Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Side 20
teeimuR te uerzs- uags- Lifsins gáð ----------^ Sjaldan á klukkuna Dagur með feðgunum Pétri Stefánssyni og Guðbirni Péturssyni á Geir RE 406, sem þeir voru að búa undir vertíðina. Eftir Árna Johnsen r Eilífðarsiníónia hafnarinnar hJjómaði svolítið hráslagalegra þennan morgnnn. Ekki vant- aði fegurð himinsins og ldnn- imgar bátanna léku sér í tif- andi haffletinum, svolítið stolt- ir í þessum djúpbláa spegli, en það var nístingskuldi. Desembersólin smaug yflr húsunum rétt eins og hún ætl- aði að kikja á glugga þar sem eitthvað spennandi væri innan dyra. Ekld var það úti i kuld- anum. Þó voru blikur á lofti og þetta var einn af þeim dögum, sem veðurvitar hefðu getað snarazt út á tröppur, stungið nefinu upp í himinlnn og sagt: „Ja, það er ég illa svikinn ef það verður ekki norðvestanátt á morgun, eða einhver önnur átt.“ Bátarnir sem lágu við Grand ann toguðu ósköp rólega í keng ina. Sumir höfðu á sér lúið yf- irbragð, aðrir voru þreytuleg- ir og enn aðrir stássbúnir (eins og þeir væru að fara á ball með glampa í augum. Reynslan hefur sýnt að bát ar eru þau tæki, sem menn gefa mest af sjálfum sér til. Það er talað um báta eins og menn, enda verður að leggja al úð við hvert handtak í gerð bátsins til þess að hægt sé að treysta honum þegar á reynir. Og þegar á reynir er það ekk- ert sem landkrabbar þekkja. Það er ekki gott að villast og lenda í vandræðum á landi en á sjó, þar fyrst hitnar í kolun- um. Það er því ekki einkenni- legt að sjómenn eru á annan hátt og ef til vill i rikari mæli trúaðir, en þeir er starfa á landi. Áformið með þessu rambi um Grandann var að dvelja dag- stund með sjómönnum, sem væru að gera bátinn sinn klár an íyrir næsta útíhald. Við litum um borð í Amar- bergið og hittum Jón Guðjóns- son skipstjóra. Hann var hress að vanda, kvaðst ekki verða mikið um borð þann dag, en visaði okkur um borð í Reykja víkurbátinn Geir. Þar sagði hann að skipverjar væru sjálf I höfn. Geir BE 406, lengst til vinstri. Pétur mundar kaffiskjóðuna. ir að smíða hvalbak á bátinn, en Guðbjörn skipstjóri er lærð u.r j'árnsmiður, vélstjóri ag skipstjóri. Þeir feðgar Pétur Stefáns- son skipstjóri, sem lengst af hefur verið með bátinn og leys ir Guðbjörn son sinn af, tóku okkur um borð án sýnilegra verkja þó að við ætluðum að fylgjast með þeim um daginn. Geir hætti 17. október á trolli, en enginn maður er skráður í áhöfn fram. að næsta úthaldi. Það gekk sæmilega h'jó þeim í sumar, en ekki neitt seinni hlutann vegna ótiðar og takmörkunar á veiðisvæðum. Þeir feðgar kváðu þennan tíma vera hentugastan til þess að dytta að einu og öðru um borð, því að á þessum tíma væru þeir neyddir til að hafa bundið. „Það er mest af flotanum í klössun um þessar mundir,“ sagði Pétur, „það er verið að mála innan skips og utan, yfir- fara vél og allan bátinn meira og minna. Það er allt lagað, sem maður heldur að þurfi lag færingar við, því það er betra að hafa þetta í lagi þegar kom- ið er á vertíð." Þeir höfðu byrjað í birtingu um morguninn að sjóða klæðn- inguna á hvalbaksgrindina. Guðbjöm sauð og Pétur slíp- aði. „Við höfum ekki spurt að því hvað þetta kostar ef smiðjumenn gera þetta," svar- aði Guðbjörn aðspurður, „en liklega kostar þetta okkur um 300 þús. kr. Þó að við reiknum okkur fullt kaup þá spörum við alltaf 60—100% álagningu, sem útseld vinna kostar. Ann- ars er það alveg ljóst, að ef við gerðum þetta ekki sjálfir, þá yrði það ekki gert, því að við hefðum hreinlega ekki efni Skipskönnurnar. á því. En þó skítt að verða að segja það, að útgerðin hafi ekki efni á að halda skipum sínum sæmilega við. En þannig er nú hítin gerð.“ Allt efnið í hvalbakinn sniðu þeir feðgar um borð, en þeir völsuðu beygjurnar í vél- smiðju. Klukkutímarnir liðu. Það var ekki margt við að vera, engin sérstök ævintýri. Hvers- dagsþrasið og hendur stóðu svo sannarlega fram úr ermum. Eitt sá ég þó sem er sjaldgæft í Reykjavík. Þeir tóku ekki eft ir því fyrr en 15 mínútur yfir 12 að komið var hádegi og tími til að koma sér heim í hádegis- matinn. En þetta er eins og með annað hjá sjómönnunum. Þeir hafa enga stimpilklukku og fá ekki borgað eftir tíma- vinnu. Ef svo væri, myndi eng in skipstjóri tala um vandræði með mannaráðningar. Þá yrðu sjómenn með meiri laun fyrir meiri vinnu, en landmenn, en ekki eins og það er í dag og hefur lengi verið, að þeir eru með lægri laun en landmenn fyrir miklu meiri vinnu. Klukkan eitt voru logsuðu- tækin farin að spúa, járn rann í járn, hvalbakurinn var að fæðast. Handtök voru ákveðin en snör. Það var unnið af nær- 'gætni eins oig læknir sem er að gera að sárum. „Skipið hefur sína sál," segja sjómenn. Hamarshögg heyrast úr bát- unum i kring, menn komu og fóru og í festarnar toguðu hin friðlausu skip, eins og Tómas kvað. En enginn bátur siigldr mannlaus og enginn maður rær bátlaus. Það er lóðið og ef til vill þess vegna er talað um báta eins og menn. Þegar út- haldið er byrjað er fyrst eitt- hvað bragð að þessu. Þá gera strákarnir að gamni sínu, kall- inn riifur sig i 'glug'ganum oig skeiðin siglir þanin um öldurn ar eins og hnarreistur svanur í makaleit á heiðavötnum. En til þess þarf allt að vera klárt og það voru þeir að gera um borð í Geir. Um miðjan dag var að sjálf- sögðu kaffi í lúkarnum. Nýlag- að sjóðandi kaffi í skipskönn- unum, menn spjölluðu yfir hlýj unni og hitinn frá kabyssunni streymdi um lúkarinn og yljaði þeim sem höfðu unnið úti í mepjiunni. Vel á minnzt. Lúkar er það svæði um borð, sem kokkurinn mallar og þar er matazt og yfirleitt slangur af kojum fyrir skipverja. Þetta er sagt til þess að enginn mis- skilningur komi upp. Það var nefnilega ekki alls fyrir löngu að einn blaðamaður var að skrifa um nýjan bát og sagði: „Ui» borð eru öll nýjustu og fullkomnustu siglingartæki, radar, dýptarmælir, lúkar og fleira." Það er nú það. Við er- um vist orðin svo stór iðnaðar þjóð eða jafnvel skrifstofuþjóð og menn kunna ekki að vera lítillátir eins og músin, sem sprærtdi í haifið dg sagði ein- faldlega að lítið ætti einni/g rétt á sér „Þetta er svart," sagði Pétur og miundaði kaiffi'bollainn, „við á trollinu erum greinilega gerð- ir útlagar frá miðunum og það er ekkert vit í að vera að senda allan landtfilotanin á Vestmannaeyjamiðin. Ef til er heimska þá er hún í þeirri ráð- stöfun.“ „Farið þið á troli í vetur?“ „Við förum á tnoll, ef svæðin verða rýmri, en verið hefur“ svaraði Guðlbjörn, „en að öðr- um kosti mun báturinn liggja vegna mannaleysis, þvi við áilít ium að e’kki verði hægt að manna alla bátana á net. Síð- ast þegar við ætluðum á net biðum við I 3 vikur með allt steinað niður, en urðum að hætta án þess að byrja vegna manneklu. Og reyndar byrjaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.