Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 10
Gengur úr vegi framhjá eigín verkum I Ihaust heyrðu margir íslendingar í fyrsta sinn nefnd- an norska myndhöggvarann Nils Aas, vegna þess að á 70 ára rithöfundarafmæli Halldórs Laxness var afhjúpuð mynd af skáldinu - og hún var eftir þennan norska listamann, sem hér á íslandi hefur Elgurinn, trésk- úlptúrá Holmen- kollen, 1982. Um NILS AAS, sem talinn er fremsti myndhöggvari Norðmanna um þessar mundir og vafalítið er má telja hann í flokki færustu myndhöggvara á Norðurlöndum og jafnvel þótt víðar væri leitað. Hann sækist þó hvorki eftir fé né frægð. Þessi hlédrægi listamaður er ánægður ef hann fær að vinna í ró og næði. áreiðanlega verið lítt kunnur. í Noregi nýtur hann nú orðið mikillar viðurkenningar og vinsælda og er meðal þeirra listamanna þar í landi, sem hljóta um það bil milljónkall í heiðurslaun frá ríkinu á ári hveiju. Nils Aas er vel að þeim kominn; hann er afburðamað- ur í skúlptúr og ekki sízt þeirri erfíðu kúnst sem portrettið er, hvort sem það er teiknað eða mótað í þrívídd. Þótt ýmsir frábærlega góðir skúlptúrar liggi eftir Nils Aas, má gera því skóna, að portrettin muni halda nafni hans lengst á lofti. Ekki þarf lengi að skoða myndina af Halldóri Laxness til að sjá, að þar hefur „virtuós" mótað. En það er líka umhugsunarefni að annar eins listamaður er aldrei nefndur á nafn í listatímaritunum, sem sýnir hvað þau eru ómerkileg og oft undir hælnum á einhverjum kaupahéðnum og þröngsýnum listsagnfræð- ingum. Norðurlandamenn virðast ekki nenna að bera fé á þau til að kynna sína menn, eða þá að þeir hafa ekki efni á því. Það fer og eftir, að Norðurlönd eru hrein- lega ekki til í lista-heimspressunni. Það er að segja: Síðan Munch féll frá, hefur enginn komizt á blað nema dönsku Cobra-málararn- ir svo heitið geti. Afburðamenn frá Norður- löndum, svo sem Nils Aas og Franz Wider- berg, einnig frá Noregi, eða Lena Cronquist frá Svíþjóð og Johanni Linnovara og Ulla Rantanen frá Finnlandi- að ekki sé nú talað um íslenzka listamenn- virðast bara ekki vera til í alþjóðlegu samhengi. En pistillinn átti raunar ekki að fjalla um þetta, heldur hógværa Norðmanninn, Nils Aas, sem landi hans, málarinn Franz Wider- berg, segir svo um í formálsorðum að bók með myndum af verkum myndhöggvarans: „Menn segja, að Nils Aas sé feiminn eða hógvær, eða þöguli. Kannski fellur honum ekki að vera sýniiegur; hann vill kannski ekki iáta tii sín taka og kannski hugnast honum ekki að heyra sína eigin rödd. En verkin hans eru ekki feimin og þau eru vel sýnileg. í verkum sínum talar hánn, skáldar og segir frá. “ 'Nils Aas var í heimninn borinn vorið 1933 og er því á fimmtugasta og sjöunda árinu. Foreldrar hans bjuggu í Strömmen, 200 manna þorpi í nánd við Þrándheims- fjörðinn. Faðir hans var snikkari og orðlagð- ur hagleiksmaður, svo sem verið hafði afi hans einnig. Nils Aas man úr bernsku sinni eftir sér sitjandi í spónahrúgunni miðri að tálga út báta. Frá því hann man eftir sér hefur hann verið að fást við form. Snikkara- verkstæðið í Strömmen var líka vinsæli sam- komustaður; þar hittust menn og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Sjómenn og bændur, sem tóku í vörina og spýttu. Og sögðu sögur, sem kveiktu í ímyndunaraflinu hjá drengnum. Eins og jafnan var það mamman sem skildi hann bezt. En hún dó þegar Nils var á unglingsaldri. Það var mikið áfall og áfall var það einnig fyrir föðurinn, þegar það kom í ljós, að Nils hafði ekki löngun til að verða snikkari í Strömmen. Allur hans áhugi var á myndmótun, en ekki var það vegna þess að myndlisþ væri fyrir augum hans í Strömmen. Á heimilinu voru myndir af skáldinu Björnstjerne Björnsson og Napo- leon. Nils Áas minnist þess, að honum þótti Björnson mikilúðlegur með makka eins og ljón og marga myndina skar hann út af honum. Það voru ófullburða tilraunir, sem enduðu í ofninum. Það varð drengnum hrein ástríða að forma. Hann minnist þess til dæmis, að flatkökur át hann ekki án þess að hafa mótað eitthvað úr þeim fyrst. II Eftir hefðbundna skólagöngu heima fyrir og herþjónustu, lá leiðin til Oslóar. Hann sótti um inngöngu í Statens handverks- og kunstindustriskole og sendi inn tréskurðar- mynd af móður sinni. Og það dugði. Hann kynntist alveg nýrri veröld í skólanum; ein- farinn hitti fólk með samskonar áhugamál og hann og fljótlega var hann klár á því, að hið þrívíða form heillaði hann mest. Það jók sjálfstraustið þegar hann tók þátt í teikn- ingasamkeppni á vegum Arbeiderbladed og vann fyrstu verðlaun. En fátæktin var al- ger; líkt og Knut Hamsun segir frá i Sulti um örbirgðarlíf í Christianiu fyrir einni öld, kynntist Nils Aas sultinum í þeirri sömu borg - samt er svo tiltölulega stutt síðan. Hann hefur sagt frá því sjálfur, að eitt sinn var hann svo svangur, að hann neyddist til að stela fiskibolludós úr búð, en fékk ógur- legt samvizkubit og skrapaði saman fyrir andvirði dósarinnar og skilaði því á réttan stað. Á Akademíinu hitti Nils Tonje Ström, sem fljótlega varð konan hans. Eins og nærri má geta var heimili þeirra stofnað af litlum efnum, en til að standa sig í hlutverki heimil- isföðurins, fékk Nils vinnu sem teiknari á Arbeiderbladet. Hann var flinkur teiknari og náði alveg þessum sérstaka léttleika, sem einkennir góðar dagblaðsteikningar og menn þekkja ekki hvað sízt úr dönsku dag- blöðunum. Þessi þáttur hefur hinsvegar verið vanræktur með öllu í íslenzkum dag- Halklór Laxness. Myndin sem Nils Aas gerði í tilefhi 70 ára rithöíimdarafmælis skáldsins og sett verður upp í Þjóðarbókhlöðunni. 4 i I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.