Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 13
Margslungin
margræð og
gáskafull verk
Afstrakt listaverk og samt-
ímalist, svo að ekki sé
talað um framúrstefnu,
hafa oft átt skilningsleysi
að mæta í sögunni. Svo
virðist sem Sigurjon Ól-
afsson, myndhöggvari, sé
dæmi um slíkan lista-
mann, sem stundum hefur verið of umdeildur
til að hljóta til fulls þá viðurkenningu, sem
hann á skilið. Þó er það einmitt hið marg-
ræða, það sem ekki liggur í augum uppi, sem
ér eitt hið áhrifamesta í verkum hans.
í safni Siguijóns Ólafssonar eru nú til
sýnis verk úr málmi frá árunum 1960-62,
sem ef til vill mun koma meirihluta sýningar-
gesta á óvænt. Til að menn geti gert sér sem
gleggsta grein fyrir þessum athyglisverðu
verkum, hefur verið komið fyrir myndum af
undanfarandi verkum á efri hæðinni. Meðal
hinna áhugaverðustu af þeim eru „Krían“ frá
1956-57, „Himnastigi" frá 1957-58 og „Úr
djúpunum" frá 1959 (í sýningarskránni eru
myndir af tveim hinum síðastnefndu). Þær
sýna jafnframt brautryðjandastarf lista-
mannsins: í fyrsta sinn voru sköpuð á ís-
landi listaverk, sem byggðust á „objets tro-
uvé“, fundnum hlutum (rekavið, nöglum
o.s.frv.), í kjölfar Picassos.
Önnur verk á sýningunni gefa til kynna
þá fjölhæfni Siguijóns, sem var aðal hans.
Áhuga hans á hinu frumstæða má til dæmis
greina af mynd,. sem líkist verndarvætti, og
höggmyndirnar „Ólík efni“ (1961) og
„Gáfnaprófið" leiða í ljós áhrif frá súrrealism-
anum.
Nokkur orð um list
Sigurjóns Ólafssonar í
tilefni sýningar á verkum
hans, sem nú er uppi í
safninu á
Laugarnestanga.
Eftir CHRISTINA
LUNDBERG
„Vitlaus efnaskipti" er gott dæmi um hin-
ar skemmtilegu tréskurðarmyndir, sem hann
gerði seint á ævinni, og er hún frá 1981.
Fullur gamansemi gerir hann nú það, sem
hann hafði þegar sýnt á fjórða átatugnum,
að hann hafi áhuga á: að láta eiginleika efnis-
ins sjálfs njóta sín. En á svipaðan hátt höfðu
reyndar hugsað ekki minni menn en Henry
Moore og Julio Gonzalez. í þessari mynd
lætur hann til dæmis „andlit" trésins, silfur-
húðað af náttúrunni sjálfri birtast með laus-
lega dregnum augum og munni (og með
hattinn „á ská“). Fleiri og að mínum dómi
hugmyndaríkari tréskurðarmyndir eru frá
allra síðustu árum hans og myndu sóma sér
vel í mörgum listasöfnum í dag.
Samanburður getur oft verið gagnlegur,
og ef maður setur Siguijón á sinn stað í hið
íslenzka listsögulega samhengi, keinur hann
í tímaröð á eftir Einari Jónssyni og Ásmundi
Sveinssyni, en æviverk þeirra marka þátta-
skil í íslenzkri höggmyndalist. Þeir áttu allir
rætur að rekja til hins klassíska skóla, og
það er athyglisvert að sjá, hvernig kynslóðirn-
ar skiluðu þessum arfi: Einar Jónsson, hinn
mikli „klassisisti“, hvikaði aldrei í stórbrotn-
um verkum sínum frá þeim evrópska alda-
mótaanda, sem hann ólst upp í, en inn í
„klassisisma“ Ásmundar komu hins vegar
sterk áhrif frá kúbisma og eigi svo lítil held-
ur frá myndmáli, sem minnir á Henry Moore
á fyrri árum hans. Síðar átti hann eftir að
gera óhlutbundin (nonfigurativ) verk, þar
sem hinar „opnu höggmyndir" tengjast verk-
um Siguijóns á vissan hátt, en það liggja
fleiri þræðir á milli þeirra. En þrátt fyrir það
verður útkoman hjá þeim gjörólík, sem bygg-
ist á mismunandi skapferli listamannanna.
(Það breytir ekki þessari staðreynd, að þeir
áttu báðir eftir að verða fyrir ríkum áhrifum
frá Gonzalez.)
Siguijón, sem var 15 árum yngri en Ás-
mundur, sýndi þegar á námsárum sínum
afturða hæfileika sína innan hinnar klassísku
hefðar, þegar hann hlaut gullpening fyrir
„Verkamanninn" árið 1930. Hann var snill-
ingur í gerð andlitsmynda, og mun sú af
móður hans frá 1938 vera með réttu þeirra
þekktust, en í þeirri listgrein fer saman hjá
honum frábært handbragð og hæfileiki, sem
fáum er gefinn, til að ljá myndunum sál.
Þetta er þeim mun merkilegra sem hann,
eins og áður hefur verið minnzt á, lætur efni-
viðinn sjálfan tala og hikar ekki við að skilja
eftir ummerki eigin vinnu á verkinu, heldur
lætur þau verða hluta af því í sinni endan-
legu gerð, en þetta leiðir liugann að mörgu,
sem síðan hefur gerzt innan höggmyndalist-
arinnar.
Úr djúpunum, 1959.
Fyrstu afstraktmynd sína, „Mann og
konu“, gerði Siguijón 1938, og í þessu verki
má greina viðhorf, sem áttu eftir að verða
snar þáttur í síðari verkum hans. Oft stork-
aði Siguijón jafnvæginu til hins ýtrasta, en
það stuðlaði að því að ljá höggmyndum hans
léttleika og rými, lyftingu og frelsi. (í árbók
safnsins 1987-88 gerir Birgitta Spur glögga
grein fyrir þeim grundvallarreglum forms,
sem listamaðurinn fylgdi í verkum sínum.)
í skránni, sem þes'sari sýningu fylgir og
er hin gagnlegasta fyrir gesti, eru margar
athyglisvérðar upplýsingar í grein Aðalsteins
Ingólfssonar. Hann skýrir þar muninn á af-
strakt list og óhlutbundinni (non-objective),
sem fjarri fer, að sé öllum ljós, og hann sýnir
á sannfærandi hátt fram á, að Siguijón hafi
að langmestu leyti haldið sig á hinu af-
strakta sviði. Ef til vill er honum of mikið í
mun að sýna, hvernig listamaðurinn gangi
alltaf út frá minnum úr heimi manna og dýra
í verkum sinum: Áhugaverðastá verkið frá
þessum tíma, „Skyggnst bak við tunglið",
túlkar hann jafnvel einnig frá þessu sjónar-
miði.
I neðanmálsgrein bætir hann við, að Sigur-
jón hafi haft mjög mikinn áhuga á stjörnu-
fræði, og mér finnst að minnsta kosti þetta
verk vísa einmitt til þess. Tvær litlar kringl-
óttar „plánetur" eru festar hvor á sinn yzta
odda, og ein stærri hringlaga „pláneta" er
innilokuð í hálfmánalöguðu hvolfi. Aðalsteinn
varpar fram hugmynd um átakamikið efni
úr norrænni goðafræði, og þegar höfð er í
huga skáldgáfa listamannsins sem og til-
hneiging til tvíræðni, er ef til vill ekki útilok-
að,_ að verkið rúmi þetta allt samtímis.
I sömu grein er einnig á það minnzt, að
nafngiftir verka þurfi ekki endilega að gefa
vísbendingu um inntak þeirra. Birgitta Spur
hefur sjálf gefið mörgum verkum nafn, sum-
um eftir lát manns síns, og um hið síðara
hef ég sérstaklega mínar efasemdir bæði frá
fræðilegu sjónarmiði og með tilliti til skoð-
andans. Nöfn geta verið mikilvæg kynning
á verkum og ráðið hæglega miklu um hug-
myndatengslin fyrirfram. En af hveiju ekki
að láta verkin vera nafnlaus? Það er venju-
lega aðferð ekki sízt nú á dögum og greiðir
fyrii- mismunandi túlkunum, eða að öðrum
kosti að setja spurningarmerki á eftir nafn-
inu eins og „Hestur?“
Afstrakt hugtök geta stundum átt leið
með öðrum jarðbundnari, og dæmi um það
er í „Til að láta bíta“ í Galdrastafaröðinni.
Á „höfuðminni" verksins (orðið er Aðal-
steins) er einnig hægt að líta sem það alls-
heijar hringtákn, sem kemur fyrir í svo
mörgum þessara þjóðlegu táknmynda.
En þrátt fyrir allt verða verk Siguijóns
stundum óhlutbundin. í aragrúa línanna í
„Staðarmerki", sem teiknaðar eru með til-
styrk rýmisins, er að finna margræðni, sem
þótt þversagnarkennt sé gefur til kynna sam-
ræmi, frá hvaða sjónarhorni sem á það er
iitið. Þetta verk var hugsað sem stórt í snið-
um undir berum himni, og það er augljóst,
Móðir mín, 1937-38.
að þannig ætti það að vera eins og verkið
„Úr djúpunum". Bæði þurfa að standa fijáls
í góðu rými til að njóta sín til fulls.
Að ýmsu leyti ér Siguijón frábrugðinn
fyrirrennurum sínum á íslandi. Þegar í fyrstu
höggmyndinni sem hann gerði eftir heimkom-
una frá Danmörku 1945, „Snót“, lætur hann
yfirborðið, sem hann meðhöndlar ekki, vera
hluta af hinu einfalda forini myndarinnar,
sem er af ungri stúlku. Beri menn þetta sam-
an við hið fágaða yfirborð mynda Ásmund-
ar, og samblandið af „háu“ og „lágu“, fá
menn nokkra vísbendingu um, hver áhrif
hann hefur haft á höggmyndalistina á ís-
landi. í þrotlausri leit sinni að nýjum að-
ferðum við form og efni skóp hann, þegar
bezt lét, margslungin og margræð verk, en
um leið gáskafull. Nokkur þeirra frá hinni
sérstöku ,járnöld“ hans er hægt að skoða
nú og fram í maí á sýningu, sem er einstak-
lega vel úr garði gerð og menn mega ekki
missa af henni.
Höfundur er bókmennta- og listfræðingur og
býr á (slandi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 13