Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 43
i-Egnm
[m o r g u n b l a o: s. I;ÍN ÍSj
19. DESEMBER 1989
FERtMBIáÐ
LESBÓKAR
Silfurskrínið sem varðveitir líkama heilags Fransis Xavier.
Ævintýra-
strönd
Indlands
Góa, með fjarlæga
draumavídd af
hvítum pálmaströnd-
um og stórkostlega
aðstöðu fyrir ferða-
menn. Og „Róm aust-
ursins" á heimsveld-
istíma Portúgals
geymir eitt mesta að-
dráttarafl ferða-
manna á Indlandi -
órotinn líkama heil-
ags Fransis Xavier í
silfurskríni
Frá yfirþyrmandi mann-
fjölda Bombay er aðeins 50
minútna flug inn í paradís
hvítra, friðsælla stranda, sem
teygja sig yfir 105 km. Pálma-
skógar mynda skörp skil við
hvíta sandhóla og blátært
Arabahaf. Á skilum sands og
pálmalunda standa aðlaðandi
ferðamannaþorp. Þau ná ekki
út fyrir trjálínu, teygja sig ekki
upp fyrir tijákrónur, en falla
inn í landslagið eins og þau
hafi staðið þar um aldir.
Skrítin tilfinning að vera inni
í skógi, þegar gengið er eftir opn-
um hótelgangi. Litríkir fuglar og
fiðrildi, meinleysislegar eðlur, en
líka einstaka ókennileg skordýr
setja að manni hroll. En allt er
vel þrifið og nýmálað. í Góa verð-
ur að þrífa og mála allt utan dyra
árlega. Þriggja mánaða monsún-
rigningar (júní-september) klæða
allt með grænni slikju. Monsún-
regnið dregur til sín svarta ferða-
menn frá sólþjakaðri Afríku, sem
Mikill íburður er í kirkjum Gou.
geta setið tímunum saman og
horft á regndropana falla!
Út um gluggann sést niður á
sjóræningjavirki frá dögum Port-
úgala, sem réðu yfir Góu frá
1510-1967. Hafið dregur til sín
og gaman er að sitja á virkinu
og hugsa til fyrri tíma. Vegna
náttúruauðæfa og staðsetningar
var Góa miðpunktur á tímum sjó-
ferða. „Govapuri“ var Góa nefnd
vegna kryddsins sem flæddi héð-
an. Múhameðstrú barst hingað,
með pílagrímum á leið til Mekku.
Krossinn kom með Portúgölum,
sem krýndu Góu austræna drottn-
ingu síns sjóveldis. Portúgalar
sigldu til Góu fyrir Góðrai’vonar-
höfða og héðan til Kínahafs, með
galeiðurnar hlaðnar af ilmandi
kryddi, austurlensku silki, grát-
andi þrælum, gulli og gimsteinum.
Hlýr andvari leikur um
ósnortna strönd og sólin er hættu-
lega heit. Mannverur á gangi
hverfa út í auðnina eða fela sig
á milli hvítra sandhóla. Skyndi-
lega birtist mjálmandi köttur og
á eftir honum kemur kona með
flögrandi, litríkar silkislæður. Hún
vefur þeim um mig og keppist við
að breiða útsaumaða dúka á
sandinn. Bækistöð hennar er inni
í sandhólunum og þar eru fleiri
dúkar og jafnvel útsaumaðir bak-
pokar! Með fingramáli er auðvelt
að prútta og tölur eru skrifaðar
í sandinn. Og ekki er verðið hátt!
Sölufólki er bannað að sýna sig á
ströndinni, nema á vikulegum
strandmarkaði, svo viðskiptin eru
ólögleg!
Skoðunarferð meðfram strand-
lengjunni sýnir fleiri ferðamanna-
þorp í undurfögru umhverfi - á
klettabrúnum - lengst inni í skógi
- við stöðuvötn, en Góa er sundur-
skorin af ám og vatnasvæðum.
Hér er gott að hvíla sig frá streitu-
hlöðnum stórborgum Evrópu. Það
fannst hippunum líka, sem hópuð-
ust hingað á sjötta áratugnum.
Bjuggu um sig í tjöldum á strönd-
inni, týndu ávexti og lifðu sínu
„fyrirmyndar“ letilífi! En Indveij-
um fannst þeir sóðalegir og borga
lítið fyrir sig! „Sem betur fer ei-um
við búnir að losa okkur við þann
ófögnuð," segir leiðsögumaður-
inn. Núna er ströndin vel hirt og
vöktuð. Vel búnum sumarhúsum
þjónað frá hótelum og margskon-
ar íþróttaaðstaða er í boði.
í víkunum eru fiskikarlar að
mála báta sína eða gera að netum
fyrir kvöldróður. Gjöful fiskimið
eru rétt utan við ströndina og
ferðamenn geta komist í veiði og
jafnvel krækt í þann stóra. Um
kvöldið eru framreiddir grillaðir
risahumrar við sundlaugina, hið
mesta hnossgæti. Og kókoshnetu-
ávaxtablöndu í Góa verða allir að
prófa. Fiskréttir eru mjög fjöl-