Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Side 13
yfir það Hafna að skoða sýningar lítið þekktra
málara eða byrjenda. Eða kannski nenna þeir því
ekki.
Þetta barst einhverju sinni í tal við einn af
nýgræðingunum, sem þá hafði nýlega haldið sína
fyrstu sýningu í Bogasalnum. Hann sagði: „Þegar
ég kom á staðinn til að opna, stórlega kviðafull-
ur, hver heldur þú þá að hafi beðið við dyrnar?
Enginn annar en Jón Engilberts og Tove kona
hans. Samt þekkti ég Jón alls ekki mikið.
En þetta, að sjálfur Jón Engilberts skyldi bíða
við dyrnar, það var mesta uppörvun, sem ég hef
fengið. En aðrir, sem ég hafði þó boðið, létu aldrei
sjá sig.“
Þegar þetta er skrifað, stendur enn yfir sýning
á nokkrum myndum, sem Jón átti, þegar hann féll
frá. Sumar voru stórbrotin og eftirminnileg lista-
verk og allar voru þær fleytifullar af karlmann-
legum anda Jóns Engilberts. Listasafn Islands
keypti þarna venk á 200 þúsumd krcnur, en það
hefði í rauninni átt að kosta mun meira. Það
kynni að verða bið á því, að meiri háttar verk
Errgilberts verði iboðin1 til sölu.
Það er vitaskuld gott og blessað — og kannski
það albeztia — að lisitasafindð eigndst verk eins og
Madame eftir Engilberts. En það var synd, að
safnið skyldi ekki sjá sér fært að verzla svona
myndarlega við Jón, meðan hann var enn ofar
moldu. Hann sagði stundum, þegar dimmt var yf-
ir: „Æ, hvað Iþað væri giamam að vera nú kominn
suður að Miðjarðarhafi; synda í Miðjarðarhafinu.
Ef ég hefði aura, þá mundi ég drífa mig strax.
En nú verður maður bara að nota sér jógakunn-
áttuna og hugmyndaflugið og ímynda sér að mað-
ur sé á sunidi i b’Jáu Miðjarearhafinu."
Svo fcr Jón að rifja upp gami’.'a, sóMka daga, frá
því ihann vair urngur g'iawmgosi með Kristmijnni í
OsC:ó. Hann miundi' vel og mim.i't'iSt oft á kvenhylli
Kristmanns. „Það voru ekki bara ungu stúlkurn-
ar,“ siagði Jón, „hanni haifði ekiki einiu simni frið
fyrir imæðrum þeirra." Mér fannst, að ef Jóm hefði
öfundað nokkurn mann um dagana, þá væri það
Kristmann — vegna kvenhyllinnar.
Ég sá Jón Engilberts síðast á spítalanum, það-
an sem hann átti ekki afturkvæmt. En þótt sýni-
lega væri af honum dregið, neytti hann þeirra
litlu krafta sem hann átti eftir til þess að vera
skemmtilegur; til þess að standa meðan stætt var,
sjálfum sér samkvæmur.
Þannig lifa eldsálir — og deyja.
Það mátti heita, að þeir yrðu samferða, Jón
Engilberts og Jóhannes Kjarval. Báðir enduðu
sína daiga í Fos'svoig'sbrekkunni; Jciru i febnúar,
Kjarval i apríl. Kannski hefur Jón verið alþjóð-
legri málari; viðfangsefni hans var fyrst og síð-
ast manneskjan sjálf, myndir sem allir skilja,
hvort sem þeir búa á norðlægum eða suðlægum
breiddargráðum. Kjarval varð landið aftur á móti
svo hugstætt, þetta beinabera land. Grjót og
meira grjót. Sérstæð náttúra þess frá smæsta
blómi til stærstu jökla. Það er spurning, hvort
þeir sem alls ekki þekkja landið sjálft, geti til
fullnustu metið list Kjarvals. Að þvi leyti er
hann ef til vill séríslenzkara fyrirbrigði en Jón
Engilberts.
En vilðfamgisefm Jóhanraesar Kjarvalls voru svo
víðtæk, að þar var einnig rúm fyrir manneskj-
una. Andlitsmyndir af alþýðufólki eru með því
bezta, sem eftir hann liggur; rúnum ristir erfið-
ismenn á gulnuðum pappír. Og ævinlega stutt í
skáldskapinn og ævintýrið, huldufólkið eða þá
vorið, sem stillir upp hörpunni sinni á bæjar-
vegginn. Engum manni hef ég kynnzt með svo
fjölskrúðuga og óútreiknanlega skapgerð sem
Jóhannesi Kjarval.
Það bjuggu í honum margir menn og maður
vissi aldrei, hver réð ferðinni í það og það skipt-
ið. Haran var eiras og veðrið, þegar blæs úr öil-
um áttum sama daginn. Þar af leiðir, að verk
Kjarvals voru ótrúlega misjöfn. Það bezta er svo
innblásið og frábært, að ég hef tilhneigingu til
að setja það skör hærra en nokkuð annað eftir
íslenzka myndlistarmenn. En því miður voru að-
dáendurnir of iðnir við að sópa upp moðið, sem
alltaf fylgir kjarnfóðri. Það hefði mikið af því
betur farið aðra leið.
Álíka misjöfn eru margvísleg portret, sem eft-
ir hann liggja. Þegar bezt lætur, hremmir hann
nnsta kjarna fórnarlambsins með fimi, sem minn-
i.r á ol'ympskam meistara. í önraur s.kipti er hanra
svo langt úti að aka, að á léreftið eða pappírinn
kemur allt annað andlit en þar á að vera. Og
það sem merkilegast er: Hann virðist ekki taka
eftir þvi sjáifur, eða lætur það að minnsta kosti
slarka. En hvort sem rétt svipmót hefur náðst
eða ekki, eru andlitsmyndir Kjarvals merkur þátt
ur í list hans og stórkostleg listaverk, þegar hann
er á réttu róli.
Hannes Jónsson
á Ásvallag-ötunni.
Vínur minn Egdll.
Teikning eftir Kjarval.
Og hann, sem var skarp-
héðnastur alira: Jó-
hannes Kjarval. Teikn-
ing eftir greinarhöfund-
inn.
Nálega tuttugu ár eru síðan fundum okkar bar
fyrst saman. Það var á Selfossi; Kjarval var þá
hjá vini sínum, Agli Thorarensen í Sigtúnum og
það var eftirminnilegt að hlusta á þessar höfuð-
kempur ræðast við. Þar lenti tveimur eldsédum
saman svo neistaflugið stóð í allar áttir. Sjálfur
átti Egill prýðilegt safn málverka, ekki aðeins
eftir Kjarval, en einnig eftir Ásgrim og Jón Stef-
ánsson. Hann hafði miklar mætur á Jóni
Stefánssyni og við urðum eitt sinn illilega ósam-
mála um eina mynd Jóns, sem Egill hélt mjög
fram. Líkt og títt er um unga menn, hafði ég
mjög ákveðna skoðun á Jóni; taldi hann heldur
stirðlegan í teikningu og leiðinlegan málara. Þetta
snerist einkum og sér í lagi um handleggina á
einhverju módeli, sem Jón hafði málað. Mér fannst
þeir lafa utaná búknum eins og pulsur eða bjúgu
og þau heldur í ljótara lagi. En Agli var ekki úr
að aka; hann var alveg viss um, að Jón væri
hörkumálari og það væri ekki útí bláinn, að hann
hefði þessa tilteknu handleggi svona. „Kannski er
Jón beztur af þeim öllum,“ bætti hann við.
Verk Egils standa á Seifossi og víðar, þótt
hann sé farinn til feðra sinna. Og upp við Ing-
ólfsfjall stendur Sængurkonusteinn ennþá með
fullri reisn og minnir á, að Jóhannes Kjarval var
gestur Egils á þessum slóðum og málaði þá meðal
annars stórfenglega mynd af þessum steini.
Löngu seinna spurði ég Kjarval, hvort ég mætti
koma með honum út í hraun og sniglast í kringum
hann — ásamt ljósmyndara — meðan hann mál-
aði eina mynd. Ég átti vitaskuld ekki von á neinu
öðru en neitun, og jafnvel að hann ræki mig út,
því viðkvæmni hans gagnvart áhorfendum var al-
kunn. En það sýnir, hvað Kjarval var fullkom-
lega óútreiknanlegur, að hann samþykkti þetta.
Líklega hefur það bjargað málinu, að ég hitti
á hann einan. Og hann var í rólegu skapi. Þá var
gott að ræða við hann og hann gerði fínt grín
að formúlunum, sem ungu myndlistarmennirnir
voru að koma með hieim frá útiöndium. Ein var
til dæmis þannig, að fjarvídd mátti ekki koma
fyrir í mynd; önnur á þann veg, að forðast bæri
að marka form og fleti með útlínum. Kjarval
ræddi þetta fram og aftur í einskæru háði og
sagði, að svona uppgötvanir mundu liklega ai-
veg bjarga listinni frá þvi að farast. Svo varð
hann alvarlegur og bætti við: „Nei, við skulum
ekki banna neitt, ekki í listinni."
Kæmi inn til hans þriðji maður, að ekki sé tal-
að um fleiri, var alveg vonlaust að ræða nokkuð
í alvöru við hann. Þá fór hann óðar að leika —
leika Kjarval. En ég tók hann á orðinu og einn
góðviðrisdag renndum við Kristján Magnússon,
ljósmyndari uppað vinnustofunni í Sigtúninu og
buðum góðan daginn; nú væri stundin runnin upp
og út í bíl með trönurnar, takk. Okkur til mikill-
ar furðu sagði Kjarval já og amen og tók saman
alilt nauiðsynfegt hiaifurtask. En ailt í einu varð
bakslag á jákvæðu viðhorfi hans: „Ljósmyndar-
iran,“ sagðii Kjarval, „hanni er svo Ijótur, að ég
get flkki farlð mieð.“
Kominn í hlutverkið sitt, hugsaði ég með mér
og reyndi að sannfæra hann um, að Kristján
Magnússon þætti almennt með fallegustu mönn-
um i bænum. „Hann er svo helvíti svartur," sagði
Kjarval og hristi höfuðið. Ég reyndi hvað ég gat,
og sagði að ljósmyndarar þættu þeim mun betri
sem þeir væru svartari. Og svo fór eftir talsvert
jamll og jaipl og fuðlur, að Kjarvail settist inn í
bílinn. Á miðri leið brá hann sér aftur í hlut-
verkið; taldi þá öll tormerki á að halda áfram.
En við sinntum því ekki og báðum bílstjórann
að hallda Síniu striiki suðlur á K'rfsuivi'lkurileið.
Þaðan var gengið drjúgan spöl og staðnæmzt
i fallegri laut með fölgrænum hraunmosa og
sprungnum hól. Kjarval laut niður I eina sprung-
uina ag tók þar rapp ldti og toerpentímiu: „Ég geymi
þetta hér,“ sagði hann. Og svo hófst hann handa
með verkið: Bólaði léreft niður á krossviðar-
plötu í stað þess að strengja það á blindramma
eins og venjulegast er. Þarna var dálítill blett-
ur, troðinn niður i mold. Hann var búinn að
mála margar myndir á þessum stað; nákvæmlega
á þessum bletti. Kristján skildi, að hann hafði
komizt í feitt og myndaði ósleitilega. „Er eitthvað
verið að læðast?“ tautaði Kjarval líkt og við
sjálfan sig. Að öðru leyti fékkst hann ekki um
og kvartaði ekki yfir nærveru okkar.
Oft síðar hef ég gengið þarna um hraunið;
farið útaf hjá vörðubrotinu við veginn og síð-
an í suðvestur svo sem hálfan kílómetra út í
hraunið.
En lautina hef ég ekki fundið aftur.