Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 40
Aðeins grátur
hafsins í kjölfarinu
Bréf Haralds Thorsteinssonar til Guðmundar Finnbogasonar 1913-1914
handfarangur væri gegnumlýstur. Þeir voru
auðmjúklega beðnir að geyma matarpokana
en það tóku þeir ekki í mál. Matarpakkar
og drykkjarföng fyrir 13 manns er fyrirferð-
armeira en svo að hægt sé með góðu móti
að fela og því sáu allir það sem þeir áttu
ekki að sjá, að við höfðum haldið að hr. og
frú Bush væru að bjóða okkur í útiborð-
hald, „picnic".
í garðinum var saman kominn mikill
fjöldi fólks, allir þátttakendur VSA og hafði
veri komið fyrir sætum gegnt upphækkuð-
um palli, þar sem fram fóru ræðuhöld og
skemmtiatriði. Ávörp fluttu Jean Kennedy
Smith upphafsmaður VSA og George Bush
forseti Bandaríkjanna. Blindur 14 ára
drengur frá Thailandi söng á mörgum
tungumálum. Kenny Rogers sá frægi
kántrýsöngvari söng, sýnd voru dansatriði
og ótal blöðrum var sleppt í loft upp. Tignar-
leg sjón það. Síðan var fólki vísað inn í risa-
stórt tjald þar sem boðið var upp á sítrónu-
safa sem kom sér vel í hitanum.
Um kvöldið var svo hátíðin formlega sett.
Þar voru mættir allir þátttakendur VSA.
Hver hópur stillti sér upp við skilti með
nafni heimalands síns og var ljósmyndaður
þar ásamt sendiherra þjóðar sinnar. Fatlað-
ir piltar spiluðu á gítara og sungu. Ted
Kennedy yngri flutti ávarp. Hann er sjálfur
fatlaður eftir veikindi í bernsku og ötull
starfsmaður í málefnum fatlaðra í USA.
Bomar voru fram veitingar og fólk gekk
um og heilsaði hvert upp á annað. Þarna
hitti Sigríður leikstjóri fólk sem hún þekkti
vel í gegnum bréfaskriftir vegna undirbún-
ings ferðarinnar, en hafði aldrei séð. Þar
urðu fagnaðarfundir.
Næstu 2 daga voru svo hátíðahöldin sjálf,
en þau fóru fram í Kennedy Center sem er
afar stór 2ja hæða bygging og í hveiju
skoti á báðum hæðum var alltaf eitthvað
um að vera. Meðal þess sem við sáum voru
hópar þroskaheftra sem dönsuðu ýmist ball-
ett eða þjóðdansa, hópur blindra bama dans-
aði ballett, blind ungmenni fluttu atriði úr
söngleikjum, lamaðir í hjólastólum léku á
hljómborð, heill hópur hjólastólafólks, sem
myndar rokkhljómsveit, flutti kröftuga tón-
list og lömuð stúlka „dansaði" í rafknúnum
hjólastólnum sínum. Við sáum líka handa-
lausa teikna og mála ýmist með munni eða
tám, og jafvel leika á gítar með tánum.
Sýningin okkar fór fram að morgni 17.
júní fyrir fullum sal. Flutt voru leikatriðin
„Sólin og vindurinn" og „Síðasta blómið"
eftir James Thurber við tónlist Eyþórs Arn-
alds. Leikendur fundu fyrir sviðsskrekk, en
léku svo aldrei betur en þegar á hólminn
var komið og það á ensku. Stúlka stóð til
hliðar á sviðinu og túlkaði með táknmáli
það sem fram fór. I lok sýningar voru leik-
endur og leikstjóri hyllt með því að áhorfend-
ur risu úr sætum. Um kvöldið fórum við
svo á matsölustað og fengum okkur stór-
steik. Síðasta dag okkar I Washington var
afmælisdagur Birgittu. Eins og allir vita eru
afmælisdagar merkir dagar, og þessi ekki
síst því hann hófst í Washington og endaði
í New York. Flugvél af sömu stærð og fyrr
flutti okkur á milli, en veðrið var betra og
bjartur dagur, svo vantraust á farkostinn
var ekki eins áberandi.
Þá daga sem við vorum í New York notuð-
um við til að ganga um og skoða fjölbreyti-
legt mannlífið. Og þá var komið að heimleið.
Að verða vitni að öðru eins og listahátíð
VSA 1989 upplifir hver maður aðeins einu
sinni á lífsleiðinni, ef þá nokkum tíma.
Andrúmsloftið í Kennedy Center var alveg
sérstakt, ánægja og sköpunargleði skein af
hveiju andliti. Að sjá allt þetta fatlaða fólk
og hveiju það hefur áorkað kom mér til að
skilja að hægt er að yfirstíga margskonar
hindranir þó að í upphafi virðist það ómögu-
legt.
Þegar þroskahefta dóttir mín fæddist
fyrir rúmum 23 árum hvarflaði áreiðanlega
ekki að mér, að einmitt vegna fötlunar henn-
ar ætti ég eftir að sjá hvers mannlegur
máttur er megnugur og að í raun er allt
hægt ef menn eiga aðeins til nóg af þolin-
mæði og trú.
Að vera þátttakandi í leikferð sem þess-
ari styrkir Perlufélaga og eykur áræði þeirra
og kjark í lífinu.
Fyrir hönd leikhópsins Perlunnar vil ég
þakka öllum þeim fjölmögu einstaklingum
og félagasamtökum sem studdu okkur á
einn eða annan hátt og gerðu þessa ferð
mögulega, og sendum við þeim okkar bestu
jóla- og nýársóskir.
Svo hefur verið sagt að
menn kunni ekki lengur
að skrifa sendibréf. Þá
er átt við bréf sem eru
annað og meira en
hversdagsleg erindi eða
skilaboð, heldur
skáldlegar hugleiðingar
um lífíð og tilveruna eins
og óteljandi bréf séra
Matthíasar
Jochumssonar voru. En
fleiri kunnu að skrifa
skemmtileg bréf þótt
minna kunnir væru. Hér
eru nokkur slík bréf
dregin fram í dagsljósið.
Haraldur, sonur
Steingríms
Thorsteinssonar skálds,
sem síðar kallaði sig
Harald Hamar, var við
nám í Kaupmannahöfn
og skrifaði bréfín til
vinar síns, Guðmundar
Finnbogasonar. Sonur
hans, Finnbogi
Guðmundsson
landsbókavörður, hefur
komið bréfunum á
framfæri við Lesbók og
hann ritar formála með
þeim.
Bréfin fimm frá Haraldi eru
öll skrifuð í Kaupmanna-
höfn, hið fýrsta í septem-
ber 1913 og síðasta í apríl
1914. Fyrsta bréfið er
ársett ranglega 1919, á
að vera 1913, svo sem
efni bréfsins vottar. Það
er og í svörtum sorgarramma eins og næsta
bréf á eftir, dagsett 13. október 1913.
Bæði bréfin eru tengd hinni fersku endur-
minningu um föðurinn Steingrím Thor-
steinsson, er látizt hafði 21. ágúst 1913.
Haraldur lauk stúdentsprófi sumarið
1913 og var á leið til Kaupmannahafnar til
fagurfræðináms, er honum barst dánar-
fregnin. Hann lýsir í bréfinu skilnaði þeirra
feðga, en Steingrímur hafði fylgt honum á
skipsfjöl og kvatt hann fögrum orðum.
I næsta bréfi, rúmum mánuði síðar, er
hann enn með hugann við föður sinn, er
birzt hefur honum í draumi. Skrif um
Steingrím látinn verða honum efni í hugleið-
ingu um föður sinn og samanburð á honum
og Matthíasi Jochumssyni, en snýst síðan í
nokkra lýsingu á þeim frændum Steingrími
og Einari Benediktssyni, er honum þykir
svipa saman um margt.
Þegar frá líður, kemst Haraldur til sjálfs
sín, og í bréfunum þremur frá fyrri hluta
árs 1914 kynnumst við þessum unga
menntamanni, sem finnst lífið bjart og fag-
urt, erfiðleikarnir „líka skemmtilegir, ef
þeir bara ekki ríða mann í hel“.
Seinasta bréfið, skrifað 28. apríl 1914,
er merkileg heimild um íslenzk skáld og
listamenn í Kaupmannahöfn á þeim tíma,
jafnframt því sem það sýnir, hveijum hæfi-
leikum hinn ungi fagurfræðingur var búinn.
En vegna heilsubrests fékk hann ekki notið
þeirra sem skyldi. Haraldur dvaldist lengst-
um á Englandi fram til 1929, en sneri þá
heim og hafði hægt um sig, allt til dauða-
dags, 23. nóvember 1957.
Khöfn 4/9 1913
Marstrandsgade 23 St.
Elskulegi Guðm. Finnbogason.
Það er tunglskin úti og heiður himinn.
Trén speglast í vötnunum og svanirnir synda
á silfurgáruðum bárum. Ég sit hér einn við
gluggann, og hugurinn berst heim yfir haf-
ið, að gröfinni hans pabba. Ég græt þar
dálitla stund, en af því það er svo stutt
skrepp ég inn til þín og hita mér um leið.
Mér hefir verið kalt á leiðinni. Enginn ylur
og engin sól. Andlát pabba kom svo óvænt
og á svo óhentugum tíma. Einmitt þegar
lífið byijaði að brosa við mér, þá kom hann,
dauðinn, og kreisti hjarta mitt með köldum
hnúum. Ég grét, grét án afláts og átti bágt
með að hætta. Fyrstu nóttina gat ég ekki
sofið. Ekkert hljóð nema andvörp þeirra,
er sváfu. Ég fór á fætur og gekk upp á
þilfarið, til þess að vita, hvort ég fyndi þar
nokkra hvíld. Sjórinn var dauður, og þung
ský syntu yfir. Tunglið speglaði sig við
austurbrúnina, og stjörnurnar lýstu eins og
dánar vonir. Dauðaþögn! Aðeins grátur
hafsins í kjölfarinu. Ég horfði upp í himin-
inn og fann eins og yl streyma um mig all-
an. Ég horfði inn í guðdómsauga náttúrunn-
ar og fann þar tign og fegurð, mildi og
mátt valdsins. Stór tár komu fram í augun,
og ég fann þennan frið, sem gefur manni
gleðina í sorginni. Síðan er ég glaður eins
og áður, en ber harm minn í hljóði og byggi
mér í endurminningunni um pabba þann
heim, að aðrir eignast ekki slíkan. En sárt
er það, að ég skuli aldrei eiga að sjá hann
framar. Allt er í eyði og tómi heima. Hann
var svo góður, og hann var svo mikill. En
hvað ég man vel, þegar ég var lítill og hann
var að leika við mig. Hvernig hann bar mig
á háhesti, á bakinu og í bóndabeygju. Hvern-
ig hann byggði leikhús úr bókunum sínum.
Hvernig hann gerði herskip úr hnífunum
sínum og fleytti þeim um borðið, sem var
hafíð. Eða þegar hann las fyrir mig ævin-
týri. Hvílík fegurð og dýrð. Enginn hefir
elskað mig heitar, enginn hefir verið mér
eins góður og enginn hefir fyrirgefið mér
allt eins og hann. Mér þótti ekki eins vænt
um neinn, og nú er hann dáinn. Þú hlýtur
að finna, hvað þetta hefir verið sárt. Ég
skildi reyndar svo fallega við hann, og er
mér mikil huggun að því. Ég hef aldrei séð
hann gráta fyrr en að ég fór. En hann elsk-
aði mig líka. Hann kom með út í Botníu,
og þá talaði hann svo fallega. Það seinasta
sem hann sagði var þetta. „Nú gengur sól-
in undir og þá fer ég að hátta. Vertu nú
blessaður og sæll og hamingjan fylgi þér.“
Og svo kyssti hann mig eins og hann einn
gat kysst. Enn finn ég ylinn í augunum.
Hann var mikill og hafi hann nokkru sinni
verið smár, þá er það lífskjörunum að kenna.
Skólinn drap hann. Geturðu hugsað þér
þvílíkt drep fyrir andans mann í 40 ár.
Þvílíka tryggð og trúmennsku. Hugsaðu þér
nú, ef við hefðum fengið Faust fyrir þessa
40 ára skólavist. Allt sitt bezta vinnur hann
áður en hann kemur að skólanum. En þá
var hann líka mestur. Hvaða lyriker eigum
við eins fjölhæfan. Frelsisljóð, ástaljóð, nátt-
úruljóð, heimsádeilur, og svo þessi lyriski
flokkur, sem heyrir ekki undir neinn af hin-
um, Svanirnir, Við hafið, Ég reið um sumar-
aftan einn. Við eigum ekki betri lyrik. —
En nú er ég kominn út fyrir öll takmörk.
Aðalefni bréfsins er ókomið enn. Ég ætla
nefnilega að biðja þig að gjöra svo vel og
fara til mömmu og sækja öll handrit og
bréf pabba. Fara síðan með þau á safnið
með þeim skilyrðum, að enginn fái aðgang
að þeim næstu 50 ár. Þau eru undir skápn-
um hægra megin við rauða púltið, í rauða
púltinu, öllum hólfum, í skápnum hægra
megin við rauða púltið, í gula púltinu og
upp á háalofti. Sömuleiðis áttu að taka
orðabækur Eiríks Jónssonar og Konráðs.
Margt af þessu mætti gefa út, en það er
bezt að geyma það þangað til ég kem heim.
Sjáirðu eitthvert fallegt kvæði, máttu nátt-
úrlega birta það í Skírni. Ég hef beðið þig
um þetta, af því ég veit, að pabbi mat eng-
an yngri andans mann eins og þig, af því
ég veit, að þér er það kært, og af því ég
held, að enginn maður heima hafi óbrigðula
samvizku sem þú.
Ég treysti þér! Farðu strax!
Þinn einl. vinur
Har.Th.
Fyrirgefðu fráganginn, ég
þarf að skrifa svo mörgum.
Steingrímur
Thorsteinsson
skáld, faðir
Haralds.