Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 11
Henrik Ibsen, Bergen 1981.
blöðum, eða þá að blöðin hafa ekki getað
fengið hæfa teiknara til verksins.
Meðal kennara Nils Aas á Akademíinu
var norski myndhöggvarinn Arnold Hauke-
land, sem var þá stórt nafn í norskri mynd-
list. Hann sá fijótt hvað bjó í Nils og gerði
hann að aðstoðarmanni hjá sér. Og þegar
Haukeland fór S lengri tíma til Grikklands,
lét hann Nils eftir vinnustofuna ásamt fyrir-
mælum um, að nú skyldi hann nota tímann.
Nemandinn lét ekki segja sér það tvisvar.
Þarna vann hann úr stáli stóra btjóstmynd
af konu, sem hann „debúteraði" með á
haustsýningu 1964.
Þau hjónin áttu nú orðið barn og það
voru sífelld húsnæðisvandræði unz Nils gat
keypt íbúð á Ekely, þar sem hann býr enn.
En þau hjónin slitu samviztum fyrir tíu árum
og síðan býr listamaðurinn þarna einsamall.
III
Stærstu listrænu tímamótin í lífi Nils Aas
voru 1967, þegar hann sigraði í samkeppni
um minnismerki Hákonar konungs VI. Alls
tóku 53 myndhöggvarar þátt, en tillaga
Nils Aas þótti í sérflokki. Hann stílfærir
kónginn mjög, en heldur þó þeim einkenn-
um, sem landar hans þekktu svo vel. Hákon
konungur var mjög hávaxinn maður. í mynd
Nils Aas er hann meira en hávaxinn; hann
er eins og tré, sem svignar fyrir vindi.
Dag einn kom Hákon konungur á verk-
stæði myndhöggvarans til að sjá verkið.
En það þótti heldur neyðarlegt, að um leið
kom embættismaður frá fógetanum til að
taka lögtak hjá myndhöggvaranum uppí
ógoldna skattaskuld. Og hallærislegt var
það líka, að annaðhvort gleymdist að bjóða
myndhöggvaranum í veizlu í tilefni af af-
hjúpun verksins, eða þá að það hefur þótt
óþarft.
En Hákonarmyndin var stórkostlegur list-
sigur fyrir Nils Aas og bæði gagnrýnendur
og listamenn voru sammála um að þetta
væri afburða verk og það gerist ekki oft.
Síðan hafa Norðmenn ekki verið í vafa um
hver sé þeirra snjallasti portretlistamaður.
Sjálfur veit hann ekki hve mörg portret
hann hefur gert, en mörg þau merkustu eru
einmitt af listamönnum, ekki sízt rithöfund-
Nils Aas á verkstæði sínu á Ekely.
um. Þar á meðal eru afburða góð portret
af Ibsen, Johan Falkberget, Johan Borgen
og að sjálfsögðu Laxne'ss. Hann hefur mót-
að í leirinn andlit stjórnmálamanna svo sem
Tryggva Brattelys og Einars Gerhardsens
og tónlistarmanna svo sem Arthurs Rubin-
steins og Kjell Bækkelunds. Afar sérstætt
er það, að Nils Aas hefur einnig unnið por-
tret á sína vísu eftir málverkum, til dæmis
eftir einni af sjálfsmyndum Rembrandts;
einnig eftir málverkum af Victoríu drottn-
ingu og Hinriki kóngi áttunda.
Nils Aas hefur alltaf verið ögn svipaður
Ólafi Kárasyni ljósvíkingi, eftir lýsingum
að dæma. Hann er einfari og sækist sízt
af öllu eftir sviðsljósinu. Fyrir um 20 árum
var hann einn af „Hinum 11 ungu“, sem
sýndu saman í Kunstnemes Hus. En hann
féll ekki saman við hópinn og sagði um það
seinna:
„Ég stóð utanvið á margan hátt. Þeir
voru svo vissir í sinni sök. Gátu talað svo
mikið, bæði um list og pólitík. Um annað
töluðu þeir ekki. Og þeir voru svo stórorðir.
Myndin af Hákoni konungi VII, sem
markaði þáttaskil á listferli Nils Aas.
Það er frumkast af myndinni frá 1970,
sem hér sést.
Það var ekki eins og ég var vanur að tala
og ekkert veit ég verra en að tala um list.
Það á ekki við mig. Þegar háværar samræð-
ur hófust, yfirgaf ég hópinn og hélt á kaffi-
hús, þar sem ég gat talað við hvern sem
var. En þótt ég félli ekki inn í þennan hóp
kolleganna, þá vissi ég að eitthvað bjó innra
með mér. En um það vildi ég ekki tala við
neinn. “. Sjá bls. 12
Arthur Rubinstein. Myndina mótaði Nils Aas eftir minni að Kjell Bækkelund á konsert.
loknum konsert. Sjá nánar í grein.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS 19. DESEMBER 1989 1 1