimdarkom. „Mér er minnisstætt skelfi- legt atvik, sem endurtók sig á hverjum ntongni. Það var þeg- ar faðir minn ralkaði sig. Hann gerði það með rakhnif og mér fannst það svo háskalegt at- hæfi að ég beið stjarfur, sér- staiklega þegar hann skóf upp eftir hálsinum á sér. Ég átti sí- fellt von á því að hann skæri sig á háls, en einhverja vitn- eskju hafði ég um að það væri lífshœttulegt. Mikið létti mér alltaf, þegar hann hafði lokið rakstrinum án þess að kála sér. Ég man iika vel eftir iibúðinni sem við bjuggum í þegar ég var smákrakki. Gluggunum, hurðunum, veg.gfóðrinu, án þess að nökkrar sérstakar minningar séu við það tenigdar, ég man bara hvernig allt leit út. Síðustu árin hefur Kim Borg sungið mikið við óperuna í Stokkhólmi. Nú er það alikunna að Sviar eru manna mest fyrir titla. Ég spyr því: „Hvernig er uð þér titlaður í Svíþjóð?" Kim Borg hlær við. „Á ég að segja yður hvernig ég var titlaður þegar ég 'fyrst kom tii Stokikhólms? Hr. Lautinanten. Ég hafði verið ,4autinant“ í hemum, í vetr- arstriðiinu við Rússa og þetta var eini titillinn sem hægt var að upphugsa. Mér finnst unga fólkið í Svíþjöð heilbrigðara. Það þúar fólk og kallar mann fornafni, alveg eins og þið gerið hér. Þetta lík ar mér vel. Nafnið manns er alveg nægjanlegt. Sé maður söngvari þá er ihægt að nefna það til aðgreiningar frá öðr.um, með sama nafni. Það er heldur engin virðing i þérinigum. Upp haflega var iþéring óvingjarn- legt ávarp. Fólk þéraði þá, sem það þekkti ekki og vildi efcki kynnast." „Hvernig aðbúnað höfðuð þið í hernum ?“ „Það var séð ágætlega um herinn. Við vorum mjög vel búnir, í skinnflikum frá toppi tiil táar. Það er mifci'l vetrar- kuldi í Finnlandi. Frostið fer niður í —50 griáður í norðurhér uðunum og þrjátiu stiga frost er hvern vetur á suðurlandinu. Svo það þýðir ekki annað en að klæða sig hlýlega. Þennan vetur kynntist ég 'finnskum vetrarhörkum vel.“ „Eruð þér finnskur ríkisborg- ari?“ „Já, ég er finnskur," segir hann fullum rómi, „og til Finn- lands fer ég á hverju 'ári. Mér líður illa ef ég geri það ekki. í Finnlandi eru rætur minar. Ég hefði aldrei flutt frá Finn- landi, ef ég hefði fengið þar at- vinnu, sem söngvari. Ég átti auðvelt með að fá vinnu sem efnaifræðingur. En ég vildi syngja. Hins vegar er sonur minn danskur rikisborgari." Það er auðheyrt að honum feil ur þetta illa. Við erum komin upp á bakka Aimannagjár, gegnt Öxar- árfossinum. Kim Borg virðir fyrir sér landslag Þingvalla, langa stund, þegjan'di. Og þar sem hann stendur þarna á gjár barminum, toávaxinn og kempu legur, þá fcemur mér í hug, að manni og landslagi svipi tölu- vert saman. Kim 'Borg er nofck uð stórskorinn og getur orðið sem ásýnd Þingvalla: Allt að þvtí hrjúfur, en brosið er allt- af á næsta leiti, og hann hefur óvenju bjart bros. „Ég hefi aMrei séð neitt þessu iiífct," segir hann. „Hvem ig hefur þetta getað sprungið svona? Mikið er ég feginn að ég vissi efckert um hvernig hér er umlhorfs. Maður á aldrei að undirlbúa sig undir að sfcoða neitt. Það á að lofa lífinu að koma sér ó óvart. Hriífast, sé eitthvað hrffandi, en verða ekki fyrir vonbrigðum, þótt það geri það ekki.“ „Hvað stemdiur hér?“ spyr hann á Lögbergi. Ég fer að áræða hann ofur- Htið um sögu staðarins og að Lögberg sé sá staður, sem álit ið sé að rœður hafi verið flutt- ar. „Það hlýtur að hafa verið nær berginu,“ segir hann. „Héð an igæti ég ekki látið heyra í mér. 'Hér er enginn hljómiburð- ur. Hér vildi ég haMa hljóm- leifca. Leita bara að stað, það- an sem hl'jómurinn berst. Sá staður hlýtur að vera til hér einbvers staðar, sé hans leitað. Ég viidi að ég hefði tóma til þess. Það hlýtur að vera frá- kast frá berginu." Og ég fer að hugsa um Úlf- ljót, þar sem hann leitaði að þingstæði, ekfci fyrst og fremst fallegum stað, heldur stað, þar sem átti að halda ræður og þessar ræður þurftu að ná eyr- um 1000 manna, eða fleiri og þó ég sé full af vilja til þess að trúa þvii að 'fiorfeðurnir haifi verið raddmenn miklir, þó ó ég bágit með að trúa þvi, að þeir hafi haft öllu sterkari rödd en Kim Borg, sem helfur efcki ein- ungis einhverja mestu sönig- rödd, sem ég hetfi heyrt, held- ur hetfur hann óvenju hljóm- mikla talrödd og mér dettur í huig, hvort nofcfcur, sem brot- ið hetfur iheilann um það, hvar Lögberg hatfi í raun og ver.u verið, -hatfi leitað þess, með þá spurninigu í huga: 'Hvernig heyrist frá þessum stað? Við mættum 'hópi atf ríðandi fólki. „Nei, sjáum hestana," segir 'hann. „Mikið óskaplega eru dýrin falleg, en hvers vegna í ósiköpunium er verfð að kalla þessa hesta „ponies“? Þetta eru ©kki ponies. Þefir eru miklu 'minni. Ha'fa þeir stækk- að svona af þvá að þið hafið fóðrað þá svona vel, eða er þetta hrossastofn, sem hetfur minnfcað, vegna lélegrar fóðr- unar?“ „Trúlega hafa fornmenn val- ið fremur smávaxin dýr,“ bæt- ir hann við. Þetta voru efcki stórir farkostir sem þeir ferð- uðust á.“ En dagurinn líður, bæði þurf um við að komast til bæjarins fyrir kvöldið. Kim Borg ætlar að hlusta á löndu sina, Tarja Valjanka, syngja i Norræna húsinu. Sjálf ætla ég í brúð- kaupsveizlu. „Sfcyldu nofckur ungmenni, sem verða ásttfanigin og gifta sig,“ segir hann, „vita hvað þau eru að gera. Trúlega ekki, kannski er 'það gott. Ástfangið fólk trúir því víst alltaf að ást in endist eiliflega. O-jæja þetta gæti allt gengið svo vel, ef

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.