Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 3
Dagrenning. Málverk eftir Einnr Jónsson.
EINAR
BENEDIKTSSON
Augans blik, sem brúar himnamarinn,
brýzt að fótskör þess, er geiminn hvelfdi;
heimtar kraftinn frá síns upphafs eldi,
eins og sandsins korn og stjörnuskarinn.
Þar sem orðsins vogir hætta að vega
veldi mannlegs fagnaðs, efa og trega,
þyrpast sáiir um hinn mikla arin.
Heimsins þraut er eldsins eðli að skilja,
eiga tök á strengjum Ijóssins brúar,
þar sem mætast vegir vits og trúar
vaðið tæpa þræða á miili hylja.
Hveijum geisla er ætiað stríð og styrkur;
stórverk geymir alltaf dauði og myrkur
fyrir niðja hins máttka meginvilja.
— Ástin fellur eins og brim af bjarma,
björt og há, að yztu myrkra ríki;
þar hún brynnir sér við dauðadíki,
drykklangt bii, á milli þrár og harma.
Hún er það, sem dagsins höfund dreymdi
djúps við skör, er fyrsti geislinn streymdi
frá hans sál, sem yiur tveggja arma.
— Móðurhönd, sem vögguvéin rækir,
vegaljósið býr tii fjærstu strandar.
Kulni vonin, barns með önd hún andar,
eidinn, lífsafl guðs, í bros þess sækir,
sendir hinzt í rökkrin röðulneista,
ryður heimleið brotsins endurleysta,
meðan stígsins steinar eru tækir.
Vegljós — gegnum múgans eyðimerkur!
Mitt í ópsins þröng, eitt friðarsvæði,
þar sem tekur á sig eldleg klæði
nrmulsbarnið, drottins hljóði klerkur;
þar sem andinn rís í himinhvelfing,
hafinn yfir sorpsins smán og skelfing,
aleinn liðs, en eilífur og sterkur.
— Haf af ekka er undir bringutröfum,
eins og líði niðir þungra voga.
Svipir týndra ásta að lífsins loga
leita í öskubrenndra hjaitna gröfum.
Tár og haustlauf hníga í senn til jarðar,
horfna ævidraumsins minnisvarðar
liggja í rústum — ristir eldsins stöfum.
En í skuggum, handan hæða og sunnu,
hnígur bál þess lífs, er ekkeit grætur,
þess er kveikti um höfgar, hljóðar nætur
heilög Ijós, sem fyrir engum brunnu.
Líkt og andköf taki bældir brunar,
bresta undir skorpum duldir funar,
þeirra er báru hjarta, en aldrei unnu.
Bál vors lífs og listar, — varmi tónsins,
litsins tíbrá, glóð í orðsins hreimi,
blika yfir styttuhljóðsins heimi,
hátign loddarans í sölum kóngsins,
brennir svip á sögu máls og handa,
sigurvopnið, merki hins fallna anda,
fórnarlog, — og ótti altarþjónsins.
Hyrr alls lífs og vilja, — ofsi eimsins,
andi, er lyftir bijósti vorrar jarðar,
vörður yfir svefni íjalls og fjarðar,
foreldri og bani moldarheimsins,
reisir árla fjöður, fót og ugga,
fagur, mikill undan nætur skugga
stígur fram að hnattleik himingeimsins.
— Bijóstsins stormar, hugans hljóðu annir,
hrærast eins og geislans foss og lindir.
Andi manns ber eldsins þúsunð myndh;
eins og hjartans saga á bál og fannir.
MiIIi himna og sálna í öllum augum,
inn að moldarbarmsins steindu taugum,
brotna um alla eilífð logans hrannir.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 3