Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 15
er rangt, þetta er ljótt — og þetta er líklega ólöglegt. Brot á ákvæðum um vernd hug- verka og höfundarrétt. Nei, ég er ekki sá eini sem hef gert athuga- semdir við þessa kostulegu sjónvarpsþætti. Dr. Klaus Dick, vígslubiskup í Köln, skrifar t.d. um þættina í árbók St. Ansgar-félags- ins, þar er komist svo að orði að Jón Sveins- son myndi í dag snúa sér við i gröfinni vegna þessarar fölsku lýsingar á bernsku hans á Islandi. Enginn sem ég hef talað við mælir þess- ari mynd bót og tilfinn'ingum okkar sem átt- um því láni að fagna að kynntast Jóni Sveins- sjni verður best lýst með sársauka og hryggð. Eg leyfi mér að skora á útvarpsstjóra að endursýna ekki þessa sjónvarpsþætti; Þeir skrumskæla verk eins ástsælasta og víðlesn- asta rithöfundar okkar fyrr og síðar. Þeir eru óvirðing við Jón Sveinsson, óvirðing við foreldra hans, hin merkustu hjón. Og þessir þættir eru óvirðing við lesendur Nonnabók- anna.“ Spurull Og Hrifnæmur — Þú þekktir manninn? „Já, ég fór til Parísar í nám 1938 og þá um haustið bauðst mér tækifæri til að hitta hann. Ég varð sannarlega ekki fyrir von- brigðum. Mér fannst strax að ég stæði frammi fyrir gömlum og góðum kunningja. Nonni hafði þennan einstaka frásagnarmáta. Hann talaði skipulega — hann var þó hrif- næmur; átti það til að veifa höndunum þegar hann talaði og augun ljómuðu. Já, hann var spurull, innti mig eftir mínum högum. Já, hann talaði íslensku, raunar með nokkurri fyrirhöfn en laukrétt og án hreims í framburði. Það kom fram í okkar viðræðum að hann hafði áhyggjur af íslandi; hvað yrði um það á þessum viðsjárverðu tímum. Hann fylgdist vel með gangi mála hér heima. Ég spurði hann um hvernig hann fylgdist svo vel með og hann svaraði þvi til að Jónas Jónsson frá Hriflu sendi honum blöð og tíma- rit að heiman.“ — Þú hittir Jón Sveinsson í fleiri skipti, ekki satt? „Jú, oft þennan vetur. Það var helst ég sem hafði samband við hann af Islendingun- um. Auk Nonna vorum við þrír íslendingarn- ir í París, Louisa Matthíasdóttir listmálari, Rögnvaldur Siguijónsson píanóleikari og ég. Nonni var boðinn og búinn til að hjálpa mér í einu og öllu. Greiddi götu mína og útveg- aði mér atvinnu þegar hlé varð á náminu. Hann var með afbrigðum umhyggjusamur. Ég varð veikur og lá rúmfastur um tíma. Þá gerði hann sér það að reglu að heim- sækja mig tvisvar í viku. — Athugaðu að þegar þetta gerðist var hann áttatíu og eins árs og aðalerindi hans til Parísar var að leita sér lækninga. Hann hafði óþægindi í mjöðm og var lítið eitt haltur. Þessar stundir sem hann sat við rúmstokk- inn eru ógleymanlegar. Ég spurði hann eitt sinn, við hvaða aðstæður honum léti best að skrifa. Hann sagðist oft sitja við skriftir úti á svölum í heimkynnum sínum í Hollandi og honum þætti það sérkennilega örvandi að láta ljós lifa í öllum regnbogans litum.“ SÁLNAVEIÐAR? — Heldurðu að jesúítapresturinn Jón Sveinsson hafi verið „á sálnaveiðum"? „Nei, örugglega ekki. Við ræddum um næstum allt milli himins og jarðar en trúmál voru það eina sem við minntumst aldrei á. Ég held að hann hafi tekið mína mótmæl- endatrú sem staðreynd og hann lagði sig ekki eftir að breyta því.“ — Og hvenær skildu leiðir? „Nonni fór til Hollands vorið 1939 en ég til Suður-Frakklands og gerðist heimiliskenn- ari. Nonni hafði reyndar útvegað mér þá stöðu. Nokkru áður bauð hann mér að heim- sækja sig í klaustrið þar sem hann dvaldist. Ég borðaði kvöldmat með honum og öðrum kennimönnum. Það var greinilegt að hann naut mikillar virðingar og vinsælda. Nonni var samt alltaf dálítið sér á parti. Hann var ekki einangraður en einhvern veginn ögn framandi innan um aðra reglubræður. Hann var reyndur og vitur maður með hjarta barns- ins. Nonni sleppti ekki af mér hendinni þótt leiðir skildu, hann skrifaði mér til Suður- Frakklands. Ákaflega hlýleg og umhyggju- söm bréf. Þá um haustið skall stríðið á, ég hélt heim. í byijun maí 1940 fékk ég bréf frá honum. Hluti þess var á íslensku og ekki varð ég var við stafvillu þar. Það er reyndar skrítið en mig dreymdi á táknrænan hátt fyrir andláti hans 1944. En þá var ég við nám í Kanada." — Það er ljóst að þú ert og varst lesinn í Nonnabókunum, hvenær kynntustu þeim? „Fyrstu Nonnabókina fékk ég í hendur á jólum þegar ég var smádrengur, ekki fulllæs. Það var ekki að sökum að spyija; ég var orðinn allæs þegar henni var lokið. Og svo tók ein bókin við af annarri. Hvað það var Pater Jón Sveinsson á áttræðis- aldri. Vitur maður með barnshjarta meðaljap- anskra barna. t XWCA Clsl 'Vt <XCA- 1 £0*^, 7 *áj J Séra Jón Sveinsson á miðjum aldri. og Manni“ og „Borgin við Sundin“ eru beint framhald „Nonna“. Það sem tekur af öll tvímæli er að hann segir í sama formála: „Einmitt það gefur bókinni aðalgildi sitt, að hún býður einungis upp á hið sanna.“ — Léstu Nonnabækurnar ennþá? „Því miður hef ég haft lítinn tíma til bók- menntalesturs, enda bundinn við verkefni hagfræðinnar hin síðustu ár.“ — Síðustu ár, eru það ekki að verða fimmtíu ár síðan þín fyrsta grein birtist í Morgunblaðin u! „Jú, reyndar. Sú fyrsta birtist að mig minnir á nýársdag 1940 og hún var einmitt um Nonna. Annars hafa flestar mínar grein- ar verið um efnahagsmál eins og þau þróast frá ári til árs.“ — Hefurðu gaman af ritdeilum og orða- skaki? „Ég hef vissulega sett fram skoðanir mínar og minna lærifeðra. Stundum hef ég hlotið gagnrýni fyrir. En því miður hefur sú gagn- rýni verið lítt málefnaleg. Það er gömul og ný árátta íslendinga að deila á menn fremur en stefnur. Sjálfur hef ég engan áhuga á þrefi og þrasi.“ /ÓJJamA tdtuj Jm f/h sjúuýi-i JJej luyl iýjjeji— uie au eiuí— cej cjcJu*, 7, aiC-éUýs> ^/t*> ^ Ajte/PemtuS-— i Cr {foi*u*/iu*<— /Ae^eHuO- 4-/— -JÍc -t/xJ— ' 'Jt'ecA- . 'au etshiáf -4-* Rithönd Jóns Sveinsonar, andlegar æfíngar. í bókunum sem hreif mig? Hann sagði sjálfur í bréfi til mín: „Ég get ekki skilið þessa vel- gengni, því að ég er fjarri því að vera hæfi- leikamaður. Mér er ekki nema þetta eitt gefið; að geta tjáð mig þannig, að lesendum falli í geð. Ég gæti ef til vil bætt öðru við; brennandi ást á mínu kæra og élskaða föður- landi og öllu sem það varðar.“ Þetta segir kannski meira um manninn en bækurnar. En mér féllu þær vel í geð, hafði samúð ineð söguhetjunum, spennandi sögur og trúverð- ugar.“ — Trúir þú öllu sem í þeim stendur? „Nonni sér auðvitað bernsku sína og æsku- stöðvar í ævintýraljóma. — En áður en hann samdi bækur sínar, skrifaði hann um íslend- ingasögurnar, sem höfðu mikil áhrif á hann. Þar kveður hann Ara fróða hafa gefið hveij- um sagnahöfundi grunnreglu sem fara beri eftir. Hún er á þá lund að, „hveija sögu skuli svo segja sem hún gekk fyrir sig.“ Hann túlkar þessi orð þannig: „Þar með voru allar sjálfgerðar, uppspunnar frásagnir bann- aðar.“ Þessi viðhorf staðfestir hann í for- mála að fyrstu bók sinni, „Nonni“: „Mér til mikilla leiðinda hafa sumir haldið að bókin Nonni væri skáldsaga. Svo er ekki.“ Þetta gildir um aðrar bækur líka. Bækurnar „Nonni LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19*"DESEMBER 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.