Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 41

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Side 41
Portet af Haraldi Thorsteinsson frá 1930. Málað hefur Augvstus John, einn kunnasti portetlistamaður Breta á öldinni. Þeir kynntust þegar Haraldur átti heima um tíma í London. Myndin birtist á sínum tíma í brezka blaðinu Illustr- ated London News. Kaupmannahöfn, 13.10. 1913. Elskulegi vinur! Mig dreymdi nokkrum nóttum eftir að ég kom hingað, að pabbi kæmi til mín og væri hinn ánægðasti. Hann kvaðst hafa verið við gröf Shakespeares suður á Eng- landi að leita sér sólar, því að kuldinn og rosinn hefði verið svo mikill heima. Síðan hefði hann haldið hingað og innan skamms mundi hann fara heim aftur að sækja far- fuglana til þess að fylgja þeim suður til Egyftalands. Ég spurði hann, hvað hann yrði lengi á leiðinni, og sagði hann mér það, því miður mundi ég það ekki, þegar ég vaknaði. Samt man ég, að það var að- eins örskömm stund. Mér finnst þessi draumur alleins sennilegur og líkur pabba. Mig dreymir hann stundum, og ég efast ekki um, að það sé hann, sem talar til mín. Ég efast ekki um, að látnir menn geti haft áhrif á líf lifandi manna, ef þeir eru vissri gáfu gæddir, sem mér enn ekki er kunnugt til fulls; það er áreiðanlegt. Trúðu því. Meira seinna. — Margt hefir verið ritað um pabba. Allt vingjarnlegt og sumt vel. En undarlegur finnst mér dómur Sig. G. í Ingólfi. Ég er reyndar samþykkur honum í sumu. Gils- ' bakkaljóð eru verri en orð er á gert. En hvers vegna hafa þau öðlazt gildi? Af því að þeir, sem þau hrifu, dæmdu eftir tilfinn- ingunni, en ekki eftir stefnu. Tilfinningin er hinn eini rétti mælikvarði á alla lyrik. Og Sigurður er því ófær kritiker, af því að það bergmála ekki öll hljóð í honum. Aðeins þau hljóð ná hljómsvari, sem snerta tilfinn- ingu hans sjálfs. En krítiker þarf að sjá með augum annarra líka. Hann á að dæma skáldið eftir þeim tíma, sem það lifir á, eft- ir þeirri stefnu, sem það yrkir í, eftir tilfinn- ingu sem flestra, en ekki eftir þeirri stefnu, sem hann metur mest. Ekki rétt? Það dugir ekki að nota þrekkinn fyrir grímu, þegar maður á að dæma rósina, mundi pabbi hafa sagt. Hann gerir lítið úr því pompösa hjá pabba. Guð hæðst í hæð. Og er ekki sem víglúður Björnsons gjalli í þessum línum: Og enninu snjóvgu til ijóshæða lyft, og líttu sem ömin mót sólu. Og hvernig getur hann ætlazt til þess, þegar litið er á lífskjör pabba. Er ekki pabbi þræll embættisánauðarinnar allt sitt líf? Kennir hann ekki öll sín beztu ár 5-6 tíma á dag og hefir gríska og latneska stíla, það vitlausasta á jörðinni, í aukavinnu á eftir- Guðmundur Finnbogason. miðdögum? Lifir hann ekki á aumri kennslu í Kaupmannahöfn? Hvenær syngur hann? Um sólarlag á kvöldin. Ekki fyrir laun. Af þörf og ánægju fyrir þá, sem ef til vill hefðu sömu tilfinningu og hann. Og svo er verið að dæma sönginn hans (látins), svo að ég segi ekki, reita af honum fjaðrirnar látnum. Hann segir, að hvorki Matth. né pabbi marki tímamót. Því er svona maður að skrifa? Það er einmitt það, sem þeir gera. En þeir marka ekki stefnur. Þeir marka tímamót, hvor með sínum frumleik. Pabbi með dýpt sinna tilfinninga og Matthías með mannlýsingum sínum og flugi, því meir sem ég hugsa um þá, finnst mér þeir vera eins og tvö höfuð á einum líkama, Svo er mark- mið þeirra samstætt, þrátt fyrir óskyldleika skáldskaparins. Ég hef verið að hugsa um, hvernig bezt væri að meta gildi þeirra beggja og fundizt bezt að hugsa mér, að þeir hefðu ekki verið til. Skarðið er stórt. Og sviplitlar hefðu bókmenntir aldarinnar sem leið orðið, hefði vantað þá báða. — Einar Ben. markar fyrst stefnu eftir þá Jónas og Bjarna. Og ekki get ég annað en látið ánægju mína í ljósi yfir því, að Einar er náfrændi minn. Pabbi og hann eru á 3. og 5. Það er þannig: Finnur Jónsson biskup Hannes Finsen Margrét Finnsdóttir Þórann Finnsd. \ Katrín Steingrímur Björg Katrín EinarBen. Margrét giftist biskupi á Hólum, sem Teitur eða Jón hét. Dijúgt er kyn kvenna. N[íels] Finsen var þremenningur pabba. Og einkennilega eru þeir allir þrír líkir um aug- un. Og alllík finnst mér trúarskoðun Einars og pabba. Náttúran beggja guð. — Og hvernig hefði Einar orðið á pabba tíma og pabbi á hans? Hafa þeir ekki skapað kvæði sín eins? Er ekki ættarmót með ríminu? Eða er ég vitlaus? Khöfn- er líka hroðaleg. Ekkert annað en kaffihús og hundar. Og er ekki sárgrætilegt að sjá aðra hvora hefðarfrú bíða á götunni, meðan fylg- itík hennar léttir á sér fyrir augum guðs og manna. Eða — já, við skulum ekki fara út í þá sálma. En því eru hundarnir hérna rétthærri en mennirnir? 19/1 1914 Elskulegi vinur! Ég var lengi að velta því fyrir mér, hvort ég í síðasta bréfi hefði skrifað nokkuð, sem þér hefði verið móti skapi. Ég gat ekki átt- að mig á því, en hafi svo verið, á ég ekki sök á því, heldur sá, sem stundum býr í mér. Hugurinn reikar víða, og þá gista mann margir, sem dansa lengur en vitið þolir. Gáfur þær, sem ég kann að hafa, verða bæði að berjast við frægð feðra minna og ættarþreytu, eins og eðlilegt er. Ég er ekki fæddur í fjöllunum, þá væri ég löngu orðinn bylur, sem hefði bjargað sér sjálfur. En ég skal sigra. Ég skal eins og byljirnir stijúka um tindinn. Ég skal bera til sigurs eitthvert þeirra talenta, sem ég hef. Eitt- hvert? Því ekki öll? Æ! Ég er fæddur með löngun til ljóða, til leiks og til fljóða. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg að syngja og dansa, að leika og lesa upp. Það þarf menntun og orku, en hana hef ég, bara efnin ekki vanti. Mamma er efnalítil, og mér þykir þegar sárt að taka.af þeim tæpu tveim þúsundum, sem hún hefir á ári. Pabbi átti aðeins fyrir ársskuldum. En kannske mér leggist eitt- hvað til. Nú hef ég verið í Berlín. Hver veit, hvað skeður? Það er ekki vert að kvarta. Lífið er bjart og fagurt, og erfiðleik- arnir eru líka skemmtilegir, ef þeir bara ekki ríða mann í hel. Ég er farinn að dubla við alvöruna, og það er ekki að vita, hvern- ig afkvæmi okkar verður. En nú mun bezt að slá botninn í bréfið, því að ég er að verða fjollaður. — Flyt fyrirlestur í Stúdentafélag- inu þann 30., um menntaskólann. Sumir fá á baukinn. Þinn einlægur Har[aldur] Thforsteinsson] 2/4 1914 Elskulegi vinur! Ég hef alltaf ætlað að skrifa þér með hverri ferð og þakka þér fyrir sólskinsgrein- ina um pabba sáluga, en hef aldrei komizt til þess, af því að það hefir verið svo mikið sólskin í kringum sjálfan mig. Annars ekk- ert tíðinda, nema hvað ég í svipinn er fok- vondur út í tvíhleypuna hann dr. Valtýr, sem hefir gert mér þann grikk, að breyta upp- hafi og endi, bæta inn í og rugla setningum í grein minni um Lénharð fógeta, svo að það er eins og hreinasti idiot hafi skrifað hana. Þú skalt samt ekki hafa orð á þessu, en manni getur gramizt það, sem minna er. — Ég hef von um að komast upp í flug- vél bráðlega og hlakka feiknin öll til. Minnstu samt ekki á það við neinn, því mamma kynni að verða hrædd um, að ég félli, en falli ég, fell ég upp, en ekki niður. Þinn einlægur Har[aldur] Th[orsteinsson] Khöfn, 28.4. 1914. Elskulegi vinur! Þegar ég skrifaði þér síðast, var ég svo reiður við dr. Valtýr, að sál mín var orðin að einu skýi, sem rigndi yfir hann eilífum eldi, hagli og brennisteini. En nú er hún farin að kyrrast aftur blessunin, himinninn er heiður og blár, og hafirðu ekkert á móti því, ætla ég að senda þér nokkra geisla í sumargjöf til uppbótar fyrir ómyndina síðast. Ég lifi sífellt eins og kóngur í ævin- týri, geri ekkert annað en að fara í leikhús og ganga milli góðvina minna, sem flestir eru af óbrotnum íslenzkum aðli. Þú hefir nú setið svo lengi upp á Landsbókasafni með myglaða doðranta yfir og undir þér, og alstaðar í kringum þig, að þú hefðir gott af að skoppa með mér um bæinn og heilsa upp á suma þeirra. — Við skulum skreppa upp til Kjarvals. Hann býr hér í Þyrnirunnum upp á 5. sal. Fyrst komum við inn í fordyrið, þar sem koppurinn á heima, en síðan inn í salinn, sem liggur undir súð og er tjaldaður undram úr öllu náttúrannar ríki. Kjarval situr í hásæti sínu, þrífættum, þríbrotnum stól. Hann rís upp og heilsar að hirðhætti Einars Ben. — sem hefir kennt honum alla andlega og líkam- lega burði í Lundúnum forðum — með þess- um orðum: „N-eh! Er það Hamar? Komdu blessaður og sæll! Það var glæsilegt að sjá þig! Það er svo gaman að sjá ykkur þessa efnilegu ungu Islendinga í kringum sig. Síðan gengur hann til mín og hallar öxlinni eins og Einar Ben. og þrýstir hendi mína röku taki. Halli Thorst. hlær bak við grímuna og lætur eins og ekkert sé. Hann fer að segja sögur, og þegar hann hefir lokið við eina, segir Kjarval — eins og Ein- ar — „Blessað barnið". — Halli Thorst. hlær aftur, því að Kjarval er aðeins nokkrum mánuðum eldri. En er það ekki skínandi! Kjarval er djúpur, frumlegur og heimspeki- legur í hugsun, ólæknandi málari, ævintýra- skáld í ímynduninni og einkar vel hagmælt- ur. Mér þykir vænt um hann. Ég trúi á hann. Hann er eins og rós sprottin út úr bergi. — Eigum við að heilsa upp á Einar J.? Hann býr í gamla járnbrautargarðinum, pakkhúsi nr. 4. Við göngum upp sex þrep. Við beijum 3 högg. Einar opnar. „Er það þú? Jahá — blessaður! Gakktu í bæinn! Æ — já! — Tylltu þér! Fyrirgefðu, hvernig allt er.“ — Þögn. „Hidara dara radam!“ Þögn. Utilegu- mennirnir stara á mig. Englarnir svífa yfir mér. Einar spilar. Útilegumennirnir læðast fram í hvern fingur og stíga trölladans í tónunum. Þeir berast fjær og Ijær, dofna, sofna, en englarnir koma svífandi á eftir í annarlegum titrandi tónum, sem útilegu- mannasálin ein getur skapað eftir átökin. Einar er útilegumaður að ætterni. Hann er útilegumaður hér. En hann brýtur ekki leng- ur börn sín úr bergi. Það eru englar, sem hann skapar. Þeir eru góðir iíka, en heldur kýs ég upprunann en eðlið í líðandi stund. Það þarf að hrista trúarrykið af Einari og hengja hann til þerris upp á Eyjafjallajökli ofurskamma stund. Hann vill gjarnan, en efnin vantar. Ekkert selst. Útilegumennirnir hans drepast úr hor, og englarnir verða að lofti. — Eigum við að bregða okkur með lestinni út í lund og heilsa upp á Jóha. Hann býr þar hjá konu sinni, Höllu, sem tekur á móti manni eins og maður kæmi hungraður ofan úr fjöllum. Þau hafa reist sér kofa að húsabaki, sem þau kalla Eyvindar kofa. Þar búa þau nú og ætla að búa í sumar. Hvergi hef ég komið, þar sem jafn mikilli hlýju hefir andað á móti mér. Þau eru eins sam- rýmd og samstilltar hörpur. Það er rökkur í kofanum. Bjarma slær um vegginn. Mynd- ir Kjarvals skipta litum eftir því sem eldinum þóknast. Fuglinn, sem þau kalla „Sjælen“, kvakar í búrinu. Ljóð hans skilur enginn nema skáldin. Þau eru mjúk eins og rökk- rið og klökk eins og útlagar liðinna vona. — Við sitjum hljóð! Jóhann er einkennilega skarpur á vangann, líkur frændum sínum, Hallgrími og Jónasi. „Fandens mærkværdig hvor jeg er tarstig! Skal vi ikke ha noget at drikke?“ Við setjumst að skálum og væt- um í okkur sálirnar þangað til þær verða að rennandi lindum. — Þegar birtir, fer ég heim með „Fandens mærkværdigt" alstaðar í kringum mig, ástfanginn í þessari djúpu sál, sem ég ann einna mest af öllu. Nú höfum við þá heilsað upp á flesta höfðingjana nema þá Ríkarð og Gunnar. Það verður að bíða betri tíma. Þá Kamban og Jónas hirði ég ekki um, enda er þar hver koppurinn niður af öðrum, sem úfag- urt es úr at hella. Ólafur Friðriksson heitir nýr höf., sem Dönum líkar við. Hann spurði mig einu sinni, hvort ég héldi ekki, að himnaríki væri eins og þverrandi magaverk- ur. Ég hef ekki séð hann síðan. Einar Hjalt- [e]sted heitir nýr söngmaður með ógurlega röddu. Hann lofar miklu. Hann er Reyk- víkingur og bezta skinn. Ja, sæli nú lagsm., þú ert þá úti að skemmta þér, svona heldur betur, já, bara svoleiðis, helv. er hún lagleg þessi, þetta er nú stykki til að stinga í. Æh mikið andsk. lasm. Vertu sæll! Svona talar hann nú. Hann hatar Eggert St. Egg- ert gengur hér svo hátíðl. og varlega, að það er eins og hann beri vatnsfötu í klof- inu, sem ekki megi hellast úr. Fyrirg. elsk- an mín. En ég er svo innil. tjúllaður. Ég fæddist í sólskini, ég ólst upp í sólskini, ég lifi í sólskini, og þegar ég dey, gengur sólin undir, en aðeins til að rísa fegri á ný í mínum eilífa heimi. Guð blessi þig þinn Halli Th. Kem júní r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.