Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Page 8
'kam iþariigað pffltiur imeð harimon
ikiu og spiliaði íinSkan :ræll. Þá
dansaði unga fólkið irskan
þjóðdans en tveir hinna ungu
munka sungu þjóðkvæði
við lagið. Eina bótin var að
eldhúsið vair gríðarstórt. Ekki
var að furða 'þótt verkin
gengju vel með þessu lagi. Mat
urinn var vel tilbúinn og
snyrtilega framreiddur.
Munkarnir reka þarna stór-
bú, 120 mjólkandi kýr, naut-
gripir alls um 200. Þeir reka
mjög nýtízk'Ulegt hæinsnabú,
um 3000 hænsni. Þeir sögðust
hafa um eitt hundrað kindur
og 20 hesta. Vélvæðing er fyr-
ir löngu komin á hjá þeim við
búskapinn en landið er sums
staðar svo rýrt að það þolir
ekki vélplóg og þá beita þeir
hestum fyrir plóginn. Einn
gráan asna eiga þeir, eiginlega
til gamans. Honum er beitt fyr
ir litla kerru í smáerindum.
Svínabú höfðu þeir lítið þvi að
aðalsvínahirðirinn, sem var
munkur, var nýdáinn og ekki
annar fenginn jafnsnjall í
hans stað. Minntist ég þá þess
að einn af páfum Rómar hafði
í æsku sinni verið svínahirðir.
Hin almenna kirkja er í eðli
sínu aiiþýððeg stofniuin.
Munkaxmir hdrða þetta mdkla
bú sitt sjálfir en hafa þó eitt-
1 ívert aðkeypt vinnuafl um há-
annatímann. Akrar þeirra eru
víðlendir og skógræktin
hjá þeim er mikið augnayndi
og nytsemd.
Land klaustursins er allt í
undirhlíðum þessara fjalla.
Uppruni miunMífísms er þeslsi:
Árið 1830 voru illindi milli rík
is og kirkju í Frakklandi.
Voru þá klaustur tekin eignar-
námi en munkar reknir út á
gaddinn, frá öllu sínu. Hópur
triappiigtamiunka hralktist þá til
Irlands, ef vera kynni að þeir
gætu fengið þar nýja stað-
festu. Þeir báru léttan sjóð
sem ekki dugði nema fyrir kot
býli, ónógu til framfærslu svo
mörgiuim. Þá ikotm Heiiguir andi
til skjalanna og hvíslaði í eyru
einum voldugum landeig-
anda að hann skyldi gefa
munkunum stærðar landspildu
þarna í fjöllunum. Þetta land
var rýrt beitarland i undirhlið-
um Knocmeldowntinds, lítið
verðmæti fyrir eigandann. —
Ég sá þetta land eins og það
hafði verið áður en munkarn-
ir komu þar. Má enn sjá það
ástand utan girðingar klaust-
urlandsins, sem nú er sem einn
blómberandi aldinreitur. Þetta
eyðiland er að mestu vaxið
beitilyngi, því sama og vex hér
á landi. Önnur beitilyngs-
tegund er þarna, og er stór-
gerðari með fögrum blómum.
Þá vex þarna burnkategund,
stórgerð og trjákennd sem fá-
ar skepnur vilja nýta. Innan
um þetta vex þyrkings-
legt gras og einir sem stingur
óþægilega þá gengið er um.
Jörðin er leirkennd, jarðvegur
grunnur, — og fyrir leikmanns-
sjónum einstaklega lélegt
land, t.d. ef borið er saman við
flóa og mýrar hér heima.
En munkarnir tóku fegins-
hendi við gjöf herramannsins.
Þeir reistu sér skúr til íbúð-
ar neðst í hlíðinni og tóku
strax til að gróðursetja skjól-
belti umhverfis landið. Þeim
vannst það vel að fólkið í ná-
grenninu fylltist áhuga á
starfi munkanna og tugir sjálf
boðaliða gáfu dagsverk.
Þetta var um 1830, áratug-
um fyrr en kartöfluplág-
an mikla herjaði írland. Þá
hrundi fólkið niður úr hungri,
þannig að fyrir pláguna er tal-
ið að á Irlandi hafi búið um
8 milljónir manna en á næstu
áratugum fækkaði fólkinu nið-
ur í 4 millj. Hefir setið í því
sama fari fram á þennan dag.
Stjórnvöld Breta gerðu ekkert
til þess að lina neyð Ira, og
gengu stundum jafnvel hart
fram í að heimta landsskuldir,
þangað til fólkið hafði ekkert
eftir fyrir sjálft sig. Á þessum
hörmungarárum gáfu munkarn
ir í Melleray allt sem þeir gátu
af matvælum og varð af þvi
mikil hjálp fyrir nærliggjandi
sveitir, þar til úr rættist.
Þannig liðu langir tímar að
munkarnir erjuðu hrjóstur sín.
Nú, nær hálfri 'annainri öld sið-
ar, getur hver maður séð ár-
angur erfiðis þeirra, sem
er þetta blómlega klaustur og
stórbýli.
Allir dagar byrja þarna með
helgihaldi, svo sem vænta má.
Munkarnir fara á fætur um
óttu, eins og Þorlákur biskup
helgi á sinni tið. Almenn messa
var kl. hálf níu og stóð eitt-
hvað um 20 mínútur. Á hádegi
sungu munkarnir Davíðs-
sálma á latínu í klausturkirkj-
unni. Máttu leikmenn þá hlýða
á uppi á lofti, en þaðan sást
yfir alla kirkjuna, allt inn í
kór. Kórstólar munkanna
stóðu með veggjum og voru
þar sæti fyrir um 150 manns.
Þessa stóla hafa munkarn-
ir sjálfir smiðað úr valdri eik.
AMur húsbúinaður kíiiaust-
ursins er gerður af íbúum þess.
Þeir hafa vel búið smíðaverk-
stæði, og sumir munkanna eru
lærðir smiðir. — Prestamir eru
um 60 en aðrir munkar hafa
setið annars staðar og sáum
við þá ekki. Þeir halda hina
íullkomnu þögn. Ábótinn einn
getur krafið þá svars við
ávarpi.
Kl. 1 var miðdegisverður og
ekki meira almennt helgihald
fyrr en eftir kvöldmat kl. 6.
Þá var sunginn Compline eða
kvöldsöngur. Fögur var sú
kveðandi að heyra. Alltaf hófu
munkarnir kvöldsönginn á
sama latneska sálminum, Salve
Regina, mater misericordiæ,
eða Heil sért þú drottning, móð
ir miskunnarinnar. — Þessi
fomi Mariusálmur var sunginn
með sérstakri viðhöfn og lagi
sem Cisterciensar hafa haft um
hönd öldum saman. Morgun-
messur fyrir leikmenn voru al-
gerlega fluttar á ensku
og þótti mér það leiðinleg til
breytni en lét huggast láta við
Davíðssálmana sem munkar
sungu á latínu, kvölds og morg
uns.
Þá var það eitt sinn er ég
hiýddi morgunsöng að eitthvað
hljómiaði verr en áður í sömgn-
um. Þegar betur var hlustað,
heyrðist að sungið var á
ensku. Seinna spurði ég föður
Jóan, sem var söngmaður góð-
ur, hvort þeim þætti betra að
syngja á ensku. Nei, hann hélt
nú ekki. Enskan væri
ekki eins hljómfögur i söng
og liaittímam, og eigimlega
væri ógerlegt að samræma
enskan texta við gregoríansk-
an söngtón, sem hefir verið
sunginn á latínu um tugi alda.
— Hvers vegna eruð þið þá
að isyngja á enislku? spuirðli óg.
Jú, það er þessi stefna frá Vatí-
kanþinginu síðara að messan
fari að sem mestu leyti fram á
móðurmáiinu, þar sem söfnuð-
ir óska þess. Þykir fólki hér
þetta betra? spuirði éig. E>kki
var faðir Jóan viss um það og
bætti við að Páll páfi hefði lát
ið í ijós von sína 'Uim að him-
ar fornu reglur héldu að ein-
'hverju ileýti í heiðri hinn latn-
es'ka sömg.
Gömul teikning af klaustur-
byggingunni.
Ég gerði mér far um að
spyrja fólk á Irlandi um af-
nám latínunnar og fékk reynd
ar alltaf sama svarið: Ég sakna
latínunnar úr messunni, — en
það eru kannski einhverjir
aðrir, sem vilja enskuna.
— Þessir aðrir urðu ekki á
vegi minum þarna.
Til skýringar fólki hér á
landi, þá er rétt að taka fram
að þessi latína, sem margir
sakna svo mjög úr kaþólskri
messu er t.d. Credo, Gloria,
Agnus Dei, Pater moster, Ave
Maria og annað af þessu tagi,
sem reyndar eru alþekktir