Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 23
uðu í Aðalstræti 12 var t.d. Steinn Dofri
ættfræðingur. Hann hét réttu nafni Jósafat
Jónasson. Hann var kattavinur mikill síðan
hann var í Kanada og skaut skjólshúsi yfir
flækingsketti. Kailaði hann kettina hrepp-
stjóra. Ingólfur Hannesson póstmaður
kom oft á Adlon í Bankastræti. Hann er
Rangæingur að ætt og náfrændi Ingólfs á
Hellu. Hann bar út ábyrgðarpóst í Stjórnar-
ráðið og opinberar stofnanir. Þá var stund-
um í fréttum talað um sérlegan sendimann
Bandaríkjaforseta. Bjarnþór Þórðarson og
Ingólfur voru miklir mátar og sátu oft sam-
an og kallaði Bjarnþór Ingólf sérlegan sendi-
mann. Ingólfur er lærður hljómlistarmaður
pg spilaði í Dómkirkjunni í forföllum Páls
ísólfssonar. Bjarnþór hafði verið glæsimenni
mikið á yngri árum og bar sig fyrirmann-
lega alla tíð. Hann hafði-verið túlkur hjá
hernámsliðum Breta og Bandaríkjamanna
og unnið í franska sendiráðinu. Hann heyrði
ekki á öðru eyra. Um heilsufar sitt orti
Bjarnþór:
Min er heilsan mikið slöpp
máttu það gerla heyra.
Heyrnarlaus á hægri löpp
og haltur á vinstra eyra.
son var lítið trúaður á annað líf og boðaði
nokkuð þetta trúleysi sitt. Svo sem áður
hefur komið fram dvaldi hann í Danmörku
á yngri árum sínum. Þá minnist ég Bald-
urs Steinbach, sem er bróðursonur Jóns
Stefánssonar sem skrifaði bókina Úti í
heimi. Hann kom í kvöldmat og kakó á
Laugaveg 28B, vann á Vellinum og var
mikill stuðningsmaður vestræns varnarsam-
starfs og hélt skoðunum sínum fram ótrauð-
ur. Er guðspekingur og hinn lærðasti í þeim
fræðum. Baldur bjó við Sólvallagötu og var
íbúð hans full af bókum, aðallega um guð-
speki og heimspekikenningar. Þá kom þar
oft Ragnar Sturluson, sem á sínum tíma
gaf út tímaritið Grænlandsvininn. Hann var
á seinni árum sínum verkstjóri hjá
Reykjavíkurborg. Var bókasafnari og hafði
orð á sér fyrir að vera aiæta í þeim efnum.
Fólk úr öllum stéttum kom á Laugaveg
28B og sú gamansaga gekk þegar Magni
Guðmundsson rak veitingahúsið að hann
borgaði Ragnari í Smára fyrir að standa í
biðröðinni þegai' hún náði út á götu í hádeg-
inu. Að sjálfsögðu hafa það alltaf þótt fínni
staðir sem sóttir eru af fólki úr efri stéttum
þjóðfélagsins og þá eins og nú raðaðist fólk
á veitingahúsin eftir stöðu og stétt að ein-
Bjarnþór var gagnrýninn á málfar og
tungutak og í honum voru nokkur sárindi
út af yfirstjórn fræðslumála. Að því lýtur
þessrvísa hans:
í fræðslumálunum fantar og bófar
flykkjast í þéttri röð.
En málhaltir gjaldþrota milljóna þjófar
Menningar prýða stöð.
Hann kallaði útvarpið ætíð Menningar-
stöðina. Vona ég að rétt sé með þessar vísur
Bjarnþórs farið því engan hef ég vitað síður
líklegan til að fara rangt með kveðskap en
hann. Hann hafði ástríðuþrungna ást á ljóð-
listinni. Ólafur Valdimarsson sendibíl-
stjór, var kennari að mennt. Hafði verið á
Laugarvatni, í Samvinnuskólanum, Kenn-
araskólanum og auk þess í héraðsskóla og
Kennaraskóla í Danmörku. Hann hafði líka
unnið við landbúnað í Danmörku. Var ættað-
ur frá Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi.
Hann borðaði í fjölda ára í Aðalstræti 12
og seinna á Laugavegi 42 og Laugavegi
28B. Hann drakk þar og morgun- og kvöld-
kaffi. Hann las feiknin öll og talaði um það
sem hann las og því festist það honum betur
í minni. Hann las jöfnum höndum skáldskap
og sagnfræði.
Angantýr Guðmundsson kom í kvöldkaffi
á Laugaveginn. Hann var sonur Guðmundar
skólaskálds, var bókbindari að iðn en hafði
unnið við húsamálun og fengið eitrun ístarf-
inu og orðið öryrki af þeim sökum. Hann
las mikið útlend stjórnmála- og vísindatíma-
rit, t.d. The Economist og Observer, og var
kommúnisti á fræðilegum grundvelli. Hon-
um þótti lítið til íslenskrar menningar koma
nema fornsagna. Sagði að íslenzk menning
væri aðallega frásagnir af körlum og kerl-
ingum að reka úr túninu eða eitthvað álíka.
Einnig var hann gagnrýninn á íslenzk ljóð-
skáld. Angantýr var meðalmaður og grann-
ur og augun dökk og djúp og var með horn-
spangargleraugu. Tottaði pípu með kaffinu
sem hann drakk hægt. Olafur Valdimars-
hveiju leyti. Þó nærvera yfirstéttarmanna
drægi suma að þá held ég að hún hafi hald-
ið öðrum frá, en á þessum tima hafa líklega
allir talið sig eiga eitthvað í Ragnari í Smára.
í Aðalstræti 12 var mest um verkamenn
og fólk í hverskonar almennri vinnu. Þar
borðaði lengi Gísli Albertsson, hafnarverka-
maður, bróðir Valtýs læknis. Hann var
íþróttamaður á yngri árum, aðallega þol-
hlaupari, og Siguijón sem ýmsir kölluðu
hinn sterka og mun hafa verið réttnefni.
Einn af þeim sem þar komu og við litum á
sem yfirstéttarmann var Baldur Andrésson,
tónlistarmaður, og flutti stundum erindi í
útvarpið um tónlistarmál. Mér er það minn-
isstætt að Baldur þurfti að nota heyrnar-
tæki og hlýtur það að hafa verið mikil raun
fyrir hann. Baldur var sérstakt ljúfmenni
og allra manna þægilegastur i viðkynningu.
Hann var guðfræðingur og hafði lært kirkju-
tónlist í Leipzig. Hann var fulltrúi á skrif-
stofu borgarstjóra. Þarna kom líka stundum
Eggert Gilfer skákmaður, öllum ógleyman-
legur. Og á tímabili Ásgeir Bjarnason, sem
þá var þingmaður Dalamanna. Og ekki má
gleyma Jóni frá Hrafntóftum, sem borðaði
þar um skeið.
Lítið var um kaffihús í vesturbæ en brauð-
stofa var við Vesturgötuna. Og veitingasala
var í Hafnarbúðum eftir að þær voru byggð-
ar og Verkamannaskýlið flutt þangað. Og
skammt frá Slippnum var lítið kaffihús, sem
lengi hafði verið við lýði og er enn, Kaffistof-
an Skeifan. Hana rak um skeið Helga Mar-
teinsdóttir, sem rak Vetrargarðinn og seinna
Veitingahúsið Röðul, en upphaflega byrjaði
hún sinn veitingarekstur á Laugavegi 28B,
en það hús átti þá Gunnar í Von.
Röðull var upphaflega á Laugavegi 89
*og var þá í eigu Ólafs Ölafssonar, sem átti
Kaffistofuna í Hafnarstræti 16. í suðaustur-
hluta hússins, sem Röðull var í, var langur
kaffibar með fyrirmyndar veitingum. Þar
voru á boðstólum miklar og góðar tjómatert-
ur og kakó. Á sjötta áratugnum var þetta
nýtískulegur kaffibar og nokkuð borið í inn-
réttingar. Á móti Herkastalanum var hús
sem hét Uppsalir. Kjallari þess var nokkuð
niðurgrafinn. í honum var rekið kaffihús,.
Expressókaffi. Gengið var niður í það á
horninu. Afgreiðsludiskurinn var innst, beint
á móti dyrunum. Ljós voru afar dempuð og
rautt teppi á gólfi. Röð af borðum til beggja
handa og voru föst í gólfinu. Músík var
ætíð, en mjög dempuð eins og ljósin. Útlend-
ingar komu þarna mjög, bæði þeir sem voru
hér búsettir og aðrir. Þá komu þarna her-
menn af Vellinum, sem voru þá tíðari gestir
í Reykjavík en seinna varð. I Alþýðuhús-
inu, á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis,
var Ingólfskaffi. Þar voru böll um helgar
en annars var þar matar- og kaffistaður.
Veitingar voru framreiddar á tveimur hæð-
um,. á 1. hæð og í kjallara. Alþýðublaðið
hafði þá aðsetur sitt í Álþýðuhúsinu og stutt
var frá skrifstofum Tímans á Lindargötu
9A. Borð voru dúkuð og uppfartað. Veiting-
ar voru góðar en í dýrari enda. Þarna orti
Leifur Haraldsson vísuna sem gerði hann
frægan:
Ungu skáldin yrkja kvæði
án þess að geta það.
í Ingólfskaffi er ég í fæði
án þess að éta það.
Einhver munur er á hvernig menn hafa
varðveitt þessa vísu í minni sínu. Sagt var
að tilefnið væri það að Leifur hefði komið
heldur seint í matinn og ekki fengið af-
greiðslu og hafi hann þá skrifað vísuna á
miða sem hann skildi síðan eftir á borðinu.
Ef þetta er rétt hafa gengilbeinur Ingólf-
skaffis verið elskar að ljóðlistinni að varð-
veita vísuna. Þar sem Ingólfskaffi var er
nú veitingahúsið Arnarhóll.
Hótel Borg hefur alltaf opnað í morgun-
kaffi klukkan átta og sumir fastagestir stað-
arins hafa drukkið þar kaffi sitt í áratugi.
Sá sem hefur þó líklega drukkið þar lengst
og oftast er nú látinn, Óskar Clausen rithöf-
undur, sá sem stofnaði Fangahjálpina. Hann
bjó fyrir ofan Adlon í Bankastræti en það
var aðeins á seinni árum hans, eftir að hann
var orðinn þungfærari til gangs, að hann
sást í kaffi þar. Hann sat ætíð við sama
borð nærri suðurglugga hjá súlunni. Á
sunnudagsmorgnum sat þar oftast hjá hon-
um Hans kaupmaður Petersen. Þegar Jó-
hannes Jósefsson seldi Hótel Borg Pétri
Daníelssyni og fleirum fylgdi með sú klás-
úla að Óskar skyldi hafa frían morgunverð
til æviloka.
Á flestum þessum kaffihúsum og mat-
sölustöðum var útvarp og sum þeirra sem
lengst lifðu settu upp sjónvarp, t.d. Lauga-
vegur 28B, Hótel Vík og Matstofa Austur-
bæjar. Þá var sjónvarpseign ekki orðin al-
menn og jók það því eitthvað aðsóknina í
bili en dró skammt þegar til lengdar lét því
tími kaffihúsanna í Reykjavík var liðinn i
þeirri mynd sem áður var og kemur aldrei
aftur. Sönnuðust þar sem oftar orð Steins:
Það var til einskis, veldur stuttri töf,
það vinnur aldrei neinn sitt dauðastrið."
Svo fór að hvergi var hægt að fá kvöld-
kaffi í miðbæ Reykjavíkur nema á Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg.
Höfundur er næturvörður hjá DV.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 23