Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 28
Þrekraun símasendils
fyrir 75 árum
Brátt eftir að símalínan árið 1906 hafði verið
lögð frá Reykjavík til Akureyrar, tóku að rísa
upp landsímastöðvar á nokkrum sveitabæjum
í nánd við aðallínuna. Næst æskuheimili mínu
Stóra-Kroppi í Borgarfirði að sunnanverðu var
Ótrúlegar kvaðir fylgdu
landsímastöðvunum á
fyrstu árunum eftir að
símaþjónusta stóð
landsmönnum til boða.
Þá voru tíðar bilanir á
línunum, sem
símstjórinn varð að
koma í lag og hvenær
sem var og hvernig sem
viðraði, varð að senda
langar leiðir til að ná í
fólk í síma. Ein slík ferð
frá Stóra-Kroppi í
Borgarfirði að
Gilsbakka, snerist upp í
mannraun, sem hér er
sagt frá.
EftirÞÓRÐ
KRISTLEIFSSON
landsímastöð að Grund í Skorradal (nálega
í 15 km fjarlægð). En í Norðtungu var
næsta landsímastöð fyrir norðan okkur (nál.
12 km fjarlægð). Brýn þörf fyrir fleiri
símstöðvar knúði þó fast á. Og 30. október
1909 var sett upp landsímastöð að Stóra-
Kroppi og þar á bæ gegndi hún skyldum
sínum í marga áratugi.
Löngum hefur því verið viðbrugðið, hve
bændafólk í miklum meirihluta sé gestrisið,
fómfúst og hjálpsamt við náungann, þegar
í raunirnar rekur, og oftlega ósérplægt um
skör fram. Mér er með öllu ókunnugt um
það, hver (eða hveijir) hefur lagt á ráðin
um það á hvaða bóndabæjum skyldi koma
á fót landsímastöðvum. En ólíklegt má það
sannarlega teljast, ef nokkur bóndi hefði
ótilneyddur tekið að sér ábyrgð á landsíma-
stöð á fyrstu árum landsímans, ef hann
hefði haft nokkurt hugboð um, hve gífurleg-
ar kvaðir (þegnskylduvinna, ónæði og
ábyrgð) fylgdi því afdráttarlaust að taka
slíka þjónustu að sér, og það að kalla án
endurgjalds. Faðir minn, Kristleifur Þor-
steinsson, var símstjórinn og á herðum hans
hvfldi ábyrgðin.
En allt símaamstrið innanhúss hvíldi með
miklum mun meiri þunga á húsfreyjunni en
símstjóranum. Hún lagði á borð fyrir hvem
og einn símagest, sem að garði bar. Marg-
oft var svo hlaðið á línuna, að símagestir
urðu að bíða daglangt eftir afgreiðslu og
alloft að gista. Akaflega oft var það hús-
freyjan, sem annaðist símaafgreiðsluna. Það
þurfti ósvikna elju og ákaflega mikla lagni
til þess að afgreiða símtöl eða koma
símskeytum og boðsendingum, meðan
símalínan var opin til Reykjavíkur og norð-
ur á bóginn til Borðeyrar. Það er því auð-
skilið mál, að margsinnis reyndist afskorið
að afgreiða öll erindi á tveimur klukkutímum
daglega, sem símstöðin mátti raunvemlega
láta til sín heyra. Það var því aðeins fyrir
greiðasemi og liðlegheit stöðvanna, sem
lengur vom inni (einkum Reykjavíkur), ef
þær afgreiddu símtöl utan skyldutíma. Þó
er ég þess minnugur, að við afgreiðslu land-
símans í Reykjavík störfuðu á þessum fyrstu
ámm stúlkur, sem sýndu framúrskarandi
góðvild og tillitssemi í þessum efnum og
lögðu sig í líma til að greiða fyrir af-
greiðslu sveitastöðvanna.
Hér hefur einungis verið drepið á það
ónæði og tímasóun, sem leiddi af símanum
innan dyra heimilisins.
En fleiri heimilismenn en, símstjóri og
húsfreyja fengu afdráttarlaust að kenna á
þeim kvöðum, sem símstjórinn (í fáfræði
sinni í þessum efnum) hafði tekist á hendur
að annast í þágu símans. Á fyrstu ámm
símans vom bilanir svo tíðar, að ekki varð
hjá því komist að hafa fastráðna menn
(kunnáttumenn í símalagningum) til þess
að gera við þrálátar bilanir. Sá maður, sem
hafði þetta starf með höndum á okkar
svæði, var Norðmaðurinn Hans Devik síma-
verkfræðingur. Hann hafði bækistöð sína á
Gmnd í Skorradal. Devik fór fótgangandi
með símalínunum og gerði við bilanir jafn-
skjótt og tök vom á hveiju sinni. Upphaf-
lega vora símastrengimir úr kopar. Reynsl-
an sýndi að sá málmur þoldi afar illa frost,
þá tognaði á honum. í óhagstæðu tíðarfari
hrakku símalínumar í sundur æ ofan í æ.
Sérfróðir menn töldu að hinar tíðu bilanir
á fyrstu ámm símans stöfuðu einkum af
því, að línumar hefðu í upphafi venð
strengdar um of. Það mun hafa verið á
öðm ári eftir lagningu símans, að kunnáttu-
menn í símalagningu fóm með endilangri
símalínunni og slökuðu á koparvímum. Eft-
ir þessa endurbót vom bilanir á línunni
naumast eins tíðar og fyrr. En þó sótti i
sama horfið og viðhaldskostnaður var óhóf-
legur og tmflanir og afnot símans til stór-
óþæginda og baga margoft.
Á þessu var ráðin mikil bót (að nokkmm
Þórður Kristleifsson. Myndin er tekin
árið 1913. Hann varð síðar kennari við
héraðsskólann á Laugarvatni, kenndi
þar söng og þýzku við menntaskólann.
Þórður býr nú á Droplaugarstöðum í
Reykjavík og er á 97. aldursári.
ámm liðnum), er koparvírinn var tekinn
niður og settur stálvír í hans stað. Hann
þoldi stómm betur veðrabrigði öfl en kop-
arvírinn.
Það vom aðeins fyrstu tvö árin eftir lagn-
ingu símans, sem viðgerðarmenn á vegum
Iandsímans önnuðust viðgerðir. Eftir það
varð símstjóri hver á símstöðvunum í sveit-
unum að senda út af örkinni til þess að
gera við bilanir, einkum á línunum sjálfum.
Á bæjum úti um sveitir var vissulega eigi
um að ræða nema hreina og klára viðvan-
inga í símaviðgerðum. Eftir að landsíma-
stöðin kom að Stóra-Kroppi varð þó að not-
ast við okkur bræðuma margsinnis í slíkt
viðgerðasnatt. í þess konar stúss var þá
ýmist haldið til móts við mann frá Gmnd,
næstu símstöð fyrir sunnan, ellegar til móts
við mann frá Norðtungu, næstu símstöð
fyrir norðan. Fráleitt var að halda laus og
liðugur í slíkar „skemmtiferðir“. Óhjá-
kvæmilegt var að hafa með langan staf eða
stöng til þess að greiða sundur vírana, ef
þeir höfðu vafist saman. Nauðsynlegt var
og að hafa með í förinni svonefnda staura-
skó. Þessi tæki vom til þess gerð að pauf-
ast upp og ofan staura, þar sem gera þurfti
við slitna strengi. Þetta vom býsna þung
áhöld. Stálklær miklar gripu utanum staur-
inn og hvassir smábroddar innanvert á klón-
um. Þeir læstu sig inn í staurinn og tryggðu,
ef þeim var réttilega beitt, að skórinn skrifl-
aði ekki til. Sólarnir á stauraskónum vom
einnig úr stáli, tengdir við klæmar, en fót-
bindingar úr leðri. Vel gæti ég ímyndað
mér, að haft hafi verið í huga við smíði
þessara áhalda, að skómir hvfldu þægilega
hvor á sinni öxl á ferðum viðgerðarmann-
anna. Eina kunnátta okkar bræðra í með-
ferð þessara tækja var í því fólgin, að við
höfðum þráfaldlega séð Norðmennina, sem
unnu að símalagningunni 1906, skálma um
með þessi þarfaþing, vingsandi handleggj-
unum sem lausbeizlaðir væm. Og upp og
niður staurana gengu þeir jafn léttilega sem
þeir gengju á sléttri gmnd. Og það ótrúlega
gerðist, viðvaningarnir komust furðu fljótt
upp á lag með að fara allra sinna ferða upp
og ofan staurana með þessum hjálpartækj-
um. Hitt var öllu lakara fyrir kunnáttulausa
skussa í þessari grein að eiga að skeyta
saman svo að mynd væri á, slitna símavíra
án þess að hafa talíu eða önnur nauðsynleg
tæki. Varð því alloft að sætta sig við það
að klastra strengjunum saman til bráða-
birgða. Þegar sumra tók fóm kunnáttumenn
í símalagningu meðfram símalínunum og
gjörðu á þeim nauðsynlegar endurbætur.
Vart hefur þessum mönnum mætt neitt
broslegra í þessum viðgerðarleiðangri með-
fram símalínunum en vinnubrögð okkar,
sem skikkaðir höfðum verið til að inna af
hendi símaviðgerðir án þess að kunna þar
nokkuð til verka og auk heldur með ónóg
verkfæri í höndum ti slíkra hluta.
Enn er ónefnd ein sú kvöð, er landsíminn
krafðist skilyrðislaust að sinnt yrði án taf-
ar: að senda í skyndi með símakvaðningar
jafnskjótt og kallið kom hveiju sinni. Að
vorinu til og á sumrin var tiltölulega auð-
velt að leysa þetta kvabb af hendi á þann
hátt að hafa röskan ungling, ríðandi uppi á
hesti, í þessar skjögtferðir.
Allt öðm máli gegndi, er hausta tók og
veður að spillast. Oft em kröggur í vetrar-
ferðum segir spakmælið. Og sannarlega
fengum við hinir eldri stundum að reyna á
þolrifin, gönguþol okkar, busl yfir djúpar
ár o.s.frv. því að á þeim árstíðum vom
símasendlar jafnan fótgangandi. Aðallega
bárust símakvaðningar frá Reykjavík og var
þeim að jafnaði komið á framfæri af síma-
stúlkunum á landsímastöðinni þar syðra.
Hitt bar þó stöku sinnum við, að einstakir
aðilar, sem vom kunnugir föður mínum,
símuðu til hans milliliðalaust og báðu hann
að reka fyrir sig erindi og þá tíðum í mik-
illi fjarlægð frá símstöðinni. Nú bar það til
9. desember 1914, að kaupsýslumaður úr
Reykjavík, Guðmundur Böðvarsson, ættaður
frá Svarðbæli í Ytri-Torfulækjarhreppi í
Miðfirði, símaði til föður míns og bað hann
að senda í skyndi fram að Gilsbakka. Tilefn-
ið var það, að bróðir Guðmundar, Böðvar
Böðvarsson verzlunarmaður í Hafnarfirði,
hafði steypzt út í kýlum, svo illkynjuðum,
að læknar syðra stóðu uppi ráðþrota, en
sjúklingurinn stórþjáður.
Áður en séra Magnús Andrésson tók
prestsvígslu (1881), dvaldist hann nokkur
ár í Reykjavík og sökkti sér þá niður í lækn-
isfræði (las einkum þýzkar fræðibækur í
þessari grein). Síðan tók hann að leggja
stund á lækningar og ávann sér brátt mikið
traust sem ráðhollur leiðbeinandi í meðferð
sjúklinga og notkun lyfja, sem hann sjálfur
setti saman. Eftir að séra Magnús vígðist
að Gilsbakka hélt hann áfram að liðsinna
mönnum í sjúkdómsraunum þeirra, tíðast
með ágætum árangri.
Ámm saman annaðist Guðmundur Böðv-
arsson hrossakaup fyrir ríkisstjómina og á
ferðum sínum um Borgarfjörð þeirra erinda
sneiddi hann aldrei hjá Stóra-Krcppi. Urðu
þeir góðkunningjar faðir minn og hann.
Guðmundur vakti á sér athygli fyrir snyrti-
mennsku í klæðaburði og einkar aðlaðandi
viðmót.
Þótt nú væri dagur skammur, veður útlit
síður en svo einsýnt og um langan veg að
fara, tók faðir minn beiðni Guðmundar um
sendiferð að Gilsbakka mótbáralaust. Og
hann ritaði séra Magnúsi þegar ítarlegt
bréf, þar sem hann lýsti sjúkdómseinkenn-
um Böðvars sem nákvæmast samkvæmt
lýsingu Guðmundar Böðvarssonar.
EINN Á FERÐ FÓTGANGANDI
ÍBlindbyl
Að morgni hins 10. desember 1914 skálm-
aði ég af stað til Gilsbakka með bréfíð upp
á vasann. Ég hélt sem leið liggur fram
Reykholtsdal, fram hjá Reykholti og Breiða-
bólstað og stefndi inn Hálsasveit norðan-
vert. Jörð var frosin, frekar vægt frost,
snarpur austanstrekkingur. Tók brátt að
reka á talsverðar stormhrinur og þyrla upp
skafrenningi umhverfis. Enda þótt lausa-
mjöll nokkur væri niðri í dalnum, tafði það
eigi för mína hið minnsta, enda var ég alvan-
ur útivera í breytilegu veðurfari. Er ég fór
fram þjá Breiðabólstað, var stormurinn far-
inn að sækja í sig veðrið og glæða til muna
hraða sinn. Á ferðum mínum um þessar
slóðir var ég ekki vanur að sneiða hjá Signýj-
arstöðum. Ástríður húsfreyja þar á bæ Þor-
steinsdóttir var kona frændrækin, viðmóts-
hlý og annáluð rausnarkona. Er Ástríður
vissi, hverra erinda ég væri þarna á flakki,
varð henni ljóst, að ég hygðist ekki setjast
upp, og hraðaði góðgjörðum, sem hún var
vön að skera eigi við neglur.