Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Qupperneq 24
Dagur í
Hagaskóla
þeim líki danska. H'ún er ekki
nærri eins leiðinleg og í mínu
'Uingdlæmi. Alftur á móti tjá nem-
endur sig um það, að kennari
mætti gjarnan gefa sér tíma til
að spjalla meira í staðinn fyr-
ir að fara aðeins yfir náms-
dfnið. Þóra fær hins veigar ekk-
ert slæman vitnisburð og nem-
endurnir segja, að hún eigi
það oift til að rabba dálítið. Bn
þeim finnst hún líka dálítið
ströng, og hún ætti að gefa
sér oftar tíma til að rabba við
mann, segir einhve.r.
í þessum dönskutima sat ég
í sæti sonar Alberts Guðmunds
sonar, sem var veikur þennan
dag, í bekknum kannast ég við
nokkra foreldra barna, Árni
sonur Erlu Cortes og Árna
Kristinssonar læknis er í þess
um bekk, dóttir Einars ríka
Sigurðssonar, dóttir Sverris
Hermannssonar alþingismanns
og fleiri mœtti nefna.
Á leiðinni upp á kennara-
stofu segir Þóra, að nemend-
umir virðist í flestum bekkj-
um hafa ákaflega miikla þörf
ifyrir samræður við kennarana.
Um allt milli himins og jarðar.
Þessu igetur verið erfitt
að koma við, þar sem allt er
miðað við próf, rétt eins og áð-
ur var. Og þá er spurningin
hvað á að leggja mikið kapp á
undirbúning fyrir próf, eða
hvort á að fórna tíma i spjall
og treysta nemendunum fyrir
að vinna þá betur heima. Auk
þess er auðvitað metnaður milli
kennaranna og allir vilja að
nemendur sínir nái sem bezt-
um árangri.
Uppi á kennarastofu er
handagangur i öskjunni, þar er
kominn læknir með hjúkrunar
konu upp á arminn, þau eru í
óðaönn að bólusetja kennar-
ana fyrir flensunni. Þetta tek-
ur allt sinn tíma og það teyg-
ist verulega úr fimm minútna
Ifrímínútunum. Svo að þeg-
ar við komum í dönsku
til 3—A er gengið nokkuð á
tímann. Ekki er sjiáanlegur sút-
ur á nemendum fyrir það.
1 3—A er Þóra umsjónar-
kennari og segist þar af leið-
andi bera þennan bekk veru-
lega fyrir brjósti. Hins vegar
verður fljótlega opinbert,
að nemendur i þessum bekk
eru ekki sérlega hlynntir
miklu heimanámi og þegar far
ið er yfir danskan stíl eru
nokkur vanhöld á að hann sé
sérstaklega mikið réttur.
Þó segir Þóra að sumir hafi
stað'ð sig vomum framar. Síð-
hært ungmenni, sem reyn-
ist auðvitað vera karlkyns seg
ir Þóra að sé uppáhaldsstrák-
urinn sinn — Kannski af þvi
hann er svo óþægur, segir hún
— Kennara fyrirgefst allt ann
að segir Þóra. Hann má vera
strangur og frekur. Það er já-
kvætt í raun og veru. En hann
má ekki vera leiðinlegur. Það
er honum ekki fyrirgefið. Og
hann verður að geta rabbað
við nemendur sína eins og
skyni gæddar verur.
Svo er rætt um væntanlegt
kökuikvöld. Þóru finnst undíx-
búningur ekki nægilega vel á
veg kominn og spyr hverjir
ætli að útvega gosið og hver
ætli að koma með plöturnar.
Þetta er allt tekið til skipu-
lagningar og greitt úr málun-
um.
— Það eru engir námshestar
í þessum bekk, segir Þóra mér
á eftir. — En krakfcarnir í
þessum bekk eru góðir krakk-
ar og þau eru skemmtilegir
nemendiur á sinn hátt. Ókíyrr
og stundum hyskin — en
þarna er enginn slæmur krakki
og þau vilja möiig gera vel.
Við lítum inn á bókasafnið,
þegar við göngum upp. Stein-
unn Stefánsdóttir bókavörður
hefur af gæzlu þess veg og
vanda og nemendur not-
ifæra sér safnið mikið. Það er
opið milli 11—5, svo að það eru
aðallega morgunnemendur, sem
sækja það, stundum koma
kennarar með bekki sina inn
á safnið til að láta þá vinna
að einhverju sérstöku verk
etfni og það gefur ágæta raun.
1 næsta tíma á Þóra að vera
hjlá 3-T. Þar á að fara fram
próf, svo að ég ákveð að
þakka fyrir fróðlegar stundir
cng kveðja að sinni.
Frá bókasafninu. Það nota nemendur óspart og iðulega fara kennarar þangað með einstaka bekki
til vinnslu á ákv eðnum verkefnum.
brosandi. — Nebleiga af þvi ég
er kannski launsonur hennar,
kveður pilturinn upp úr glað-
hlakkaleigur.
— Fljótfæmi og óvand-
virkni ríða ekki við einteym-
ing hjá þér, fær einn nemand-
inn að heyra, þegar Þóra kik-
ir á stilinn hans. En allir halfa
skrifað stílinn og það finnst
Þóru mesti munur.
Þegar hér er komið
söig'U gengur piltur í stofuna.
Hann var sendur heim að
sækja stílinn, sem hafði
igleymzt heima. — Hér er siem
sé ekki tekið mark á gleymsku,
segir Þóra. — Ef einhver seg-
ist hafa gleymt stílnum eða
öðru heima, er hann bara send
ur eftir því tafarlaust. Þá er
stundum hvíslað að mér að
það halfi láðst að gera hann
liei'ma. En dftast er um að
kenna eðlilegri og heiðarlegri
gleymsku.
Nú er stíllinn gerður á töfl
una. Stiöku sinnum reka nem-
endur upp fagnaðaróp, heil
samfelld setning hefur reynzt
rétt, hvor.ki meira né minna.
Það koma fyrir töluorð í text-
anum og ýmsum finnst tilætl-
unarsemi að skrifa þau
með bókstöfum, en Þóra lætur
það sem vind um eyru’ þjóta.
Svo koma erfiðar setningar:
„Unnusta þessa unga manns er
dóttir bezta vinar míns.“ „Og
allir beztu nemendur skólans
eru í iþessum bekk.“ Síðar-
nefnda setningin fær blandnar
undirtektir, menn hafa þarna
sjál'fsgagnrýni í laigi.
— Bekkurinn er óvenju vel
undirbúinn í dag, segir Þóra.
— Mér litist nú vel á, ef þið
stæðuð ykkur öftar svona vel.
Svo er tekið uipp létt-
ara hjal. — Ég spyr Jwort
Þóra sé sæmilegur kennari og
nemendur svara að bragði með
verulegri tilfinningu: Hún er
ágæt — hún er alveg sæmileg
—, húm sr strömg.
— Hún er meira en það, taut
aði einhver ofurlágt — hún er
stundum dálitil gribba . . . en
hún er aldrei leiðinleg ....
Það er mesti munur ...