Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Síða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Síða 21
 Guðbjörn og Pétur um borð í bát sfnum. trollið fyrst vegna manneklu á bátunum." Síðan fóru þeir að tala um islenzku myndina Róður sem sýnd var í sjónvarpinu. Það var kominn hiti í umræðurnar, því fleiri sjómenn komu í kaff- ið. Fínasta kaffi með tvíbök- um. „Þetta var voðalega léleg mynd“, sagði einn, „ég átti bágt með að sjá hvað um var að vera á filmunni, hvað þá fólk, sem ekki þekkir til sjó- miSinnsku.nnar.“ „É'g hohfði nú á þessa ómynd,“ sagði Pétur og þegar konan mín kom með þá hugmynd að sjónvarpið væri eitthvað bilað, þótti mér það svo líklegt, að ég fór að fikta i tökkunum og reyna að stilla tækið, en það var út i hött, því að filman reyndist vera svona. Þetta var svona eins og þegar útvarpið fór fyrst fyrir nokkrum árum að spila verk eftir þessi svokölluðu tónskáld sem nota alls kyns drasl til þess að ná fram óhljóðum, en þá mun fjöldi fólks hafa til- kynnt útvarpinu með simhring- ingum að það væru mjög slæm ar truflanir á útsendingu." Spjallið hélt áfram og það var farið að rifja upp sögur af gömlum harðjöxlum í sjómanna stétt. „Hann var lengi stýrimaður á togurunum. Þrælslega harð- gerður og alltaf berhentur. Einu sinni var hann að slaka út af tromlunni á gufuspili og varð að hafa báðar hendur á bremsunni. Þegar búið var að slaka út og 'hann ætlaði að taka hendurnar af bremsunni voru þær frosnar við, því að það var 25 stiga frost. „Hver djöfullinn, er frost," sagði þá sá gamli, en þýða varð hend- urnar frá með heitu vatni." „Hann fiskaði alltaf illa, en það brást ekki veiðdhugurinn þegar hann byrjaði að hífa trollið. Þá kvað við: „Veriði fljótir að hifa strák ar mínir, geriði það nú fyrir mig einu sinni að vera reglu- lega fljótir að hífa.“ Einu sinni sem oftar kom pokinn upp og minn maður var viss um að nú væri fiskur og hrópaði á eftir venjulegum for mála: ,Það er alveg fullt troll- ið, það er 6 pokar, 5, ugglaust 4, það ætlar bara ekkert að verða. 1 poki, ja, það er ágætt.“ „Hann var Hafnfirðingur, togarakarl alla ævi. Hét Steini og stamaði mikið. Einu sinni var hann á balli í Gúttó í Hafn arfirðd og var að sjálfsögðu bannað að hafa vín um hönd. Þefarar fóru um sali og þef- uðu menn. Einu sinni koma þeir til Steina, sem hafði vökvað tungubroddinn í það minnsta og eftir langt þef segja þeir: „Það er lykt af þér Steini." „Úr hvorum endanum" sp'urði Steini þá.“ Kabyssan í lúkarnum, suð- aði hlýlega, glóðin í henni varpaði gamallegri birtu frá sér og funandi hiti streymdi um kring. Þeir fóru að tinast upp úr lúkarnum einn á eftir öðrum. Vinnan beið. í tveimur kojunum var fullt af riðli úr trolli, Biblían var á hillu og hjá henni hasarblöð I stafla. Snjáð Biblía og auðsjáanlega notuð og sama var með hasar- blöðin. Þannig er sjómennskan og starfið í kring um hana. And- stæður, fyrst og fremst í afla brögðum og veðri, en einnig í jarðlífsspjallinu og féilags- skapnum. Slípimaskínan var byrjuð að væla og Guðbjörn kveikti á logsuðutækinu og það rifjaðist upp fyrir mér þegar einn af efnafræðikennurum mínum i Kennaraskóla Islands var að kenna1 oikbur um logsuðutæki: „Og svo skrúfar maður frá gas inu og súrefninu og kveikir í loganum." Kveikir í loganum. Smíði kvalbaksins mjakaðist áfram. Þeir voru að setja hann á til þess að fá meira skjól þeg ar unnið er á þilfarinu á hafi úti og einnig vegna þess að hvalbakurinn hindrar sjógang inn á þilfarið þegar keyrt er á móti. Dagstund var liðin, sól geng- in til viðar og Geir lúrði einn sins liðs. Mennirnir höfðu hald ið heim. Heim til fjölskyldna sinna, sem þeir eru svo oft fjarri. En koma dagar og vertíðin hefst aftur þrátt fyrir böl og alheimsstríð, því sjómaðurinn hefur þá reynslu úr skóla lífs- ins umfram margan mennta- manninn að vita þá staðreynd að til þess að eyða, þarf maður að afla fyrst svo vel sé. Þau skæði þykja sumu ungu fólki ekki þolanleg, en vonandi kem ur að þvi að þau kyngja heim- inum, sem stendur svo illilega í þeim. Þá má búast við því að þau fari að fá áhuga á þeirri veröld, sem íslenzkt mannlíf býður upp á. Við hljótum nefni lega að standa einn góðan veð- urdag upp frá þeim draumum að lífið sé ekkert annað en lær dómur og aftur lærdómur í stöðluðum menntastofnunum, án vinnu. En þó að mótoristinn á Geir sé farinn í land af því að hann fær betri laun þar en til sjós, þá kemur vonandi fyrr en seinna að því að ungir menn ætli sér til sjós. Það er jú hagur þjóðarinnar, en verður um leið að vera hagur sjómann anna. Og þegar aflast verða menn léttir í skapi, en umfram allt reyna menn að bera sig vel. Stundum brim og bálviðri, stundum logn og blíða, afli, aflaleysi, sjóveiki hjá nýgræð- ingunum, en þá er það, að til sjós velkjast menn sem vilja og hafa gaman af að hafa fyrir hlutunum. Þeir nenna ekki að sitja á sínum púða i kommóðu- skúffum þéttbýlisins. Það er einhvursslags tif í hafinu, sem kallar í þá þrátt fyrir allt. Og Ási í Bæ bregður á leik i einu kvæða sinna eins og sjómönn- um er tamt og segir: „Er vorskýin sigla úr suðurátt og sólin í heiði sbín, höldum við tveir út á hafið blátt með handfæri og nóg bensín. Trillan á öldunum tifar létt tómlega gargar már. En elskan í landi svo næs og nett nuddar stírur og brár. Framh. á bls. 61 Pétur slipar hvalbakinn Jarðlifsspjall í hikarnuin. Biblian, hasarblöðin, net í koju, lambhúshetta og vettlingur. Nafn bátsins skorið í tréfjöl framan á stýrishúsinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.