Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Qupperneq 17
Einar brá oft fyrir sig ferskeytlunni. í
Ólafs rímu Grænlendings eru hvorki meira
né minna en 157 erindi, öll dýrt kveðin:
Kólga norðurs faðmar fjöll,
fölvar strýkur grundir.
Ólga storðar fossaföll
fannabríkum undir.
Sumar vísur Einars eru ástarljóð, til
dæmis þessi:
Siglir dýra súðin mín,
sveipuð himinbjarma,
yfir heimsins höf til þín,
hrundin bjartra arma.
Veit ég hjúpa léttust lín
leyndir dýpstu barma.-
Teyga ég þinna vara vín,
-veigar sælu og harma.
Einatt siglir súðin mín
sæl til þinna arma.
Það er alkunnugt, að lindir skáldskapar-
ins voru mjög teknar að þorna, þegar Ein-
ar fluttist til Herdísarvíkur, enda heilsan
tekin að bila. í síðustu utanferð sinni til
Túnis orti hann nokkrar vísur og sumir
segja, að í Herdísarvík hafi hann ort vísu,
sem vel er þekkt og getur staðið sem eins-
konar punktum finale fyrir lífsverk skálds-
ins:
Falla tímans voldug verk
-valla falleg baga-
snjalla ríman stuðlasterk
stendur.alla daga.
í heildarútgáfu forlagsins Braga á ald-
arafmæli skáldsins er þessi vísa þó ekki
höfð með, sem væri við hæfí, ef hún er
það síðasta sem Einar orti. Hugsanlegt
er, að einhveijir hafi ranglega eignað Ein-
ar vísuna og eru bókmenntamenn beðnir
um að láta í sér heyra, svo hægt sé að
hafa það sem sannara reynist.
IV
Sá maður sem hafði mest samneyti við
Einar í Herdísarvík, fyrir utan sambýlis-
konu skáldsins, var Ólafur Þorvaldsson,
bóndi á jörðinni og leiguliði hjá Einari eft-
ir að hann fluttist til Herdísarvíkur. Ólafur
hafði búið í Úthlíð í sambýli við foreldra
mína, en sóttist eftir ennþá betri beit fyr-
ir fé sitt og mikið orð fór af fjörubeit í
Herdísarvík. Túnið var hinsvegar aðeins
smá blettur og útslægjur nánast engar.
Ólafur var einstaklega greindur og
glöggur maður; merkur fræðimaður og
gaf m.a. út rit um sögu Hafnarfjarðar og
Harðspora, sem er ýmis þjóðlegur fróðleik-
ur. Eftir að hann hætti búskap í Herdís-
arvík, varð hann þingvörður og stundaði
ritstörf.
Ólafur sagði mér, að fyrsta kastið hafði
verið mjög ánægjulegt að búa með Einari
á þessum afskekkta stað. Hann átti þá
sínar góðu stundir og fór á kostum, en
stundum, sagði Ólafur, ruglaðist hann al-
veg og stikaði um hlaðið í Herdísarvík og
hélt að hann væri á Trafalgar Square í
London. Og smám saman fækkaði þeim
stundum, að Ólafur gæti talað við hann
svo gagn og ánægja væri af.
Herdísarvík er afskaplega sérkennilegur
staður. Þó nú sé hægt að aka þangað á
innan við klukkutíma úr Reykjavík, hefur
maður samt sem áður tilfinningu fyrir
mikilli afskekkt. Þetta er eins og staður
við yzta haf. En það er skemmtilegt að
ganga eftir hraunbollunum út með ósnum
og fram á fjörukambinn, þar sem „strand-
mölin grýtir landið“ eins og Einar sagði.
Og svo þetta snarbratta fjall að baki.
Héðan var farið til Hafnarfjarðar í kaup-
stað og liggur göngugata, sem enn sést
vel, yfir fjallið og niður hjá Helgafelli.
Reykjanesskaginn var kostarýr og ennþá
rýrari er hann orðinn núna.
Ekki þarf að fara aftar í tímann en á
fyrripart þessarar aldar til að finna tals-
verða byggð á skaganum, sem nú er fyrir
löngu komin í eyði. Mörg býli voru austur
af Krýsuvík. Fyrir nútímafólk er nánast
óskiljanlegt hvernig hægt var að búa á
svo kostarýru landi og framfleyta fjöl-
skyldum. En það tókst einhvernveginn; á
örlitlu kotbýli, sem eitt sinn sfóð við veg-
inn, rétt austan við Krýsuvík, var 14 börn-
um komið til manns.
V
Á fyrsta og öðrum áratugi aldarinnar
var svo þröngt setinn bekkurinn í sveitum,
að ungt fólk sem vildi heíja búskap, átti
nánast enga möguleika, ef það gat ekki
tekið við búskapnum af feðrum og mæð-
rum. Sumir fluttust til Ameríku af þessum
ástæðum og aðrir reyndu að hola sé niður
þar sem manni sýnist núna, að engir af-
komumöguleikar hafi verið. Ef ég man
rétt, var það 1913, að ung hjón austan
úr Laugardal, sáu þann kost einan til að
geta hafið búskap að koma sér fyrir í
hellinum á Laugardalsvöllum og fyrsta
barnið þeirra fæddist þar. En það var ekki
bara húsaskjólið í hellinum, sem dró þau
þangað, heldur slægjurnar á völlunum,
allt kúgæft hey.
Frá sumarbústöðunum í Brekku- og
Miðhúsalandi sést norður yfir viði vaxið
hraunið. Lengst norður við Brúará heitir
Hrúthagi; þar er dálítil hæð og mýrlendi
niður frá henni, sem hraunið hefur ekki
runnið yfir. Á öðrum tugi aldarinnar flutt-
ist landlaus fjölskylda út í Hrúthaga og
byggði sér bæ, þótt ekkert væri túnið og
ekki annan heyfeng að hafa en þann sem
reyta mátti í mýrinni. Sá búskapur stóð
ekki lengi, en eftir standa tóttir, sem segja
sína sögu um harða lífsbaráttu.
Það er tímanna tákn, að í Miðhúsa-
hrauni, skammt frá Hrúthaganum, er
Verzlunarmannafélag Reylqavíkur að
byggja heilt hverfi sumarbústaða; já vetr-
arbústaði einnig, því þarna verða öll hugs-
anleg nútíma þægindi og lúxus; þangað
er lögð hitaveita frá Efri Reykjum og plast-
ker, sem eiga eftir að verða heitir pottar,
lágu þama eins og hráviði í vetrarbyijun.
Raunar er orðið rangt að kalla þetta sum-
arbústaði, því fólk fer þangað árið um
kring, líka að vetrarlagi, ef ekki gerir
ófasrð af snjó.
Á þessum slóðum, þar sem greinar-
höfundurinn eltist fyrmm við fé og leitaði
að kúm, er nú orðið talsvert þéttbýli og
það era sannarlega engir smákofar, reistir
af vanefnum, sem þar blasa við. Mér skilst,
að sumarbústaðir af algengri gerð, sem
nú era framleiddir á sérstökum verkstæð-
um, kosti á bilinu 2,5 - 3 milljónir. Þá er
eftir að kaupa allt, sem á að vera innan-
stokks. Það blasir einnig við, að við ótrú-
lega marga þessara nýju bústaða, standa
bílar, sem kósta nú vel yfir 2 milljónir.
Mitt í öllum harmagráti efnahagsmálanna
er ekki hægt annað en að undrast hvað
svo mikil velmegun er algeng. Og þar sem
skógarþrösturinn var áður einráður með
sína músík og einstaka spói og hrossa-
gaukur tóku undir, þar heyrist nú fremur
í bílaumferð, ellegar ómur af einhverri
síbyljurásinni úr viðtæki. Og í bland við
ilm af birki má æði oft á síðkvöldum
greina ilm af glóðarsteiktu kjöti; grillveizl-
ur þykja ómissandi þegar dvalið er í bú-
stöðunum.
VI
Fólkinu sem flutti með fátæklegar fögg-
ur sínar út í Hrúthaga og í hellinn á Laug-
arvatnsvöllum, hefði áreiðanlega þótt þetta
undarlegt mannlíf. Þá var ekki hægt að
ímynda sér líf í sveit, nema þar væra slægj-
ur, jafnvel rýrar beijur vora betri en ekki
neitt. Nú era aliar horfur á því, að fleiri
og fleiri jarðir við hlíðina frá Laugarvatni
til Gullfoss verði sumarbústaðaland eða
athvarf fyrir einhverskonar útivist og
sport, ekki sízt hestamennsku. Það er vita-
skuld með öllu óþarft, að sauðfjárbúskapur
sé rekinn á þessu svæði, sem nær væri
að hafa alfriðað. Nóg er af sveitum utan
við móbergssvæðið, þar sem búa má með
allt það sauðfé, sem við þurfum og nóg
er erfitt að beijast við ágang sands og
jökulleirs, sem enn er í flæmum innantil
á Haukadalsheiði og vill íjúka, þegar þurrt
er og hreyfir vind. Við heftingu sandsins
og uppgræðslu hefur verið unnið stór-
virki, en slíkir landvinningar eiga enga
samleið með sauðfjárbúskap, sem byggir
á lausagöngu allt sumarið. Þetta hafa
menn bent á lengi og því hefur verið tek-
ið „með skilningi“, sama skilningi og þeg-
ar Einar Benediktsson benti mönnum á
að ekki stoðaði að nota bátskeljar til fisk-
veiða; Bretinn mokaði upp fiskinum með
toguranum. „Sá guli er utar“, sagði Ein-
ar. Þessi sólhvarfasyrpa hófst á Einari og
endar á vísu hans um fallvaltleika jarð-
neskra ijármuna:
Gengi er valt, þar fé er falt,
fagna skalt í hljóði.
Hitt varð alltaf hundraðfalt,
sem hjartað galt úr sjóði.
GÍSLI SlGURÐSSON
STEINGERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Fjögur prósaljóð
Brosið
Þrá
Meðan fjárhirðar Betlehemsvalla
fylgdu stjörnunni bjöitu, í undrun
og þögulli eftirvænting, brosti
barnið sem í jötunni lá.
Ef til vill skynjaði það í andrá —
í óljósri mynd — líf sjálfs sín, líf
hins fulltíða manns, erflutti mann-
kyni þann boðskap sem víg og eld-
ar fá eigi eytt, boðskap um sigur
kærleikans yfir hatri og hefnd.
Ef til vill skynjaði það fögnuð,
kjark, baráttu, myrkur þjáninga
er umbreyttist í birtu eilífðar. Og
barnið brosti, brosti við sínum
fyrstu gestum, fyrstu fylgjendum,
fjárhirðunum erkrupu við lágajötu
og lutu því í auðmjúkri lotning.
Já, barnið brosti — og brosið fylgdi
þeim til hinstu stundar.
Bros, sem fylgir mannkyni öllu til
eilífðar — ef — já, ef einhver vill
Þiggja.
Á djúpsævi hugar míns býr kyrrð
— dimmblá kyrrð.
Þangað leitar sífellt löngun mín
og þrá.
En mýrarljós og gjörningaveður
hindra för.
Því getur mig aðeins langað.
Huggun mín er sú, að ég veit hvar
hún býr, veit að hún bíður mín um
síðir — kyrrðin dimmbláa — veitir
mér hvíld og frið — um síðir.
Flótti
Vaka
Eitt — / hljóðleik nætur — vakir
skáld og leggur við hlustir.
Það veit að með náttfallinu berast
því orðin brothættu, fágæt, litrík,
léttust allra orða — en þyngst á
vogarskál draumsins.
Ef skáldið festir blund, fara þau
hjá þessi orð og eru því glötuð.
Þess vegna vakir það — eitt um
óttu — og hlustar.
Skáldið ann því að vera einfari í
myrkviði orða.
Vaka þá aðrir sofa.
Hann er á flótta, eirðarlausum
flótta frá sjálfum sér, frá viðjum
örlaga sinna.
Hann brýst um til að losna úr þess-
um fjötrum, særir sig til blóðs, en
nær aðeins að festast fastar í
möskvum uppreisnar og ósættis við
sjálfan sig.
Ljósfælin er sál hans, myrkurfælin
einnig. Hvers vegna flýr hann?
Ef til vill hefur hann ekki énn
skynjað, ekki viðurkennt guðseðlið
sem í honum býr, ekki tekist að
leita það uppi, kynnast því?
Guðseðlinu sem hann fékk í arf í
upphafi tilvistar sinnar.
Þess vegna er hann — ef til vill —
á eirðarlausum flótta frá sjálfum
sér.
Höfundur er skáld og hefur gefið út 5
Ijóðabækur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 17