Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 25

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 25
Að Eiga Spegil TIL AÐ HorfaLengra Það verpir fugl í skólanum. Það er refur im horfir forvitinn á þig í fjörunni. Það 'u börn sem vakna syngjandi á morgnana % borða rúsínulummur og silung í hvert ál. Og ég ligg í hersjúkrahúsinu og les iós heimsins eftir nóbelskáldið. Uppgötva 5 ég er á þessum slóðum og get ekki ett að lesa. Sagan er einsog reyfari og ndið lifnar af persónum, sem stíga upp : blaðsíðunum. Daginn sem ég lýk við sögu Ólafs Kára- >nar, ljósvíkings, fer ég loksins í þessa fjall- ingu upp í fjallið fyrir ofan bæinn. Þegar pp er komið blasir Drangajökull við, og ið var fyrir tilviljun að við fórum í ijall- öngu einmitt þennan dag, og þessvegna • það ekki tilviljun að ég sé í ijarska, hvar laður fetar sig í huganum upp jökulinn, cref fyrir skref, sem dökk þúst sem hreyf- t. Það hlýtur að vera hann sjálfur, Ljósvík- igurinn. Sem gekk í hvítan jökul. Messa Og Harmóníkuball En það stendur mikið til í sumar. Það r kirkjuhátíð og ball. Og það sem meira r, það á að skíra þijú börn og svo verður rúðkaup. Þetta er allt um sömu helgina, g Fagranesið kemur með ógrynni af far- >egum. Hvert rúm og tjald er skipað í Að- ,lvík. Hér er kannski ball á fimm ára fresti. ’ráfarandi prestur af ísafirði, sr. Jakob Ijálmarsson, messar ásamt öðrum. Alltíeinu r einsog ekkert hafi gerst. Hér hafi alltaf iúið fólk. Kirkjan sem venjulega stendur auð og yfirgefin fyllist af fólki. Krakkarnir eru uppá lofti, en fullorðna fólkið skipar sér á bekki. Það vill til að það er sól, margir sitja úti, hlusta og syngja. Börnin sem sum þreytast á messunni, leika sér í kirkjugarðin- um, þarsem grasið er að færa eldforn leiði í kaf, en sumstaðar standa krossar eða ská- hallir legsteinar uppúr jörðinni, og tíminn er sem óðast að beita sér á þessum forgengi- lega frænda sínum: kirkjugarðinum. Það hefur verið æfður kór í tilefni dags- ins, en annars syngur hver með sínu nefni og leikið undir á hljómborð. I blómavösum á altarinu standa sóleyjar og hrafnaklukkur og aðrar villijurtir. Þetta er óneitanlega hátíðleg stund og ég sem allajafna er ekk- ert messugefin finnst þetta allt hið besta mál. En eina sem skyggir á þessa annars hugljúfu og einstæðu athöfn, þegar allir niðjar safnast saman til að minnast lífsins sem lifað var og biðja fyrir framtíðinni, og fylla þessa litlu kirkju, við yztahaf, það eru öll ljósmyndafríkin. Nokkrir eru með vídeó, margir með myndavélar og stundum minnir þetta mig á úrslitaleik í enska fótboltanum. Slík eru lætin við að festa atburðinn á filmu. Þá riíjast upp skoðun Atla Heimis, þegar hann lýsti því yfir að það ætti að framleiða hljómplötur þannig að aðeins væri hægt leika þær nokkrum sinnum. Þannig ætti að vera hægt a spila 5. sinfóníu Beethovens bara 9 sinnum. Þá myndi maður hlusta betur í hvert sinn. Og eftilvill njóta tónlistar- innar betur. Við treystum því að við getum rifjað augnablikin upp með allskonar tækj- um, sem geta þó aldrei náð þerri upplifun- argáfu sem hugurinn býr yfir. Þetta birtist einhvernveginn skýrara og átakanlegar, þarna í þessari eyðikirkju, einmitt þar sem kyrrðin og söngurinn ættu að ríkja ein. YiðYstaHaf En börnin eru skírð og fá lifandi kerti frá prestinum og sumir ganga til altaris. A eftir er kirkjukaffi í skólanum, en við heimil- isfólkið á Yztabæ erum boðin í skírnar- veislu að Bóli. Kvöldið áður var heljarmikið ball í skólanum. Tveir harmóníkuleikarar leika fyrir dansi og allir sem vettlingi geta valdið taka þátt í skemmtuninni. Lítil börn frá fimmára aldri og uppí áttræða unglinga svífa um gólfið í polka og ræl. Og hópur fólks stendur undir berum himni og syngur af innlifun hjartans, og krakkarnir leika sér í gömlum jeppa sem stendur í fjöruborðinu. Það er ‘eina alvöru farartækið hér í sveit- inni. Gamall villísjeppi frá seinna stríði. Gulbrandur voru þeir kallaðir á Seljanesi við Ofeigsfjörð. Og það er sungið „Hin gömlu kynni, gleymast ei“ og „Aðalvíkursöngurinn“ og hrópað ferfalt húrra fyrir gömlum brúð- hjónum og miðnætursólin skartar sínum fegurstu skuggum og fuglarnir eru enn að syngja og döggvott grasið ilmar og menn staupa sig og slá á öxlina hver á öðrum og tárast og gleðjast og þannig er lifað langt fram á nótt. Þannig er dansað við yzta haf... tP Höfundur er skáld i Reykjavík. Frá dansiballinu. Þessi ár voru samfelld sláturtíð Baldur Jónsson er frá Borg í Aðalvík. Hann hefur nær óslitið unnið við sjávarútveg síðan hann yfirgaf Aðalvík 16 ára gamall. Hann og kona hans, Vig- fúsína Th. Clausen, eiga sumarhús í Aðalvík. „Það var svo fjölmennt og samhent lið í Aðalvík, að maður skynjaði enga einangrun, fyrren fer að fækka verulega eftir 1945. Þá var ég þrettán ára og fann að eitthvað var að gerast. Þetta var hrikaleg tilfinn- ing, full af sársauka og óöryggi. Við trúðum því ekki fyrst að þetta væri raun- veruleiki. En 1943 fara Hælavík, Búðir í Hlöðuvík og Stakkadalur í eyði og þrem- ur árum seinna fer allt fólk úr Fljótavík og Hornbændur fara þá líka. Þá var eig- inlega ekki eftir neinu að bíða. Verulegur fólksflótti verður frá Látr- um og Hesteyri árin 1944-47. Frá Sæ- bóli flytja svo 'tveir af þremur síðustu bændunum 1948 og það ár fer faðir minn til ísaijarðar. Síðasti ábúandi í Miðvík fer 1948 en úr Þverdal og Látrum fluttu síðustu ábúendur 1952 og þarmeð var tjaldið fallið og hreppurinn í eyði, sem tólf árum áður taldi milli 500 og 600 manns. Aðdragandi var það langur að sjálf brottförin var nánast formsatriði. Eftir að kom í ljós að flutningur var óhjá- kvæmilegur, greip unga menn ákveðin tilhlökkun og hjá unga fólkinu togaðist á óheft æskuþrá eftir hinu nýja og óþekkta. Ungt fólk var yfirleitt í topp- þjálfun eftir þrotlausa vinnu við að heimta lífsviðurværi úr sjó og af landi. Fólk hreifst af þeim vorblæ sem var samfara nýfengnum friði í N-Evrópu og trúði á aukna tækni við öflun sjófangs og stækkun jarða í sveitum landsins. Menn voru orðnir þreyttir á að beija á þúfum og nota forn vinnubrögð. Nú komust menn í iðnnám og betri verstöðv- ar. Það var reyndar talið nauðsynlegt að ungt fólk á Hornströndum hleypti heim- draganum, nokkur hluti ókvæntra manna fór árlega á Suðurlandsvertíð eða sótti verstöðvar vestan Djúps eða í síldar- verksmiðjur norðanlands. Sumir fóru í vegavinnu og stúlkur sóttu í kaupa- vinnu: það þótti rómantískt og spenn- andi. A Látrum var alltaf stór hópur manna sem hafði föst pláss á togurum sunnan- lands, hjá þjóðkunnum skipstjórum, því Aðalvíkingar þóttu afburða sjómenn og stór skörð voru rifin í þessa fylkingu á stríðsárunum. Þannig tóku brottflutningar meira á eldra fólkið. Menn yfirgáfu húsin sín og stóðu uppi á mölinni, sumir með tvær hendur tómar. Og þessi ár voru samfelld sláturtíð. Hestarnir, hundarnir, féð, hænsnin: Allt var drepið. Nágranni minn þurfti að skjóta hund- inn sinn á færi útum skemmuglugga. Dýrið hljóp í burtu ef húsbóndinn snerti byssuna. Skáldsaga Indriða, „Land og synir“, lýsir þessu ástandi afburða vel. En ég hef hvergi átt annarsstaðar heima en í Aðalvík. Þegar ég kem þangað á sumrin, þá er ég kominn heim. Einu- sinni taldi ég mér trú um að ég væri að sækjast eftir veiðiskap en það var ákveðin vörn. Ég er tilfinningalega bund- inn þessum slóðum og finn það alltaf betur. Ég hef velt því fyrir mér hvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þessa byggðaeyðingu og hvort það hefði verið skynsamlegj:. En allt hefði það strandað á samgöngum. Hornstrandir eru einsog eyja í hafinu.“ — En hvernig viltu lýsa þessu horfna mannlífi? „Þetta var veiðimannasamfélag. Menn veiddu tilþess að lifa en lifðu ekki til þess að veiða. Ég heyrði þá sjaldnast hælast af veiðinni. Þá farið var á sjó var byssan höfð með og þegar að landi kom safnaðist fólk saman í ijörunni. Það var þá aðgætt hvort fugl eða jafnvel selur væri í barkanum á bátnum. Það bjuggu 130 manns í Vestur- Aðalvík 1937, 22 fjölskýldur. Sæból var fjölmennast, þar var smáþorp. Sótt var á sjóinn á litlum 4-6 tonna trillum og vélbátum. Það varð að vera hægt að bjarga þeim undan sjó, því engin höfn var. Þar voru jafnan verslunarútibú og fiskmóttaka frá Isafjarðarkaupmönnum. En síðar hafði Kaupfélag ísfirðinga þar móttöku á fiski og matvörur pantaðar eftir þörfum. En djúpbáturinn hafði viku- legar ferðir svo langt ég man. En útgerðin var þróttmikil og á þeim tíma samkeppnisfæiy við aðra staði á Vestfjörðum, einsog ísafjörð. Harðfisk- verkun var rekin af Þverdalsbændum. Sigmaður var á hveijum bæ. Mótak var ágætt í víkinni, engi og sæmileg tún. Og menn sóttu vinnu á Hesteyri en þar var byggð norsk hvalveiðistöð fyrir alda- mót og starfrækt síldarverksmiðja á veg- um Kveldúlfs. Þessum umsvifum fylgdi bæði vegavinna og hafnargerð. 1940 er síldai’verksmiðjan flutt burtu. Bretar komu til Sæbóls 1941 og starf- ræktu ratsjárstöðvar til stríðsloka og hernáminu fylgdi atvinna. Lífsbaráttan var hörð. Menn voru vakandi og sofandi við að afla lífsviðurværis. En félagslíf var þó gott. Aðalvíkingar áttu það sam- eiginlegt að vera góðir söngmenn og þar sköruðu Sæbólsmenn framúr enda flest- ir náskyldir. Menn höfðu þessar fínu raddir, sópran, tenór eða bassa. A hveij- um vetri þartil fór að fækka voru æfð leikrit og kórar. Haldin var ein aðal- skemmtun vetrarins, fyrst í verbúð en síðar í barnaskólanum eftir að hann var reistur 1930. Þessar samkomur voru sóttar hvaðanæva, frá Látrum, Miðvík og Hesteyri. Menn komu alla leið frá Horni. Lestrarfélag starfaði í hreppnum frá aldamótum, búnaðar- og verkalýðs- félag ennfremur. Samhjálp heimilanna var mikil. Sam- gangur og heimsóknir taldar jafn nauð- synlegar og sjálfsagðar og daglegt brauð. Allt er vakti kátínu var matreitt eftir þörfum og þar var engum hlíft. Þar dugðu engin blóðbönd eða tengdir. Hinn vestfirska húmör er ekki á allra með- færi að melta. Og börnin áttu heima á þeim bæ, þar sem þau voru í það og það skiptið. Og það voru náttúrulega mæðurnar sem mótuðu samfélagið rnikið." E.J. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.