Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 6
bæjar sem er „sunnan Laugavegar og vest- an Hringbrautar.“ Lokað frá 2 til 5 e. h. „Takið ekki frá vatn að óþörfu. Þennan tíma verður reynt að koma vatni uppá Skóla- vörðuhæðina," segir í umræddri auglýsingu. ÁRIÐ 1943 Árið 1943 var komið heiaur be' 'r annað hljóð í strokkinn. Það var ekki aðeins að menn hefðu þá nóg vatn fyrir jólin heldur var stríðsgróðinn tekinn að flæða yfir landið enda er fólki nú boðið ýmislegt nýstárlegt til kaups. Verslunin Bristol auglýsir þann 19. desember „Blýantur og kveikjari - einn og sami hlutur." I kvikmyndum þeirra tíma mátti sjá söguhetjurnar kveikja í hverri síga- rettunni á fætur annarri. Dýrasta ástaijátn- ingin kvikmyndaheimsins þá var að kveikja í sígarettu og setja hana svo með þýðingar- miklu augnaráði upp í sína útvöldu. Þegar mikið lá við kveiktu „töffararnir" í tveimur sígarettum í einu, reyktu sjálfir aðra en settu hina upp í grátbólgna ástmeyjuna. Ungmeyjar stríðsáranna kiknuðu í hnjálið- unum þegar þær sá þessa rómatík alla. Það sér hver maður hve hentugt það hefur ver- ið fyrir menn í„veiðihug“ að geta kveikt fyrst í sígarettunni fyrir dömuna og síðan með einu handbragði breytt kveikjaranum í blýant til þess að'skrifa niður símanúme- rið hennar. Þegar málin gengu upp var ekki ónýtt að hafa bak við eyrað auglýsing- una: „Gæfan fylgir trúlofunarhringjunum fráSigurþór". Á stríðsárunum fara bækur að verða mjög vinsælar og mikið auglýstar jólagjaf- ir. Þetta ár koma m.a. út bækurnar um Dag í Bjarnardal, Afmælisbókin, Friðþjófs saga Nansens og Lærið að matbúa. Árið 1943 eru líka komin til sögunnar nærföt úr efnum einsog pijónasilki, satini og chiffon, og fólk getur keypt frottéjakka og pelsa „sem eru lítið dýrari en kápur“, eins og segir í auglýs- ingu frá Vestu Laugavegi 40. Þær sem ekki keyptu pelsana hafa kannski af rælni farið og skoðað „dömuswaggera" amerískar dömukápur sem rétt fyrir jói voru teknar upp i versluninni Geysi í mörgum sniðum og gerðum. En það eru ekki aðeins nýjar bækur, efni og kápusnið sem koma fram á þessum tíma. Hinn mikli lífgjafi Pencilínið brýtur þetta ár blað í mannkynssögunni. Þann 9. desember 1943 segir á forsíðu Morgunblaðsins frá lítilli stúlku sem þetta nýja meðal bjargaði frá bráðum bana sam- kvæmt tilkynningu lækna í New York. Með fréttinni fylgir mynd að brosandi andliti litlu stúlkunnar sem þetta fræga lyf hafði þá nýverið hrifið úr faðmlagi dauðans. ÁRIE I95Í Árið 1953 eru hinar frægu bomsur komn- ar til sögunnar. „Bomsur karla -kvenna -barna. F'jölbreytt úrval" auglýsir Stefán Gunnarsson h.f. skóverslun Austurstræti 12. Bomsur voru fegruð útgáfa af gúmmís- kóm. Sá grundvallarmunur var þó á að bomsur voru ætlaðar utan yfir skó. íslend- ingar eru um þetta leyti komnir svo langt á þroskabrautinni að nota Stopette svitalög. Notkun hans var einn liður linnulausri bar- áttu sem enn er háð gegn hvers kyns líkams- lykt. Menn virðast komnir á sömu skoðun og skessan sem sagði forðum: „Fussum svei, mannaþefur í helli rnínum." Strax og menn hér fóru að rétya efnahagslega úr kútnum hófst harðvítug lyktarsmekksbylt- ing sem háð er með alls kyns ilmefnum sem ýmist er skveti eða úðað á hina mismun- andi líkamhluta. Byltingin etur bömin sín segir á einum stað og þetta virðist því mið- ur rétt hvað snertir líkamslyktarbyltinguna. Úðunarefni ilmbrúsanna eru með öðru sögð hafa orsakað heljarstórt gat í Ósonlagið sem ku vera stórhættulegt fyrir mannfólkið. Skömmu fyrir jól 1953 standa mál enn- fremur þannig að bijósthöldin margeftir- spurðu eru komin í Eros, Raflampagerðin á óráðstafað nokkrum stykkjum af kæliskáp- um og Nilfisk ryksugan er að hefja sigur- göngu sína á íslandi. ÁR-I 1963 Kvikmyndin um Cristine Keeler var tekin hér til sýninga í haust sem leið. í desember 1963 er mynd af þeirri frægu konu í Morg- unblaðainu ásamt frétt um að hún hafi ver- ið flutt í fangelsi. Fyrsta starf hennar þar var að pakka inn jólavarningi en síðan átti hún að taka til við þvotta og matargerð. Margt hafði henni víst verið betur lagið fram til þess tíma. Þetta ár er auglýst óbrothætt jólatrésskraut úr plasti og verslunin Ríma hefur á boðstólum stutta greiðslusloppa úr Nylon og samlita inniskó. Hagkaup við Mikl- atorg er um þetta leyti á bernskuskeiði og býður landsmönnum hvítar herraskyrtur úr pijónanyloni á aðeins 269 krónur. Ný skáld- saga kemur út eftir Indriða G. Þorsteins- son, Land og synir. Sú bók var seinna kvik- mynduð. Sá svarti senuþjófur Haraldar Bjömssonar og Njarðar P. Njarðvík leit dagsins ljós fyrir þessi jól. Á þessum tíma virðast samtalsbækur hafa verið álíka sjald- gæfar og þær eru algengar nú. Helgi Magn- ússon og Co auglýsir glóðarristar og amerí- skar baðvogir fyrir þessi jól. Þá óraði reynd- ar engan fyrir hinni miklu grillbyltingu, menn steiktu bara kjötið sitt í ofnum Rafha eldavéla og höfðu varla fyrir því að stíga á baðvogirnar þó þær væru til, megrunarkúr- ar voru nefnilega ekkert tiltakanlega vin- sælt lesefni um þær mundir. Þá voru líka enn þeir tímar á íslandi að eiginmenn gátu gefið konum sínum saumakassa án þess að eiga á hættu að þær snéru uppá sig eða þaðan af verra. Saumakassi, sem um leið er blaðagrind, er þess vegna talin tilvalin jólagjöf handa eiginkonunni jólin 1963. ÁRIF 1973 Þann 8. desember 1973 eru jólatrén korn- in í Alaska og tilkynnt að þeim verði öllum pakkað í nælonnet. Af er sú tíð að menn kæmu heim grátt leiknir eftir viðureign við fyrirferðarmiklar og hvassbrýndar barrnála- greinar. Kertaljós á grænum greinum eru þarna löngu horfin. Heimilistæki s.f. auglýs- ir úrvals jólaljósaseríur, samþykktar af raf- fangaeftirliti ríkisins. En þrátt fyrir þessar tækninýjungar tolla menn ver heima um jólin en áður fyrr. Það er komið í tísku að fara til Kanaríeyja um jólin. Alltaf eru þó einhveijir eftir heima á Fróni. Þeim býður Nesco að auka jóla og nýársgleðina með tónlist í stereo eða fjórvídd úr alls kyns hljómtækjasamstæðum. Popptónlistin erum þetta leyti orðin mjög arðvænleg söluvara. Faco búðirnar auglýsa plöturnar sem fólkið „hakkar í sig“. A löngum lista eru nöfn einsog Kris Kristoferson, Pink Floyd, Jethro Tull, Beatles, Eric Clapton og Elton John. En þrátt fyrir geysilegt framboð á popp- tónlist stytta menn sér enn stundir við lest- ur. Eftir Snólaugu Bragadóttur frá Skálda- læk kemur úr skáldsagan Ráðskona óskast í sveit, má hafa með sér bam. En nú eru það æfisögubækurnar sem mest eru keypt- ar. Meðal söluhæstu bóka þetta árið er æfisaga Guðrúnar Á Símonar. Tískufötin skipa stór sess í jólaauglýsingunum 1973 og mest höfðað til unglingana. Karnabær auglýsir „hreint ótrúlegt úrval, nýjar send- ingar teknar upp daglega fram að jólum.“ Enn eru þó til ráðsettar húsmæður, til þeirra á væntanlega erindi auglýsingin: „Gjöf árs- ins 1973 Chrysantemum, þriðja skeiðin í dýrmætri seríu frá Georg Jensen, seld hjá Jóhanni Norðfjörð h.f.“ Þann 6. desember 1973 byijaði Jón Aðils að lesa í útvarpið úr Minningum Guðrúnar Borgfjörð sem komu út árið 1947. Guðrún Borgfjörð segir í minningum sínum frá Þorláki 0. Johnson. Hann var fyrsti kaupmaðurinn á íslandi sem auglýsti vörur sínar, og „Á hveiju ári hélt hann uppboð á eldri vöram. Ekki leið á löngu, unz aðrir kaupmenn fóru að gjöra slíkt hið sama,“ segi Guðrún. Auglýsingar sem ég vitnaði til hér á undan sanna svo ekki verð- ur um villst að margir hafa fetað í fótspor Þorláks 0. Johnsons og síst fer þeim fækk- andi. Hver man ekki eftir hinum stórkost- legu fótanuddtækjum sem allir þurftu að eignast fyrir jólin 1982 og hinum dásamlega litla ljósálfi sem lýsti upp jólanóttina sællar minningar um svipað leyti. Jól eftir jól eru auglýstar æfiminningar alls kyns fólks. Nú er líklega svo komið að hægara fer að verða að að telja upp þá íslendinga sem ekki hafa gefið út æfisögu sína en hina sem það hafa gert, enda er bókavertíðin orðin umfangs- mikil eftir því. Hins vegar verður að segja eins og er að skóhlífarnar sem Þorlákur 0. Johnson flutti til landsins fyrstur manna hafa ekki haldið velli í sama mæli og auglýs- ingamar. Hefði vegur þeirra orðið eitthvað svipaður væri landið sennilega þakið skó- hlífafjöllum. Paradís á Jörðu Þegar ég var rétt innan við fermingu var ég einu sinni um jól upp í sveit. Jólahaldið þar var að mörgu leyti talsvert ólíkt því sem ég hafði vanist í Reykjavík. Minna var borið í skraut en þess meira í þrifnað. Gamla timb- urhúsið beinlínis angaði af hreinlæti því allt hafði verið þvegið sem hægt var að þvo. Á aðfangadagskvöld vora fyrst tekin upp öll jólakort sem heimilisfólki hafði borist og síðan pakkamir sem vora færri en ég hafði vanist. Ég hafði orð á því að mér fyndist skrítið að opna jólakortin á aðfangadags- kvöld. Þá sagði fólkið mér að eitt sinn hefði allt orðið þar ófært vegna snjóa talsvert fyrir jól en til allrar hamingju hefðu flest kortin verið komin. Pakkar bárast engir og ófært í kaupstað. Aldrei hafði fólkinu fund- ist eins vænt um jólakveðjumar og þá. Ég hugsaði um þetta áður en ég fór að sofa og komst að þeirri niðurstöðu að Iíklega væri það ekki skrautið og pakkarnir sem skiptu máli, eins og ég hafði þó haldið, heldur það að fá kveðjur frá þeim sem manni þætti vænt um. Ég er enn þessarar skoðungar og hef þróað hugmyndir mínar um þessi mál æ lengra með áranum. Ég held helst að jóla- hald okkar opinberi viðleitni dauðlegra manna til þess að skapa sér örstutta stund himnaríki á jörð. Paradís er lýst sem björt- um, hlýjum og kærleiksríkum stað þar sem allir hafa það sem þeir þurfa og enginn þarf að gera neitt. þar era allir glaðir. Á jólunum söfnum við um okkur því fólki sem okkur þykir vænst um og gefum því gjafir. Við reynum að sjá til þess að nóg sé til að bíta og brenna. Menn reyna að vera góðir hver við annan og lifa jólakvöldið í sátt og samlyndi. Við þekkjum öll þá ólýsanlegu tilfinningu að sitja saman í hlýrri og bjartri stofu í tryggri fjarlægð frá kulda og vetrara- myrkri. Á jólunum göngum við feti framar í þessum efnum. Það má því með nokkram rétti segja að jólin séu tilraun okkar til þess að lifa stutta stund í jarðneskri paradís. Hversdagslíf áranna gerir okkur þetta smám saman erfiðara en það era alltaf jafn ríku- leg laun að sjá jólagleðina lýsa úr augutn barnanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.