Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 26

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 26
Hrafhar tveir flugu með þeim um alla heiðina. Teikning úr Sturlungu eftir Eirík Smith. Seint flýgur krummi á kvöldin H vert mannsbarn á íslandi þekkir hrafninn. Börnunum eru sagðar sögur af krumma gamla, ekki allar fagrar. Þó hafa þau oft samúð með honum og þykir vænt um hann. Hann flýr aldrei landið okkar. Hann er hér Um hrafninn, sem er vitrastur fugla, forvitri og hirðfugl Oðins Eftir SIGURÐ BJARNASON frá Vigur með okkur ár og síð og alla tíð. Hann situr krunkandi á túngarðinum vor og haust og norpar um svell og snjóskafla í frosthörkum vetrarins. Þessi harðgeri fugl, sem er kol- svartur eins og erfðasyndin, er allstaðar á flögri. Hann birtist inn til dala og út til nesja og er á vakki allstaðar þar sem eitt- hvert æti fellur til, sígráðugur og sísoltinn. Allir menn tala um hann illa og óska honum slysa og háska, segir skáldið. Hvað er hægt að segja um þennan hrekkjalóm, sem öll þjóðin, ungir og gaml- ir, þekkja frá blautu barnsbeini og hafa fyrir augunum svo að segja daglega? HlRÐFUGL ÓÐINS Jú, það er ómaksins vert að taka þennan karl til bænar. Hann er vitrastur fugla, for- vitri, spádómsfugl, ógæfuboði og ástar- brandur í senn. Hann er hirðfugl sjálfs Óðins alföðurs. Segpr svo um það í Eddu: Hrafnar tveir sitja á öxlum honum, ok segja í eyru hönum öll tíðindi, þau er þeir sjá eða heyra. Þeir heita svá: Huginn og Muninn. Þá sendir hann í dagan að fljúga um allan heim, ok koma þeir aptr að dögurð- armáli. Þar af verðr hann margra tíðinda víss. Því kalla menn hann Hrafnaguð. Með þessum ummælum í Eddu er hrafn- inn leiddur til öndvegis í fuglaríki. í fornum fræðum er vit og þekking hvarvetna í háveg- um höfð en heimskan og afglapahátturinn fyrirlitinn og hæddur. Og ekki verður vegur krumma minni þegar athuguð eru ummæli Landnámu um hann og þátt hans í fundi íslands. Segir þar, er getið er ferðar Hrafnaflóka til Is- lands: „Flóki sigldi (þaðan) til Færeyja ok gifti þar dóttur sína. Frá henni var Þrándur í Götu. Þaðan sigldi hann út í haf með hrafna þá þijá, er hann hafði blótað í Noregi. Ok er hann lét lausan inn fyrsta fló sá aftur um stafn, annarr fló í loft upp ok aftr til skips, inn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landit." Þarna er krummi notaður sem siglinga- tæki. Flóki hafði hvorki áttavita né ratsjá. En hann treysti á eðlislæga ratvísi krumma og hún brást ekki. Fyrsti hrafninn, sem hann sleppir snýr við til Færeyja, annar flýg- ur beint upp í loftið, treystir sér hvorki til baka né áfram og sezt því aftur á skipið, en hinn þriðji finnur á sér nálægð hins nýja lands og flýgur „fram um stafn í þá átt sem þeir fundu landit“. Þannig tengist hrafninn sögu Islands strax við landnám þess. Nú skulum við skoða þennan merkilega borgara og speking í ríki fuglanna. Síðan gefst tími til þess að rifja upp nokkrar sög- ur af honum og persónuleg kynni við hann. Þarna situr krummi karlinn á steini, íbygginn á svip. Hann er nokkuð stór fugl, 63-71 sentimetri á lengd. Nefið er langt og dálítið frambogið, vængirnir langir og sterk- legir, fæturnir miðlungsháir með sterkum bognum klóm. Hann er stærstur allra nor- rænna spörfugla. Alsvartur er hann á litinn og slær stundum fjólublárri slikju á fjaðrirn- ar. Stélið er alllangt og bogadregið fyrir endann. Hrafninn er varpfugl og staðfugl um meginhluta jarðarinnar. Hann tilheyrir hrafnaættinni, sem er mjög fjölskrúðug. Segir Bjarni Sæmundsson í hinu merka riti sínu um fuglana að 8 ættkvíslir hennar finn- ist á Norðurlöndum en aðeins fjórar af þeim eigi fulltrúa hér á landi. Af hröfnungum, sem er fyrsta ættkvíslin, er hrafninn hér algengastur en stöku sinnum verður hér vart kráku, bláhrafns og krákubróðurs. Af annarri ættkvísl má nefna Evrópugull- þröstinn, sem er miðlungsstór spörfugl, á stærð við skógarþröst. Talið er að hann hafi aðeins einu sinni fundist hér á landi. Það var árið 1843. Þá fannst fullorðinn gullþröstur helfrosinn norður í Skagafirði í miðjum desember. Verpir Um Land Allt Hér á íslandi verpir hrafninn í klettum og hömrum um land allt. Mest er af honum þar sem skammt er í allskonar æti. T.d. þykir honum gott að búa í nálægð varp- landa annarra fugla og þá fyrst og fremst æðarfugls, kríu og anda. í nágrenni kaup- staða og sjávarþorpa, þar sem fiskúrgangs er von er einnig víða mergð hrafna. Hrafn- inn etur allt sem að kjafti kemur, dautt og lifandi úr jurta- og dýraríki. Hann etur kjöt og fisk, korn og kartöflur, egg og skelfisk, ígulker og krossfiska. Þykkar skeljar brýtur hann með því að láta þær detta á steina og klappir úr háalofti. Sýnir hann með því sem mörgu öðru kænsku sína og hugvit. Hrafninn verpir venjulega um sumarmál, eða níu nóttum fyrir sumar eins og gömul þjóðtrú segir. Mála sannast mun þó að varptími hans fari nokkuð eftir tíðarfarinu. En oft blása svalviðri um hreiður hans. Á Grænlandi þykjast menn t.d. vita til þess að hann hafi ungað út í 20-25 stiga frosti. Ef mjög kalt er trúa sumir því, sem sögur herma, að krummi eti egg sín. En það verð ég að telja mjög ólíklegt. Hrafninum er eins og öðrum fuglum mjög annt um egg sín og afkvæmi og ver þau af heift og harð- fylgi ef hætta er á ferðum. Hreiður hans er stórt og óvandað. Er það byggt úr allskonar drasli, lurkum og kvist- um, þurrum þönglum, ullarlögðum, kinda- beinum og skeljum. Oft getur þar að líta ýmsa hluti, sem hann hefur stolið í byggðum svo sem skeiðar og hnífa, jafnvel ausur og pottasköfur. Krummahjónin vinna bæði að hreið'urgerðinni og byija á henni síðari hluta vetrar. Sumir telja þó að kvenfuglinn geri hreiðr- ið einn en bóndinn hjálpi honum hinsvegar við aðdrætti byggingarefnisins. Krummamamma situr 24 daga á eggjum sínum. Þá er hinu mikla stríði lokið og ein- staklega ófríðir ungar skríða úr blágrænum eggjunum. En hvetjum þykir sinn fugl fag- ur þótt hann sé bæði Ijótur og magur, seg- ir máltækið. Og víst er það að þau hjónin leggja sig sameiginlega fram um það að fæða þá. Þau eru á ferð og flugi alla daga við aðdrætti að heimilinu. Engum er þyrmt, sem hrafninn þarf að sækja björg til. Ný- fædd lömb, afvelta skepnur, særðir fuglar, ungar og egg annarra fugla, allt er í hers höndum fyrir krumma. Hann er grimmur og miskunnarlaus. Lífsbaráttan ér hörð, veröldin viðsjál, en ástin á eigin afkvæmum sterk og fórnfús. Þess vegna er engin ferð of erfið, engin veiðiför of áhættusöm. Hann getur ekki treyst á neinn nema sjálfan sig. Ailstaðar á hann óvini sem eiga honum grátt að gjalda, bæði í ríki manna og dýra. Það sætir því engri furðu þótt hrafninn verði tortrygginn og varkár. Af því leiðir hinsvegar að hann er engan veginn auðunn- inn. Fyrir 60 árum auglýsti íslenzkur eyja- bóndi í blaði að hann borgaði 50 aura fyrir hvert hrafnsnef, sem honum væri fært. Hugðist bóndi hefja sókn gegn varginum, sem var að eyðileggja æðarvarp hans. Ná- granni bóndans ætlaði naumast að trúa því, að svo mikið fé væri lagt til höfuðs krumma, og þar sem hann var góð skytta gerði hann sér von um dijúgar tekjur af hrafnadrápi. Var og mergð hrafna á þessum slóðum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Skyttan færði varpbóndanum aðeins tæp 20 hrafnsnef að sex mánuðum liðnum og fékk innan við 10 krónur í skotlaun. Hrafn- inn lætur ekki skjóta sig niður eins og hrá- viði. Hann veit að maður með byssu er voð- inn sjálfur. Þess vegna gefur hann trauðla færi á sér. íslendingar eiga margar persónulegar minningar um hrafninn. Flestir sveitabæir 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.