Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 8
Orgelfj allið etta var ekkert fallegur fjörður. Einhver mó- brún og fölgræn fjöll í hrúgu kringum sjó sem var oftast grár og alltaf fullur af einhverri drullu. Húsið þeirra var líka ljótt. Asnalegar handriðslausar tröppur og alltaf pollar í Hann var aleinn. Það heyrðist ekkert hljóð fyrir utan það sem hann framleiddi sjálfur með því að tyggja. Ekki einu sinni í fugli. Bara smá brak í stólnum þegar hann hreyfði sig. Allt í einu fór einhver einkennileg tilfinning um Magga. Einhver fiðringur í maganum og eins ogjárnbak við bringubeinið. Úr drögum að lengra verki í smíðum eftir SVEINBJÖRNI. BALDVINSSON gluggakistunum. Hann vildi vera eldri og geta farið burt sjálfur. Ekki véra svona krakki sem þurfti að senda og koma fyrir, heldur fara bara sjálfur inn á Akureyri eða eitthvað og fara á togara. Vera stór. Koma aldrei aftur fyrr en eftir mörg ár. Á stórum flottum bíl með vél sem muldraði tígulega eins og vélin í Heklunni. Fyrsti stýrimaður eins og Kalli í Efstugötu. Mamma orðin gömul. Með mynd af hon- um á veggnum. Ekki ljósmyndaramynd, heldur svona gæjalega mynd sem einhver vinur hans tók um borð. Hárið út í loftið í rokinu, brosandi og hress. Með vinum sínum á togaranum frá Akureyri. Eins og Kalli. Nema kannski ekki með sígarettu. Þá mundi hann verða gulur í framan og fjólublár kringum augun eins og Guðlaug frænka. Guðlaug frænka. Hann ætlaði sko ekki að vera hjá henni um sumarið. Hann var búinn að segja mömmu það. Alveg sama þótt pabbi væri fluttur að heiman. Alveg sama þótt hún væri að fara á bát sem kokk- ur. Hann ætlaði bara að sjá um sig sjálfur. Guðlaug frænka var alltaf lasin og þreytt og pirruð og svaf aldrei neitt. Hún hafði ekki sofið síðan mamma hans var tólf ára. Sumir sögðu að það væri af því hún væri svo berdreymin. Hún þyldi það ekki að vera alltaf að dreyma einhver dauðsföll í fjölskyldunni og happdrættisvinninga fyrir ókunnuga. Aðrir sögðu að það væri allt lygi og hún svæfi allar nætur en héldi bara að hún væri frammi í eldhúsi með kaffi og síga- rettur að hlusta á bátabylgjuna. Einu sinni höfðu krakkarnir farið að njósna um hana eftir miðnætti. Þá var hún í eldhúsinu. En hún var líka í rúminu sínu, sagði Denni. Hann hélt að hún væri katmski draugur. Það var enginn spegill í ganginum hjá henni eins og í öllum öðrum í þorpinu. Kannski var það vegna þess að hún gat ekki séð sjálfa sig í spegli. Nú var mamma byijuð að leita að honum. Ilann heyrði í henni. Maaggi! Maaggi! Hún nálgaðist. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að stinga betur af. En sat kyrr upp við gamla nótabátinn á kambinum. Hann vissi auðvitað að hann gat ekkert verið einn heima allt sumarið. En hann vissi líka að hann vildi ekki vera hjá Guðlaugu frænku. Hann hafði nefnt afa og ömmu í Reykjavík, en þau sendu mömmu ekki einu sinni jólakort. Bara honum. Hún myndi aldrei senda hann þangað. Hann þekkti þau líka ekkert. Hann heyrði fótatak hennar í mölinni. Hann leit ekki upp. Hún settist hjá honum. Þau sátu þegjandi smá stund og horfðu út á þennan gráa sjó. Hann var reyndar að verða dálítið blágrænn núna með kvöldinu. Fjöllin fyrir handan náðu niður á hafsbotn og upp í ský. Skýin voru að byrja að verða rauð. Það var einn möguleiki eftir, sagði hún. Frændi hennar sem hét Marteinn. Hann var bóndi. Bjó einn nánast inni á afrétti fyrir sunnan. Gamall en ágætur, sagði hún. Hún hafði hringt í hann. Marteinn vissi ekki einu sinni að hún ætti strák. Maggi ætlaði aldrei að sofna þessa nótt. Hann sat og horfði út um gluggann. Það var ekkert vatn í gluggakistunni. Bara nokkrar dauðar fiskiflugur og ein lifandi. Hún var að reyna að komast út. Úti læddust gráhvít ský yfir dökkan sjó- inn. Það glitti í stöku rafljós á bæjunum frammi í firðinum. Allir virtust enn vera sofandi í þorpinu. Nema Guðlaug frænka auðvitað. Það var ljós í eldhúsinu hjá henni. Maggi velti fyrir sér hvað Guðlaugu myndi dreyma ef hún sofnaði núna. Hvort hana myndi dreyma eitthvað um sig. Kannski Rauða kross kassa í hamborgara- sjoppu að spúa endalausri bunu af fimmtíu- köllum á gólfið við fætur hans. Eða rútu sem fer út af á Öxnadalsheiðinni og veltur niður snarbratta hlíðina eins og brothættur jólapakki og rúðurnar springa og þakið fell- ur inn og stórir mosavaxnir gijóthnullungar losna úr margra alda skorðum og fólk hend- ist út um stóra gapandi gluggana eins og tuskudúkkur, kremst undir rútunni eða lend- ir á nibbu og höfuðin brotna eins og egg og það lekur hvíta og rauða niður steininn. Maggi stóð lengi kyrr á stofugólfínu og horfði í kringum sig. Hring eftir hring. Hann andaði djúpt og fann hvernig lungun urðu stöðugt þyngri og hann hætti að geta kyngt. Svo komu þessi helvítis tár... Mynd: Gísli Sig- urðsson. Og steinar og blautir moldarkögglar rúlla allá leið niður á túnin óralangt fyrir neðan, löngu eftir að rútan hefur stöðvast í skriðu. Og svo er þögn, nema einhver er að stynja og einhver er að gráta og það drýpur dísil- olía niður í gijótið. Plúpp, plúpp. Svo stóð hann allt í einu við rúmið hjá mömmu og horfði á hana sofa. Hún andaði hægt og reglulega og munnurinn var örlítið opinn, dökkt hárið huldi augun að mestu, nema hann beygði sig niður, þá gat hann séð þau. Þau voru ekki alveg lokuð. Hann heyrði í fiskiflugunni frammi. Hún hamaðist suðandi á rúðunni með smá hvíldum á milli og skildi ekkert í því hvað þessi fjólublái næturhiminn var harður og kaldur. Það var hlýtt að koma undir sængina. Mamma hans bylti sér svolítið og sneri sér á hina hliðina. Eftir stutta stund liðaðist myrkrið í sundur og herbergið hvarf út í buskann. Og nóttin líka. Það kom rigning- arskúr og hann heyrði vatnið sejdla af kvist- inum niður á súðina löngu eftir að skúrin var farin hjá. Plúpp, plúpp. Þetta var löng ferð. Framhjá fullt af grænum túnum og dugnaðarlegum sveita- bæjum sem ljómuðu af athafnasemi, með moldina langt upp á veggi og marglitan vélaflotann eins og reikistjörnur á sporbaug allt í kring. Svo voru gulleitar heiðar og móar og brúnir melar með frostsprunginni mold eins og brúnni flísalögn. í fjarska allt- af bíá fjöll og blikandi jökulbungur með ský fyrir ofan. Það setti örlítinn beyg að honum þegar rútan var að klifra upp Öxnadalsheiðina. Það var rigning. Moldin var blaut. Mosa- vaxnir gijóthnuliungar í hlíðinni og tún langt .fyrir neðan. Vinkona mömmu sótti hann á Umferðar- miðstöðina. Hann var búinn að sofa meira og minna síðan í Norðurárdal, svo það tók hann dálítinn tíma að átta sig á því hvort hann var að dreyma eða ekki og hann varð aldrei viss um hvort það var bara einhvers staðar snjóskafl á veginum eða hvort það var í alvörunni hvítur hestur sem hljóp með rútunni fyrir allan Hvalfjörðinn. Hann mundi greinilega eftir hvítu þústinni á vegin- um og dynjandi hófatakinu utan við gluggann. Vinkonan hét Rúna og talaði og talaði í bílnum, líklega til að reyna að halda honum vakandi. Þau keyrðu í marga klukkutíma fannst honum. Hann var farinn að halda að hún ætlaði að keyra hann austur í sveit til Marteins, þegar hún stoppaði loksins við eitthvert háhýsi. Maðurinn hennar var að horfa á handbolta í sjónvarpinu. Krakkarnir voru sofandi. Maggi háttaði og sofnaði brátt á stofusófanum út frá ómnum af handbolt- anum í sjónvarpinu. Það var rigning úti, en það heyrðist ekkert í henni. Hún sást bara dijúpa af menjubornu svalahandriðinu. Daginn eftir byijaði önnur rútuferð. Með fleiri sjoppum og sveitabæjum og kúahópum og grænum víðáttum og dularfullum bláum fjöllum sem héldu í sér andanum og þóttust vera dáin. Rúna hafði talað við bílstjórann og hann minnti Magga á að fara úr við eina sjoppuna og bíða þar eftir annarri minni rútu. Litla rútan ók með hann frá sjoppunni og beina leið í áttina að fjöllunum. Þegar nær þeim dró breyttu þau um lit, hættu að vera blá og urðu grænleit og svört og umkringdu bæina og túnin eins og kast- alaveggir í ævintýrum. Það var eitt skrýtið í litlu rútunni. Það var einn svolítið gamall maður sem sat aftar- lega í henni þegar Maggi kom. Hann var allt öðruvísi en allir hinir farþegarnir. Þeir voru allir útlendingar nema Maggi. Gamli maðurinn var í þykkum gráum jakkafötum og með fínan svartan hatt og hann brosti vingjarnlega til Maggá yfir stóra slitna leð- urtösku sem hann hélt á í fanginu. Svo þegar Maggi fór ur rútunni og leit afturí, þá var maðurinn farinn. Samt hafði rútan aldrei stoppað. Síðastá spölinn að Fosskoti fékk Maggi far hjá póstinum á gömlum Landróver. Hann talaði hratt, en keyrði hægt og það söng vinalega í gírunum þar sem jeppinn klöngraðist yfir ársprænur og læki, þræddi djúp hjólförin gegnum löngu aflögð tún með kafloðnum bæjarrústum, yfir víðfeðma sandfláka og skjögraði í rykkjum milli hraunhóla með mosa og grasþúfum í lautum og bollum. Og yfir og allt um kring þessar dökku fjallshlíðar með gulgrænum rindum og eink- um stóra fjallið með snæviþakta tindinum og eldgígnum sögulega sem pósturinn sagði að hefði hrakið allt fólk úr sveitinni hvað eftir annað gegnum aldirnar, rutt glóandi hraunvellingi yfir tún og engi, spúð ösku yfir heilu byggðarlögin, drepið búfé í hrönn- um og alltaf sendi frá sér gufustrók annað veifið til að minna á sig. Það gnæfði yfir umhverfið, tignarlegt, 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.