Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 2
Tími til að lyfta hug í hæðir Eftir AGNESIM. SIGURÐARDÓTTUR Jólin nálgast. Undirbúningur fyrir hátíðina helgu löngu hafinn. Nú til dags virðist undir- búningur hefjast fyrr en áður var. Áður var byrjað að undirbúa komu jólanna á aðvent- unni, en núna heyrum við auglýsingar um jólatilboðin og jólasveinana í verslunarglugg- unum,-í nóvember, jafnvel í lok október. Það er eins og það þurfi meiri undirbúning nú en áður. Samfélagið hefur líka breyst svo mjög og við erum farin að tileinka okkur siði, sem aðrar þjóðir hafa lengi haft. Það væri fróðlegt að geta séð fyrir sér jólaundirbún- inginn eftir t.d. 100 ár. Þegar Þjóðminjasafnið færi að sýna jólaskrautið og jólasiðina árið 1989. Hvaða siðir skyldu þá hafa lifað af? Aðventan er hinn eiginlegi undirbúningstími jólanna og í ár hófst hún seint, ekki fyrr en 3. desember. Biblíutextar þeir sem lesnir eru í kirkjunum á aðventunni fjalla t.d. um konunginn, sem kom ríðandi á asna inn í Jerúsalem, og um fýrirrennara Jesú,'Jóhannes skírara. Konungurinn, sem kom auðmjúkur og hógvær, en ekki með valdi, eins og veraldlegir konungar annars gerðu. Fyrirrennara, sem undirbjó komu Jesú og vígði hann til starfsins mikla, að boða okkur að guðsríki væri í nánd. Skyldum við geta séð í okkar samfélagi, í okkar heims- hluta, í okkar reysluheimi, að guðsríkið sé í nánd? Höfum við íslendingar, nú á seinni hluta 20. aldar, fengið að reyna það og sjá? Skyldi það vera í anda þess boðskapar, sem Jesús flytur okkur, að lánin hækki, eftir því sem borgað er meira af þeim? Að kaupmáttur launa lækki, eftir því sem krónutalan er hærri? Já, „stundum verður vetur, ver- öld hjartans í“ og við eigum erfitt með að sjá bjartar hlið- ar lífsins. En oftar er það samt að við fáum að reyna og „sjá“ það að við stöndum ekki ein. Fjölskyldan og vinir, samfélag og vinnufélagar, allir, vilja gera okkur lífið létt. Það er auðvelt að sjá Guð að starfí og finna þann kraft, sem hann gefur, ef við höfum jákvæða afstöðu til hans, með öðrum orðum, trúum á hann. Trúin veitir svo mikla blessun og frá henni stafar svo mikill kraftur, að án henn- ar getum við ekki verið. En trúin kemur ekki sem elding, fyrirvaralaust, allt í einu. Að yísu geta sumar manneskjur tiltekið daginn og stundina, þegar þau tóku trú á Krist, en langur andlegur undirbúningur hefur vissulega átt -sér stað innra með þeim. Og trúin er andsvar okkar mann- anna bama við kærleika Guðs okkur til handa. En trú er ekki það sama og trú. Þrátt fyrir það að við íslendingar teljumst hamingjusamasta þjóð í heimi og trú- uð mjög, virðast menn ekki vera á eitt sáttir, á hvað þeir trúa. Sú trú sem kirkjan boðar er trú á Krist, sá Guð sem kirkjan boðar er sá hinn sami og Jesús birti okkur. Hann segir á einum stað í Jóhartnesarguðspjalli: „Ég og faðirinn- erum eitt.“ Það er því tiltölulega auðveit fyrir okkur að vitja vilja Guðs og finna kærleika hans, af því að Jesús birtir okkur þetta með lífí sínu og starfi. Um það getum við lesið í guðspjöllunum. Sá Guð, sem kirkjan boðar, er því sá hinn sami og fædd- ist hin fyrstu jól suður í Betlehem í ísrael, fyrir hartnær 2000 árum. Guð kom til okkar, hógvær, auðmjúkur, sem lítið bam, eins og við öll höfum verið. Að eignast trú á hann er mikil blessun. Fyrstu boðin um fæðingu hans komu til fjárhirða, frá englum. Himnesk boð bárust til þreyttra hirða á Betlehems- völium. Þau boð voru skýr: „Yður er í dag frelsari fædd- ur.“ Og það sem meira er, við megum öll taka þessi orð til okkar, meðtaka þessi skilaboð. En okkar er valið. Aðventutíminn og jólin ættu að vera gleðitími, hátíð, þegar við hverfum frá gráma hversdagsins og lyftum hug í hæðir. Á þeim tíma ættum við, umfram aðra tíma, að velta fyrir okkur boðskap kirkjunnar, tilgangi lífs okkar. Streitan, sem þjakar svo mörg okkar, víkur ekki, ef við breytum ekki um umhugsunarefni af og til. Og okkur er öllum hollt að hugsa, þó að hugsunin verði ekki í askana látin. Enda er sem betur fer hægt að velta fyrir sér málun- um, hugsa um þau, án þess að leggja nffiur vinnu. Og hugsanir okkar eru líka einkamál, sem enginn getur frá okkur tekið. Einkamál manna virðast nú um stundir verða orðin opin- ber mál, áður en þeir vita af. Menn mega ekki lengur vera í friði með sín mál, þau virðast koma öðrum við. Enda má líka svo sem spyija hvaða mál séu einkamál. Fjármál- in em á borð borin fyrir þá sem fjármagninu ráða, vinnu- veitanda, bankastjóra, ráðgjafa húsnæðismála og jafnvel eru eignirnar auglýstar á nauðungaruppboðum og valda frændum og frænkum áhyggjum. Einkamálin hafa nú líka áður verið á borð borin, en á annan hátt, sem sé manna á meðal, en ekki í fjölmiðlum. Þar sem menn lifa í samfélagi annarra, eins og allir hljóta að gera, verður það líka að vera ljóst, að líf einnar manneskju hefur áhrif á líf annarra. Þess vegna ættum við öll að reyna að haga lífi okkar þannig að aðrir þurfi ekki að þjást vegna okkar. Bömin mega t.d. ekki þjást vegna þess álags, sem við fullorðna fólkið búum við á stund- um, eða vegna óæskilegrar hegðunar okkar eða lífstíls. Nú á aðventunni og um jólin ætti það að vera okkur keppi- kefii að gera þeim lífið ánægjulegt, hjálpa þeim að minnka streitu, hjálpa þeim að vinna á kvíða. Mörg börn, og marg- ir fullorðnir reyndar líka, kvíða mjög jólunum. Hátfðinni, þegar fjölskyldan ætti að vera saman, heil, en ekki sundr- uð, njóta kyrrðar og samfélags, hugleiða boðskap jólanna. Finna innri frið. Drottinn Jesús Kristur gefi þér æðruleysi, kjark og vit til að takast á við lífið. Gleðilega jólahátíð. Höfundur er sóknarprestur á Hvanneyri i Borgarfirði. / Víðktaðakirkju í Hafnarfírði. Ijósmynd: Lesbók/Árni Sæberg. Efni í jólablaði Forsíðan: er af steindum glugga í Bessastaðakirkju, sem unninn var úti í Þýzkalandi eftir teikningu Finns Jónssonar listmálara. Myndefnið er um Papa, hina fyrstu landnema íslands, sem jafnframt voru kristnir menn. Hversu lengi þeir hafa búið á ís- landi fyrir landnám norænna manna er ekki vitað með vissu. Tími til að lyfta hug í hæðir. Jólagrein eftir séra Agnesi Sigurðardóttur á Hvanneyri. Jólin mín og jólin þín. Guðrún Guðlaugs- dóttir lítur á jólaauglýsingar marga áratugi aftur í tímann. Þessar auglýsingar endurspegla þjóð- félagsástand, segja frá nýjungum og eru aldarspeg- ill. OrgelQallið - kafli úr nýju og óprentuðu skáld- verki eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Nils Aas - norski myndhöggvarinn, sem gerði myndina af Laxness nýlega og þykir mikill ein- fari, en jafnframt einn snjallasti myndhöggvari samtímans, ekki sízt í mannamyndum. í Sigurjónssaftii. Grein eftir Christina Lund- berg. Kvikmyndin er uppspuni. Samtal við Magna Guðmundsson hagfræðing um Nonna, kynni hans af honum og skoðanir hans á kvikmyndinni, sem gerð var eftir sögunum og var sýnd hér í fyrra. Syrpa á sólhvörfum eftir Gísla Sigurðson. Afturhvarf til frumtrúar. Grein eftir séra Heimi Steinsson á Þingvöllum. List um landið. Af sýningu Listasafns ASÍ á verkum Hrings Jóhannessonar í Reykjavík, á Akur- eyri og Egilsstöðum. Kaffthúsin í Reykjavík. Grein eftir Jóhann Má Guðmundsson. Dansað við yzta haf. Grein frá Homströndum eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Seint flýgur krummi á kvöldin. Grein um hrafninn eftir Sigurð Bjarnason frá Vigur. Þrekraun símasendils fyrir 75 árum. Frá- sögn Þórðar Kristleifssonar af sendiför frá Stóra Kroppi til Gilsbakka í öskubyl. Ósjálfráð skrift. Grein Þorsteins Antonssona um miðilsstörf Guðmundar Kamban á yngi'i árum skáldsins. Mannerheim marksálkur. Grein eftir Svein Ásgeirsson um finnska forsetann, sem varð foringi þjóðar sinnar í vetrarstríðinu við Rússa, þá 73 ára gamall. Þýzkalandspistill eftir Hjalta Jón Sveinsson: í þýzkri sveit. Hinn eini sanni tónn. Sigurður Örn Brynjóifs- son segir frá námsferð til Ungveijalands í þeim tilgangi að læra teiknimyndagerð. Ánægja og sköpunargleði skein af hverju andliti. Sagt frá leikhópnum Perlunni, sem fór á listahátíð falaðra í Bandaríkjunum. Aðeins grátur hafsins í kjölfarinu. Bréf Haralds Thorsteinssonar til Guðmundar Finn- bogasonar. Formáli eftir Finnboga Guðmundsson landsbókavörð. Ferðablað með frásögnum af baðströndinni Góa á Indlandi, frá Abu Simbel í Egyptalandi, sem er eitt mesta trúarhof í heimi, kynning á ferðum til Eystrasaltslandanna, af ósnortinni suðurhafseyju, Rarotonga og jólaföstu á Trinidat. Verðlau nakrossgáta og verðlaunamyndagáta. Ljóð eftir Einar Benediktsson, ljóð eftir Göthe í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, og ný ljóð eftir Jón úr Vör, Einar Má Guðmundsson og fleiri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.